Innflytjendur blása lífi í norska tónlistarmenningu

Margir vinsælustu tónlistarmenn Noregs eru af erlendum uppruna, en tónlist flestra þeirra er afsprengi hip-hop bylgju innflytjenda í Austur-Osló.

Norska rapphljómsveitin Karpe Diem.
Norska rapphljómsveitin Karpe Diem.
Auglýsing

Inn­flytj­endur frá Afr­íku og Mið-Aust­ur­löndum hafa haft gríð­ar­leg áhrif á norska menn­ingu, en margir vin­sæl­ustu tón­list­ar­manna Norð­manna eiga rætur sínar að rekja það­an. Tón­list­ar­menn­irnir eru afsprengi hip-hop menn­ingar í Aust­ur-Osló, en margir þeirra hafa orðið kyndil­berar fjöl­menn­ing­ar­stefnu í Skand­in­avíu þar sem þeir gagn­rýna útskúfun inn­flytj­enda og áróður þjóð­ern­is­flokka þar í land­i. 

Afleið­ing fjöl­menn­ingar

Hip-hop meðal inn­flytj­enda í Nor­egi er með áhuga­verð­ari menn­ing­ar­kimum í Skand­in­avíu síð­ustu ára. Upp­haf tón­list­ar­stefn­unnar má rekja til stór­aukn­ingar inn­flytj­enda frá Afr­íku og Mið-Aust­ur­löndum til Nor­egs, Dan­merkur og Sví­þjóðar á níunda og tíunda ára­tugn­um, en þannig breytt­ust þessi til­tölu­lega eins­leitu lönd í fjöl­menn­ing­ar­ríki á skömmum tíma.

Sam­hliða opnun land­anna juk­ust vin­sæld­ir hip-hop tón­listar í Evr­ópu, en hún hafði þá verið áber­andi í Banda­ríkj­unum í tæpa tvo ára­tugi. Tón­list­ar­stefnan sem var mál­gagn svartra Banda­ríkja­manna gegn jað­ar­setn­ingu og félags­legri úti­lokun fann nýjan hljóm­grunn meðal inn­flytj­enda í Skand­in­av­íu.

Auglýsing

Kebabnorska

Áhrif fjöl­menn­ing­ar­innar í Nor­egi gætti mest í Osló, sér í lagi í aust­ur­hluta borg­ar­innar þar sem hús­næð­is­verð er mun lægra. Til urðu sér­stök inn­flytj­enda­hverfi, en í sumum grunn­skólum í Aust­ur-Osló eru 80-90% nem­end­anna af erlendum upp­runa. Sam­kvæmt fræði­grein sem birt var við Háskól­ann í Osló leiddi sam­þjöppun inn­flytj­enda í Nor­egi til sterkrar sjálfs­myndar þeirra sem end­ur­spegl­að­ist í hip-hop tón­list á þessum árum. 

Svo sterk er sjálfs­mynd inn­flytj­enda frá Mið-Aust­ur­löndum og Afr­íku að þeir hafa skapað sína eigin mál­lýsku, sem fræði­menn kalla kebabnorsku.“ Litið var niður á mál­lýsk­una í fyrstu, en með árunum hefur hún skapað sér fastan sess í norska tungu­mál­inu og er nú kennd í gagn­fræða­skól­um.

Hip-hop menn­ing inn­flytj­enda í Nor­egi hefur alið af sér marga af þekkt­ustu tón­list­ar­mönnum lands­ins síð­ustu ára. Til dæmis náði smá­skífa norska rapp­dúetts­ins Madcon, „Begg­in’,“ fyrsta sætið í vin­sælda­list­u­m um allan heim árið 2008, og Nico & Vinz náðu svip­uðum árangri með Am I Wrongárið 2014. Hljóm­sveit­irnar eru báðar afsprengi norskrar inn­flytj­enda­menn­ing­ar, en þær sam­an­standa af börnum inn­flytj­enda frá Afr­íku sem ólust upp í Aust­ur-Osló. Nýlega hefur hinn 19 ára gamli Aust­ur-Os­ló­ar­búi Hkeem svo topp­að vin­sælda­list­ann í Nor­egi með lagið sitt Fy Faen,  en lagið náði alþjóð­legri útbreiðslu þegar það var spilað í sjón­varps­þátt­un­um SKAM.Póli­tísk áhrif

Sam­hliða auknum vin­sældum hafa norskir hip-hop tón­list­ar­menn einnig látið að sér kveða í póli­tískum hita­mál­um, en gagn­rýni á jað­ar­setn­ingu inn­flytj­enda kemur víða fram í lögum þeirra. Rapp­hljóm­sveit­in Karpe Diem eru einna mest áber­andi í þeim mála­flokki, en í nýju lagi þeirra, „Lett å være rebell i kjell­er­leilig­heten din,“ fékk þáver­andi dóms­mála­ráð­herra Nor­egs, And­ers Anund­sen, á bauk­inn vegna fjand­sam­legra ummæla í garð hæl­is­leit­enda. Þremur vikum eftir að lagið var gefið út sagði Anund­sen af sér sem ráð­herra. Mynd­bandið af lag­inu má sjá hér að ofan.

Víðar í Skand­in­avíu

Áhrif inn­flytj­enda hefur virkað sem vítamín­sprauta í norskt menn­ing­ar­líf, en svipuð þróun hefur átt sér stað bæði í Sví­þjóð og Dan­mörku. Áhrifin hafa hins vegar ekki verið jafn­aug­ljós á Íslandi, ef til vill vegna þess hve fáum inn­flytj­endum landið hefur tekið á móti miðað við önnur Norð­ur­lönd. Þó er búist við fjölgun Íslend­inga af erlendum upp­runa næstu árin, en áhuga­vert verður að sjá hvort íslenskt tón­list­ar­líf muni njóta góðs af því, eins og gerst hefur í Nor­eg­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Öryggisbrögð kvenna í miðborg Reykjavíkur og safnastarf á Dalvík
Kjarninn 1. mars 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiMenning