Réttarstaða brotaþola bætt þó biðtíminn sé enn „óásættanlegur“

Nýsamþykktar breytingar á lögum um meðferð sakamála og lögum um fullnustu refsinga munu ef til vill auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu að sögn talskonu Stígamóta en til að gera kerfið „boðlegt fyrir þolendur“ þarf að stytta málsmeðferðatíma verulega.

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir er talskona Stígamóta.
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir er talskona Stígamóta.
Auglýsing

Tals­verðar breyt­ingar hafa orðið á rétt­ar­stöðu brota­þola í kyn­ferð­is­brota­málum eftir að lögum um með­ferð saka­mála og lögum um fulln­ustu refs­inga var breytt undir lok nýlok­ins þing­vetr­ar. Vonir eru bundnar við að þetta muni færa brota­þolum kyn­ferð­is­of­beldis rétt­lát­ari máls­með­ferð í gegnum rétt­ar­kerf­ið, að sögn Stein­unnar Gyðu- og Guð­jóns­dótt­ur, tals­konu Stíga­móta, en hún segir í sam­tali við Kjarn­ann að sam­tökin hefðu engu að síður viljað sjá fleiri atriði rata inn í nýsam­þykkt laga­breyt­inga­frum­varp.

Frum­varpið sem um ræðir var lagt fram af Jóni Gunn­ars­syni dóms­mála­ráð­herra í mars og sam­þykkt á loka­metrum þings­ins, um miðjan mán­uð. Með breyt­ing­unum sem gerðar eru á lögum um með­ferð saka­mála og lögum um fulln­ustu refs­inga er leit­ast við að bæta rétt­ar­stöðu brota­þola, fatl­aðs fólks og aðstand­enda.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögum um fullnustu refsinga var lagt fram af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra í mars. Mynd: Bára Huld Beck

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að það hafi tekið miklum breyt­ingum frá eldra frum­varpi í kjöl­far umsagna. „Tekið var til­lit til umsagna um rétt brota­þola til aðgangs að gögnum á rann­sókn­ar­stigi, til að vera við­staddur lokað þing­hald, til að leggja spurn­ingar milli­liða­laust fyrir skýrslu­gjafa við með­ferð máls fyrir dómi og leggja þar fram sönn­un­ar­gögn, til að ávarpa dóm í lok aðal­með­ferðar sem og um auk­inn rétt brota­þola til upp­lýs­inga um gæslu­varð­hald, áfrýjun og til­högun afplán­unar dóm­fellda.“

Hafa kallað eftir því að þolendur fái aðild að málum sínum

Stein­unn Gyðu- og Guð­jóns­dótt­ir, tals­kona Stíga­móta, segir að með nýju frum­varpi hafi orðið tals­verðar breyt­ingar á rétt­ar­stöðu brota­þola, líkt og áður seg­ir. Hún bendir á að ekki sé búið að tryggja öll þau rétt­indi þolenda kyn­ferð­is­of­beldis sem sam­tökin hafa kallað eft­ir, til að mynda að þolendur fái aðild að málum sín­um.

Auglýsing

„Það hefur auð­vitað skap­ast tals­verð umræða um það að þolendur ofbeldis eigi að fá aðild að málum sínum í rétt­ar­kerf­inu en það er almennt ekki þannig í saka­mál­um. Venju­lega er þetta ríkið gegn brota­mann­in­um. Í ljósi þess að ofbeld­is­mál eru yfir­leitt mjög sér­stök mál, yfir­leitt stendur brota­maður brota­þola nærri og brota­þoli hefur mjög ríka hags­muni af því að rann­sóknin fari vel fram. Því hefur orðið þessi krafa um að brota­þoli fái aðild. Það gerð­ist ekki í þess­ari laga­setn­ing­u,“ segir Stein­unn.

Lögin tryggja bættan aðgang að upp­lýs­ingum

Með nýju lög­unum sé ríkið þó að reyna að tryggja brota­þola sam­bæri­leg rétt­indi og fáist með aðild að máli, upp að vissu marki. „Þarna fær brota­þoli rétt­indi í gegnum rétt­ar­gæslu­mann­inn sinn til þess að fá nán­ari upp­lýs­ingar um mál á rann­sókn­ar­stigi og það finnst okkur mjög mik­il­vægt,“ segir Stein­unn og bætir því við að í sumum málum sem felld hafi verið niður hefðu brota­þolar getað lagt fram frek­ari sönn­un­ar­gögn ef þeir hefðu haft sama aðgang að upp­lýs­ingum og nýju lögin tryggja.

Brota­þoli fær nú rétt til þess að bæði sitja í dóm­sal og að leggja fram spurn­ingar í gegnum rétt­ar­gæslu­mann en áður var það háð sam­þykki sak­born­ings hvort þol­andi fengi að að sitja í dóm­sal. Þetta breytir miklu að sögn Stein­unn­ar: „Hingað til hefur þessi rétt­ar­gæslu­maður ein­göngu verið þarna til þess að flytja skaða­bóta­kröfu brota­þola. Það hefur verið hans eina hlut­verk. Núna fær brota­þoli rödd inn í saka­málið með þessu. Þannig ef að brota­þol­inn upp­lifir ein­hvern veg­inn að sak­sókn­ar­inn sé ekki að spyrja réttu spurn­ing­anna eða sé ekki að fá allt fram þá getur brota­þol­inn lagt fram spurn­ingar í gegnum sinn rétt­ar­gæslu­mann.“

Jákvæðar breyt­ingar en langur bið­tími „kerf­is­lægur vandi“

Spurð að því hvort að þolendur muni eiga auð­veld­ara með að sækja rétt sinn í kjöl­far laga­breyt­ing­anna segir Stein­unn að þær auki ef til vill til­trú brota­þola á kerf­inu að ein­hverju leyti, sér­stak­lega heim­ildin sem tryggir betri aðgang þolenda að upp­lýs­ingum um mál sín. „Það sem brota­þolar hafa verið að upp­lifa er að þeir fara og leggja fram kæru og svo upp­lifa þeir það að allt vald sé hrifsað af þeim í kjöl­far­ið. Þá sé þetta ekki lengur þeirra mál, heldur mál rík­is­valds­ins gegn sak­born­ingi og það eina sem þau eiga að gera er að koma með ein­hvern fram­burð. Það er ömur­leg upp­lifun í kjöl­far þess að hafa verið beitt ofbeldi, þar sem allt vald er tekið af manni, þá vill maður einmitt fá ein­hverja vald­efl­ingu út úr því að fara og kæra brot. Það hefur ekki verið staðan hingað til.“

Stein­unn segir að breyt­ing­arn­ar, sem séu af hinu góða, muni þegar upp er staðið að öllum lík­indum ekki hafa mikil áhrif á upp­lifun brota­þola af kerf­inu á meðan máls­með­ferð­ar­tím­inn er eins langur og raun ber vitni. „Á meðan staðan er enn þá sú að þú ferð og kærir nauðgun og sak­born­ingur er kall­aður inn í skýrslu­töku sex til níu mán­uðum seinna þá breytir það engu hvort þú fáir ein­hverjar upp­lýs­ingar á þessu tíma­bili. Þessi bið­tími er óásætt­an­leg­ur. Þetta eru jákvæðar breyt­ingar en það er bara annar kerf­is­lægur vandi sem þarf að laga til þess að gera þetta kerfi boð­legt fyrir þolend­ur,“ segir Stein­unn Gyðu- og Guð­jóns­dóttir tals­kona Stíga­móta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent