35 þúsund erlendir ríkisborgarar greiddu skatta á Íslandi í fyrra

Ef fjölgun erlendra ríkisborgara á meðal skattgreiðenda á Íslandi verður áfram jafn hröð og hún var í fyrra verða þeir fleiri en Íslendingar eftir átta ár. Pólverjum sem greiða skatta hér á landi fjölgaði um 3.254 á árinu 2016.

Hluti þeirra erlendu ríkisborgarar sem koma til Íslands gera það til að starfa í byggingaiðnaði.
Hluti þeirra erlendu ríkisborgarar sem koma til Íslands gera það til að starfa í byggingaiðnaði.
AuglýsingErlendum rík­is­borg­urum á meðal skatt­greið­enda á Íslandi fjölg­aði um 27,3 pró­sent í fyrra. Á því ári var einn af hverjum átta fram­telj­endum til skatts erlendur rík­is­borg­ari. Þá eru ekki með­taldir þeir útlend­ingar sem hlutu íslenskan rík­is­borg­ara­rétt árið 2016, en hluti fjölg­unar á íslenskum skatt­greið­endum er rakin til þeirra. Um síð­ustu ára­mót voru erlendir rík­is­borg­arar á skatt­grunn­skrá 35.414 tals­ins, eða 12,4 pró­sent skatt­greið­enda. Þetta kemur fram í nýjasta tölu­blaði Tíundar, frétta­blaði rík­is­skatt­stjóra.

Er­lendir rík­is­borg­arar á meðal íslenskra skatt­greið­enda hafa aldrei verið jafn margir og þeir voru í lok síð­asta árs. Á sama tíma hefur hlut­fall íslenskra rík­is­borg­ara á meðal skatt­greið­enda aldrei verið lægra, eða 87,6 pró­sent. Morg­un­ljóst er að hlut­fall útlend­inga á meðal skatt­greið­enda hefur hækkað umtals­vert það sem af er þessu ári, enda sýna nýbirtar tölur frá Hag­stofu Íslands að aldrei hafi fleiri erlendir rík­is­borg­arar flutt hingað til lands til að starfa en á það sem af er árinu 2017. Alls voru aðfluttir erlendir rík­is­borg­arar umfram brott­flutta hingað til lands 6.630 á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Á sama tíma fluttu 250 fleiri Íslend­ingar heim en fóru af landi brott.

Útlend­ingar gætu orðið fleiri en Íslend­ingar eftir átta ár

Í grein­inni í Tíund, sem Páll Kol­beins rekstr­ar­hag­fræð­ingur skrif­ar, kemur fram að ef útlend­ingum á skatt­skrá heldur áfram að fjölga jafn mikið og þeim fjölg­aði í fyrra, um 27,3 pró­sent á ári, þá verða þeir orðnir fleiri en Íslend­ingar eftir átta ár. Það er árið 2024. Líkt og áður sagði þá liggur þegar fyrir að útlend­ingum mun að öllum lík­indum fjölga meira hér­lendis í ár en þeim fjölg­aði í fyrra. Því gæti orðið styttra í þessa stöðu en átta ár.

Auglýsing
Páll bendir þó á að lík­ast til sé um tíma­bundna fjölgun að ræða. Hér á landi er enda mikil efna­hags­vel­sæld og mikil eft­ir­spurn eftir atvinnu. Stærsti hluti þeirra sem komi hingað til lands séu ungt fólk.

Eftir banka­hrunið þá sýndi það sig að íslenskum vinnu­mark­aður er mjög sveigj­an­leg­ur. Þegar atvinnu­leysi jókst hratt þá fóru margir þeirra erlendu rík­is­borg­ara sem hér höfðu starfað af landi brott og leit­uðu að tæki­færum ann­ars stað­ar.

Pól­verjum fjölg­aði lang­mest

Pól­verj­um, stærsta þjóð­ern­is­hópi sem býr á Íslandi fyrir utan Íslend­inga, fjölg­aði með á skatt­grunn­skrá í fyrra. Þeim fjölgað um 3.254 eða um 28,7 pró­sent. Íslenskum rík­is­borg­urum fjölg­aði til sam­an­burðar um 1.520 eða 0,6 pró­sent. „Það hlýtur að telj­ast athygl­is­vert að pólskum rík­is­borg­urum fjölgi ekki aðeins mun hraðar en íslenskum heldur um 28,7 pró­sent á móti 0,6 pró­sent, heldur einnig ríf­lega tvö­falt meira en íslenskum rík­is­borg­urum á skatt­skrá. Nú voru 14.589 pólskir rík­is­borg­arar á skatt­grunn­skrá sem þýðir að um 5,1 pró­sent á skatt­grunn­skrá voru pólskir rík­is­borg­ar­ar,“ segir í grein Páls.

Þá fjölg­aði Lit­háum einnig mikið eða um 907, sem var fjölgun um 51,3 pró­sent. Þeir eru nú 2.675. Rúm­enum hefur líka fjölgað mikið hér­lendis frá því að þeir fengu aðgang að sam­eig­in­legum vinnu­mark­aði Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins en þeir voru orðnir 871 á skatt­grunn­skrá árið 2017. Lettum á skatt­grunn­skrá fjölg­aði síðan um 49,9 pró­sent á milli ára. Þeim fjölg­aði um 120 í fyrra og eru nú 1.132.

Tékk­um, Portú­gölum og Spán­verjum fjölg­aði um 261 (52,7 pró­sent),188 (fjölgun um 29 pró­sent) og 173 (fjölgun um 25 pró­sent). Ung­verjum og Sló­vökum fjölg­aði einnig mikið árið 2016, eða um 153 (52,2 pró­sent) og 152 (42,7 pró­sent). Í grein Páls segir að það sé athygl­is­vert að Bret­um, Frökkum og Þjóð­verjum haldi áfram að fjölga í land­inu. „Bretum um 147, eða 16 pró­sent, Þjóð­verjum um 140, eða 11 pró­sent, og Frökkum um 64 sem var 11 pró­sent fjölg­un.

Þá er áhuga­vert að sjá að Króötum og Búlg­urum fjölg­aði aftur mikið eða um 116 og 71, Króötum um 139,8 pró­sent og Búlg­urum um 31,3 pró­sent. Þessar þjóðir fengu aðgang að sam­eig­in­legum vinnu­mark­aði Evr­ópska efna­hags­svæðs­ins fyrir nokkrum árum. Dönum og Fær­ey­ingum fjölg­aði um 78 sem er fjölgun um 6,5 pró­sent.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar