Innflytjendur ríflega 40 prósent þeirra sem starfa við rekstur veitinga- og gistihúsa

Starsfólki í ferðaþjónusu hefur fjölgað um 98,5 prósent á Íslandi á síðustu 10 árum. Stór hluti þeirra eru innflytjendur.

img_3172_raw_1807130179_10016374715_o.jpg
Auglýsing

Líkt og lands­menn vita hefur verið mik­ill vöxtur í ferða­þjón­ustu hér á landi, ferða­­mönnum hefur fjölgað úr um hálfri milljón í 2,2 millj­­ónir árið 2017 og má búast við enn meiri fjölgun í ár. Þjón­usta þarf þessar tvær millj­ónir ferða­manna en 10.888 þús­und inn­flytj­enda starfa við ferða­þjón­ustu hér á landi. Af þeim starfa 7694 inn­flytj­endur við rekstur veit­inga­staða og gisti­húsa. Þetta kemur fram í nýj­ustu tölum Hag­stof­unn­ar.

Um mitt ár 2018 voru alls 38.657 starf­andi inn­flytj­endur á Íslandi eða rúm 19 pró­sent af heildar vinnu­afli Íslands. Sá fjöldi er rúm­­­lega fjórum sinnum það sem hann var í upp­­­hafi árs 2005 og tvö­­­faldur það sem hann var í byrjun árs 2015, fyrir þremur og hálfu ári. Frá byrjun árs 2017 hefur inn­­­flytj­endum á íslenskum vinn­u­­­mark­aði fjölgað um 11.544 og á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2018 fjölg­aði þeim um 5.310.

Á Íslandi starfa tæp­lega 200 þús­und manns á aldr­inum 16 til 74 ára, það er 11,8 pró­sent hækkun á 10 árum. Fjölgun starfs­fólks á síð­ustu tíu árum var mest í ferða­þjón­ustu en sú fjölgun er 98,5 pró­sent. Stór hluti af þeirri fjölgun er erlent vinnu­afl en þeir eru tæp­lega helm­ingur þeirra sem starfa við rekstur veit­inga­húsa og gisti­húsa hér á landi eða 41,9 pró­sent.

Auglýsing

Nýja góð­ærið

Gríð­ar­leg upp­bygg­ingin hefur átt sér stað hér á landi síð­ustu 10 ár en hún hefur útheimt miklar fram­kvæmdir við bygg­ingu til að mynda hót­ela og þar af leið­andi líka mikið vinn­u­afl. Þetta vinnu­afl var ekki til staðar á Íslandi og því þurfti að sækja það til ann­arra landa. Það – ásamt mik­illi aukn­ingu í ferða­þjón­ustu – hefur leitt til hraðrar fjölg­unar erlends vinnu­afls hér á landi eins og greint var hér að ofan. 

Í síð­ustu viku greindi Kjarninn­ frá því að um 90 pró­sent allra nýrra skatt­greið­anda á Íslandi í fyrra voru erlendir rík­is­borg­ar­ar. Þeim hefur fjölgað rúm­lega 60 sinnum hraðar og átta sinnum meira en íslenskum skatt­greið­endum á skrá á milli áranna 2016 og 2017. Þeir eru nú 15,1 pró­sent þeirra sem greiða hér til sam­neysl­unn­ar. Sam­hliða mik­illi fjölgun útlend­inga hafa greiðslur sveit­ar­fé­laga vegna félags­legrar fram­færslu dreg­ist saman um þriðj­ung á nokkrum árum. Atvinnu­leysi er nei­kvætt þegar leið­rétt er fyrir inn­fluttu vinnu­afli og kaup­máttur launa hefur vaxið um 25 pró­sent á örfáum árum.

Brotið á rétt­indum inn­flytj­enda

Í nýjasta frétta­skýr­inga­þætti Kveiks, sem vakti mikla athygli í síð­ustu viku, var fjallað um hvernig atvinnu­rek­endur á Íslandi hafa í röðum brotið á erlendu starfs­fólki. Mörg dæmi eru um það hér á landi að ekki sé borgað í sam­ræmi við kjara­samn­inga og ef laun eru rétt greidd þá sé reynt að ná launum til baka með því að rukka starfs­menn um of háan hús­næð­is­kostn­að, lík­ams­rækt­ar­kostnað og fyrir bif­reið­ar­notk­un. Þar með er rétt­indum skipu­lega haldið frá erlendu verka­fólki. Í þætt­inum kom enn fremur fram að inn­flytj­endur viti oft ekki hvort verið sé að brjóta á sér eða viti ekki hvert þeir eigi að leita.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum
Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.
Kjarninn 19. september 2020
Brewdog hvetur viðskiptavini síðustu helgar til að fara í skimun
Einn starfsmaður veitingastaðarins Brewdog hefur greinst með kórónuveiruna, en allt starfsfólk staðarins fór í skimun í gær eftir að upplýsingar bárust um að smitaður einstaklingur hefði sótt staðinn síðustu helgi.
Kjarninn 19. september 2020
Tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé „ekki bara eitthvað einnota drasl“
Formaður Eflingar hefur áhyggjur af stöðu aðflutts fólks sem komið hefur hingað til að vinna. Margir horfa nú fram á atvinnuleysi.
Kjarninn 19. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Bjartsýn spá sóttvarnalæknis rættist ekki
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarna daga og var boðað óvænt til blaðamannafundar almannavarna í dag vegna þessa. Sóttvarnalæknir segir að það muni ekki skila neinu að leita að sökudólgi.
Kjarninn 19. september 2020
Finnbogi Hermannsson
Megi sú hönd visna
Kjarninn 19. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Félags Þorsteins Más ekki lengur á meðal stærstu eigenda Sýnar
Í lok júlí var greint frá því að félag í eigu forstjóra Samherja væri á meðal stærstu eigenda fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Samkvæmt nýbirtum hluthafalista hefur það breyst.
Kjarninn 19. september 2020
75 manns greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fjóra daga hafa 128 smit greinst inn­an­lands. Nýgengi á Íslandi er nú komið yfir 41.
Kjarninn 19. september 2020
Sabine
„Umræðan fer alltaf í sama farið“
Sabine Leskopf segir það vera skyldu okkar að taka á móti flóttafólki – og þá þurfi pólitískan vilja, samstarf og róttæka kerfisbreytingu.
Kjarninn 19. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent