Ekkert lát á fjölgun erlendra ríkisborgara á Íslandi

Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um 15,6 prósent á 11 mánuðum. Flestir erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi eru frá Póllandi eða 19.025 talsins.

Menn við vinnu
Menn við vinnu
Auglýsing

Alls voru 43.726 erlendir rík­is­borg­arar búsettir hér á landi í byrjun nóv­em­ber og fjölg­aði þeim um 5.914 manns frá 1. des­em­ber síð­ast­liðnum eða um 15,6 pró­sent. Þetta kemur fram í frétt Þjóð­skrár Íslands í dag. Til þess að setja þessa tölu í sam­hengi þá fjölg­aði fólki búsettu hér á landi um 7.892 og voru erlendir rík­is­borg­arar því tæp­lega 67 pró­sent af þeirri fjölg­un. 

­Jafn­framt segir í frétt­inni að flestir erlendu rík­is­borgar­anna séu frá Pól­landi eða 19.025 tals­ins og 4.038 ein­stak­lingar séu með lit­háískt rík­is­fang. Pólskum rík­is­borg­urum fjölg­aði um rúm­lega tvö þús­und frá 1. des­em­ber síð­ast­liðnum og lit­háískum rík­is­borg­urum um 669. ­Rúm­enskum rík­is­borg­urum fjölg­aði um 453 á tíma­bil­inu eða úr 1.010 manns í 1.463 sem gerir 44,8 pró­sent fjölgun á 11 mán­aða tíma­bili.

Samanburður á fjölda erlendra ríkisborgara Mynd: Þjóðskrá

Auglýsing

Í frétt Kjarn­ans frá því í byrjun sept­em­ber síð­ast­lið­ins kemur fram að inn­­flytj­endur sem starfa á Íslandi hafi verið 38.765 tals­ins um mitt þetta ár, eða 18,6 pró­­sent starf­andi fólks. Það þýðir að fleiri inn­­flytj­endur eru starf­andi á íslenskum vinn­u­­mark­aði en fjöldi þeirra sem búa í Kópa­vogi, næst fjöl­­menn­asta sveit­­ar­­fé­lags lands­ins, þar sem 35.966 manns bjuggu í upp­­hafi þessa árs.

Fjöldi þeirra er nú rúm­­lega fjórum sinnum það sem hann var í upp­­hafi árs 2005 og tvö­­faldur það sem hann var í byrjun árs 2015, fyrir þremur og hálfu ári.

Frá byrjun árs 2017 hefur inn­­flytj­endum á íslenskum vinn­u­­mark­aði fjölgað um 11.544, rúm­­lega íbú­a­­fjölda Mos­­fells­bæj­­­ar, og á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2018 fjölg­aði þeim um 5.310, rúm­­lega 700 fleiri en búa á Sel­tjarn­­ar­­nesi.

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent