Innflytjendur ríflega 40 prósent þeirra sem starfa við rekstur veitinga- og gistihúsa

Starsfólki í ferðaþjónusu hefur fjölgað um 98,5 prósent á Íslandi á síðustu 10 árum. Stór hluti þeirra eru innflytjendur.

img_3172_raw_1807130179_10016374715_o.jpg
Auglýsing

Líkt og lands­menn vita hefur verið mik­ill vöxtur í ferða­þjón­ustu hér á landi, ferða­­mönnum hefur fjölgað úr um hálfri milljón í 2,2 millj­­ónir árið 2017 og má búast við enn meiri fjölgun í ár. Þjón­usta þarf þessar tvær millj­ónir ferða­manna en 10.888 þús­und inn­flytj­enda starfa við ferða­þjón­ustu hér á landi. Af þeim starfa 7694 inn­flytj­endur við rekstur veit­inga­staða og gisti­húsa. Þetta kemur fram í nýj­ustu tölum Hag­stof­unn­ar.

Um mitt ár 2018 voru alls 38.657 starf­andi inn­flytj­endur á Íslandi eða rúm 19 pró­sent af heildar vinnu­afli Íslands. Sá fjöldi er rúm­­­lega fjórum sinnum það sem hann var í upp­­­hafi árs 2005 og tvö­­­faldur það sem hann var í byrjun árs 2015, fyrir þremur og hálfu ári. Frá byrjun árs 2017 hefur inn­­­flytj­endum á íslenskum vinn­u­­­mark­aði fjölgað um 11.544 og á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2018 fjölg­aði þeim um 5.310.

Á Íslandi starfa tæp­lega 200 þús­und manns á aldr­inum 16 til 74 ára, það er 11,8 pró­sent hækkun á 10 árum. Fjölgun starfs­fólks á síð­ustu tíu árum var mest í ferða­þjón­ustu en sú fjölgun er 98,5 pró­sent. Stór hluti af þeirri fjölgun er erlent vinnu­afl en þeir eru tæp­lega helm­ingur þeirra sem starfa við rekstur veit­inga­húsa og gisti­húsa hér á landi eða 41,9 pró­sent.

Auglýsing

Nýja góð­ærið

Gríð­ar­leg upp­bygg­ingin hefur átt sér stað hér á landi síð­ustu 10 ár en hún hefur útheimt miklar fram­kvæmdir við bygg­ingu til að mynda hót­ela og þar af leið­andi líka mikið vinn­u­afl. Þetta vinnu­afl var ekki til staðar á Íslandi og því þurfti að sækja það til ann­arra landa. Það – ásamt mik­illi aukn­ingu í ferða­þjón­ustu – hefur leitt til hraðrar fjölg­unar erlends vinnu­afls hér á landi eins og greint var hér að ofan. 

Í síð­ustu viku greindi Kjarninn­ frá því að um 90 pró­sent allra nýrra skatt­greið­anda á Íslandi í fyrra voru erlendir rík­is­borg­ar­ar. Þeim hefur fjölgað rúm­lega 60 sinnum hraðar og átta sinnum meira en íslenskum skatt­greið­endum á skrá á milli áranna 2016 og 2017. Þeir eru nú 15,1 pró­sent þeirra sem greiða hér til sam­neysl­unn­ar. Sam­hliða mik­illi fjölgun útlend­inga hafa greiðslur sveit­ar­fé­laga vegna félags­legrar fram­færslu dreg­ist saman um þriðj­ung á nokkrum árum. Atvinnu­leysi er nei­kvætt þegar leið­rétt er fyrir inn­fluttu vinnu­afli og kaup­máttur launa hefur vaxið um 25 pró­sent á örfáum árum.

Brotið á rétt­indum inn­flytj­enda

Í nýjasta frétta­skýr­inga­þætti Kveiks, sem vakti mikla athygli í síð­ustu viku, var fjallað um hvernig atvinnu­rek­endur á Íslandi hafa í röðum brotið á erlendu starfs­fólki. Mörg dæmi eru um það hér á landi að ekki sé borgað í sam­ræmi við kjara­samn­inga og ef laun eru rétt greidd þá sé reynt að ná launum til baka með því að rukka starfs­menn um of háan hús­næð­is­kostn­að, lík­ams­rækt­ar­kostnað og fyrir bif­reið­ar­notk­un. Þar með er rétt­indum skipu­lega haldið frá erlendu verka­fólki. Í þætt­inum kom enn fremur fram að inn­flytj­endur viti oft ekki hvort verið sé að brjóta á sér eða viti ekki hvert þeir eigi að leita.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent