Innflytjendur blása lífi í norska tónlistarmenningu

Margir vinsælustu tónlistarmenn Noregs eru af erlendum uppruna, en tónlist flestra þeirra er afsprengi hip-hop bylgju innflytjenda í Austur-Osló.

Norska rapphljómsveitin Karpe Diem.
Norska rapphljómsveitin Karpe Diem.
Auglýsing

Inn­flytj­endur frá Afr­íku og Mið-Aust­ur­löndum hafa haft gríð­ar­leg áhrif á norska menn­ingu, en margir vin­sæl­ustu tón­list­ar­manna Norð­manna eiga rætur sínar að rekja það­an. Tón­list­ar­menn­irnir eru afsprengi hip-hop menn­ingar í Aust­ur-Osló, en margir þeirra hafa orðið kyndil­berar fjöl­menn­ing­ar­stefnu í Skand­in­avíu þar sem þeir gagn­rýna útskúfun inn­flytj­enda og áróður þjóð­ern­is­flokka þar í land­i. 

Afleið­ing fjöl­menn­ingar

Hip-hop meðal inn­flytj­enda í Nor­egi er með áhuga­verð­ari menn­ing­ar­kimum í Skand­in­avíu síð­ustu ára. Upp­haf tón­list­ar­stefn­unnar má rekja til stór­aukn­ingar inn­flytj­enda frá Afr­íku og Mið-Aust­ur­löndum til Nor­egs, Dan­merkur og Sví­þjóðar á níunda og tíunda ára­tugn­um, en þannig breytt­ust þessi til­tölu­lega eins­leitu lönd í fjöl­menn­ing­ar­ríki á skömmum tíma.

Sam­hliða opnun land­anna juk­ust vin­sæld­ir hip-hop tón­listar í Evr­ópu, en hún hafði þá verið áber­andi í Banda­ríkj­unum í tæpa tvo ára­tugi. Tón­list­ar­stefnan sem var mál­gagn svartra Banda­ríkja­manna gegn jað­ar­setn­ingu og félags­legri úti­lokun fann nýjan hljóm­grunn meðal inn­flytj­enda í Skand­in­av­íu.

Auglýsing

Kebabnorska

Áhrif fjöl­menn­ing­ar­innar í Nor­egi gætti mest í Osló, sér í lagi í aust­ur­hluta borg­ar­innar þar sem hús­næð­is­verð er mun lægra. Til urðu sér­stök inn­flytj­enda­hverfi, en í sumum grunn­skólum í Aust­ur-Osló eru 80-90% nem­end­anna af erlendum upp­runa. Sam­kvæmt fræði­grein sem birt var við Háskól­ann í Osló leiddi sam­þjöppun inn­flytj­enda í Nor­egi til sterkrar sjálfs­myndar þeirra sem end­ur­spegl­að­ist í hip-hop tón­list á þessum árum. 

Svo sterk er sjálfs­mynd inn­flytj­enda frá Mið-Aust­ur­löndum og Afr­íku að þeir hafa skapað sína eigin mál­lýsku, sem fræði­menn kalla kebabnorsku.“ Litið var niður á mál­lýsk­una í fyrstu, en með árunum hefur hún skapað sér fastan sess í norska tungu­mál­inu og er nú kennd í gagn­fræða­skól­um.

Hip-hop menn­ing inn­flytj­enda í Nor­egi hefur alið af sér marga af þekkt­ustu tón­list­ar­mönnum lands­ins síð­ustu ára. Til dæmis náði smá­skífa norska rapp­dúetts­ins Madcon, „Begg­in’,“ fyrsta sætið í vin­sælda­list­u­m um allan heim árið 2008, og Nico & Vinz náðu svip­uðum árangri með Am I Wrongárið 2014. Hljóm­sveit­irnar eru báðar afsprengi norskrar inn­flytj­enda­menn­ing­ar, en þær sam­an­standa af börnum inn­flytj­enda frá Afr­íku sem ólust upp í Aust­ur-Osló. Nýlega hefur hinn 19 ára gamli Aust­ur-Os­ló­ar­búi Hkeem svo topp­að vin­sælda­list­ann í Nor­egi með lagið sitt Fy Faen,  en lagið náði alþjóð­legri útbreiðslu þegar það var spilað í sjón­varps­þátt­un­um SKAM.Póli­tísk áhrif

Sam­hliða auknum vin­sældum hafa norskir hip-hop tón­list­ar­menn einnig látið að sér kveða í póli­tískum hita­mál­um, en gagn­rýni á jað­ar­setn­ingu inn­flytj­enda kemur víða fram í lögum þeirra. Rapp­hljóm­sveit­in Karpe Diem eru einna mest áber­andi í þeim mála­flokki, en í nýju lagi þeirra, „Lett å være rebell i kjell­er­leilig­heten din,“ fékk þáver­andi dóms­mála­ráð­herra Nor­egs, And­ers Anund­sen, á bauk­inn vegna fjand­sam­legra ummæla í garð hæl­is­leit­enda. Þremur vikum eftir að lagið var gefið út sagði Anund­sen af sér sem ráð­herra. Mynd­bandið af lag­inu má sjá hér að ofan.

Víðar í Skand­in­avíu

Áhrif inn­flytj­enda hefur virkað sem vítamín­sprauta í norskt menn­ing­ar­líf, en svipuð þróun hefur átt sér stað bæði í Sví­þjóð og Dan­mörku. Áhrifin hafa hins vegar ekki verið jafn­aug­ljós á Íslandi, ef til vill vegna þess hve fáum inn­flytj­endum landið hefur tekið á móti miðað við önnur Norð­ur­lönd. Þó er búist við fjölgun Íslend­inga af erlendum upp­runa næstu árin, en áhuga­vert verður að sjá hvort íslenskt tón­list­ar­líf muni njóta góðs af því, eins og gerst hefur í Nor­eg­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiMenning