Fleiri fluttu burt en heim í fyrra

Tæplega átta þúsund erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins í fyrra, en þrjú þúsund Íslendingar. Aðfluttir útlendingar eru 4000 fleiri en brottfluttir, en tæplega 200 fleiri Íslendingar fluttu burt en heim í fyrra.

druslugangan_19434398393_o.jpg
Auglýsing

Fleiri Íslend­ingar fluttu frá land­inu en aftur heim í fyrra. Brott­fluttir Íslend­ingar voru 190 fleiri en aðfluttir, sam­kvæmt tölum frá Hag­stofu ÍslandsHag­stofan birti í morgun tölur yfir mann­fjölda á Íslandi á fjórða árs­fjórð­ungi árs­ins 2016. 

Mun­ur­inn á milli þeirra sem flytja burt og heim er mun minni en árið 2015, sem var eitt mesta brott­flutn­ingsár frá því að mæl­ingar hófust. Þá fluttu 1265 fleiri Íslend­ingar úr landi en til lands­ins. Aðeins fimm sinnum áður frá árinu 1961 höfðu mark­tækt fleiri brott­­fluttir verið umfram aðflutta. Í öll þau skipti var það í kjöl­far kreppu­ára hér á landi, meðal ann­ars árin 2009-2011. Árið 2015 skar sig tölu­vert úr af því að ekki ríkti kreppa það ár. 

Sam­kvæmt töl­unum fluttu 3080 íslenskir rík­is­borg­arar til lands­ins á árinu en 3250 fluttu burt árið 2016. Allt árið 2015 fluttu hins vegar 2380 Íslend­ingar heim á meðan 3875 fluttu burt. 

Auglýsing

Hag­stofan hefur spáð því í mann­fjölda­spá sinni að þróun mann­fjöld­ans verði áfram með þessum hætti, það er að fleiri flytji burt en heim, á hverju ári fram til árs­ins 2065. 

Tæp­lega átta þús­und útlend­ingar til lands­ins 

Þegar skoð­aðar eru tölur yfir brott­flutn­ing og aðflutn­ing erlendra rík­is­borg­ara blasir við önnur mynd. Yfir fjögur þús­und fleiri erlendir rík­is­borg­arar fluttu til lands­ins en frá því í fyrra. 7930 erlendir rík­is­borg­arar fluttu til Íslands en 3830 fluttu frá land­in­u. 

Bjugg­ust við meiri aðflutn­ingi en brott­flutn­ingi

Mikið hefur verið rætt um aðflutn­ing og brott­flutn­ing Íslend­inga und­an­farin miss­eri. Bjarni Bene­dikts­son, þá fjár­mála­ráð­herra en nú for­sæt­is­ráð­herra, sagði til að mynda í tvígang síð­ast­liðið haust að í fyrsta skipti í mörg ár væri útlit fyrir að á árinu 2016 myndu fleiri Íslend­ingar flytj­ast til lands­ins en frá land­in­u. 

Þetta byggði Bjarni meðal ann­ars á gögnum frá Vinnu­mála­stofn­un, sem setti fram spá fyrir árið. Kjarn­inn hafði þá sam­band við Vinnu­mála­stofnun til að fá upp­lýs­ingar um það hvernig spáin hefði verið unn­in. 

Í svari Vinn­u­­mála­­stofn­unar kom fram að tölur um brott­­flutta og aðflutta á fyrri helm­ingi árs­ins hafi verið upp­­­reikn­aðar til árs­loka út frá reynslu und­an­far­inna ára, það er að um það bil 40 pró­­sent búferla­­flutn­inga Íslend­inga komi fram á fyrri helm­ingi árs­ins og um 60 pró­­sent á þeim síð­­­ari. Það gildi bæði um brott­­flutta og aðflutta. Því var þess vegna spáð að um 136 fleiri Íslend­ingar myndu flytja til lands­ins en frá því. Það var ávallt tekið skýrt fram að aðeins væri um spá að ræða, sem byggði á því að um það bil 40 pró­­sent flytji til og frá land­inu á fyrri hluta árs en um það bil 60 pró­­sent á seinni hlut­an­­um. 

Und­an­farin sex ár hefur þetta hlut­­fall verið á bil­inu 38 pró­­sent til tæp­­lega 44 pró­­sent á fyrri hluta árs hjá aðflutt­um, og sömu sögu má segja hjá brott­­flutt­­um. Þá gat verið tals­verður munur á hlut­­falli brott­­fluttra og aðfluttra innan hvers árs. 

Að með­­al­tali hefur 41,5% aðfluttra komið til lands­ins á fyrri hluta árs­ins und­an­farin sex ár á meðan 39,8% brott­­fluttra hafa farið burt á fyrri hluta árs­ins. Ef upp­­­reiknað væri miðað við þessar tölur væri spáin öðru­­vísi, og myndi sýna örlítið fleiri brott­­flutta en aðflutta, eða um 11 manns. Þetta sýnir hversu erfitt er að spá fyrir um flutn­ings­­jöfn­uð­inn þegar mun­­ur­inn á milli aðfluttra og brott­­fluttra er orð­inn svona lít­ill. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánaða á 0,625 prósent vöxtum
Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.
Kjarninn 27. maí 2020
Úr Hæstarétti Íslands.
Benedikt Bogason nýr varaforseti Hæstaréttar
Hæstaréttardómarar kusu sér nýjan varaforseta á fundi sem haldinn var í dag.
Kjarninn 27. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá vinna að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Samfélagsmiðillinn Facebook tekur til sín umtalsverðan hluta af íslensku birtingarfé, án þess að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.
Fimm milljarðar fara árlega í auglýsingakaup á miðlum eins og Google og Facebook
Tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum drógust saman milli ára og voru sambærilegar við árið 2004 í hitteðfyrra. Hlutdeild innlendra vefmiðla er mun minni en á þorra hinna Norðurlandanna og prentmiðla mun meiri.
Kjarninn 27. maí 2020
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None