Ekkert lát á fjölgun erlendra ríkisborgara á Íslandi

Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um 15,6 prósent á 11 mánuðum. Flestir erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi eru frá Póllandi eða 19.025 talsins.

Menn við vinnu
Menn við vinnu
Auglýsing

Alls voru 43.726 erlendir rík­is­borg­arar búsettir hér á landi í byrjun nóv­em­ber og fjölg­aði þeim um 5.914 manns frá 1. des­em­ber síð­ast­liðnum eða um 15,6 pró­sent. Þetta kemur fram í frétt Þjóð­skrár Íslands í dag. Til þess að setja þessa tölu í sam­hengi þá fjölg­aði fólki búsettu hér á landi um 7.892 og voru erlendir rík­is­borg­arar því tæp­lega 67 pró­sent af þeirri fjölg­un. 

­Jafn­framt segir í frétt­inni að flestir erlendu rík­is­borgar­anna séu frá Pól­landi eða 19.025 tals­ins og 4.038 ein­stak­lingar séu með lit­háískt rík­is­fang. Pólskum rík­is­borg­urum fjölg­aði um rúm­lega tvö þús­und frá 1. des­em­ber síð­ast­liðnum og lit­háískum rík­is­borg­urum um 669. ­Rúm­enskum rík­is­borg­urum fjölg­aði um 453 á tíma­bil­inu eða úr 1.010 manns í 1.463 sem gerir 44,8 pró­sent fjölgun á 11 mán­aða tíma­bili.

Samanburður á fjölda erlendra ríkisborgara Mynd: Þjóðskrá

Auglýsing

Í frétt Kjarn­ans frá því í byrjun sept­em­ber síð­ast­lið­ins kemur fram að inn­­flytj­endur sem starfa á Íslandi hafi verið 38.765 tals­ins um mitt þetta ár, eða 18,6 pró­­sent starf­andi fólks. Það þýðir að fleiri inn­­flytj­endur eru starf­andi á íslenskum vinn­u­­mark­aði en fjöldi þeirra sem búa í Kópa­vogi, næst fjöl­­menn­asta sveit­­ar­­fé­lags lands­ins, þar sem 35.966 manns bjuggu í upp­­hafi þessa árs.

Fjöldi þeirra er nú rúm­­lega fjórum sinnum það sem hann var í upp­­hafi árs 2005 og tvö­­faldur það sem hann var í byrjun árs 2015, fyrir þremur og hálfu ári.

Frá byrjun árs 2017 hefur inn­­flytj­endum á íslenskum vinn­u­­mark­aði fjölgað um 11.544, rúm­­lega íbú­a­­fjölda Mos­­fells­bæj­­­ar, og á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2018 fjölg­aði þeim um 5.310, rúm­­lega 700 fleiri en búa á Sel­tjarn­­ar­­nesi.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Hækkanir á fasteignagjöldum áhyggjuefni
Forseti ASÍ segir að hækkanir á fasteignagjöldum muni hafa áhrif á lífskjarasamningana ef ekkert annað verði gert á móti.
Kjarninn 17. janúar 2020
Heiða María Sigurðardóttir
Einlæg bón um að endurskoða skerðingu leikskóla
Kjarninn 17. janúar 2020
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða
Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn hætta við sameiningu
Tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík, sem saman halda á 8,4 prósent af öllum úthlutuðum fiskveiðikvóta, eru hætt við að sameinast. Þess í stað ætla þau að halda góðu samstarfi áfram.
Kjarninn 17. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að ráðast í endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð annars vegar og lögum um Landsdóm hins vegar. Vonir standa til þess að vinnunni verði lokið á haustmánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2020
Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu
Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.
Kjarninn 17. janúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Samherji ætlar að þróa kerfi til að hindra spillingu og peningaþvætti
Samherji ætlar að klára að innleiða kerfi sem byggist á áhættuskipulagi fyrirtækisins, meðal annars með áherslu á spillingu, efnahagslegar refsiaðgerðir og peningaþvætti, á þessu ári. Ástæðan er „reynsla af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu.“
Kjarninn 17. janúar 2020
Hagnaður VÍS verður um hálfum milljarði króna meiri en áður var gert ráð fyrir
Hlutabréf í VÍS hækkuðu skarpt í fyrstu viðskiptum í morgun í kjölfar tilkynningar um allt að 22 prósent meiri hagnað á síðasta ári en áður var búist við.
Kjarninn 17. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent