Langvinsælasti drykkurinn

Björg Árnadóttir drekkur te en furðar sig á að veitingamenn virðast leggja sig fram um að gera það ódrekkandi.

Auglýsing

Lang­vin­sæl­asti drykkur í heimi að vatni frá­töldu er að sjálf­sögðu te. Mann­kyn drekkur á hverjum degi um sex millj­arða tebolla. Fimm þeirra drekk ég, stundum á veit­inga­hús­um. Það þarf ekki að fara langt út fyrir land­stein­ana til að geta pantað sér a nice cup of tea. Bretar kunna að hella vatni yfir telauf svo að úr verði dásam­legur drykk­ur. Farir þú lengra, til Aust­ur­landa nær og fjær, er sjaldn­ast spurt hvort þú viljir te eða kaffi. Þér er fært te. 

Hér heima hef ég á fimmta ára­tug til­heyrt minni­hluta­hópi tedrykkju­fólks. Okkur fer þó fjölg­andi og varan sem okkur er boðin fer að sumu leyti batn­andi. Samt gerð­ist það nýlega að ég missti þol­in­mæð­ina og ákvað að láta veit­inga­mann finna til tevatns­ins þegar mér var boð­inn óþverri. Ég ákvað líka að skrifa grein um skort okkar á fag­þekk­ingu á sviði tegerðar vegna þess að ekki er ólík­legt að erlendum gestum okkar sé mörgum mis­boðið vegna þess sem þeim er boðið þegar þeir panta lang­vin­sælasta drykk í heimi. 

Hvað er te og hvað ekki?

Ég ætla ekki að tala illa um kaffi, það er bara ekki minn tebolli. Um tví­tugt voru allir jafn­aldrar mínir skyndi­lega komnir með upp­á­hell­ing í bolla og þar sem mér var í mun að falla inn í hóp­inn gerði ég ítrek­aðar en árang­urs­lausar til­raunir til að ánetj­ast þessum beiska drykk sem olli mér verkjum í vöðum og trufl­aði svefn minn. Í stað þeirrar félags­legu ein­angr­unar sem fylgir því að hafa ekk­ert heitt í bolla valdi ég te. 

Auglýsing

Flestir vita að kaffi er gert úr kaffi­baunum en fæstir að allt te er unnið úr sömu jurt­inni sem heitir á lat­ínu Camellia sinensis. Svört, hvít og græn te auk pu´erh og oolong tes eru unnin úr laufum tejurt­ar­inn­ar. Te úr öðrum jurtum eru kölluð jurtate en nær væri að nefna þau jurta­seyði til aðgrein­ingar frá tei. Einnig eru til svokölluð rauð te, til dæmis hinn öfl­ugi drykkur sem unn­inn er úr rooi­bos-runnum Suð­ur­-Afr­íku. Lengra en þetta ætla ég mér ekki út í hin flóknu fræði um upp­runa og nöfn tes­ins. 

Fjöl­breyti­leiki afurða tejurt­ar­innar felst í mis­mun­andi aðferðum sem not­aðar eru við vinnslu lauf­anna. Svart te er gerjaðra en önnur te og því bragð­sterkara og heldur bragð­inu lengur sem gerði það að eft­ir­sóttri versl­un­ar­vöru á nýlendu­tímun­um. Enn í dag fylla svört te lík­lega níu­tíu pró­sent þeirra sex millj­arða te­bolla sem drukknir eru dag­lega. 

Út úr flóði

Sól­ar­dag nokkurn í sumar flæddi þol­in­mæðin yfir barma teboll­ans míns. Ég sat á smartasta úti­veit­inga­húsi lít­illar borgar norð­ar­lega í Sví­þjóð en hinar Norð­ur­landa­þjóð­irnar er jafn­miklir skussar í tegerð og við. Þjón­inn rétti okkur heilt hefti um kaffi­drykki stað­ar­ins og vin­kona mín pant­aði sér möndlulatte úr handtínd­um, indónesískum kaffi­baunum með akasíu­hun­angi og kan­el­sýróps­skreyttum, þeyttum rjóma. Ég spurði hins vegar hvaða drykkir væru í boði aðrir en kaffi.                                                    

- Heyrðu, þetta er sko ekk­ert kaffi­hús, hér ein­beitum við okkur að mat, faktiskt, svar­aði þjónn með höf­uð­horg­ar­hreim, svo háleitur að hefði rignt hefðu drop­arnir lent í nösum hans.        

- Nú, áttu ekki te? spurði ég og hann hélt að ein­hvers staðar mætti kannski finna Earl Grey poka. Ég var sátt við það enda er það oft­ast Grár jarl sem endar í boll­anum mín­um. 

Vin­kona mín var að renna niður síð­ustu drop­unum af fljót­andi tert­unni sinni þegar þjónn­inn henti tómum kaffi­bolla á borðið ásamt stál­könnu sem notuð er til að flóa mjólk í latte. Í könn­unni var poki sem reyndi af fremsta megni að verða te þótt hita­stig vatns­ins væri slíkt að til þess hefði þurft krafta­verk. Á þeirri stund brast fjöru­tíu ára stífla og í upp­söfn­uð­um pirr­ingi spurði ég þjón­inn:                                             

- Hvað er þetta?  

Þjónn­inn taldi að hér væri um te að ræða en ég hélt því fram að volgt vatn með tepoka félli ekki undir skil­grein­ing­una á lang­vin­sælasta drykk heims. 

- Hér sjóðum við tevatnið í kaffi­vél­inni við átta­tíu gráð­ur, faktiskt, svar­aði þjónn­inn háleitur sem fyrr.          

- Og við hvaða hita­stig sjóðið þið kart­öfl­urn­ar? spurði ég. 

Kaupið hraðsuðu­ket­il!

Ég hef í áraraðir sætt mig við Mel­roses­poka og volgt, staðið vatn af hita­hellu en ég hef aldrei orðið vör við jafn­ein­beittan brota­vilja og á þessum fína stað. Þjónn­inn við­ur­kenndi stoltur að teið sem hann selur sé ein­ungis auka­af­urð kaffi­drykkj­anna. Oft hef ég beðið um að tebolla með volgu vatni af hita­hellu sé skellt í örbylgju­ofn til að drykk­ur­inn minn fái lit og bragð en í þetta sinn ákvað ég að neita að greiða fyrir telíkið. Södd og sæl eftir kaffi­mál­tíð­ina fór vin­kona mín inn að borga en sagði við kon­una á kass­anum að það væri leitt að ég sem kæmi alla leið frá Íslandi hefði ekki fengið drykkj­ar­hæft te.                                       

- Er hún frá Íslandi? Það skýrir af hverju hún vill hafa vatnið sitt heitt eins og hvera­vatn, svar­aði konan kump­án­lega en gerði um leið vanda­mál stað­ar­ins að mínu. 

Þegar ég gekk um mið­bæ­inn næstu daga lang­aði mig að fara og sýna þjón­in­um You Tube mynd­bönd í sím­anum mínum þar sem ráð­lagt er um suðu­tíma vatns og meira að segja tekið fram hvaða eig­in­leikar vatns henta best hverri teg­und af tei. Um slíkt er mér reyndar sama, það eina sem skiptir mig máli er að vatnið sé nægi­lega heitt til að bragð komi af drykknum sem ég borga fyr­ir. Áður fyrr var hita­stig vatns­ins aldrei vanda­mál enda hraðsuðukatlar í hverju eld­húsi. Nú er ég farin að benda veit­inga­mönnum á að fjár­festa í einum slík­um. 

Tegerð og teverð

Í sumar röt­uðu tveir Lipton-­pokar í fréttir þegar hót­el­gestur var rukk­aður um fjögur hund­ruð krónur fyrir hvorn þeirra. Gest­ur­inn hafði sjálfur hellt vatni yfir pok­ana á her­bergi sínu. Tepok­arnir kosta tutt­ugu og eina krónu í búð svo að þarna var um nítján­falda álagn­ingu að ræða og bolla­verðið svipað og á veit­inga­húsi. Á veit­inga­húsum borgum við að sjálf­sögðu aðal­lega fyrir þjón­ustu og leigu á borði sem hægt væri að leigja betur borg­andi kúnna. Það hlýtur að vera tölu­vert vanda­mál í veit­inga­rekstri að nú sitjum við æ lengur yfir einum bolla og það aðeins í félags­skap snjall­tækja sem ekk­ert panta. Ég borga með glöðu geði upp­sett verð fyrir tebolla á veit­inga­húsum – svo fram­ar­lega sem í honum sé ósvikin vara. Hins vegar finnst mér ein­kenni­legt að verð á kaffi- og tebolla sé oft­ast það sama. Mér finnst ég rukkuð fyrir vöru­þróun sem sann­ar­lega fer fram á sviði kaffi­veit­inga en ekki teveit­inga. 

Eins og fram hefur komið er það vax­andi vanda­mál að tevatn er ekki borið fram nægi­lega heitt. Annað vanda­mál er tek­ass­arn­ir, fal­legir við­ar­kassar með hólfum fyrir nokkrar teg­undir tepoka. Sjálf­sagt liggur vöru­þróun að baki köss­unum og rann­sóknir á því hvaða te fólk kýs helst. Vanda­málið er hins vegar að þegar þjónar opna kass­ana með til­þrifum er sjaldn­ast nokkuð eftir nema það sem fáir drekka. Í sumar opn­aði ég tek­assa á morg­un­verð­ar­hlað­borði á íslensku hót­eli. Úrvalið var eft­ir­far­andi: Þrjár teg­undir af grænu tei og þrjár teg­undir af kamillu­seyði sem neyta má sér til heilsu­bótar en fáir drekka sér til ánægju með morg­un­verði. Á öllu hót­el­inu var ekki að finna einn ein­asta poka af svörtu tei. Það er eins og veit­inga­menn haldi að við tedrykkju­fólk kjósum helst að súpa seyðið af blóm­um. Sjálf drekk ég reyndar gjarnan jurta­seyði en það er allt önnur athöfn en að drekka te. 

Ég skrifa þessa grein af því að ég er lang­þreytt og svekkt en líka af því að ég held að við bjóðum ekki alltaf túristum það sem þeir vilja. Sagt er að asískir ferða­menn nær­ist einkum á núðlu­súpu uppi á her­bergjum af því að mat­ur­inn hér sé þeim of fram­andi. Þá sögu sel ég án álagn­ing­ar, ekki dýr­ari en ég keypti hana, en ég veit fyrir víst að sjald­gæft er að ferða­menn yfir­gefi Ísland ljóm­andi af hrifn­ingu yfir teinu. Og því væri svo auð­velt að breyta! Bjóðum ferða­mönnum en ekki síst okkur sjálfum meira af betra tei. Í eft­ir­læt­is­bók­inni minni um tedrykkju og rök­fræði, Lísu í Undra­landi, spyr klikk­aði hatt­ar­inn Lísu hvort megi bjóða henni meira te.                                                                                                                                            

Lísa: Ég hef ekki fengið neitt ennþá svo að ég get ekki fengið meira.                                                               

Hér­inn: Þú meinar að þú getir ekki fengið minna.                                                                                                                      

Hatt­ar­inn: Já, þú getur alltaf fengið meira en ekk­ert.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar