Frelsisflokkurinn ætlar að bjóða fram í vor

Flokkur sem segist berjast gegn íslamvæðingu Íslands, gegn opnum landamærum og fyrir því að verja íslenska þjóðmenningu, ætlar að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

Frelsisflokkurinn
Auglýsing

Frels­is­flokk­ur­inn, flokkur sem vill íslenska þjóð í eigin landi, ætlar að bjóða fram í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum sem fram fara vorið 2018. Flokk­ur­inn, sem byggir á þjóð­rík­is­hug­sjón, ætlar að koma til varnar og sóknar íslenskri þjóð­menn­ingu, hafnar EES-­samn­ingn­um, opnum landa­mærum og berst gegn skipu­legri „íslam­svæð­ingu Evr­ópu og Íslands“. Þetta kemur fram í grein í Morg­un­blað­inu í dag eftir Guð­mund Jónas Krist­jáns­son, sem situr í flokks­stjórn flokks­ins.

Frels­is­flokk­ur­innvar stofn­aður í júní 2017. Í grein sinni segir Guð­mundur að það hlyti að koma fram slíkt þjóð­legt stjórn­mála­afl sem segði hingað og ekki lengra, þegar jafn aum­lega væri komið fyrir íslenskum stjórn­málum og raun beri vitni. Hann gagn­rýnir harð­lega nýskip­aða rík­is­stjórn og segir að með því að gera Katrínu Jak­obs­dóttur að for­sæt­is­ráð­herra hafi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tekið þátt í póli­tískri umpólun. „Sú stað­reynd að þrjú æðstu emb­ætti íslenska lýð­veld­is­ins skipa nú allt rót­tækir vinstri­s­innar hlýtur að segja sína sögu. Þannig skipar mjög alþjóða­sinn­aður sós­í­alde­mókrati for­seta­emb­ætt­ið, rót­tækur sós­í­alisti for­sæt­is­ráð­herra­emb­ætt­ið, og komm­ún­isti af gamla skól­anum stól for­seta Alþing­is. Halló Íslend­ing­ar!,“ segir Guð­mund­ur.

Guð­mundur segir þá ein­stöku lyk­il­stöðu sem vinstri­menn séu í í æðstu emb­ættum þjóð­ar­innar í dag sé þvert á þá póli­tísku þróun sem eigi sér stað víða erlend­is. „Þar sem vinstri­mennska er á und­an­haldi ásamt fjöl­menn­ing­armarx­isma og póli­tískum rétt­trún­aði, gagn­vart fram­sæknum þjóð­hyggju­öfl­um, nú síð­ast í þing­kosn­ing­unum í Þýska­landi og þar áður í Aust­ur­ríki þar sem Frels­is­flokk­ur­inn þar bar góðan sigur úr být­u­m.“ Aust­ur­ríski Frels­is­flokk­ur­inn, sem mynd­aði nýverið rík­is­stjórn með Lýð­flokknum þar í landi, á rætur í nas­isma og helstu stefnu­mál hans snú­ast um and­stöðu við flótta­menn og hæl­is­leit­end­ur. Í Þýska­landi náði þjóð­ern­is­flokk­ur­inn Annar val­kostur fyrir Þýska­land (AFD) nægi­lega miklu fylgi í kosn­ing­unum sem fóru þar fram í haust til að ná inn á þing í fyrsta sinn. Eng­inn annar flokkur hefur lýst sig reiðu­bú­inn til að vinna með AFD, sem hefur beitt sér mjög gegn flótta­mönnum og inn­flytj­endum og lagt áherslu á það í mál­flutn­ingi sínum að Þýska­landi stafi hætta af þeim.

Auglýsing

Guð­mundur segir í grein sinni að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi staðið fyrir þjóð­legum gildum og við­horfum framan af öld­inni. „En eftir að hafa tapað fyrir hræðslu­banda­lagi vinstri­manna Í Reykja­vík, R-list­anum, og að Davíð Odds­son yfir­gaf skút­una, fór veru­lega að halla undan fæti hjá flokkn­um. Varð­staða Sjálf­stæð­is­flokks­ins brást svo end­an­lega við hrunið mikla 2008 og hefur hann ekki borið sitt barr síð­an. - Í raun hefur verið átak­an­legt að horfa á hvernig hann hefur borist með straumi vinstri­mennsk­unnar og hins póli­tíska rétt­trún­aðar og það svo að fjöl­menn­ing­armarx­ism­inn blómstrar nú sem aldrei fyrr. Það hefur sem sagt gerst í fyrsta sinn að leið­togi rót­tækra sós­í­alista hefur verið krýndur sem for­sæt­is­ráð­herra lýð­veld­is­ins í boði Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Minna mátti það ekki vera! - Þar með er engin varð­staða eða við­spyrna lengur gegn vinstriöfl­un­um! Ekki einu sinni varð­andi „No border­s“-öfga­öfl­in, um nán­ast galopin landa­mæri og svo síð­ast varð­andi öfga­stefnu Vinstri grænna í umhverf­is­mál­um. Jafn­vel erlendir vog­un­ar­sjóðir skulu nú enn og aftur fá náð og mis­kunn.“

Hann telur því að þörf sé fyrir nýtt þjóð­legt stjórn­mála­afl sem byggi á þjóð­rík­is­hug­sjón­inni. „Flokkur sem vill koma til varnar og sóknar íslenskri þjóð­menn­ingu og tungu. Já, íslenskri þjóð í eigin landi! Ekki síst til hjálpar hús­næð­is­lausum Íslend­ing­um, m.a. í Laug­ar­daln­um. Flokkur sem slær í takt við ný evr­ópsk stjórn­mál og evr­ópsk þjóð­hyggju­öfl í dag og hafnar þess vegna blindri alþjóða­væð­ingu, EES, og galopnum landa­mærum sbr. Schengen, og skipu­legrar íslam­svæð­ingu Evr­ópu og Íslands.“

Formaður stjórnar: Illa vegið að mér og öðrum stjórnarmönnum
VR ákvað í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Kjarninn 20. júní 2019
Umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna afturkallað
Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var einnig samþykkt.
Kjarninn 20. júní 2019
Arion banki eignast ferðaskrifstofufyrirtækið TravelCo
Arion banki hefur nú tekið yfir starfsemi TravelCo. Bankinn hyggst selja fyrirtækið eins hratt og kostur er.
Kjarninn 20. júní 2019
Yngvi Örn Kristinsson
Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris
Kjarninn 20. júní 2019
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent