Opnum dyrnar meira

Smári McCarthy segir það bjánaskap að hafna því fólki sem vill koma til Íslands. Það er hatramt og sturlað og beinlínis gegn hagsmunum Íslendinga.

Auglýsing

Um 24,5% Grikkja eru atvinnu­laus­ir. Um 21,4% Spán­verja. Í Kýpur er tæp­lega 16% atvinnu­leysi, 13% í Króa­tíu, 12% í Portú­gal, 10% í Aust­ur­ríki, 8% í Finn­landi. Allir borg­arar þess­arra ríkja hafa rétt á því að flytja til Íslands og starfa hér. Þó eru ekki tugir þús­unda Grikkja, Spán­verja, Kýp­ur­búa, Króata, Portú­ga­la, Aust­ur­rík­is­manna og Finna að flæða inn á vinnu­mark­að­inn hérna. Það koma ein­hverjir til Íslands frá ein­hverjum löndum í leit að nýju lífi til lengri eða skemmri tíma, en yfir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra 500 milljón manna sem mega koma til Íslands og starfa hér án þess að upp­fylla sér­stök skil­yrði gera það ekki.

Þrátt fyrir þessi sann­indi er til­hneig­ingin á Íslandi að líta svo á að allir sem komi hingað séu sjálf­krafa byrði á kerf­inu; að þetta séu vamm­lausir aum­ingjar sem þurfi ölm­usu sem við erum ekki endi­lega til­búin til að veita. Atvinnu­leysi á Íslandi var 1% í júlí 2017, og lík­lega mun lægra í reynd þar sem kerfið okkar neyðir marga öryrkja til að skrá sig á atvinnu­leys­is­skrá í veikri von um minni­háttar hluta­starf, sem aldrei fæst, til að drýgja tekjur sín­ar.

Ergj­andi þenslan

Við þurfum fleira fólk. Það eru jú ein­hverjir atvinnu­lausir á Íslandi, að ein­hverju leyti vegna þess að störf sem eru í boði eru ekki við hæfi og að ein­hverju leyti vegna þess að störfin eru ekki á sama stað og fólk­ið, eða eru ekki aðlað­andi, eða eitt­hvað, en atvinnu­leysi á Íslandi er með því lægra sem þekk­ist. Slíkt skapar spennu.

Þegar stjórn­mála­menn og hag­fræð­ingar tala um að þensla sé svo og svo mikil þá meina þeir að hag­kerfið sé að þenj­ast út, sem er að ein­hverju leyti vegna fram­leiðslu­spennu. Fram­leiðslu­spenna orsakast af því að það er ekki hægt að gera jafn mikið og þörf er á. Oft vegna skorts á tækj­um, oft vegna skorts á fólki. Allir sem hafa reynt að ráða ein­hvern í vinnu und­an­farin ár vita hversu ergj­andi fram­leiðslu­spenna er.

Annar þáttur í þenslu er hús­næð­is­skort­ur. Hag­kerfið er ekki bara að þenj­ast út af því að það er svo mikið að gera, heldur vegna þess að það er ekki nóg af ein­hverju og þá hækkar það í verði, sem eykur magn pen­inga sem þvæl­ast fram og til baka. Hæg­lega gengur að leysa hús­næð­is­skort­inn, að hluta til vegna þess að fram­leiðslu­spennan er svo mik­il: það fæst ekki nógu mikið af fólki til að byggja ný hús. Allir sem hafa reynt að ráða iðn­að­ar­mann upp á síðkastið vita hversu ergj­andi þensla er.

Auglýsing

Einn og einn og einn

Stað­reynd­irnar tala sínu máli: flóð­gátt­irnar eru opn­ar. Það gætu 500 milljón manns flutt hing­að, lög­lega, á morg­un. En það ger­ist ekki. Í stað­inn birt­ist einn og einn frá Pól­landi, Lit­háen og öðrum Evr­ópu­lönd­um. Svo koma nokkrir frá öðrum lönd­um. Í ein­hverjum til­fellum kemur það frá löndum þar sem er mikil neyð: Sýr­landi, Írak, Suður Súdan og víð­ar. Í ein­hverjum til­fellum kemur fólkið frá löndum þar sem það er í lífs­hættu af ein­hverjum ástæð­um: Níger­íu, Alban­íu, Afganistan og víð­ar. Í ein­hverjum til­fellum er það frá löndum þar sem ekk­ert gríð­ar­lega aðkallandi er að, en því langar til að vera ann­ars staðar vegna þess að ill­menni ræður ríkjum í heima­land­inu, eða því langar bara að ferð­ast og sjá heim­inn: Banda­rík­in, Ind­land, Indónesía.

Það sem er líkt með þessu fólki öllu og fólk­inu frá Evr­ópu er að það eru ekki tug­þús­undir manna að flæða inn, heldur einn og einn. Mun­ur­inn er sá að við leyfum það ekki.

Fyrir vikið er tveggja ára stelpa á Íslandi, sem hefur hvergi rík­is­fang og getur því ekki ferð­ast með for­eldrum sín­um. Fyrir vikið er hér hámennt­aður maður frá Banda­ríkj­unum sem hefur búið hér í mörg ár, en þarf stöðugt að standa í end­ur­nýjun á land­vist­ar­leyfi. Fyrir vikið er búið að varpa heilli fjöl­skyldu úr landi, sem upp­lifir martraðir dag­lega á flótta en vildi bara fá að vera dug­leg á Íslandi. Fyrir vikið eru tvær ell­efu ára stelpur sem verða bráðum reknar á flótta fyrir engar sakir aðrar en að hafa ekki náð að brjót­ast í gegnum hjarta­lausa inn­flytj­enda­stefnu Íslands.

Regl­urnar okkar eru ekki bara ómann­úð­leg­ar, þær eru líka efna­hags­lega fárán­leg­ar. Þær ganga gegn allri skyn­semi.

Ef Ísland væri skyn­samt ríki, þá myndum við auð­velda fólki að koma hingað sem gæti verið gagn­legt. Við gætum til dæmis tekið upp þá reglu að bjóða fólki með hald­bæra menntun eða starfs­reynslu ótíma­bundið land­vist­ar­leyfi; það er hrein­lega aug­ljóst að það er gagn­legt fólk, sem kann hluti. Einnig gætum við farið að taka mark á fólki sem sýnir fram á þekk­ingu og færni. Það er baga­legt hvers konar hæfi­leikum við erum að sóa vegna þess að við neitum að sam­þykkja góða menntun frá fjar­lægum lönd­um.

Ýmis­legt gætum við gert og orðið betri fyrir vik­ið.

Bjána­skapur og sturlun

Á dög­unum lak skýrsla innan úr breska stjórn­kerf­inu, þar sem skegg­rætt var á 83 blað­síðum hvernig skyldi búa um inn­flytj­end­ur, jafn­vel frá Evr­ópu, eftir að Brexit ætti sér stað. Hug­myndin virð­ist fyrst og fremst vera sú að fæla alla burt sem ekki eru aldir upp á tei og skons­um. Efna­hags­lega er þessi hug­mynda­fræði stór­kost­lega heimsku­leg.

Fullt af bráð­snjöllu og vel mennt­uðu fólki er á flótta í dag, af ýmsum ástæð­um, og fullt af bráð­efni­legu fólki er að leita að nýju heim­ili. Sumir flýja raun­veru­lega ánauð, aðrir flýja for­heimskaða ein­angr­un­ar­stefnu og enn aðrir eru bara að flýja leið­indi og hvers­dags­leik­ann. En allt þetta fólk á það sam­eig­in­legt að vilja gott líf. Allt þetta fólk á það sam­eig­in­legt að skilja mik­il­vægi dugn­að­ar. Allt þetta fólk vill hjálpa sam­fé­lag­inu okk­ar.

Hvers konar bjána­skapur er það að hafna þeim? Alveg burt­séð frá því hversu hat­ramt það er og sturl­að, þá er það líka bein­línis gegn okkar eigin hags­mun­um. Dyrnar eru opnar upp á gátt í dag, en fáir koma í gegn. Við þurfum ögn fleiri, og það eru fleiri sem vilja koma. Verum vit­ur. Opnum þær ögn meir.

Höf­undur er þing­maður Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar