Innflytjendur ríflega 40 prósent þeirra sem starfa við rekstur veitinga- og gistihúsa

Starsfólki í ferðaþjónusu hefur fjölgað um 98,5 prósent á Íslandi á síðustu 10 árum. Stór hluti þeirra eru innflytjendur.

img_3172_raw_1807130179_10016374715_o.jpg
Auglýsing

Líkt og lands­menn vita hefur verið mik­ill vöxtur í ferða­þjón­ustu hér á landi, ferða­­mönnum hefur fjölgað úr um hálfri milljón í 2,2 millj­­ónir árið 2017 og má búast við enn meiri fjölgun í ár. Þjón­usta þarf þessar tvær millj­ónir ferða­manna en 10.888 þús­und inn­flytj­enda starfa við ferða­þjón­ustu hér á landi. Af þeim starfa 7694 inn­flytj­endur við rekstur veit­inga­staða og gisti­húsa. Þetta kemur fram í nýj­ustu tölum Hag­stof­unn­ar.

Um mitt ár 2018 voru alls 38.657 starf­andi inn­flytj­endur á Íslandi eða rúm 19 pró­sent af heildar vinnu­afli Íslands. Sá fjöldi er rúm­­­lega fjórum sinnum það sem hann var í upp­­­hafi árs 2005 og tvö­­­faldur það sem hann var í byrjun árs 2015, fyrir þremur og hálfu ári. Frá byrjun árs 2017 hefur inn­­­flytj­endum á íslenskum vinn­u­­­mark­aði fjölgað um 11.544 og á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2018 fjölg­aði þeim um 5.310.

Á Íslandi starfa tæp­lega 200 þús­und manns á aldr­inum 16 til 74 ára, það er 11,8 pró­sent hækkun á 10 árum. Fjölgun starfs­fólks á síð­ustu tíu árum var mest í ferða­þjón­ustu en sú fjölgun er 98,5 pró­sent. Stór hluti af þeirri fjölgun er erlent vinnu­afl en þeir eru tæp­lega helm­ingur þeirra sem starfa við rekstur veit­inga­húsa og gisti­húsa hér á landi eða 41,9 pró­sent.

Auglýsing

Nýja góð­ærið

Gríð­ar­leg upp­bygg­ingin hefur átt sér stað hér á landi síð­ustu 10 ár en hún hefur útheimt miklar fram­kvæmdir við bygg­ingu til að mynda hót­ela og þar af leið­andi líka mikið vinn­u­afl. Þetta vinnu­afl var ekki til staðar á Íslandi og því þurfti að sækja það til ann­arra landa. Það – ásamt mik­illi aukn­ingu í ferða­þjón­ustu – hefur leitt til hraðrar fjölg­unar erlends vinnu­afls hér á landi eins og greint var hér að ofan. 

Í síð­ustu viku greindi Kjarninn­ frá því að um 90 pró­sent allra nýrra skatt­greið­anda á Íslandi í fyrra voru erlendir rík­is­borg­ar­ar. Þeim hefur fjölgað rúm­lega 60 sinnum hraðar og átta sinnum meira en íslenskum skatt­greið­endum á skrá á milli áranna 2016 og 2017. Þeir eru nú 15,1 pró­sent þeirra sem greiða hér til sam­neysl­unn­ar. Sam­hliða mik­illi fjölgun útlend­inga hafa greiðslur sveit­ar­fé­laga vegna félags­legrar fram­færslu dreg­ist saman um þriðj­ung á nokkrum árum. Atvinnu­leysi er nei­kvætt þegar leið­rétt er fyrir inn­fluttu vinnu­afli og kaup­máttur launa hefur vaxið um 25 pró­sent á örfáum árum.

Brotið á rétt­indum inn­flytj­enda

Í nýjasta frétta­skýr­inga­þætti Kveiks, sem vakti mikla athygli í síð­ustu viku, var fjallað um hvernig atvinnu­rek­endur á Íslandi hafa í röðum brotið á erlendu starfs­fólki. Mörg dæmi eru um það hér á landi að ekki sé borgað í sam­ræmi við kjara­samn­inga og ef laun eru rétt greidd þá sé reynt að ná launum til baka með því að rukka starfs­menn um of háan hús­næð­is­kostn­að, lík­ams­rækt­ar­kostnað og fyrir bif­reið­ar­notk­un. Þar með er rétt­indum skipu­lega haldið frá erlendu verka­fólki. Í þætt­inum kom enn fremur fram að inn­flytj­endur viti oft ekki hvort verið sé að brjóta á sér eða viti ekki hvert þeir eigi að leita.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð
Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bankasýslan vill að bankaráð dragi úr fjárhagslegri áhættu Landsbankans vegna nýrra höfuðstöðva
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans, sem munu kosta að minnsta kosti um tólf milljarða. Þar er staðfest að ákvörðunin hafi ekki verið borin undir hluthafafund.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra er ekki að skoða að takmarka sölu á orkudrykkjum
Þrátt fyrir að embætti Landlæknis telji að banna eigi sölu á ákveðnum tegundum orkudrykkja er ráðherra matvælaeftirlits ekki sömu skoðunar. Til að meta neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar
Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lögðu fram tillögur að lausn kjaradeilu – Aftur fundað á morgun
Fundi vegna kjaradeilu félagsmanna Eflingar og Reykjavíkurborgar er lokið. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðuneytið leggur til breytingar á frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla
Ef tillögur sérfræðingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða teknar til greina mun endurgreiðsluhlutfall á ritsjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla hækka og sjónarmiðum héraðsfréttamiðla mætt til að gera þá styrkjahæfa.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Nú er háð mikilvægasta kjarabaráttan um áratugaskeið.
Leslistinn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent