Aðstreymi verkafólks erlendis frá stór ástæða hærri skatttekna

Staðgreiðsluskyldar greiðslur voru 1.525 milljörðum króna árið 2017 og hafa aldrei verið hærri. Ýmislegt bendir til þess að stór hluti tekjuaukningarinnar sé vegna aðstreymis verkafólks erlendis frá til landsins.

Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað mikið á örfáum árum.
Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað mikið á örfáum árum.
Auglýsing

Stað­greiðslu­skyldar greiðslur í rík­is­sjóð, sá grunnur sem stað­greiðsla er reiknuð af, hafa aldrei verið jafn háar og þær voru árið 2017. Þær juk­ust um 125 millj­arða króna á milli ára. Alls voru stað­greiðslu­skyldar greiðslur 1.525 millj­örðum króna á árinu 2017. Þetta kemur fram í grein eftir Pál Kol­beins rekstr­ar­hag­fræð­ing í nýjasta tölu­blaði Tíund­ar, frétta­blaði rík­is­skatt­stjóra.

Þar segir einnig að tekju­aukn­ingin sé að miklu leyti til­komin vegna fólks sem greiddi stað­greiðslur í fyrsta skipti árið 2017 „og því bendir ýmis­legt til þess að stór hluti tekju­aukn­ing­ar­innar hafi verið vegna aðstreymis verka­fólks til lands­ins.“

Í grein­inni segir að um 77,4 pró­sent aukn­ing­ar­innar hafi orðið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, mest í Reykja­vík, eða á Reykja­nesi, en þar hefur erlendum rík­is­borg­urum fjölgað mun hraðar en ann­ars staðar á land­inu.

Auglýsing

25 pró­sent aukn­ing á fjölda erlendra íbúa

Á árinu 2017 voru aðfluttir erlendir rík­­is­­borg­­arar sem fluttu til Íslands 7.910 fleiri en brott­­flutt­­ir. Alls fjölg­aði erlendum rík­­is­­borg­­urum á Íslandi um 25 pró­­sent á síð­­asta ári. Þeim hefur fjölgað um 81 pró­­sent frá byrjun árs 2011 og eru nú 37.950 tals­ins. Þá eru ekki taldir með þeir sem koma hingað á vegum t.d. starfs­manna­leiga.

Öll íbú­a­­fjölgun í Reykja­vík í fyrra vegna erlendra rík­­is­­borg­­ara sem fluttu til borg­­ar­inn­­ar. Borg­­ar­­búum fjölg­aði um 2.800 á árinu 2017 og voru 126.100 um nýliðin ára­­mót. Erlendum rík­­is­­borg­­urum sem búa í höf­uð­­borg­inni fjölg­aði á saman tíma um 3.140 og erum nú 15.640 tals­ins. Erlendum íbúum höf­uð­borg­ar­innar hefur fjölgað um 70 pró­sent frá byrjun árs 2012.

Um 36 pró­sent allra launa voru greidd í Reykja­vík í fyrra og 39,6 pró­sent aukn­ing­ar­innar sem átti sér stað í laun­um, alls um 50 millj­arðar króna, átti sér stað innan marka henn­ar.

Á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu búa 23.200 erlendir rík­­is­­borg­­ara og þeim fjölg­aði um 4.280 á árinu 2017. Það þýðir að erlendum rík­­is­­borg­­urum sem búa í Kópa­vogi, á Sel­tjarn­­ar­­nesi, í Garða­bæ, Hafn­­ar­­firði, Mos­­fellsbæ og í Kjós­a­hreppi fjölg­aði sam­tals um 1.140 á síð­­asta ári. Launa­hækk­anir í nágranna­sveit­ar­fé­lögum Reykja­víkur voru heldur minni en í höf­uð­borg­inni í fyrra, en þar juk­ust laun um 36 millj­arða króna í fyrra. Það sam­svarar um 28,5 pró­sent heild­ar­hækk­unar launa.

Reykja­nes í sér­flokki

Mestur upp­gangur í land­inu á árinu 2017 var á Reykja­nesi. Í sveit­ar­fé­lög­unum Reykja­nes­bæ, Grinda­vík, Sand­gerði, Garði og Vatns­leysi­hreppi juk­ust stað­greiðslu­skyldar greiðslur um 12,8 pró­sent milli ára. Alls hækk­uðu launa­greiðslur um 12 millj­arða króna í fyrra, mest í Reykja­nesbæ þar sem þær juk­ust um 15,2 pró­sent.

Um síð­­­ustu ára­­mót bjuggu 3.650 erlendir rík­­is­­borg­­arar í Reykja­­nes­bæ. Þeim fjölg­aði um 1.070 á síð­­asta ári, eða um 41 pró­­sent. Alls búa 16.350 í Reykja­­nes­bæ, sem þýðir að 22,3 pró­­sent íbúa sveit­­ar­­fé­lags­ins eru erlendir rík­­is­­borg­­ar­­ar. Íbúum þess fjölg­aði sam­tals um 1.117 á árinu 2017. 96 pró­­sent þeirrar fjölg­unar er vegna erlendra rík­­is­­borg­­ara sem fluttu í sveit­­ar­­fé­lag­ið.

Ástæðan er fyrst og síð­­­­­ast sú mikla aukn­ing í umsvifum sem orðið hefur á Kefla­vík­­­­­ur­flug­velli sem stað­­­settur er á Reykja­nesi. Ferða­­­mönnum sem heim­­­sækja Íslands hefur enda fjölgað úr um 500 þús­und árið 2010 og í um 2,3 millj­­­ónir í fyrra, sam­­­kvæmt spám.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent