Frelsisflokkurinn ætlar að bjóða fram í vor

Flokkur sem segist berjast gegn íslamvæðingu Íslands, gegn opnum landamærum og fyrir því að verja íslenska þjóðmenningu, ætlar að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

Frelsisflokkurinn
Auglýsing

Frels­is­flokk­ur­inn, flokkur sem vill íslenska þjóð í eigin landi, ætlar að bjóða fram í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum sem fram fara vorið 2018. Flokk­ur­inn, sem byggir á þjóð­rík­is­hug­sjón, ætlar að koma til varnar og sóknar íslenskri þjóð­menn­ingu, hafnar EES-­samn­ingn­um, opnum landa­mærum og berst gegn skipu­legri „íslam­svæð­ingu Evr­ópu og Íslands“. Þetta kemur fram í grein í Morg­un­blað­inu í dag eftir Guð­mund Jónas Krist­jáns­son, sem situr í flokks­stjórn flokks­ins.

Frels­is­flokk­ur­innvar stofn­aður í júní 2017. Í grein sinni segir Guð­mundur að það hlyti að koma fram slíkt þjóð­legt stjórn­mála­afl sem segði hingað og ekki lengra, þegar jafn aum­lega væri komið fyrir íslenskum stjórn­málum og raun beri vitni. Hann gagn­rýnir harð­lega nýskip­aða rík­is­stjórn og segir að með því að gera Katrínu Jak­obs­dóttur að for­sæt­is­ráð­herra hafi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tekið þátt í póli­tískri umpólun. „Sú stað­reynd að þrjú æðstu emb­ætti íslenska lýð­veld­is­ins skipa nú allt rót­tækir vinstri­s­innar hlýtur að segja sína sögu. Þannig skipar mjög alþjóða­sinn­aður sós­í­alde­mókrati for­seta­emb­ætt­ið, rót­tækur sós­í­alisti for­sæt­is­ráð­herra­emb­ætt­ið, og komm­ún­isti af gamla skól­anum stól for­seta Alþing­is. Halló Íslend­ing­ar!,“ segir Guð­mund­ur.

Guð­mundur segir þá ein­stöku lyk­il­stöðu sem vinstri­menn séu í í æðstu emb­ættum þjóð­ar­innar í dag sé þvert á þá póli­tísku þróun sem eigi sér stað víða erlend­is. „Þar sem vinstri­mennska er á und­an­haldi ásamt fjöl­menn­ing­armarx­isma og póli­tískum rétt­trún­aði, gagn­vart fram­sæknum þjóð­hyggju­öfl­um, nú síð­ast í þing­kosn­ing­unum í Þýska­landi og þar áður í Aust­ur­ríki þar sem Frels­is­flokk­ur­inn þar bar góðan sigur úr být­u­m.“ Aust­ur­ríski Frels­is­flokk­ur­inn, sem mynd­aði nýverið rík­is­stjórn með Lýð­flokknum þar í landi, á rætur í nas­isma og helstu stefnu­mál hans snú­ast um and­stöðu við flótta­menn og hæl­is­leit­end­ur. Í Þýska­landi náði þjóð­ern­is­flokk­ur­inn Annar val­kostur fyrir Þýska­land (AFD) nægi­lega miklu fylgi í kosn­ing­unum sem fóru þar fram í haust til að ná inn á þing í fyrsta sinn. Eng­inn annar flokkur hefur lýst sig reiðu­bú­inn til að vinna með AFD, sem hefur beitt sér mjög gegn flótta­mönnum og inn­flytj­endum og lagt áherslu á það í mál­flutn­ingi sínum að Þýska­landi stafi hætta af þeim.

Auglýsing

Guð­mundur segir í grein sinni að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi staðið fyrir þjóð­legum gildum og við­horfum framan af öld­inni. „En eftir að hafa tapað fyrir hræðslu­banda­lagi vinstri­manna Í Reykja­vík, R-list­anum, og að Davíð Odds­son yfir­gaf skút­una, fór veru­lega að halla undan fæti hjá flokkn­um. Varð­staða Sjálf­stæð­is­flokks­ins brást svo end­an­lega við hrunið mikla 2008 og hefur hann ekki borið sitt barr síð­an. - Í raun hefur verið átak­an­legt að horfa á hvernig hann hefur borist með straumi vinstri­mennsk­unnar og hins póli­tíska rétt­trún­aðar og það svo að fjöl­menn­ing­armarx­ism­inn blómstrar nú sem aldrei fyrr. Það hefur sem sagt gerst í fyrsta sinn að leið­togi rót­tækra sós­í­alista hefur verið krýndur sem for­sæt­is­ráð­herra lýð­veld­is­ins í boði Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Minna mátti það ekki vera! - Þar með er engin varð­staða eða við­spyrna lengur gegn vinstriöfl­un­um! Ekki einu sinni varð­andi „No border­s“-öfga­öfl­in, um nán­ast galopin landa­mæri og svo síð­ast varð­andi öfga­stefnu Vinstri grænna í umhverf­is­mál­um. Jafn­vel erlendir vog­un­ar­sjóðir skulu nú enn og aftur fá náð og mis­kunn.“

Hann telur því að þörf sé fyrir nýtt þjóð­legt stjórn­mála­afl sem byggi á þjóð­rík­is­hug­sjón­inni. „Flokkur sem vill koma til varnar og sóknar íslenskri þjóð­menn­ingu og tungu. Já, íslenskri þjóð í eigin landi! Ekki síst til hjálpar hús­næð­is­lausum Íslend­ing­um, m.a. í Laug­ar­daln­um. Flokkur sem slær í takt við ný evr­ópsk stjórn­mál og evr­ópsk þjóð­hyggju­öfl í dag og hafnar þess vegna blindri alþjóða­væð­ingu, EES, og galopnum landa­mærum sbr. Schengen, og skipu­legrar íslam­svæð­ingu Evr­ópu og Íslands.“

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent