Fleiri fluttu burt en heim í fyrra

Tæplega átta þúsund erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins í fyrra, en þrjú þúsund Íslendingar. Aðfluttir útlendingar eru 4000 fleiri en brottfluttir, en tæplega 200 fleiri Íslendingar fluttu burt en heim í fyrra.

druslugangan_19434398393_o.jpg
Auglýsing

Fleiri Íslend­ingar fluttu frá land­inu en aftur heim í fyrra. Brott­fluttir Íslend­ingar voru 190 fleiri en aðfluttir, sam­kvæmt tölum frá Hag­stofu ÍslandsHag­stofan birti í morgun tölur yfir mann­fjölda á Íslandi á fjórða árs­fjórð­ungi árs­ins 2016. 

Mun­ur­inn á milli þeirra sem flytja burt og heim er mun minni en árið 2015, sem var eitt mesta brott­flutn­ingsár frá því að mæl­ingar hófust. Þá fluttu 1265 fleiri Íslend­ingar úr landi en til lands­ins. Aðeins fimm sinnum áður frá árinu 1961 höfðu mark­tækt fleiri brott­­fluttir verið umfram aðflutta. Í öll þau skipti var það í kjöl­far kreppu­ára hér á landi, meðal ann­ars árin 2009-2011. Árið 2015 skar sig tölu­vert úr af því að ekki ríkti kreppa það ár. 

Sam­kvæmt töl­unum fluttu 3080 íslenskir rík­is­borg­arar til lands­ins á árinu en 3250 fluttu burt árið 2016. Allt árið 2015 fluttu hins vegar 2380 Íslend­ingar heim á meðan 3875 fluttu burt. 

Auglýsing

Hag­stofan hefur spáð því í mann­fjölda­spá sinni að þróun mann­fjöld­ans verði áfram með þessum hætti, það er að fleiri flytji burt en heim, á hverju ári fram til árs­ins 2065. 

Tæp­lega átta þús­und útlend­ingar til lands­ins 

Þegar skoð­aðar eru tölur yfir brott­flutn­ing og aðflutn­ing erlendra rík­is­borg­ara blasir við önnur mynd. Yfir fjögur þús­und fleiri erlendir rík­is­borg­arar fluttu til lands­ins en frá því í fyrra. 7930 erlendir rík­is­borg­arar fluttu til Íslands en 3830 fluttu frá land­in­u. 

Bjugg­ust við meiri aðflutn­ingi en brott­flutn­ingi

Mikið hefur verið rætt um aðflutn­ing og brott­flutn­ing Íslend­inga und­an­farin miss­eri. Bjarni Bene­dikts­son, þá fjár­mála­ráð­herra en nú for­sæt­is­ráð­herra, sagði til að mynda í tvígang síð­ast­liðið haust að í fyrsta skipti í mörg ár væri útlit fyrir að á árinu 2016 myndu fleiri Íslend­ingar flytj­ast til lands­ins en frá land­in­u. 

Þetta byggði Bjarni meðal ann­ars á gögnum frá Vinnu­mála­stofn­un, sem setti fram spá fyrir árið. Kjarn­inn hafði þá sam­band við Vinnu­mála­stofnun til að fá upp­lýs­ingar um það hvernig spáin hefði verið unn­in. 

Í svari Vinn­u­­mála­­stofn­unar kom fram að tölur um brott­­flutta og aðflutta á fyrri helm­ingi árs­ins hafi verið upp­­­reikn­aðar til árs­loka út frá reynslu und­an­far­inna ára, það er að um það bil 40 pró­­sent búferla­­flutn­inga Íslend­inga komi fram á fyrri helm­ingi árs­ins og um 60 pró­­sent á þeim síð­­­ari. Það gildi bæði um brott­­flutta og aðflutta. Því var þess vegna spáð að um 136 fleiri Íslend­ingar myndu flytja til lands­ins en frá því. Það var ávallt tekið skýrt fram að aðeins væri um spá að ræða, sem byggði á því að um það bil 40 pró­­sent flytji til og frá land­inu á fyrri hluta árs en um það bil 60 pró­­sent á seinni hlut­an­­um. 

Und­an­farin sex ár hefur þetta hlut­­fall verið á bil­inu 38 pró­­sent til tæp­­lega 44 pró­­sent á fyrri hluta árs hjá aðflutt­um, og sömu sögu má segja hjá brott­­flutt­­um. Þá gat verið tals­verður munur á hlut­­falli brott­­fluttra og aðfluttra innan hvers árs. 

Að með­­al­tali hefur 41,5% aðfluttra komið til lands­ins á fyrri hluta árs­ins und­an­farin sex ár á meðan 39,8% brott­­fluttra hafa farið burt á fyrri hluta árs­ins. Ef upp­­­reiknað væri miðað við þessar tölur væri spáin öðru­­vísi, og myndi sýna örlítið fleiri brott­­flutta en aðflutta, eða um 11 manns. Þetta sýnir hversu erfitt er að spá fyrir um flutn­ings­­jöfn­uð­inn þegar mun­­ur­inn á milli aðfluttra og brott­­fluttra er orð­inn svona lít­ill. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None