Pólverjar á Íslandi orðnir tæplega 20 þúsund

Fyrir 20 árum bjuggu um þúsund Pólverjar á Íslandi en þeir eru nú um 20 þúsund talsins. Það eru fleiri en heildaríbúafjöldi Reykjanesbæjar eða Garðabæjar.

Fólk unir sér við Austurvöll
Auglýsing

Frá árinu 1996 hafa flestir erlendir rík­is­borg­ara sem búsettar hafi verið hér á landi verið frá Pól­landi. Þann 1. jan­úar bjuggu 1.038 ein­stak­lingar sem ann­að hvort fædd­ust í Pól­landi eða voru með pólskt rík­­is­­fang hér á landi en í júlí 2019 voru þeir orðnir 19.909. ­Fjöldi Pól­verja hér á landi hefur því rúm­lega 19 faldast á 20 árum.

Fleiri en heildar­í­búa­fjöldi Reykja­nes­bæjar eða Garða­bæjar

Í nýj­ustu tölum Þjóð­skrár um fjölda íbúa eftir rík­is­fangi kemur fram að þann 1. júlí 2019 voru 46.717 erlendir rík­is­borg­arar búsettir hér á landi og að þeim hafi fjölgað um 5,8 pró­sent á síð­ustu sjö mán­uð­u­m. 

Þar af voru tæp­lega 20.000 rík­is­borg­arar frá Pól­landi en þeim hefur fjölgað um 3,7 pró­sent frá síð­asta des­em­ber. Til að setja þá tölu í sam­hengi þá voru íbúar Reykja­nes­bæjar 18.922 í jan­úar 2019 og íbúar Garða­bæjar 16.299. 

Auglýsing

Ein­stak­lingar með pólskt rík­is­fang hafa verið fjöl­menn­astir erlendra ­rík­is­borg­ara frá árinu 1996. Á þessu var þó und­an­tekn­ing árið 2004, þegar ein­stak­lingar með portú­galskt rík­is­fang voru fjöl­menn­astir aðfluttra erlendra rík­is­borg­ar­ar. Fyrir árið 1996 voru danskir rík­is­borg­ara oft­ast fjöl­menn­astir erlendra rík­is­borg­ara sem flutt­ust til lands­ins. 

Mynd:Þjóðskrá

Í tölum Þjóð­skrár má einnig sjá að í byrjun júlí 2019 voru 4.388 ein­stak­lingar með lit­háískt rík­is­fang hér á land en þeim fjölg­aði um 7,2 pró­sent frá­ 1. des­em­ber 2018.

Flutn­ings­jöfn­uð­ur­inn aldrei verið hærri en síð­ustu tvö ár

Árið 2018 flutt­ust 6.556 fleiri til Íslands en frá land­inu. Það eru nokkuð færri en metárið 2017 þegar aðfluttir umfram brott­flutta voru 8.240. Flutn­ings­jöfn­uður hefur aldrei verið hærri en síð­ustu tvö ár en næst þeim koma árin 2006 og 2007 þegar um 5.200 fleiri flutt­ust til lands­ins en frá því.

Í fyrra flutt­ust alls 3.897 ein­stak­lingar með pólskt rík­is­fang til lands­ins og  Pól­verjar vor­u einnig ­fjöl­menn­astir þeirra erlendu rík­is­borg­ara sem fluttu frá land­inu árið 2018 eða alls 1.707 ein­stak­ling­ar. 

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent