Innflytjendum á vinnumarkaði hefur fjölgað um einn Mosfellsbæ frá 2017

Fjöldi innflytjenda sem starfa á Íslandi hefur tvöfaldast frá byrjun árs 2015 og er meiri en allir íbúar Kópavogs. Án innflutts vinnuafls væri engin leið að manna þau mörg þúsund störf sem verða til hér árlega, og stuðla að endurteknum hagvexti.

Nær öll ný störf sem verða til á Íslandi eru mönnum með innfluttu vinnuafli. Það á sérstaklega við í ferðaþjónustu og byggingariðnaði.
Nær öll ný störf sem verða til á Íslandi eru mönnum með innfluttu vinnuafli. Það á sérstaklega við í ferðaþjónustu og byggingariðnaði.
Auglýsing

Þeir inn­flytj­endur sem starfa á Íslandi voru 38.765 tals­ins um mitt þetta ár, eða 18,6 pró­sent starf­andi fólks. Það þýðir að fleiri inn­flytj­endur eru starf­andi á íslenskum vinnu­mark­aði en fjöldi þeirra sem búa í Kópa­vogi, næst fjöl­menn­asta sveit­ar­fé­lags lands­ins, þar sem 35.966 manns bjuggu í upp­hafi þessa árs.

Fjöldi þeirra er nú rúm­lega fjórum sinnum það sem hann var í upp­hafi árs 2005 og tvö­faldur það sem hann var í byrjun árs 2015, fyrir þremur og hálfu ári.

Frá byrjun árs 2017 hefur inn­flytj­endum á íslenskum vinnu­mark­aði fjölgað um 11.544, rúm­lega íbúa­fjölda Mos­fells­bæj­ar, og á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2018 fjölg­aði þeim um 5.310, rúm­lega 700 fleiri en búa á Sel­tjarn­ar­nesi. Þetta má lesa út úr nýbirtum tölum Hag­stofu Íslands um starf­andi fólk á Íslandi.

Auglýsing

Í lyk­il­hlut­verki í góð­ær­inu

Til að setja þennan fjölda inn­flytj­enda sem starfa á Íslandi í annað sam­hengi má benda á að að atvinnu­leysi hér­lendis mæld­ist 2,5 pró­sent í júlí. Það þýðir að um 5.300 manns voru án vinnu og/eða í atvinnu­leit í þeim mán­uði.

Því er ljóst að ef ekki væri fyrir þann mikla straum erlends vinnu­afls sem komið hefur til lands­ins á und­an­förnum árum væri engin mögu­leiki til staðar til að manna þau nokkur þús­und nýju störf sem verða til á hverju ári á Íslandi, flest í tengslum við ferða­þjón­ustu.

Inn­flytj­end­urnir hafa því leikið lyk­il­hlut­verk í þeim mikla hag­vexti sem hefur mælst hér­lendis á hverju ári frá árinu 2011. Mestur var 2016 þegar hann var 7,4 pró­sent. Hag­vöxtur í fyrra mæld­ist 3,6 pró­sent og nýbirt þjóð­hags­spá Seðla­bank­ans gerir ráð fyrir því að hann verði sá sami í ár.

Öll fjölgun vegna útlend­inga

Kjarn­inn greindi frá því í lok júlí að öll fjölgun lands­­manna á fyrri hluta árs­ins 2018, og vel rúm­­lega það, hefði mátt rekja til þess að erlendir rík­­is­­borg­­ara fluttu hingað til lands. Þeir eru nú orðnir 41.280 tals­ins og hefur fjölgað um 3.328 frá ára­­mót­um, eða um 8,7 pró­­sent.

Alls fjölg­aði íbúum á Íslandi um 2.360 á tíma­bil­inu og því ljóst að lands­­mönnum hefði fækkað ef ekki hefði verið fyrir aðflutn­ing erlendra rík­­is­­borg­­ara til lands­ins. Hlut­­falls­­lega setj­­­ast lang­flestir þeirra að í Reykja­­nes­bæ. Fjöldi erlendra rík­­is­­borg­­ara þar hefur tæp­­lega fjór­fald­­ast á örfáum árum.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugmynd að útliti smáhýsa eða íbúðarhúsa við Svínhóla.
Sjötíu herbergja lúxushótel í Lóni þarf ekki í umhverfismat
Stefnt er að opnun heilsulindar og hótels í landi Svínhóla á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs árið 2022. Hótelkeðjan Six Senses mun sjá um reksturinn. Hótelið yrði í nágrenni Lónsfjarðar og byggingarmagn er áætlað 20 þúsund fermetrar.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Matthildur Björnsdóttir
Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum
Kjarninn 22. febrúar 2020
Sönnun þess að hægt er að skrifa um myndlist á lifandi og áhrifaríkan hátt
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Vetrargulrætur.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Svandís Svavarsdóttir
Sjúklingar borga minna
Kjarninn 22. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum
Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent