Leiguverð hækkar nú meira utan höfuðborgarsvæðisins

Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hækkaði leiguverð um 12,9 prósent og um 14,5 prósent annars staðar á landsbyggðinni. Leiguverð í 101 Reykjavík er þó enn hæst en þar er leiguverð um 3.000 krónur á fermetrann.

hellisheii-og-arnessysla_14520480346_o.jpg
Auglýsing

Leigu­verð hækkar nú meira utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en innan þess. Í nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hefur leigu­verð hækkað um 12,9 pró­sent og um 14,5 pró­sent ann­ars staðar á lands­byggð­inni á milli ára. Leigu­verð er þó enn hæst í 101 Reykja­vík en þar er leigu­verð í þing­lýstum leigu­samn­ingum um 3000 krónur á fer­metr­ann. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði leigu­verð um 6,1 pró­sent á milli ára. Þetta kemur fram í nýrri mán­að­ar­skýrslu Íbúð­ar­lána­sjóðs.

Fer­metra­verð leigu í 101 Reykja­vík enn hæst

Mynd: ÍbúðalánasjóðurPóstn­ú­merið 101 Reykja­vík er það póstn­ú­mer á lands­vísu þar sem ­fer­metra­verð í þinglýstum leigu­samn­ingum er hæst eða hátt í 3.000 krónur að með­al­tali á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Póstn­ú­merið 107, sem nær til Vest­ur­bæjar Reykja­vík­ur, er ekki langt undan en þar var fer­metra­verð um 4 pró­sent lægra en í 101 Reykja­vík á sama tíma­bili. Í 200 Kópa­vog­i var verðið um 10 pró­sent lægra en í mið­borg­inni og í 220 Hafn­ar­firði var það um 21 pró­sent lægra. Á Akur­eyri, Sel­fossi og í Reykja­nesbæ var með­al­fer­metra­verð um eða undir 2.000 krónum eða um þriðj­ungi lægra en í 101 Reykja­vík.

AuglýsingMeð­al­sölu­tími á sér­býli orð­inn svip­aður og á fjöl­býli

Sér­býli hækkað meira en fjöl­býli á síð­ustu 12 mán­uð­um. Á milli ára hafa sér­býli hækkað um 4,4 pró­sent en fjöl­býli 3,4 pró­sent. Íbúðir í sér­býli eru nú svipað lengi á sölu eins og íbúðir í fjöl­býli en á und­an­förnum árum hefur að jafn­aði tekið lengri tíma að selja sér­býli en fjöl­býl­i. Tölu­vert fleiri íbúðir eru til sölu í fjöl­býli en sér­býli en hlutur fjöl­býlis virð­ist hafa auk­ist smátt og smátt frá ár­inu 2013 þegar hlutur þess var um 65 pró­sent en það er nú um 75 pró­sent allra íbúða sem settar eru á sölu.

Hagn­að­ar­hlut­fall að með­al­tali hærra í bygg­ing­ar­iðn­aði en öðrum greinum

Mynd: ÍbúðalánasjóðurRekstr­ar­tekjur í bygg­ing­ar­iðn­aði voru um 360 millj­arðar í fyrra en afkoma bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins hefur batnað hratt á und­an­förnum árum. Það tók það bygg­ing­ar­iðn­að­inn um sex ár í kjölfar fjár­málakrepp­unnar að ná aftur rekstr­ar­fram­legð á par við með­al­tal fyr­ir­tækja hér­lendis sam­kvæmt skýrslu íbúð­ar­lána­sjóðs. 

 Á ár­inu 2016 var fram­legð af rekstri fyr­ir­tækja innan bygg­ing­ar­geirans síðan orðin meiri en í við­skipta­hag­kerf­inu í heild og á síð­asta ári jókst það bil enn frek­ar. Síðast­liðin tvö ár hafa fyr­ir­tæki í bygg­ing­ar­starf­semi skilað að með­al­tali meiri hagn­aði út frá hverjum ein­staka starfs­manni sínum en aðrar atvinnu­greinar almennt. ­Sem hlut­fall af rekstr­ar­tekjum er hagn­aður fyrir fjár­magnsliði nú hærri í bygg­ing­ar­iðn­aði en öðrum greinum hag­kerf­is­ins en var lægri árin 2009-2015. Hagn­aður fyr­ir­tækja í bygg­ing­ar­iðn­aði fyrir fjár­magnsliði var 41 millj­arður króna í fyrra sem er tvö­falt meira en árið 2015. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Dómsmálaráðherra setur lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar
Samstaða er í ríkisstjórninni um að leggja fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Úr 11 í 20 – smitum fjölgar á ný
Tuttugu manns greindust með COVID-19 innanlands í gær og er það mikil fjölgun frá því í fyrradag þegar smitin voru ellefu. 176 eru nú í einangrun með sjúkdóminn.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Borgarstjóri: Getum ekki beðið – breyta verður lögum og tryggja öryggi leigjenda
„Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg hafði mjög mikil áhrif á mig persónulega og ég fann fyrir mikilli frústrasjón og sorg,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og stjórnarformaður slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Hvernig getur svona gerst?“
Kjarninn 27. nóvember 2020
Halldór Gunnarsson í Holti.
Segir eiginkonur Miðflokksmanna ekki kjósa flokkinn vegna Gunnars Braga Sveinssonar
Flokksráðsfulltrúi í Miðflokknum segir bæði konur og bændur ólíklegri til að kjósa Miðflokkinn ef Gunnar Bragi Sveinsson býður sig áfram fram fyrir flokkinn. Hann gagnrýnir tilgang aukalandsþings sem haldið var um liðna helgi.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG.
Ari Trausti ætlar ekki að bjóða sig fram aftur
Eini þingmaður VG í Suðurkjördæmi mun ekki bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent