35 þúsund erlendir ríkisborgarar greiddu skatta á Íslandi í fyrra

Ef fjölgun erlendra ríkisborgara á meðal skattgreiðenda á Íslandi verður áfram jafn hröð og hún var í fyrra verða þeir fleiri en Íslendingar eftir átta ár. Pólverjum sem greiða skatta hér á landi fjölgaði um 3.254 á árinu 2016.

Hluti þeirra erlendu ríkisborgarar sem koma til Íslands gera það til að starfa í byggingaiðnaði.
Hluti þeirra erlendu ríkisborgarar sem koma til Íslands gera það til að starfa í byggingaiðnaði.
Auglýsing


Erlendum ríkisborgurum á meðal skattgreiðenda á Íslandi fjölgaði um 27,3 prósent í fyrra. Á því ári var einn af hverjum átta framteljendum til skatts erlendur ríkisborgari. Þá eru ekki meðtaldir þeir útlendingar sem hlutu íslenskan ríkisborgararétt árið 2016, en hluti fjölgunar á íslenskum skattgreiðendum er rakin til þeirra. Um síðustu áramót voru erlendir ríkisborgarar á skattgrunnskrá 35.414 talsins, eða 12,4 prósent skattgreiðenda. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Tíundar, fréttablaði ríkisskattstjóra.

Erlendir ríkisborgarar á meðal íslenskra skattgreiðenda hafa aldrei verið jafn margir og þeir voru í lok síðasta árs. Á sama tíma hefur hlutfall íslenskra ríkisborgara á meðal skattgreiðenda aldrei verið lægra, eða 87,6 prósent. Morgunljóst er að hlutfall útlendinga á meðal skattgreiðenda hefur hækkað umtalsvert það sem af er þessu ári, enda sýna nýbirtar tölur frá Hagstofu Íslands að aldrei hafi fleiri erlendir ríkisborgarar flutt hingað til lands til að starfa en á það sem af er árinu 2017. Alls voru aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta hingað til lands 6.630 á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tíma fluttu 250 fleiri Íslendingar heim en fóru af landi brott.

Útlendingar gætu orðið fleiri en Íslendingar eftir átta ár

Í greininni í Tíund, sem Páll Kolbeins rekstrarhagfræðingur skrifar, kemur fram að ef útlendingum á skattskrá heldur áfram að fjölga jafn mikið og þeim fjölgaði í fyrra, um 27,3 prósent á ári, þá verða þeir orðnir fleiri en Íslendingar eftir átta ár. Það er árið 2024. Líkt og áður sagði þá liggur þegar fyrir að útlendingum mun að öllum líkindum fjölga meira hérlendis í ár en þeim fjölgaði í fyrra. Því gæti orðið styttra í þessa stöðu en átta ár.

Auglýsing
Páll bendir þó á að líkast til sé um tímabundna fjölgun að ræða. Hér á landi er enda mikil efnahagsvelsæld og mikil eftirspurn eftir atvinnu. Stærsti hluti þeirra sem komi hingað til lands séu ungt fólk.

Eftir bankahrunið þá sýndi það sig að íslenskum vinnumarkaður er mjög sveigjanlegur. Þegar atvinnuleysi jókst hratt þá fóru margir þeirra erlendu ríkisborgara sem hér höfðu starfað af landi brott og leituðu að tækifærum annars staðar.

Pólverjum fjölgaði langmest

Pólverjum, stærsta þjóðernishópi sem býr á Íslandi fyrir utan Íslendinga, fjölgaði með á skattgrunnskrá í fyrra. Þeim fjölgað um 3.254 eða um 28,7 prósent. Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði til samanburðar um 1.520 eða 0,6 prósent. „Það hlýtur að teljast athyglisvert að pólskum ríkisborgurum fjölgi ekki aðeins mun hraðar en íslenskum heldur um 28,7 prósent á móti 0,6 prósent, heldur einnig ríflega tvöfalt meira en íslenskum ríkisborgurum á skattskrá. Nú voru 14.589 pólskir ríkisborgarar á skattgrunnskrá sem þýðir að um 5,1 prósent á skattgrunnskrá voru pólskir ríkisborgarar,“ segir í grein Páls.

Þá fjölgaði Litháum einnig mikið eða um 907, sem var fjölgun um 51,3 prósent. Þeir eru nú 2.675. Rúmenum hefur líka fjölgað mikið hérlendis frá því að þeir fengu aðgang að sameiginlegum vinnumarkaði Evrópska efnahagssvæðisins en þeir voru orðnir 871 á skattgrunnskrá árið 2017. Lettum á skattgrunnskrá fjölgaði síðan um 49,9 prósent á milli ára. Þeim fjölgaði um 120 í fyrra og eru nú 1.132.

Tékkum, Portúgölum og Spánverjum fjölgaði um 261 (52,7 prósent),188 (fjölgun um 29 prósent) og 173 (fjölgun um 25 prósent). Ungverjum og Slóvökum fjölgaði einnig mikið árið 2016, eða um 153 (52,2 prósent) og 152 (42,7 prósent). Í grein Páls segir að það sé athyglisvert að Bretum, Frökkum og Þjóðverjum haldi áfram að fjölga í landinu. „Bretum um 147, eða 16 prósent, Þjóðverjum um 140, eða 11 prósent, og Frökkum um 64 sem var 11 prósent fjölgun.

Þá er áhugavert að sjá að Króötum og Búlgurum fjölgaði aftur mikið eða um 116 og 71, Króötum um 139,8 prósent og Búlgurum um 31,3 prósent. Þessar þjóðir fengu aðgang að sameiginlegum vinnumarkaði Evrópska efnahagssvæðsins fyrir nokkrum árum. Dönum og Færeyingum fjölgaði um 78 sem er fjölgun um 6,5 prósent.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar