90% félagsaðild í stéttarfélögum; völd og áhrif?

Helga Ingólfsdóttir skrifar um stéttarfélagsmál í aðsendri grein.

Auglýsing

Á Íslandi er stétt­ar­fé­lags­að­ild mun útbreidd­ari en á hinum Norð­ur­lönd­unum því hér greiða um 90% starf­andi á vinnu­mark­aði í stétt­ar­fé­lag. Þetta ætti að gefa verka­lýðs­hreyf­ing­unni í heild mikla vigt í efna­hags­legu sam­hengi þegar kemur að ákvörð­unum stjórn­valda sem hafa áhrif á kjör félags­manna en það er stór spurn­ing hvort nægi­legt til­lit er tekið til sjón­ar­miða verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar þegar ákvarð­anir um efna­hags­mál eru tekn­ar.

VR – Virð­ing og rétt­læti

VR er eitt af stærstu stétt­ar­fé­lögum lands­ins með um 36 þús­und félags­menn. Félagið stendur sterkum fótum og þjón­ustar sína félags­menn með marg­vís­legum hætti. Mikil breidd er í félag­inu en félags­menn eru allt frá ófag­lærðum starfs­mönnum í afgreiðslu- og þjón­ustu­störfum til sér­fræð­inga og fram­kvæmda­stjóra í fjöl­mörgum starfs­grein­um.

VR hefur margoft tekið forrystu í mik­il­vægum málum sem varða rétt­indi laun­þega og má þar nefna Jafn­launa­vottun sem félagið veitti fyr­ir­tækjum sem greiddu jöfn laun til beggja kynja og sem voru und­an­fari þess að sett voru lög um að fyr­ir­tæki mis­muni ekki laun­þegum eftir kyni en þessi lög hafa vakið mikla athygli langt út fyrir land­stein­ana og eru til mik­illar fyr­ir­mynd­ar. Stjórn félags­ins er skipuð 15 félags­mönnum þar sem jafnt kynja­hlut­fall er skil­yrði og kosn­ing er raf­ræn þannig að allir félags­menn geta kosið sinn full­trúa í róleg­heitum heima hjá sér. Sama á við um kosn­ingu for­manns sem þannig sækir beint umboð til allra félags­manna á tveggja ára fresti.

Auglýsing

Stjórn VR leggur áherslu á hækkun per­sónu­af­sláttar sem eitt af hags­muna­málum laun­þega í næstu kjara­samn­ingum og sendi frá sér ályktun þess efnis síð­asta haust. For­maður félags­ins situr í samn­inga­nefnd ASÍ en kjara­samn­ingur aðild­ar­fé­laga ASÍ rennur út í lok árs­ins en í samn­ingnum er upp­sagn­ar­á­kvæði sem rennur út í lok febr­ú­ar. Ljóst er að stórir hópar laun­þega í verka­lýðs­hreyf­ing­unni eru að bera skarðan hlut frá borði með launum sem ekki duga til fram­færslu eftir marga ára starf á vinnu­mark­aði og það verður að bæta kjör þeirra án þess að stofna í hættu þeim efna­hags­á­vinn­ingi sem felst í öfl­ugri hag­stjórn og lágri verð­bólgu.

Stefnu­mótun VR til fram­tíðar

Stjórn VR vinnur nú að stefnu­mótun en mik­il­vægt er að taka nafla­skoðun reglu­lega til að skoða innri og ytri mál­efni sem snerta félag­ið. Eitt af þeim málum sem hafa verið til skoð­unum er ytra sam­starf við önnur sam­tök á laun­þega­mark­aði eins og Land­sam­band íslenskra versl­un­ar­manna og ASÍ. Þar þarf fyrst og fremst að hugsa útfrá hags­munum félags­manna til lengri tíma litið og vega kosti og galla þess að vera hluti af stærri heild. Þegar kemur að kjara­samn­ingum þá er samn­inga­rétt­ur­inn er alltaf hjá VR og þar getur félagið gengið í takt við önnur sam­tök alveg burt­séð frá því með hvaða hætti aðild að öðrum sam­tökum er hátt­að.

Fjórða iðn­bylt­ingin er handan við hornið

Margar stórar áskor­anir eru framundan en fyr­ir­sjá­an­legar eru miklar breyt­ingar á störfum félags­manna á næstu árum með þeim tækni­breyt­ingum sem við nefnum fjórðu iðn­bylt­ing­una. Við þurfum að taka til skoð­unar starfs­heiti og vinnu­tíma til að mæta nýjum tímum sem eru handan við hornið og tryggja að félags­menn hafi aðgang að end­ur­menntun til að geta mætt nýjum störfum sem munu þró­ast kannski mun hraðar en okkur órar fyr­ir.

Höf­undur er vara­for­maður VR og bæj­ar­full­trúi í Hafn­ar­firði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar