Aðstreymi verkafólks erlendis frá stór ástæða hærri skatttekna

Staðgreiðsluskyldar greiðslur voru 1.525 milljörðum króna árið 2017 og hafa aldrei verið hærri. Ýmislegt bendir til þess að stór hluti tekjuaukningarinnar sé vegna aðstreymis verkafólks erlendis frá til landsins.

Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað mikið á örfáum árum.
Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað mikið á örfáum árum.
Auglýsing

Stað­greiðslu­skyldar greiðslur í rík­is­sjóð, sá grunnur sem stað­greiðsla er reiknuð af, hafa aldrei verið jafn háar og þær voru árið 2017. Þær juk­ust um 125 millj­arða króna á milli ára. Alls voru stað­greiðslu­skyldar greiðslur 1.525 millj­örðum króna á árinu 2017. Þetta kemur fram í grein eftir Pál Kol­beins rekstr­ar­hag­fræð­ing í nýjasta tölu­blaði Tíund­ar, frétta­blaði rík­is­skatt­stjóra.

Þar segir einnig að tekju­aukn­ingin sé að miklu leyti til­komin vegna fólks sem greiddi stað­greiðslur í fyrsta skipti árið 2017 „og því bendir ýmis­legt til þess að stór hluti tekju­aukn­ing­ar­innar hafi verið vegna aðstreymis verka­fólks til lands­ins.“

Í grein­inni segir að um 77,4 pró­sent aukn­ing­ar­innar hafi orðið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, mest í Reykja­vík, eða á Reykja­nesi, en þar hefur erlendum rík­is­borg­urum fjölgað mun hraðar en ann­ars staðar á land­inu.

Auglýsing

25 pró­sent aukn­ing á fjölda erlendra íbúa

Á árinu 2017 voru aðfluttir erlendir rík­­is­­borg­­arar sem fluttu til Íslands 7.910 fleiri en brott­­flutt­­ir. Alls fjölg­aði erlendum rík­­is­­borg­­urum á Íslandi um 25 pró­­sent á síð­­asta ári. Þeim hefur fjölgað um 81 pró­­sent frá byrjun árs 2011 og eru nú 37.950 tals­ins. Þá eru ekki taldir með þeir sem koma hingað á vegum t.d. starfs­manna­leiga.

Öll íbú­a­­fjölgun í Reykja­vík í fyrra vegna erlendra rík­­is­­borg­­ara sem fluttu til borg­­ar­inn­­ar. Borg­­ar­­búum fjölg­aði um 2.800 á árinu 2017 og voru 126.100 um nýliðin ára­­mót. Erlendum rík­­is­­borg­­urum sem búa í höf­uð­­borg­inni fjölg­aði á saman tíma um 3.140 og erum nú 15.640 tals­ins. Erlendum íbúum höf­uð­borg­ar­innar hefur fjölgað um 70 pró­sent frá byrjun árs 2012.

Um 36 pró­sent allra launa voru greidd í Reykja­vík í fyrra og 39,6 pró­sent aukn­ing­ar­innar sem átti sér stað í laun­um, alls um 50 millj­arðar króna, átti sér stað innan marka henn­ar.

Á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu búa 23.200 erlendir rík­­is­­borg­­ara og þeim fjölg­aði um 4.280 á árinu 2017. Það þýðir að erlendum rík­­is­­borg­­urum sem búa í Kópa­vogi, á Sel­tjarn­­ar­­nesi, í Garða­bæ, Hafn­­ar­­firði, Mos­­fellsbæ og í Kjós­a­hreppi fjölg­aði sam­tals um 1.140 á síð­­asta ári. Launa­hækk­anir í nágranna­sveit­ar­fé­lögum Reykja­víkur voru heldur minni en í höf­uð­borg­inni í fyrra, en þar juk­ust laun um 36 millj­arða króna í fyrra. Það sam­svarar um 28,5 pró­sent heild­ar­hækk­unar launa.

Reykja­nes í sér­flokki

Mestur upp­gangur í land­inu á árinu 2017 var á Reykja­nesi. Í sveit­ar­fé­lög­unum Reykja­nes­bæ, Grinda­vík, Sand­gerði, Garði og Vatns­leysi­hreppi juk­ust stað­greiðslu­skyldar greiðslur um 12,8 pró­sent milli ára. Alls hækk­uðu launa­greiðslur um 12 millj­arða króna í fyrra, mest í Reykja­nesbæ þar sem þær juk­ust um 15,2 pró­sent.

Um síð­­­ustu ára­­mót bjuggu 3.650 erlendir rík­­is­­borg­­arar í Reykja­­nes­bæ. Þeim fjölg­aði um 1.070 á síð­­asta ári, eða um 41 pró­­sent. Alls búa 16.350 í Reykja­­nes­bæ, sem þýðir að 22,3 pró­­sent íbúa sveit­­ar­­fé­lags­ins eru erlendir rík­­is­­borg­­ar­­ar. Íbúum þess fjölg­aði sam­tals um 1.117 á árinu 2017. 96 pró­­sent þeirrar fjölg­unar er vegna erlendra rík­­is­­borg­­ara sem fluttu í sveit­­ar­­fé­lag­ið.

Ástæðan er fyrst og síð­­­­­ast sú mikla aukn­ing í umsvifum sem orðið hefur á Kefla­vík­­­­­ur­flug­velli sem stað­­­settur er á Reykja­nesi. Ferða­­­mönnum sem heim­­­sækja Íslands hefur enda fjölgað úr um 500 þús­und árið 2010 og í um 2,3 millj­­­ónir í fyrra, sam­­­kvæmt spám.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent