Opið bréf til Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur um mannréttindi

Viðburðarstjóri ungliðahreyfingar Viðreisnar skrifar til borgarfulltrúa Framsóknarflokksins vegna ummæla hennar um börn hælisleitenda sem féllu í viðtali við Útvarp Sögu á mánudag.

Auglýsing

Kæra Svein­björg, 

Árið 1994 urðu þátta­skil í Suð­ur­-Afr­íku þegar allir íbúar rík­is­ins fengu rétt til að kjósa óháð húð­lit og kyn­þætti. Þessi rétt­indi spruttu ekki upp af sjálfum sér heldur komu í kjöl­far þrot­lausrar bar­áttu lit­aða meiri­hluta rík­is­ins. Í ald­anna rás hafði sá meiri­hluti verið beittur kúgun af hendi hvíta minni­hlut­ans þar í landi. Sú stefna sem hvíti minni­hlut­inn beitti til þess halda völdum kall­ast aðskiln­að­ar­stefna og bygg­ist á þeirri hug­mynda­fræði að aðgreina íbúa rík­is­ins út frá húð­lit þar sem lit­aðir borg­arar eru álitnir óæðri kyn­stofn með tak­mörkuð rétt­indi. Í kjöl­far fyrstu aðskiln­að­ar­laga Suð­ur­-Afr­íku um bann við hjóna­bandi hvítra og lit­aðra ein­stak­linga spruttu upp alls­konar reglu­gerðir sem aðskilja borg­ara rík­is­ins, allt frá aðskildum vatns­brunnum yfir í aðskilda skóla.

Svip­aða sögu er einnig hægt að finna í Banda­ríkj­unum fram til árs­ins 1964. Á þeim tíma var óheim­ilt fyrir börn af afrískum upp­runa að sækja nám með hvítum jafn­öldrum sín­um. Líkt og í Suð­ur­-Afr­íku voru svartir borg­arar taldir óæðri. Börn þeirra fengu lak­ari kennslu í skólum sem fengu mun minna fjár­magn, enda var ekki talið nauð­syn­legt af hálfu mennta­yf­ir­valda að eyða pen­ingum rík­is­ins í að veita „óæðri börn­um“ góða grunn­menntun eða raun­veru­leg tæki­færi til fram­halds­náms.

Auglýsing

Ummæli þín sem þú lést falla í þætti hjá Útvarpi Sögu 31. júlí síð­ast­lið­inn eru því ekki fyrstu sinnar teg­und­ar. Þar sem börn hæl­is­leit­enda eru tal­inn vera baggi fyrir mennta­kerf­ið, að þau ættu að vera í öðrum skólum því það kemur niður á menntun hinna barn­anna að hafa þau saman í tíma. Að það taki því ekki að mennta þau þar sem þau verða hvort sem er send í burtu með valdi, að við séum að henda pen­ingum skatt­greið­enda út um glugg­ann með því að hleypa þeim í almenna skóla. 

Ísland er aðili að barna­sátt­mála Sam­ein­uðu Þjóð­anna þar sem stendur að: „aðild­ar­rík­i skulu gera allar við­eig­andi ráð­staf­anir til að sjá um að barni sé ekki mis­munað eða refsað vegna stöðu eða athafna for­eldra þess, lög­ráða­manna eða fjöl­skyldu­með­lima, eða sjón­ar­miða sem þeir láta í ljós eða ­skoð­un þeirra.“

Þessi ummæli þín eru því á algjörri skjön við mark­mið barna­sátt­mál­ans enda eiga börn rétt á því að vera börn óháð stöðu for­ráða­manna, upp­runa, húð­lit­ar, kyns, trú­ar­bragða og fötl­un­ar. Orðum fylgir ábyrgð og sér­stak­lega orð kjör­inna full­trúa. Ég hvet þig því til að sína ábyrgð, draga ummælin til baka og biðj­ast afsök­un­ar.

Sagt er að þeir sem ekki læra sög­una séu dæmdir til að láta hana end­ur­taka sig. Því er mik­il­vægt að gæta þess að þessi kafli ­mann­kyns­sög­unn­ar ­fái ekki að end­ur­taka sig, þess þá heldur í jafn opnu og frjálsu sam­fé­lagi og Ísland er.

Höf­undur er félags­fræð­ingur og við­burða­stjóri Ung­liða­hreyf­ingu Við­reisn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar