Auglýsing

Hag­vöxtur hefur verið á Íslandi á hverju ári frá árinu 2011. Hann náði hámarki árið 2016 þegar hann nam 7,2 pró­sent­um. Í fyrra var hann fjögur pró­sent og í ár mun hann verða lítið eitt minni. Atvinnu­leysi er nei­kvætt þegar leið­rétt er fyrir inn­fluttu vinnu­afli, greiðslur sveit­ar­fé­laga vegna félags­legrar aðstoðar við íbúa lands­ins hafa dreg­ist saman um þriðj­ung á nokkrum árum og kaup­máttur launa hefur vaxið um 25 pró­sent á örfáum árum.

Gríð­ar­leg upp­bygg­ing stendur yfir hér­lend­is. Útgjöld rík­is­sjóðs á næsta ári eru áætluð um 862 millj­arðar króna, sem er það lang­mesta sem nokkru sinni hefur verið eytt úr hon­um. Á meðal þess sem verður gert er að auka fjár­fest­ingar í sam­göngu­málum um 5,5 millj­arða króna á nokkrum árum og fram­lög til sam­göngu- og fjar­skipta­mála verða ríf­lega 43,6 millj­arða króna á næsta ári. Það er verið að auka fjár­fram­lög til heil­brigð­is­mála um 12,6 millj­arða króna á milli ára sem fara meðal ann­ars í að byggja nýjan Lands­spít­ala. Aukin fram­lög til félags-, hús­næð­is- og trygg­inga­mála verða 13,3 millj­arðar á næsta ári og heild­ar­út­gjöld verða 216,7 millj­arðar króna.

Um það er deilt hvort ofan­greint sé nóg og hvort pen­ing­unum sé rétt skipt. En það er óum­deilt að verið er að fjár­festa gríð­ar­lega mikið í innviðum fyrir íslenskt sam­fé­lag. Innviðum sem við munum eiga til fram­tíðar og ekki verður hægt að taka af okk­ur. Pen­ing­arnir koma til vegna þess að skatt­tekjur Íslands hafa stór­auk­ist á örfáum árum. Í krónum talið, og án til­lits til verð­bólgu, hafa tekjur rík­is­sjóðs auk­ist úr 487 millj­örðum króna árið 2011 í að vera 892 millj­arðar króna á næsta ári. Það eru 83 pró­sent fleiri krónur í kass­ann.

Uppi­staðan af þeim kemur til vegna skatt­tekna. Þær eru áætl­aðar um 700 millj­arðar króna á næsta ári, eða 43 millj­örðum krónum meira en í ár. Þar af aukast greiðslur lands­manna vegna tekju­skatts og stað­greiðslu um 16,4 millj­arða króna milli ára og greiðslur vegna virð­is­auka­skatts sem lands­menn greiða hækka um 15,8 millj­arða króna.

Einn Kópa­vogur

Hið sjálf­bæra efna­hags­kerfi sem okkur hefur tek­ist að byggja upp eftir banka­hrunið fyrir ára­tug síðan byggir á fjórum stoð­um: Orku­sölu, sjáv­ar­út­vegi, ferða­þjón­ustu og öllu hinu. Mestur vöxt­ur­inn er auð­vitað til­kom­inn vegna ferða­þjón­ustu þar sem ferða­mönnum hefur fjölgað úr um hálfri milljón í 2,2 millj­ónir í fyrra, og enn fleiri í ár.

Þessi mikla og arð­bæra upp­bygg­ing hefur útheimt gríð­ar­lega miklar fram­kvæmdir við bygg­ingu – til að mynda hót­ela – og mikið vinnu­afl, sem ekki var til á Íslandi. Í raun er staðan þannig að til verða nokkur þús­und störf á ári, mest í alls kyns þjón­ustu við ferða­menn eða í bygg­inga­iðn­aði, sem ekki er til fólk á Íslandi til að manna. Þess vegna hefur það fólk verið sótt til ann­arra landa.

Vegna þessa hefur erlendum rík­is­borg­urum fjölgað um 97 pró­sent frá lokum árs 2011 og þangað til um mitt síð­asta ár. Í lok júní voru þeir 41.280 tals­ins og hafa auð­vitað aldrei verið fleiri. Í Reykja­nes­bæ, þar sem fjölg­unin hefur verið hröð­ust, hefur fjöldi útlend­inga fjór­fald­ast á örfáum árum.

Lang­flestir útlend­ing­anna eru þátt­tak­endur á vinnu­mark­aði. Ungt fólk, sem leitar hefur hingað vegna þess að það sér tæki­færi til að afla meiri tekna en í heima­land­inu og jafn­vel sam­fé­lags­lega kosti þegar það getur hugsað sér að setj­ast hér að og ala upp fjöl­skyldu, verða Íslend­ing­ar.

Auglýsing
Um mitt ár 2018 voru inn­flytj­endur á vinnu­mark­aði 38.765 tals­ins. Það eru fleiri en búa í Kópa­vogi. Fjöldi þeirra er nú rúm­­lega fjórum sinnum það sem hann var í upp­­hafi árs 2005 og tvö­­faldur það sem hann var í byrjun árs 2015, fyrir þremur og hálfu ári.

Frá byrjun árs 2017 hefur inn­­flytj­endum á íslenskum vinn­u­­mark­aði fjölgað um 11.544 – rúm­­lega íbú­a­­fjölda Mos­­fells­bæj­­ar – og á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2018 fjölg­aði þeim um 5.310 – rúm­­lega 700 fleiri en búa á Sel­tjarn­­ar­­nesi.

Nær allir nýir skatt­greið­endur eru útlend­ingar

Hag­tölur sýna svart á hvítu að inn­flytj­end­urnir okkar eru alls ekki neins konar byrði á félags­lega kerf­inu okkar og glæpum hefur ekki fjölgað sam­hliða for­dæma­lausri fjölgum þeirra. Þeir hafa ekki bara séð okkur fyrir þeim höndum sem við þurfum til að ráð­ast í upp­bygg­ing­una sem stendur yfir – og gengið í störfin í til að mynda umönn­un­ar- og heil­brigð­is­geir­anum þar sem algjör skortur er á íslensku vinnu­afli – heldur hafa þeir líka greitt til okkar pen­ing­anna sem eru að hluta und­ir­staðan af efna­hags­legu end­ur­reisn­inni.

Í morgun greindum við á Kjarn­anum frá því að erlendum rík­is­borg­urum sem greiddu hér skatta hafi fjölgað um 9.782 milli áranna 2016 og 2017, eða um 27,9 pró­sent. Á sama tíma fjölg­aði þeim íslensku rík­is­borg­urum sem greiða skatta hér­lendis um 1.166 tals­ins. Alls greiddu 44.850 erlendir rík­is­borg­arar skatta á Íslandi í fyrra sem þýðir að þeir voru 15,1 pró­sent allra ein­stak­linga sem skráðir voru í skatt­grunn­skrá það árið. Ári áður voru þeir 12,2 pró­sent slíkra. Erlendum rík­is­borg­urum fjölg­aði því rúm­lega 60 sinnum hraðar og átta sinnum meira en íslenskum á skrá. Erlendir rík­is­borg­arar voru um 89,3 pró­sent fjölg­unar á skrá árið 2017.

Útlend­ingar eru íslenska góð­ærið.

Kerf­is­lægur ras­ismi

Og hvernig höfum við hagað okkur gagn­vart þessu fólki sem hefur tryggt okkur hag­sæld? Jú, við höfum möl­brotið á rétt­indum margra þeirra og komið fram við fólk eins og skepn­ur. Við höf­um, sem sam­fé­lag, litið fram­hjá með­ferð sem getur ein­fald­lega ekki flokk­ast sem annað en man­sal. Hinn inn­byggði ras­ismi í íslenskum kerfum og þjóð­fé­lags­gerð, sem við verðum móðguð við að vera sökuð um opin­ber­lega en gerum samt ekk­ert til að upp­ræta, tröll­ríður fram­komu okkar gagn­vart nýju íbú­un­um.

Í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik í gær var þetta opin­berað svo skýrt. Þar birt­ust útlend­ingar sem höfðu verið hlunn­farn­ir, blekktir og látnir búa við óboð­legar aðstæð­ur. Þeir sem þetta á við um skipta þús­und­um. Atvinnu­rek­endur í röðum brjóta á starfs­fólki sem hingað kemur til að vinna hörðum höndum við að bæta aðstæður og lífs­skil­yrði sín og sinna. Þeir sem borga laun í sam­ræmi við kjara­samn­inga, sem eru sann­ar­lega ekki all­ir, reyna margir hverjir að ná þeim pen­ingum til baka með því að rukka starfs­menn sína um ónotuð lík­ams­rækt­ar­kort, veru­lega ýktan kostnað vegna atvinnu­leyfa og vegna bif­reið­ar­notk­unar sem í flestum til­fellum er bara til að koma við­kom­andi frá heim­ili og á vinnu­stað svo fáein dæmi séu nefnd. En sví­virði­leg­asta leiðin er í gegnum hús­næð­is­kostn­að. Starfs­manna­leigur eða verk­takar og eig­endur hús­næð­is, sem í sumum til­fellum eru sama fólk­ið, rukka vinnu­aflið um tugi þús­unda fyrir legu­pláss í kojum í her­bergjum sem deilt er með öðr­um. Og þar sem rétt­indum er skipu­lega haldið frá erlendu verka­fólki – og það oftar en ekki alveg upp á vinnu­veit­endur sína komið – þá veit það oft annað hvort ekki að verið sé að brjóta á því eða treystir sér ekki til að gera veður út af því af hræðslu við að missa vinn­una.

Jað­ar­setn­ing

Tölum skýrt. Sem sam­fé­lag höfum við litið á erlenda rík­is­borg­ara sem gróða­tæki­færi fremur en mann­eskj­ur. Hér er fjöldi ein­stak­linga sem hefur valið að græða mikið af pen­ingum á því að níð­ast á hópi erlendra ein­stak­linga.

Auglýsing
Hópi sem er sá jað­ar­sett­asti í sam­fé­lag­inu hvar sem niður er drep­ið. Hann á erf­ið­ast upp­dráttar á hús­næð­is­mark­aði sem nú þegar er þess eðlis að hann þjónar eig­endum hús­næð­is, sem hafa séð virði eigna sinna stór­aukast og tekjur vegna útleigu tvö­fald­ast á örfáum árum, en þræl­bindur lág­tekju­fólk, fátæka og útlend­inga, sem í sumum til­vikum er auð­vitað sama fólk­ið. Skýrasta birt­ing­ar­mynd þess er að lág­tekju­hópar á Íslandi greiða helm­ing ráð­stöf­un­ar­tekna sinna að jafn­aði í hús­næð­is­kostn­að. Neðst í þess­ari fæðu­keðju eru útlend­ingar sem sumir hverjir búa við aðstæður sem margir Íslend­ingar myndu ekki bjóða skepnum upp á.

Við erum óra­fjarri því að mæta erlendu íbúum þessa lands þegar kemur að aðlögun að sam­fé­lag­inu, t.d. í mennta- og félags­lega kerf­inu. Við erum ekki að nálg­ast það eins og við þyrftum til að ving­ast við það. Hjálpa því út úr vondum aðstæðum og benda því á rétt þeirra. Eða til­kynna þá sem eru skipu­lega og með­vitað að hagn­ast á eymd útlend­inga, vegna þess að þeir fá að gera það.

Þetta er val

Í stað­inn lítum við í hina átt­ina. Sumir stjórn­mála­menn láta sig þessi gegnd­ar­lausu félags­legu und­ir­boð varða í orði á tylli­dögum en gera síðan ekk­ert meira til að rétta hlut þeirra sem verða fyrir þeim. Í sumar var t.d. birt skýrsla banda­rískra stjórn­valda um man­sal sem komst að þeirri nið­ur­stöðu að íslensk stjórn­völd upp­fylltu ekki lág­­marks­kröfur í mála­flokknum á nokkrum lyk­ils­við­­um. Eng­inn hefði verið ákærður eða sak­­felldur sjö ár í röð hér á landi. Þekk­ing á mála­­flokknum innan kerf­is­ins væri ábóta­vant, sem og vernd, aðbún­­aður og aðstæður sem mög­u­­legir þolendur búi við meðan mál þeirra eru til með­­­ferðar í rétt­­ar­vörslu­­kerf­inu.

Eft­ir­minni­leg­asta inn­legg íslenskra stjórn­mála­manna, þvert á flokka, í þær gríð­ar­legu breyt­ingar sem fylgja fjölgun útlend­inga á Íslandi, og vegna þeirra áskor­ana sem þessum for­dæma­lausu breyt­ingum fylgja, er hræðslu­á­róður og fáfræð­is­raus lít­ils hóps þing­manna um mein­tan for­gang sem hæl­is­leit­endur sem koma til Íslands í leit að betra lífi hafa af lífs­gæðum umfram eldri borg­ara. Og helstu við­brögð okkar við þessum sam­fé­lags­breyt­ingum snúa að því að borga sífellt færri hæl­is­leit­endum sem hingað leita fyrir að fara aftur heim til sín.

­Stjórn­mála­menn geta breytt þessu. Þeir þurfa bara að velja það. Velja að setja mann­rétt­indi og -virð­ingu ofar rétti athafna­manna til að hagn­ast frjálst og án athuga­semda á því að brjóta á þeim mann­rétt­indum og stappa á þeirri mann­virð­ingu. Þeir geta við­ur­kennt að Ísland er að ganga í gegnum mestu sam­fé­lags­breyt­ingar sem átt hafa sér stað í Íslands­sög­unni og að það sé óum­flýj­an­legt ef við ætlum að manna störf og við­halda efna­hags­vexti að flytja hingað enn fleiri útlend­inga en við gerum nú þeg­ar. Það er ekki nóg að taka við þeim sem vinnu­afli. Við þurfum að tryggja að þeir þekki rétt sinn og að sá réttur sé virtur að við­ur­lögðum alvar­legum afleið­ing­um. Við þurfum að inn­leiða keðju­á­byrgð, herða og sam­ræma allt eft­ir­lit og fjár­festa í því að skapa þessum nýju íbúum boð­legri aðstæður og rík­ari sam­fé­lags­þátt­töku.

En fyrst og síð­ast þurfum við að hætta að gera hræði­lega hluti. Að líta fram­hjá hræði­legum hlut­um. Og hlutir verða varla hræði­legri en þegar yfir­veg­aðar ákvarð­anir eru teknar um að græða pen­inga á mann­legri eymd.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari