Telur Má hafa misbeitt valdi sínu

Lögmaður Samherja hf. segir í opnu bréfi til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Morgunblaðinu í morgun að seðlabankastjóri hafi svo sannarlega misfarið með vald sitt við meðferð Samherjamálsins og að hann eigi ekki að halda því.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Auglýsing

Garðar G. Gísla­son lög­maður Sam­herja hf. birtir opið bréf til Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra í Morg­un­blað­inu í morgun þar sem hann hvetur hana til að kynna sér dóm Hér­aðs­dóms Reykja­víkur sem Hæsti­réttur stað­festi á dög­un­um. 

Þann 8. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn kvað Hæsti­réttur Íslands upp dóm í máli Seðla­banka Íslands gegn Sam­herja hf. Í dómnum er stað­fest nið­ur­staða Hér­aðs­dóms Reykja­víkur um að fella úr gildi ákvörðun Seðla­banka Íslands frá 1. sept­em­ber 2016 um að Sam­herji hf. skuli greiða 15 millj­ónir króna í stjórn­valds­sekt til rík­is­sjóðs vegna brota gegn reglum um gjald­eyr­is­mál.

Garðar segir í bréf­inu að lögum sam­kvæmt sé mikið vald falið seðla­banka­stjóra og að það vald hafi Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri svo sann­ar­lega mis­farið með við með­ferð máls­ins. „Sá sem mis­fer svo með opin­bert vald á ekki að fá að halda því,“ segir hann. 

Auglýsing

Eins og fram kom í fréttum í gær hefur Katrín sent Gylfa Magn­ús­syni for­manni banka­ráðs Seðla­banka Íslands bréf vegna umfjöll­unar um dóm Hæsta­réttar í máli Seðla­banka Íslands gegn Sam­herja hf. þar sem óskað er eftir grein­ar­gerð banka­ráðs um mál­ið.

„Hér með óska ég eftir grein­ar­gerð banka­ráðs um mál Sam­herja frá þeim tíma sem rann­sókn hófst á meintum brotum á reglum um gjald­eyr­is­mál. Sér­stak­lega er óskað eftir upp­lýs­ingum um það hvað lá að baki ákvörðun Seðla­banka Íslands um að end­ur­upp­taka málið sem til­kynnt var Sam­herja hf. 30 mars 2016. Þá óska ég einnig eftir útlistun á því hvort og þá með hvaða hætti Seðla­banki Íslands hygg­ist bregð­ast við dómnum og hvort dóms­nið­ur­staðan kalli á úrbætur á stjórn­sýslu bank­ans og þá hvaða,“ segir í bréfi for­sæt­is­ráð­herra.

Garðar segir það ánægju­efni að sjá bréfið til banka­ráðs Seðla­banka Íslands. „Bitur reynsla segir mér hins vegar að það sé óvar­legt að treysta um of á við­brögð og afgreiðslu ­banka­ráðs Seðla­banka Íslands, svo oft sem atbeina þess og inn­grips var óskað undir með­ferð fyrr­greinds máls, án nokk­urs árang­ur­s,“ segir hann. 

Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri Sam­herja var í við­tali á Hring­braut í gær­kvöldi en þar sagði hann að for­kólfar Seðla­banka Íslands hefðu ætlað sér með öllum ráðum að leggja Sam­herja að velli og virt þar að vettugi til­mæli og álit Sér­staks sak­sókn­ara og Skatt­rann­sókn­ar­stjóra sem öll voru Sam­herja í vil.

Hér fyrir neðan má sjá við­talið í heild sinn­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent