35 þúsund erlendir ríkisborgarar greiddu skatta á Íslandi í fyrra

Ef fjölgun erlendra ríkisborgara á meðal skattgreiðenda á Íslandi verður áfram jafn hröð og hún var í fyrra verða þeir fleiri en Íslendingar eftir átta ár. Pólverjum sem greiða skatta hér á landi fjölgaði um 3.254 á árinu 2016.

Hluti þeirra erlendu ríkisborgarar sem koma til Íslands gera það til að starfa í byggingaiðnaði.
Hluti þeirra erlendu ríkisborgarar sem koma til Íslands gera það til að starfa í byggingaiðnaði.
AuglýsingErlendum rík­is­borg­urum á meðal skatt­greið­enda á Íslandi fjölg­aði um 27,3 pró­sent í fyrra. Á því ári var einn af hverjum átta fram­telj­endum til skatts erlendur rík­is­borg­ari. Þá eru ekki með­taldir þeir útlend­ingar sem hlutu íslenskan rík­is­borg­ara­rétt árið 2016, en hluti fjölg­unar á íslenskum skatt­greið­endum er rakin til þeirra. Um síð­ustu ára­mót voru erlendir rík­is­borg­arar á skatt­grunn­skrá 35.414 tals­ins, eða 12,4 pró­sent skatt­greið­enda. Þetta kemur fram í nýjasta tölu­blaði Tíundar, frétta­blaði rík­is­skatt­stjóra.

Er­lendir rík­is­borg­arar á meðal íslenskra skatt­greið­enda hafa aldrei verið jafn margir og þeir voru í lok síð­asta árs. Á sama tíma hefur hlut­fall íslenskra rík­is­borg­ara á meðal skatt­greið­enda aldrei verið lægra, eða 87,6 pró­sent. Morg­un­ljóst er að hlut­fall útlend­inga á meðal skatt­greið­enda hefur hækkað umtals­vert það sem af er þessu ári, enda sýna nýbirtar tölur frá Hag­stofu Íslands að aldrei hafi fleiri erlendir rík­is­borg­arar flutt hingað til lands til að starfa en á það sem af er árinu 2017. Alls voru aðfluttir erlendir rík­is­borg­arar umfram brott­flutta hingað til lands 6.630 á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Á sama tíma fluttu 250 fleiri Íslend­ingar heim en fóru af landi brott.

Útlend­ingar gætu orðið fleiri en Íslend­ingar eftir átta ár

Í grein­inni í Tíund, sem Páll Kol­beins rekstr­ar­hag­fræð­ingur skrif­ar, kemur fram að ef útlend­ingum á skatt­skrá heldur áfram að fjölga jafn mikið og þeim fjölg­aði í fyrra, um 27,3 pró­sent á ári, þá verða þeir orðnir fleiri en Íslend­ingar eftir átta ár. Það er árið 2024. Líkt og áður sagði þá liggur þegar fyrir að útlend­ingum mun að öllum lík­indum fjölga meira hér­lendis í ár en þeim fjölg­aði í fyrra. Því gæti orðið styttra í þessa stöðu en átta ár.

Auglýsing
Páll bendir þó á að lík­ast til sé um tíma­bundna fjölgun að ræða. Hér á landi er enda mikil efna­hags­vel­sæld og mikil eft­ir­spurn eftir atvinnu. Stærsti hluti þeirra sem komi hingað til lands séu ungt fólk.

Eftir banka­hrunið þá sýndi það sig að íslenskum vinnu­mark­aður er mjög sveigj­an­leg­ur. Þegar atvinnu­leysi jókst hratt þá fóru margir þeirra erlendu rík­is­borg­ara sem hér höfðu starfað af landi brott og leit­uðu að tæki­færum ann­ars stað­ar.

Pól­verjum fjölg­aði lang­mest

Pól­verj­um, stærsta þjóð­ern­is­hópi sem býr á Íslandi fyrir utan Íslend­inga, fjölg­aði með á skatt­grunn­skrá í fyrra. Þeim fjölgað um 3.254 eða um 28,7 pró­sent. Íslenskum rík­is­borg­urum fjölg­aði til sam­an­burðar um 1.520 eða 0,6 pró­sent. „Það hlýtur að telj­ast athygl­is­vert að pólskum rík­is­borg­urum fjölgi ekki aðeins mun hraðar en íslenskum heldur um 28,7 pró­sent á móti 0,6 pró­sent, heldur einnig ríf­lega tvö­falt meira en íslenskum rík­is­borg­urum á skatt­skrá. Nú voru 14.589 pólskir rík­is­borg­arar á skatt­grunn­skrá sem þýðir að um 5,1 pró­sent á skatt­grunn­skrá voru pólskir rík­is­borg­ar­ar,“ segir í grein Páls.

Þá fjölg­aði Lit­háum einnig mikið eða um 907, sem var fjölgun um 51,3 pró­sent. Þeir eru nú 2.675. Rúm­enum hefur líka fjölgað mikið hér­lendis frá því að þeir fengu aðgang að sam­eig­in­legum vinnu­mark­aði Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins en þeir voru orðnir 871 á skatt­grunn­skrá árið 2017. Lettum á skatt­grunn­skrá fjölg­aði síðan um 49,9 pró­sent á milli ára. Þeim fjölg­aði um 120 í fyrra og eru nú 1.132.

Tékk­um, Portú­gölum og Spán­verjum fjölg­aði um 261 (52,7 pró­sent),188 (fjölgun um 29 pró­sent) og 173 (fjölgun um 25 pró­sent). Ung­verjum og Sló­vökum fjölg­aði einnig mikið árið 2016, eða um 153 (52,2 pró­sent) og 152 (42,7 pró­sent). Í grein Páls segir að það sé athygl­is­vert að Bret­um, Frökkum og Þjóð­verjum haldi áfram að fjölga í land­inu. „Bretum um 147, eða 16 pró­sent, Þjóð­verjum um 140, eða 11 pró­sent, og Frökkum um 64 sem var 11 pró­sent fjölg­un.

Þá er áhuga­vert að sjá að Króötum og Búlg­urum fjölg­aði aftur mikið eða um 116 og 71, Króötum um 139,8 pró­sent og Búlg­urum um 31,3 pró­sent. Þessar þjóðir fengu aðgang að sam­eig­in­legum vinnu­mark­aði Evr­ópska efna­hags­svæðs­ins fyrir nokkrum árum. Dönum og Fær­ey­ingum fjölg­aði um 78 sem er fjölgun um 6,5 pró­sent.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar