Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri

Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.

Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Auglýsing

Hlutfall íslenskra ríkisborgara af þeim sem flytjast hingað til lands hefur verið mun hærra undanfarin misseri heldur en fyrir kórónuveirufaraldur. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs var 37 prósent af mannfjöldaaukningu sem rekja má til búferlaflutninga tilkomin vegna íslenskra ríkisborgara sem fluttu til landsins. Þetta hlutfall var átta prósent á öðrum ársfjórðungi ársins 2019. Fjallað er um samsetningu brottfluttra og aðfluttra í nýrri Hagsjá Landsbankans.

Á öðrum ársfjórðungi fluttu alls 2.490 einstaklingar til landsins sem er tæplega helmings aukning frá sama ársfjórðungi í fyrra. „Fjöldi aðfluttra í heild er nokkuð áþekkur því sem sást á öðrum ársfjórðungi 2019 áður en heimsfaraldurinn braust út. Samsetning aðfluttra hefur þó tekið breytingum þar sem íslenskir ríkisborgarar eru hlutfallslega fleiri en áður,“ segir í Hagsjánni.

Þar kemur fram að brottfluttum hafi fjölgað nokkuð eftir að heimsfaraldur braust út og enn mælast brottfluttir fleiri en á sama tíma árið 2019. Helst eru það erlendir ríkisborgarar sem hafa flutt af landi brott en færri íslenskir ríkisborgara hafa flust búferlum til útlanda. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands fluttu 1.540 af landi brott á ársfjórðungnum og því nam fjöldi aðfluttra umfram brottflutta alls 950 á fjórðungnum.

Auglýsing

Brottfluttir Íslendingar ekki verið færri síðan 1993

Faraldurinn olli því að mun færri Íslendingar fluttu af landi brott heldur en áður. Í fyrra fluttu alls 2.667 íslenskir ríkisborgarar til landsins sem er svipaður fjöldi og á síðustu árum. „Einungis 2.161 fluttu hins vegar af landi brott og hafa þeir ekki verið færri síðan 1993. Samanlagt fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því í fyrra og hefur sá fjöldi ekki verið meiri síðan 1987.“

Staðan er önnur þegar horft er til erlendra ríkisborgara. Í fyrra fluttu alls 5.828 erlendir ríkisborgarar af landi brott. Sú tala hefur ekki mælst jafn há síðan árið 2008. Þá hefur fjöldi erlendra ríkisborgara sem hingað flytja einnig dregist saman. Í fyrra fluttu hingað 7.562 erlendir ríkisborgarar en að jafnaði fluttu um 11 þúsund erlendir ríkisborgarar til landsins á ári á árunum 2017 til 2019.

Rúmlega helmingur fólksfjölgunar á fjórðungnum vegna aðfluttra

Í hagsjánni segir að mannfjöldaaukning á Íslandi á síðustu árum hafi verið drifin áfram á aðflutningi fólks. Á árunum 2016 til 2019 hafi til að mynda verið hægt að rekja um 70 til 80 prósent af mannfjöldaaukningu á hverju ár til fólksflutninga. Nú sé um helmingur mannfjöldaaukningar tilkominn vegna fólksflutninga. „Hægt hefur á þeirri þróun og í fyrra var um 50% af mannfjöldaaukningunni vegna fólksflutninga sem er engu að síður nokkuð hátt hlutfall og til marks um að Íslandi sé enn, og verði áfram, ákjósanlegur staður til þess að búa og starfa.“

Samkvæmt tölum Hagstofunnar var mannfjöldi hér á landi við lok annars ársfjórðungs 371.580. Fjöldinn jókst um 1.700 á milli fjórðunga en líkt og áður segir var fjöldi aðfluttra umfram brottflutta á fjórðungnum 950. Þar af leiðandi var hlutur fólksflutninga í mannfjöldaaukningunni á fjórðungnum tæp 56 prósent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent