Leiguverð hækkar nú meira utan höfuðborgarsvæðisins

Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hækkaði leiguverð um 12,9 prósent og um 14,5 prósent annars staðar á landsbyggðinni. Leiguverð í 101 Reykjavík er þó enn hæst en þar er leiguverð um 3.000 krónur á fermetrann.

hellisheii-og-arnessysla_14520480346_o.jpg
Auglýsing

Leigu­verð hækkar nú meira utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en innan þess. Í nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hefur leigu­verð hækkað um 12,9 pró­sent og um 14,5 pró­sent ann­ars staðar á lands­byggð­inni á milli ára. Leigu­verð er þó enn hæst í 101 Reykja­vík en þar er leigu­verð í þing­lýstum leigu­samn­ingum um 3000 krónur á fer­metr­ann. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði leigu­verð um 6,1 pró­sent á milli ára. Þetta kemur fram í nýrri mán­að­ar­skýrslu Íbúð­ar­lána­sjóðs.

Fer­metra­verð leigu í 101 Reykja­vík enn hæst

Mynd: ÍbúðalánasjóðurPóstn­ú­merið 101 Reykja­vík er það póstn­ú­mer á lands­vísu þar sem ­fer­metra­verð í þinglýstum leigu­samn­ingum er hæst eða hátt í 3.000 krónur að með­al­tali á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Póstn­ú­merið 107, sem nær til Vest­ur­bæjar Reykja­vík­ur, er ekki langt undan en þar var fer­metra­verð um 4 pró­sent lægra en í 101 Reykja­vík á sama tíma­bili. Í 200 Kópa­vog­i var verðið um 10 pró­sent lægra en í mið­borg­inni og í 220 Hafn­ar­firði var það um 21 pró­sent lægra. Á Akur­eyri, Sel­fossi og í Reykja­nesbæ var með­al­fer­metra­verð um eða undir 2.000 krónum eða um þriðj­ungi lægra en í 101 Reykja­vík.

AuglýsingMeð­al­sölu­tími á sér­býli orð­inn svip­aður og á fjöl­býli

Sér­býli hækkað meira en fjöl­býli á síð­ustu 12 mán­uð­um. Á milli ára hafa sér­býli hækkað um 4,4 pró­sent en fjöl­býli 3,4 pró­sent. Íbúðir í sér­býli eru nú svipað lengi á sölu eins og íbúðir í fjöl­býli en á und­an­förnum árum hefur að jafn­aði tekið lengri tíma að selja sér­býli en fjöl­býl­i. Tölu­vert fleiri íbúðir eru til sölu í fjöl­býli en sér­býli en hlutur fjöl­býlis virð­ist hafa auk­ist smátt og smátt frá ár­inu 2013 þegar hlutur þess var um 65 pró­sent en það er nú um 75 pró­sent allra íbúða sem settar eru á sölu.

Hagn­að­ar­hlut­fall að með­al­tali hærra í bygg­ing­ar­iðn­aði en öðrum greinum

Mynd: ÍbúðalánasjóðurRekstr­ar­tekjur í bygg­ing­ar­iðn­aði voru um 360 millj­arðar í fyrra en afkoma bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins hefur batnað hratt á und­an­förnum árum. Það tók það bygg­ing­ar­iðn­að­inn um sex ár í kjölfar fjár­málakrepp­unnar að ná aftur rekstr­ar­fram­legð á par við með­al­tal fyr­ir­tækja hér­lendis sam­kvæmt skýrslu íbúð­ar­lána­sjóðs. 

 Á ár­inu 2016 var fram­legð af rekstri fyr­ir­tækja innan bygg­ing­ar­geirans síðan orðin meiri en í við­skipta­hag­kerf­inu í heild og á síð­asta ári jókst það bil enn frek­ar. Síðast­liðin tvö ár hafa fyr­ir­tæki í bygg­ing­ar­starf­semi skilað að með­al­tali meiri hagn­aði út frá hverjum ein­staka starfs­manni sínum en aðrar atvinnu­greinar almennt. ­Sem hlut­fall af rekstr­ar­tekjum er hagn­aður fyrir fjár­magnsliði nú hærri í bygg­ing­ar­iðn­aði en öðrum greinum hag­kerf­is­ins en var lægri árin 2009-2015. Hagn­aður fyr­ir­tækja í bygg­ing­ar­iðn­aði fyrir fjár­magnsliði var 41 millj­arður króna í fyrra sem er tvö­falt meira en árið 2015. 

Halldór Auðar Svansson
„Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr“
Fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir að tilgangur með strúktúr innan flokks eigi meðal annars að vera sá að gefa fólki lágmarksvinnufrið. Annars vinni þeir frekustu hverju sinni og frekju sé mætt með enn meiri frekju þar til allt sýður upp úr.
Kjarninn 22. júlí 2019
Andri Snær Magnason
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga
Andri Snær Magnason, ásamt hópi vísindamanna, mun afhjúpa minningarskjöld um Okjökul í ágúst. Skjöldurinn er hugsaður sem áminning og ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en Okjökull var afskráður sem jökull árið 2014.
Kjarninn 22. júlí 2019
Hægrisinnaðir franskir þingmenn vilja sniðganga Gretu Thunberg
Heimsókn Gretu Thunberg í franska þingið hefur vakið deilur á meðal þingmanna þar í landi. Hægrisinnaðir þingmenn vilja að ávarp hennar verði sniðgengið.
Kjarninn 22. júlí 2019
Tæpar fjórar milljónir söfnuðust í Málfrelsissjóðinn
Forsvarskonur Málfrelsissjóðsins segjast vera í skýjunum með árangurinn en söfnuninni lauk í gær.
Kjarninn 22. júlí 2019
Aldrei fundist eins margar blautþurrkur við strendur landsins
Samkvæmt talningu Umhverfisstofnunar hefur fjöldi svokallaðra blautklúta aukist frá talningu síðustu ára.
Kjarninn 22. júlí 2019
Sjómannasamband Íslands mótmælir harðlega breytingum á lögum um áhafnir skipa
Sambandið hefur sent inn umsögn um breytingar á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Það telur að mönnun fiskiskipa og annarra skipa eigi alltaf að taka mið af öryggi skips og áhafnar.
Kjarninn 22. júlí 2019
Kínverskum fjárfestingum í Bandaríkjunum fækkar um 88 prósent á tveimur árum
Fækkun fjárfestinganna hefur áhrif á sprotafyrirtæki og fasteignamarkaðinn í Bandaríkjunum. Bretland, Kanada, Japan og Þýskaland fjárfesta meira í Bandaríkjunum en Kína.
Kjarninn 22. júlí 2019
TM gerir aftur tilboð í Lykil
TM hefur gert Klakka kauptilboð í fjármálafyrirtækið Lykil. Tilboðið miðast við að 9,25 milljarðar króna verði greiddir fyrir Lykil í reiðufé auk hagnaðar Lykils á þessu ári eftir skatta.
Kjarninn 22. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent