Innflytjendur blása lífi í norska tónlistarmenningu

Margir vinsælustu tónlistarmenn Noregs eru af erlendum uppruna, en tónlist flestra þeirra er afsprengi hip-hop bylgju innflytjenda í Austur-Osló.

Norska rapphljómsveitin Karpe Diem.
Norska rapphljómsveitin Karpe Diem.
Auglýsing

Inn­flytj­endur frá Afr­íku og Mið-Aust­ur­löndum hafa haft gríð­ar­leg áhrif á norska menn­ingu, en margir vin­sæl­ustu tón­list­ar­manna Norð­manna eiga rætur sínar að rekja það­an. Tón­list­ar­menn­irnir eru afsprengi hip-hop menn­ingar í Aust­ur-Osló, en margir þeirra hafa orðið kyndil­berar fjöl­menn­ing­ar­stefnu í Skand­in­avíu þar sem þeir gagn­rýna útskúfun inn­flytj­enda og áróður þjóð­ern­is­flokka þar í land­i. 

Afleið­ing fjöl­menn­ingar

Hip-hop meðal inn­flytj­enda í Nor­egi er með áhuga­verð­ari menn­ing­ar­kimum í Skand­in­avíu síð­ustu ára. Upp­haf tón­list­ar­stefn­unnar má rekja til stór­aukn­ingar inn­flytj­enda frá Afr­íku og Mið-Aust­ur­löndum til Nor­egs, Dan­merkur og Sví­þjóðar á níunda og tíunda ára­tugn­um, en þannig breytt­ust þessi til­tölu­lega eins­leitu lönd í fjöl­menn­ing­ar­ríki á skömmum tíma.

Sam­hliða opnun land­anna juk­ust vin­sæld­ir hip-hop tón­listar í Evr­ópu, en hún hafði þá verið áber­andi í Banda­ríkj­unum í tæpa tvo ára­tugi. Tón­list­ar­stefnan sem var mál­gagn svartra Banda­ríkja­manna gegn jað­ar­setn­ingu og félags­legri úti­lokun fann nýjan hljóm­grunn meðal inn­flytj­enda í Skand­in­av­íu.

Auglýsing

Kebabnorska

Áhrif fjöl­menn­ing­ar­innar í Nor­egi gætti mest í Osló, sér í lagi í aust­ur­hluta borg­ar­innar þar sem hús­næð­is­verð er mun lægra. Til urðu sér­stök inn­flytj­enda­hverfi, en í sumum grunn­skólum í Aust­ur-Osló eru 80-90% nem­end­anna af erlendum upp­runa. Sam­kvæmt fræði­grein sem birt var við Háskól­ann í Osló leiddi sam­þjöppun inn­flytj­enda í Nor­egi til sterkrar sjálfs­myndar þeirra sem end­ur­spegl­að­ist í hip-hop tón­list á þessum árum. 

Svo sterk er sjálfs­mynd inn­flytj­enda frá Mið-Aust­ur­löndum og Afr­íku að þeir hafa skapað sína eigin mál­lýsku, sem fræði­menn kalla kebabnorsku.“ Litið var niður á mál­lýsk­una í fyrstu, en með árunum hefur hún skapað sér fastan sess í norska tungu­mál­inu og er nú kennd í gagn­fræða­skól­um.

Hip-hop menn­ing inn­flytj­enda í Nor­egi hefur alið af sér marga af þekkt­ustu tón­list­ar­mönnum lands­ins síð­ustu ára. Til dæmis náði smá­skífa norska rapp­dúetts­ins Madcon, „Begg­in’,“ fyrsta sætið í vin­sælda­list­u­m um allan heim árið 2008, og Nico & Vinz náðu svip­uðum árangri með Am I Wrongárið 2014. Hljóm­sveit­irnar eru báðar afsprengi norskrar inn­flytj­enda­menn­ing­ar, en þær sam­an­standa af börnum inn­flytj­enda frá Afr­íku sem ólust upp í Aust­ur-Osló. Nýlega hefur hinn 19 ára gamli Aust­ur-Os­ló­ar­búi Hkeem svo topp­að vin­sælda­list­ann í Nor­egi með lagið sitt Fy Faen,  en lagið náði alþjóð­legri útbreiðslu þegar það var spilað í sjón­varps­þátt­un­um SKAM.Póli­tísk áhrif

Sam­hliða auknum vin­sældum hafa norskir hip-hop tón­list­ar­menn einnig látið að sér kveða í póli­tískum hita­mál­um, en gagn­rýni á jað­ar­setn­ingu inn­flytj­enda kemur víða fram í lögum þeirra. Rapp­hljóm­sveit­in Karpe Diem eru einna mest áber­andi í þeim mála­flokki, en í nýju lagi þeirra, „Lett å være rebell i kjell­er­leilig­heten din,“ fékk þáver­andi dóms­mála­ráð­herra Nor­egs, And­ers Anund­sen, á bauk­inn vegna fjand­sam­legra ummæla í garð hæl­is­leit­enda. Þremur vikum eftir að lagið var gefið út sagði Anund­sen af sér sem ráð­herra. Mynd­bandið af lag­inu má sjá hér að ofan.

Víðar í Skand­in­avíu

Áhrif inn­flytj­enda hefur virkað sem vítamín­sprauta í norskt menn­ing­ar­líf, en svipuð þróun hefur átt sér stað bæði í Sví­þjóð og Dan­mörku. Áhrifin hafa hins vegar ekki verið jafn­aug­ljós á Íslandi, ef til vill vegna þess hve fáum inn­flytj­endum landið hefur tekið á móti miðað við önnur Norð­ur­lönd. Þó er búist við fjölgun Íslend­inga af erlendum upp­runa næstu árin, en áhuga­vert verður að sjá hvort íslenskt tón­list­ar­líf muni njóta góðs af því, eins og gerst hefur í Nor­eg­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiMenning