Innflytjendum á vinnumarkaði hefur fjölgað um einn Mosfellsbæ frá 2017

Fjöldi innflytjenda sem starfa á Íslandi hefur tvöfaldast frá byrjun árs 2015 og er meiri en allir íbúar Kópavogs. Án innflutts vinnuafls væri engin leið að manna þau mörg þúsund störf sem verða til hér árlega, og stuðla að endurteknum hagvexti.

Nær öll ný störf sem verða til á Íslandi eru mönnum með innfluttu vinnuafli. Það á sérstaklega við í ferðaþjónustu og byggingariðnaði.
Nær öll ný störf sem verða til á Íslandi eru mönnum með innfluttu vinnuafli. Það á sérstaklega við í ferðaþjónustu og byggingariðnaði.
Auglýsing

Þeir inn­flytj­endur sem starfa á Íslandi voru 38.765 tals­ins um mitt þetta ár, eða 18,6 pró­sent starf­andi fólks. Það þýðir að fleiri inn­flytj­endur eru starf­andi á íslenskum vinnu­mark­aði en fjöldi þeirra sem búa í Kópa­vogi, næst fjöl­menn­asta sveit­ar­fé­lags lands­ins, þar sem 35.966 manns bjuggu í upp­hafi þessa árs.

Fjöldi þeirra er nú rúm­lega fjórum sinnum það sem hann var í upp­hafi árs 2005 og tvö­faldur það sem hann var í byrjun árs 2015, fyrir þremur og hálfu ári.

Frá byrjun árs 2017 hefur inn­flytj­endum á íslenskum vinnu­mark­aði fjölgað um 11.544, rúm­lega íbúa­fjölda Mos­fells­bæj­ar, og á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2018 fjölg­aði þeim um 5.310, rúm­lega 700 fleiri en búa á Sel­tjarn­ar­nesi. Þetta má lesa út úr nýbirtum tölum Hag­stofu Íslands um starf­andi fólk á Íslandi.

Auglýsing

Í lyk­il­hlut­verki í góð­ær­inu

Til að setja þennan fjölda inn­flytj­enda sem starfa á Íslandi í annað sam­hengi má benda á að að atvinnu­leysi hér­lendis mæld­ist 2,5 pró­sent í júlí. Það þýðir að um 5.300 manns voru án vinnu og/eða í atvinnu­leit í þeim mán­uði.

Því er ljóst að ef ekki væri fyrir þann mikla straum erlends vinnu­afls sem komið hefur til lands­ins á und­an­förnum árum væri engin mögu­leiki til staðar til að manna þau nokkur þús­und nýju störf sem verða til á hverju ári á Íslandi, flest í tengslum við ferða­þjón­ustu.

Inn­flytj­end­urnir hafa því leikið lyk­il­hlut­verk í þeim mikla hag­vexti sem hefur mælst hér­lendis á hverju ári frá árinu 2011. Mestur var 2016 þegar hann var 7,4 pró­sent. Hag­vöxtur í fyrra mæld­ist 3,6 pró­sent og nýbirt þjóð­hags­spá Seðla­bank­ans gerir ráð fyrir því að hann verði sá sami í ár.

Öll fjölgun vegna útlend­inga

Kjarn­inn greindi frá því í lok júlí að öll fjölgun lands­­manna á fyrri hluta árs­ins 2018, og vel rúm­­lega það, hefði mátt rekja til þess að erlendir rík­­is­­borg­­ara fluttu hingað til lands. Þeir eru nú orðnir 41.280 tals­ins og hefur fjölgað um 3.328 frá ára­­mót­um, eða um 8,7 pró­­sent.

Alls fjölg­aði íbúum á Íslandi um 2.360 á tíma­bil­inu og því ljóst að lands­­mönnum hefði fækkað ef ekki hefði verið fyrir aðflutn­ing erlendra rík­­is­­borg­­ara til lands­ins. Hlut­­falls­­lega setj­­­ast lang­flestir þeirra að í Reykja­­nes­bæ. Fjöldi erlendra rík­­is­­borg­­ara þar hefur tæp­­lega fjór­fald­­ast á örfáum árum.

Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent