Réttarstaða brotaþola bætt þó biðtíminn sé enn „óásættanlegur“

Nýsamþykktar breytingar á lögum um meðferð sakamála og lögum um fullnustu refsinga munu ef til vill auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu að sögn talskonu Stígamóta en til að gera kerfið „boðlegt fyrir þolendur“ þarf að stytta málsmeðferðatíma verulega.

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir er talskona Stígamóta.
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir er talskona Stígamóta.
Auglýsing

Tals­verðar breyt­ingar hafa orðið á rétt­ar­stöðu brota­þola í kyn­ferð­is­brota­málum eftir að lögum um með­ferð saka­mála og lögum um fulln­ustu refs­inga var breytt undir lok nýlok­ins þing­vetr­ar. Vonir eru bundnar við að þetta muni færa brota­þolum kyn­ferð­is­of­beldis rétt­lát­ari máls­með­ferð í gegnum rétt­ar­kerf­ið, að sögn Stein­unnar Gyðu- og Guð­jóns­dótt­ur, tals­konu Stíga­móta, en hún segir í sam­tali við Kjarn­ann að sam­tökin hefðu engu að síður viljað sjá fleiri atriði rata inn í nýsam­þykkt laga­breyt­inga­frum­varp.

Frum­varpið sem um ræðir var lagt fram af Jóni Gunn­ars­syni dóms­mála­ráð­herra í mars og sam­þykkt á loka­metrum þings­ins, um miðjan mán­uð. Með breyt­ing­unum sem gerðar eru á lögum um með­ferð saka­mála og lögum um fulln­ustu refs­inga er leit­ast við að bæta rétt­ar­stöðu brota­þola, fatl­aðs fólks og aðstand­enda.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögum um fullnustu refsinga var lagt fram af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra í mars. Mynd: Bára Huld Beck

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að það hafi tekið miklum breyt­ingum frá eldra frum­varpi í kjöl­far umsagna. „Tekið var til­lit til umsagna um rétt brota­þola til aðgangs að gögnum á rann­sókn­ar­stigi, til að vera við­staddur lokað þing­hald, til að leggja spurn­ingar milli­liða­laust fyrir skýrslu­gjafa við með­ferð máls fyrir dómi og leggja þar fram sönn­un­ar­gögn, til að ávarpa dóm í lok aðal­með­ferðar sem og um auk­inn rétt brota­þola til upp­lýs­inga um gæslu­varð­hald, áfrýjun og til­högun afplán­unar dóm­fellda.“

Hafa kallað eftir því að þolendur fái aðild að málum sínum

Stein­unn Gyðu- og Guð­jóns­dótt­ir, tals­kona Stíga­móta, segir að með nýju frum­varpi hafi orðið tals­verðar breyt­ingar á rétt­ar­stöðu brota­þola, líkt og áður seg­ir. Hún bendir á að ekki sé búið að tryggja öll þau rétt­indi þolenda kyn­ferð­is­of­beldis sem sam­tökin hafa kallað eft­ir, til að mynda að þolendur fái aðild að málum sín­um.

Auglýsing

„Það hefur auð­vitað skap­ast tals­verð umræða um það að þolendur ofbeldis eigi að fá aðild að málum sínum í rétt­ar­kerf­inu en það er almennt ekki þannig í saka­mál­um. Venju­lega er þetta ríkið gegn brota­mann­in­um. Í ljósi þess að ofbeld­is­mál eru yfir­leitt mjög sér­stök mál, yfir­leitt stendur brota­maður brota­þola nærri og brota­þoli hefur mjög ríka hags­muni af því að rann­sóknin fari vel fram. Því hefur orðið þessi krafa um að brota­þoli fái aðild. Það gerð­ist ekki í þess­ari laga­setn­ing­u,“ segir Stein­unn.

Lögin tryggja bættan aðgang að upp­lýs­ingum

Með nýju lög­unum sé ríkið þó að reyna að tryggja brota­þola sam­bæri­leg rétt­indi og fáist með aðild að máli, upp að vissu marki. „Þarna fær brota­þoli rétt­indi í gegnum rétt­ar­gæslu­mann­inn sinn til þess að fá nán­ari upp­lýs­ingar um mál á rann­sókn­ar­stigi og það finnst okkur mjög mik­il­vægt,“ segir Stein­unn og bætir því við að í sumum málum sem felld hafi verið niður hefðu brota­þolar getað lagt fram frek­ari sönn­un­ar­gögn ef þeir hefðu haft sama aðgang að upp­lýs­ingum og nýju lögin tryggja.

Brota­þoli fær nú rétt til þess að bæði sitja í dóm­sal og að leggja fram spurn­ingar í gegnum rétt­ar­gæslu­mann en áður var það háð sam­þykki sak­born­ings hvort þol­andi fengi að að sitja í dóm­sal. Þetta breytir miklu að sögn Stein­unn­ar: „Hingað til hefur þessi rétt­ar­gæslu­maður ein­göngu verið þarna til þess að flytja skaða­bóta­kröfu brota­þola. Það hefur verið hans eina hlut­verk. Núna fær brota­þoli rödd inn í saka­málið með þessu. Þannig ef að brota­þol­inn upp­lifir ein­hvern veg­inn að sak­sókn­ar­inn sé ekki að spyrja réttu spurn­ing­anna eða sé ekki að fá allt fram þá getur brota­þol­inn lagt fram spurn­ingar í gegnum sinn rétt­ar­gæslu­mann.“

Jákvæðar breyt­ingar en langur bið­tími „kerf­is­lægur vandi“

Spurð að því hvort að þolendur muni eiga auð­veld­ara með að sækja rétt sinn í kjöl­far laga­breyt­ing­anna segir Stein­unn að þær auki ef til vill til­trú brota­þola á kerf­inu að ein­hverju leyti, sér­stak­lega heim­ildin sem tryggir betri aðgang þolenda að upp­lýs­ingum um mál sín. „Það sem brota­þolar hafa verið að upp­lifa er að þeir fara og leggja fram kæru og svo upp­lifa þeir það að allt vald sé hrifsað af þeim í kjöl­far­ið. Þá sé þetta ekki lengur þeirra mál, heldur mál rík­is­valds­ins gegn sak­born­ingi og það eina sem þau eiga að gera er að koma með ein­hvern fram­burð. Það er ömur­leg upp­lifun í kjöl­far þess að hafa verið beitt ofbeldi, þar sem allt vald er tekið af manni, þá vill maður einmitt fá ein­hverja vald­efl­ingu út úr því að fara og kæra brot. Það hefur ekki verið staðan hingað til.“

Stein­unn segir að breyt­ing­arn­ar, sem séu af hinu góða, muni þegar upp er staðið að öllum lík­indum ekki hafa mikil áhrif á upp­lifun brota­þola af kerf­inu á meðan máls­með­ferð­ar­tím­inn er eins langur og raun ber vitni. „Á meðan staðan er enn þá sú að þú ferð og kærir nauðgun og sak­born­ingur er kall­aður inn í skýrslu­töku sex til níu mán­uðum seinna þá breytir það engu hvort þú fáir ein­hverjar upp­lýs­ingar á þessu tíma­bili. Þessi bið­tími er óásætt­an­leg­ur. Þetta eru jákvæðar breyt­ingar en það er bara annar kerf­is­lægur vandi sem þarf að laga til þess að gera þetta kerfi boð­legt fyrir þolend­ur,“ segir Stein­unn Gyðu- og Guð­jóns­dóttir tals­kona Stíga­móta.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent