Fjarskipti skuldbinda sig til að reka miðla 365 í þrjú ár

Í drögum að skilyrðum sem Fjarskipti hafa sent Samkeppniseftirlitinu vegna kaupa á flestum miðlum 365 kemur fram að félagið skuldbindi sig til að reka þá í þrjú ár. Þar er einnig að finna skilyrði sem á að tryggja sjálfstæði ritstjórna miðlanna.

365 vodafone
Auglýsing

Fjar­skipti, móð­ur­fé­lag Voda­fone á Íslandi, skuld­bindur sig til að halda áfram rekstri þeirra fjöl­miðla sem félagið hefur samið um að kaupa af 365 miðlum í þrjú ár „nema að mark­verðar nei­kvæðar breyt­ingar eigi sér stað á mark­aðs­að­stæð­u­m“. Fjöl­miðl­arnir sem um ræðir eru allar sjón­­varps- og útvarps­­­stöðvar 365 miðla. Þar á meðal eru Stöð 2, allar íþrótt­­ar­ás­ir, Bylgj­an, FM957 og X-ið. Til við­­bótar var ákveðið á loka­spretti samn­inga­við­ræðna að frétta­vef­­ur­inn Vís­ir.is og frétta­­stofa ljós­vaka­miðla myndi fylgja með í kaup­un­­um. Þetta kemur fram í drögum að skil­yrðum fyrir kaup­unum sem Fjar­skipti hafa sent Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu.

Í drög­unum er einnig skil­yrði sem á að tryggja sjálf­stæði rit­stjórna, en frétta­stofa 365 er á meðal þeirra ein­inga sem seldar verða í við­skipt­un­um. Sam­kvæmt því verður skipuð þriggja manna und­ir­nefnd stjórnar Fjar­skipta sem á að hafa það hlut­verk að standa vörð um sjálf­stæði rit­stjórna, fjöl­ræði og fjöl­breytni. Sú nefnd á einnig að taka við kvört­unum vegna frétta­flutn­ings og efn­istaka fjöl­miðla.

Drög að skil­yrðum liggja fyrir

Fjar­skipti hafa óskað eftir við­ræðum við Sam­keppn­is­eft­ir­litið um mögu­lega setn­ingu skil­yrða vegna kaupa félags­ins á flestum eignum 365 miðla. Fjar­skipti hafa vegna þessa lagt fyrir eft­ir­litið drög að skil­yrðum í þeim til­gangi að koma til móts við þá röskun á sam­keppni og fjöl­ræði sem sam­run­inn geti haft í för með sér.

Í bréfi sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur sent eft­ir­lits- og hags­muna­að­ilum – meðal ann­ars öllum skráðum fjöl­miðlum lands­ins – vegna þessa er óskað eftir því að þeir veiti umsögn um skil­yrði Fjar­skipta. Í bréf­inu segir enn fremur að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafi ekki lokið rann­sókn sinni á sam­run­anum og hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort skil­yrði Fjar­skipta dugi til að „leysa þau vanda­mál sem ella gætu stafað af sam­run­an­um.“

Auglýsing
Í drögum að skil­yrðum sem Fjar­skipti eru til­búin að und­ir­gang­ast er að mestu fjallað um sjón­varps­rekstur og þann aðskilnað sem þurfi að vera á milli þess sem keypt er (Stöð2 og Stöð 2 Sport) og þess sjón­varps­rekstrar sem fyrir er í Fjar­skipt­um. Til­gang­ur­inn er sá að tryggja að við­skipti milli ein­ing­anna fari fram á við­skipta­legum for­sendum og að sam­run­inn skapi ekki aðgangs­hindr­anir fyrir aðra inn á mark­að­inn.Þá eru Fjar­skipti til­búin að und­ir­gang­ast skil­yrði um að félag­inu verði óheim­ilt að gera það að skil­yrði fyrir kaupum á fjar­skipta­þjón­ustu þess að kaup á ein­hverri sjón­varps­þjón­ustu, t.d. Stöð 2, fylgi með í pakk­an­um. Það þýðir samt sem áður ekki að Fjar­skipti geti ekki tvinnað saman sölu á t.d. inter­neti ann­ars vegar og sjón­varps­þjón­ustu hins veg­ar, líkt og Sím­inn ger­ir.

Leggja til leiðir til að tryggja sjálf­stæði rit­stjórna

Í drög­unum eru einnig tvær greinar sem snúa ann­ars vegar að sjálf­stæði rit­stjórna og hins vegar að fram­leiðslu á íslensku efni og áfram­hald­andi rekstri fjöl­miðla. Þeir miðlar sem seldir verða yfir frá 365 miðlum eru Stöð 2 og tengdar sjón­varps­stöðv­ar, útvarps­rekstur fyr­ir­tæk­is­ins (t.d. Bylgj­an, X-ið og FM957) og frétta­vef­ur­inn Vís­ir.is. Frétta­stofa 365 fylgir með í kaup­un­um, en hún er ein stærsta frétta­stofa lands­ins og sú eina sem heldur úti dag­legum sjón­varps­frétta­tíma utan frétta­stofu RÚV.

Í skil­yrði um sjálf­stæði rit­stjórna þeirra fjöl­miðla sem Fjar­skipti vilja kaupa seg­ir: „Í þvi skyni að standa vörð um sjálf­stæði rit­stjórna fjöl­miðla sem Fjar­skipti reka skal skipuð sér­stök und­ir­nefnd stjórnar Fjar­skipta hf. Í nefnd­inni skulu sitja þrír nefnd­ar­menn, þar af tveir óháðir sem eftir atvikum geta verið kosnir á hlut­hafa­fundi Fjar­skipta, en einn nefnd­ar­maður skal til­nefndur af stjórn Fjar­skipta. Skulu hinir óháðu nefnd­ar­menn hafa sér­þekk­ingu og reynslu af rekstri fjöl­miðla.[...]Skal nefndin hafa það hlut­verk að standa vörð um sjálf­stæði rit­stjórna, fjöl­ræði og fjöl­breytni og taka við kvört­unum vegna frétta­flutn­ings og efn­istaka fjöl­miðl­anna. Þess skal gætt að eig­end­ur, starfs­menn og stjórn­ar­menn Fjar­skipta hlut­ist ekki til um atriði sem geta raskað sjálf­stæði rit­stjórna fjöl­miðla sem Fjar­skipti reka eða dragi úr fjöl­ræði eða fjöl­breytni í rekstri fjöl­miðla Fjar­skipta.“

Ætla að til­nefna „óháðan kunn­áttu­mann“

Í næstu grein skil­yrð­anna kemur fram að Fjar­skipti skuld­bindi sig til að halda áfram rekstri þeirra fjöl­miðla sem séu and­lag kaupanna næstu þrjú ár „nema mark­verðar breyt­ingar eigi sér stað á mark­aðs­að­stæð­u­m“. Ekki er til­greint hvað felist í „mark­verðum breyt­ing­um“.

Í þeirri grein segir einnig að Fjar­skipti skuld­bindi sig til að „halda áfram kaupum eða fram­leiðslu á íslensku efni að því gefnu að slík fram­leiðsla byggi á eðli­legum við­skipta­legum for­send­um“.

Ingibjörg Pálmadóttir er aðaleigandi 365 miðla í dag. Gangi samruninn í gegn verða 365 miðlar næst stærsti einstaki eigandi Fjarskipta.Fjar­skipti býðst einnig til að til­nefna „óháðan kunn­áttu­mann“ til að hafa eft­ir­lit með því að skil­yrð­unum sem félagið er til­búið að und­ir­gang­ast verði fram­fylgt. Kunn­áttu­mað­ur­inn má ekki vera starfs­maður eða stjórn­ar­maður félags­ins eða hjá tengdum aðil­um, má ekki vera maki stjórn­ar­manns eða fram­kvæma­stjóra/for­stjóra eða skyldur þeim í beinan legg. Þá telj­ast þeir sem sinna reglu­bund­inni hags­muna­gæslu og/eða ráð­gjafa­störum fyrir ofan­greinda aðila og hafa meiri­hluta tekna sinna að slíkum við­skiptum ekki upp­fylla skil­yrði um óhæði.

Sam­starf milli Frétta­blaðs­ins og Vís­ir.is í tæp fjögur ár

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er von­ast til þess að sam­runi flestra miðla 365 og Fjar­skipta gangi í gegn í októ­ber. Kaup­verðið á miðl­unum og fjar­skipta­þjón­ustu 365 er 7.725-7.875 millj­­­ónir króna. Það greið­ist í reið­u­­­fé, með útgáfu nýrra hluta í Fjar­­­skiptum og yfir­­­­­töku á 4,6 millj­­­arða króna skuld­­­um. 365 miðlar verða í kjöl­farið næst stærsti eig­andi Fjar­­skipta.

Kjarn­inn greindi frá því í maí að alls sé gert ráð fyrir því að sam­run­inn skili kostn­að­­ar­­sam­­legð upp á rúman millj­­arð króna. Þar af gera áætl­­­anir ráð fyrir að sparn­aður í launum og starfs­­manna­­kostn­aði verði um 275 millj­­ónir króna á ári og að stöð­u­­gildum þeirra ein­inga sem fær­­ast yfir til Fjar­­skipta frá 365 miðlum muni fækka um 41. Þetta kom fram í sam­runa­­skrá vegna sam­runa Fjar­­skipta og 365 miðla sem birt var á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins 10. maí síð­­ast­lið­inn. Fækk­unin verður 365-­meg­in. Fjar­skipti brugð­ust við frétt­inni með því að segja að fækk­unin muni vera gerð í gegnum starfs­manna­veltu á 12-18 mán­uð­u­m. 

Í fyrstu útgáf­unni af sam­runa­­skránni sem eft­ir­litið birti voru trún­­að­­ar­­upp­­lýs­ingar úr skránni aðgeng­i­­leg­­ar, þar á meðal upp­­lýs­ingar um hversu mörg stöð­u­­gildi myndu hverfa við sam­run­ann. Ný útgáfa án trún­­að­­ar­­upp­­lýs­ing­anna var sett á vef­inn í stað hinnar síðar sama dag. Kjarn­inn hefur upp­­runa­­legu útgáf­una undir hönd­­um.

Í upp­runa­legu útgáf­unni birt­ust einnig trún­að­ar­upp­lýs­ingar um sam­starfs­samn­ing sem gerður var sam­hliða kaup­un­um. Í honum felst að efni Frétta­­blaðs­ins, sem er ekki hluti af kaup­un­um, muni áfram birt­­ast á Vísi.is í 44 mán­uði eftir að kaupin ganga í gegn. Það þýðir að Vís­ir.is, sem verður þá í eigu Fjar­­skipta, mun geta birt allt efni Frétta­­blaðs­ins að morgni í tæp fjögur ár þrátt fyrir að fjöl­mið­l­­arnir verði ekki lengur í eigu sama aðila. Ekk­ert er fjallað um þetta sam­starf í bréfi Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar