Leiguverð hækkar nú meira utan höfuðborgarsvæðisins

Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hækkaði leiguverð um 12,9 prósent og um 14,5 prósent annars staðar á landsbyggðinni. Leiguverð í 101 Reykjavík er þó enn hæst en þar er leiguverð um 3.000 krónur á fermetrann.

hellisheii-og-arnessysla_14520480346_o.jpg
Auglýsing

Leigu­verð hækkar nú meira utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en innan þess. Í nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hefur leigu­verð hækkað um 12,9 pró­sent og um 14,5 pró­sent ann­ars staðar á lands­byggð­inni á milli ára. Leigu­verð er þó enn hæst í 101 Reykja­vík en þar er leigu­verð í þing­lýstum leigu­samn­ingum um 3000 krónur á fer­metr­ann. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði leigu­verð um 6,1 pró­sent á milli ára. Þetta kemur fram í nýrri mán­að­ar­skýrslu Íbúð­ar­lána­sjóðs.

Fer­metra­verð leigu í 101 Reykja­vík enn hæst

Mynd: ÍbúðalánasjóðurPóstn­ú­merið 101 Reykja­vík er það póstn­ú­mer á lands­vísu þar sem ­fer­metra­verð í þinglýstum leigu­samn­ingum er hæst eða hátt í 3.000 krónur að með­al­tali á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Póstn­ú­merið 107, sem nær til Vest­ur­bæjar Reykja­vík­ur, er ekki langt undan en þar var fer­metra­verð um 4 pró­sent lægra en í 101 Reykja­vík á sama tíma­bili. Í 200 Kópa­vog­i var verðið um 10 pró­sent lægra en í mið­borg­inni og í 220 Hafn­ar­firði var það um 21 pró­sent lægra. Á Akur­eyri, Sel­fossi og í Reykja­nesbæ var með­al­fer­metra­verð um eða undir 2.000 krónum eða um þriðj­ungi lægra en í 101 Reykja­vík.

AuglýsingMeð­al­sölu­tími á sér­býli orð­inn svip­aður og á fjöl­býli

Sér­býli hækkað meira en fjöl­býli á síð­ustu 12 mán­uð­um. Á milli ára hafa sér­býli hækkað um 4,4 pró­sent en fjöl­býli 3,4 pró­sent. Íbúðir í sér­býli eru nú svipað lengi á sölu eins og íbúðir í fjöl­býli en á und­an­förnum árum hefur að jafn­aði tekið lengri tíma að selja sér­býli en fjöl­býl­i. Tölu­vert fleiri íbúðir eru til sölu í fjöl­býli en sér­býli en hlutur fjöl­býlis virð­ist hafa auk­ist smátt og smátt frá ár­inu 2013 þegar hlutur þess var um 65 pró­sent en það er nú um 75 pró­sent allra íbúða sem settar eru á sölu.

Hagn­að­ar­hlut­fall að með­al­tali hærra í bygg­ing­ar­iðn­aði en öðrum greinum

Mynd: ÍbúðalánasjóðurRekstr­ar­tekjur í bygg­ing­ar­iðn­aði voru um 360 millj­arðar í fyrra en afkoma bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins hefur batnað hratt á und­an­förnum árum. Það tók það bygg­ing­ar­iðn­að­inn um sex ár í kjölfar fjár­málakrepp­unnar að ná aftur rekstr­ar­fram­legð á par við með­al­tal fyr­ir­tækja hér­lendis sam­kvæmt skýrslu íbúð­ar­lána­sjóðs. 

 Á ár­inu 2016 var fram­legð af rekstri fyr­ir­tækja innan bygg­ing­ar­geirans síðan orðin meiri en í við­skipta­hag­kerf­inu í heild og á síð­asta ári jókst það bil enn frek­ar. Síðast­liðin tvö ár hafa fyr­ir­tæki í bygg­ing­ar­starf­semi skilað að með­al­tali meiri hagn­aði út frá hverjum ein­staka starfs­manni sínum en aðrar atvinnu­greinar almennt. ­Sem hlut­fall af rekstr­ar­tekjum er hagn­aður fyrir fjár­magnsliði nú hærri í bygg­ing­ar­iðn­aði en öðrum greinum hag­kerf­is­ins en var lægri árin 2009-2015. Hagn­aður fyr­ir­tækja í bygg­ing­ar­iðn­aði fyrir fjár­magnsliði var 41 millj­arður króna í fyrra sem er tvö­falt meira en árið 2015. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Fjármálaráðherra Noregs segir að DNB þurfi að leggja öll spil á borðið
Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs segir að rannsaka þurfi í kjölinn það sem norskir fjölmiðlar hafa kallað stærsta peningaþvættishneyksli í sögu þjóðarinnar. Það snýst um viðskipti ríkisbankans DNB við íslenska fyrirtækið Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
„Lágmarkskrafa að Eyþór Arnalds og Samherji geri hreint fyrir sínum dyrum“
Borgarstjóri segir að birting Samherjaskjalanna sýni viðskipti Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, við Samherja um hlut í Morgunblaðinu í nýju ljósi. Hann segir að það gangi ekki að enn sé ótal spurningum ósvarað um þau viðskipti.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Svavar Guðmundsson
Þoþfbsoemssoh
Kjarninn 19. nóvember 2019
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum
Forseti Íslands segir að Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum, ekki síst þau sem hafi notið trausts til trúnaðarstarfa fyrir land og þjóð.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent