Sprenging í fjölgun erlendra ríkisborgara

Greina má stefnubreytingu í fjölda aðfluttra umfram brottfluttra erlendra ríkisborgara á Íslandi, en fjöldi þeirra á vormánuðum 2017 er sá langmesti í sjö ár.

fólk - mynd rakel tómasdóttir
Auglýsing

Aðfluttir umfram brott­fluttra á Íslandi voru 3.400 á öðrum árs­fjórð­ungi í ár, en þeir hafa ekki verið fleiri í sjö ár sam­kvæmt nýbirtum tölum Hag­stofu. Mest er fjölg­unin meðal erlendra rík­is­borg­ara, en einnig virð­ast fleiri Íslend­ingar snúa aftur heim eftir að hafa flutt út vegna krepp­unn­ar. Miðað við þróun síð­ustu ára má búast við tæp­lega þrefalt fleiri aðfluttum umfram brott­fluttra á þessu ári.  

Erlendir rík­is­borg­arar drif­kraft­ur­inn

Ef miðað er við annan árs­fjórð­ung 2016 hefur aðfluttum umfram brott­fluttra á Íslandi fjölgað um 128%. Aukn­ing aðfluttra er aðal­lega til­komin vegna spreng­ingar í fjölgun erlendra rík­is­borg­ara, en þeim fjölg­aði um 3.130 í vor, miðað við 1.330 í fyrra­vor. Sam­hliða því jókst fjölgun aðfluttra Íslend­inga einnig nokk­uð, eða um 270 í vor miðað við 150 í fyrra­vor. Fjölg­unin ár er sú hrað­asta sem átt hefur sér stað á síð­ustu sjö árum, eins og sjá má á mynd hér að neð­an.

Aðfluttir umfram brottfluttra á öðrum ársfjórðungi 2010-2017.  Heimild: Hagstofa

Breyt­ing á þró­un­inni 

Fólks­flutn­ingar á Íslandi eru árs­tíða­bundn­ir, en iðu­lega flytj­ast fleiri hingað að á vorin á meðan fleiri flytja frá landi að hausti til. Tölur frá öðrum árs­fjórð­ungi eru því oft ekki í sam­ræmi við árs­tölur um fólks­flutn­inga, en gætu hins vegar gefið ágæta mynd af því sem koma skal ef skoðuð er þróun milli ára. 

Auglýsing

Und­an­farin sex ár hefur að með­al­tali 41,5% aðfluttra komið til lands­ins á fyrri hluta árs­ins á meðan 39,8% brott­fluttra hafa farið burt á fyrri hluta árs­ins. Ef tölur fyrsta og ann­ars árs­fjórð­ungs eru umreikn­aðar út frá því með­al­tali má búast við að 862 fleiri  ís­lenskir rík­is­borg­arar muni snúa aftur heim en flytji af landi brott og 10.237 erlendir rík­is­borg­arar sömu­leið­is. 

Sam­tals myndi aðfluttum því fjölga um 11.099, en til sam­an­burðar fjölg­aði þeim um 3.910 í fyrra. Gangi því útreikn­ing­arnir eftir má því búast við að aðfluttum umfram  brott­fluttra muni nær þre­fald­ast á einu ári.

Íslend­ingar komi aftur heim

­Fólks­flutn­ingar til og frá Íslandi hafa verið meira og minna í takti við hag­sveiflu lands­ins. Eftir fjár­málakrepp­una fór fólk að flytja úr landi í meira mæli, en á tíma­bil­inu 2009-2015 var árlegur fjöldi brott­fluttra umfram aðfluttra rúm­lega 1.200 að með­al­tali. Síð­ustu ár hefur þeim svo fækkað aft­ur, en í fyrra fluttu tæp­lega 200 fleiri Íslend­ingar af landi brott en aftur heim.

Útlit er fyrir að brott­fluttum Íslend­ingum muni fækka enn frekar sam­hliða fjölgun aðfluttra ef litið er á nýbirtar árs­fjórð­ungs­tölur Hag­stofu. Að því gefnu að árs­tíð­ar­mynstur fólks­flutn­inga hald­ist óbreytt milli ára má gera ráð fyrir að aðfluttir Íslend­ingar verði fleiri en brott­fluttir í ár, í fyrsta skiptið síðan árið 2005. Fjölgun aðfluttra Ís­lend­inga um­fram brott­fluttra má að ein­hverju leyti skýra með því að margir þeirra séu nú að snúa aftur heim eftir að hafa flutt út í kjöl­far fjár­málakrepp­unnar árið 2008.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar