Frelsisflokkurinn ætlar að bjóða fram í vor

Flokkur sem segist berjast gegn íslamvæðingu Íslands, gegn opnum landamærum og fyrir því að verja íslenska þjóðmenningu, ætlar að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

Frelsisflokkurinn
Auglýsing

Frels­is­flokk­ur­inn, flokkur sem vill íslenska þjóð í eigin landi, ætlar að bjóða fram í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum sem fram fara vorið 2018. Flokk­ur­inn, sem byggir á þjóð­rík­is­hug­sjón, ætlar að koma til varnar og sóknar íslenskri þjóð­menn­ingu, hafnar EES-­samn­ingn­um, opnum landa­mærum og berst gegn skipu­legri „íslam­svæð­ingu Evr­ópu og Íslands“. Þetta kemur fram í grein í Morg­un­blað­inu í dag eftir Guð­mund Jónas Krist­jáns­son, sem situr í flokks­stjórn flokks­ins.

Frels­is­flokk­ur­innvar stofn­aður í júní 2017. Í grein sinni segir Guð­mundur að það hlyti að koma fram slíkt þjóð­legt stjórn­mála­afl sem segði hingað og ekki lengra, þegar jafn aum­lega væri komið fyrir íslenskum stjórn­málum og raun beri vitni. Hann gagn­rýnir harð­lega nýskip­aða rík­is­stjórn og segir að með því að gera Katrínu Jak­obs­dóttur að for­sæt­is­ráð­herra hafi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tekið þátt í póli­tískri umpólun. „Sú stað­reynd að þrjú æðstu emb­ætti íslenska lýð­veld­is­ins skipa nú allt rót­tækir vinstri­s­innar hlýtur að segja sína sögu. Þannig skipar mjög alþjóða­sinn­aður sós­í­alde­mókrati for­seta­emb­ætt­ið, rót­tækur sós­í­alisti for­sæt­is­ráð­herra­emb­ætt­ið, og komm­ún­isti af gamla skól­anum stól for­seta Alþing­is. Halló Íslend­ing­ar!,“ segir Guð­mund­ur.

Guð­mundur segir þá ein­stöku lyk­il­stöðu sem vinstri­menn séu í í æðstu emb­ættum þjóð­ar­innar í dag sé þvert á þá póli­tísku þróun sem eigi sér stað víða erlend­is. „Þar sem vinstri­mennska er á und­an­haldi ásamt fjöl­menn­ing­armarx­isma og póli­tískum rétt­trún­aði, gagn­vart fram­sæknum þjóð­hyggju­öfl­um, nú síð­ast í þing­kosn­ing­unum í Þýska­landi og þar áður í Aust­ur­ríki þar sem Frels­is­flokk­ur­inn þar bar góðan sigur úr být­u­m.“ Aust­ur­ríski Frels­is­flokk­ur­inn, sem mynd­aði nýverið rík­is­stjórn með Lýð­flokknum þar í landi, á rætur í nas­isma og helstu stefnu­mál hans snú­ast um and­stöðu við flótta­menn og hæl­is­leit­end­ur. Í Þýska­landi náði þjóð­ern­is­flokk­ur­inn Annar val­kostur fyrir Þýska­land (AFD) nægi­lega miklu fylgi í kosn­ing­unum sem fóru þar fram í haust til að ná inn á þing í fyrsta sinn. Eng­inn annar flokkur hefur lýst sig reiðu­bú­inn til að vinna með AFD, sem hefur beitt sér mjög gegn flótta­mönnum og inn­flytj­endum og lagt áherslu á það í mál­flutn­ingi sínum að Þýska­landi stafi hætta af þeim.

Auglýsing

Guð­mundur segir í grein sinni að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi staðið fyrir þjóð­legum gildum og við­horfum framan af öld­inni. „En eftir að hafa tapað fyrir hræðslu­banda­lagi vinstri­manna Í Reykja­vík, R-list­anum, og að Davíð Odds­son yfir­gaf skút­una, fór veru­lega að halla undan fæti hjá flokkn­um. Varð­staða Sjálf­stæð­is­flokks­ins brást svo end­an­lega við hrunið mikla 2008 og hefur hann ekki borið sitt barr síð­an. - Í raun hefur verið átak­an­legt að horfa á hvernig hann hefur borist með straumi vinstri­mennsk­unnar og hins póli­tíska rétt­trún­aðar og það svo að fjöl­menn­ing­armarx­ism­inn blómstrar nú sem aldrei fyrr. Það hefur sem sagt gerst í fyrsta sinn að leið­togi rót­tækra sós­í­alista hefur verið krýndur sem for­sæt­is­ráð­herra lýð­veld­is­ins í boði Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Minna mátti það ekki vera! - Þar með er engin varð­staða eða við­spyrna lengur gegn vinstriöfl­un­um! Ekki einu sinni varð­andi „No border­s“-öfga­öfl­in, um nán­ast galopin landa­mæri og svo síð­ast varð­andi öfga­stefnu Vinstri grænna í umhverf­is­mál­um. Jafn­vel erlendir vog­un­ar­sjóðir skulu nú enn og aftur fá náð og mis­kunn.“

Hann telur því að þörf sé fyrir nýtt þjóð­legt stjórn­mála­afl sem byggi á þjóð­rík­is­hug­sjón­inni. „Flokkur sem vill koma til varnar og sóknar íslenskri þjóð­menn­ingu og tungu. Já, íslenskri þjóð í eigin landi! Ekki síst til hjálpar hús­næð­is­lausum Íslend­ing­um, m.a. í Laug­ar­daln­um. Flokkur sem slær í takt við ný evr­ópsk stjórn­mál og evr­ópsk þjóð­hyggju­öfl í dag og hafnar þess vegna blindri alþjóða­væð­ingu, EES, og galopnum landa­mærum sbr. Schengen, og skipu­legrar íslam­svæð­ingu Evr­ópu og Íslands.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent