Þingmaður Sjálfstæðisflokks gagnrýnir aftur kostnað við hælisleitendur

Ásmundur Friðriksson segist hafa heyrt að kostnaður vegna móttöku hælisleitenda á Íslandi verði 3-6 milljarðar króna í ár. Það sé á við ein til tvö Dýrafjarðargöng.

Auglýsing
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, segir að kostn­aður vegna mót­töku á hæl­is­leit­endum hafi farið langt fram úr áætl­unum á und­an­förnum árum. Hann segir að í febr­úar menn séð það strax  „að þegar talað var um 500 hæl­is­leit­endur á þessu ári vor komnir 700 en núna eru menn farnir að tala um að þetta verði á annað þús­und og kannski meira og kostn­að­ur­inn sem ég hef heyrt er 3-6 millj­arð­ar, eða ein til tvö Dýra­fjarð­ar­göng á ári.“ Þetta kom fram í við­tali við Ásmund á Útvarpi Sögu í gær. 

Sam­kvæmt tölum sem birtar eru á vef Útlend­inga­stofn­unar sóttu 1.132 um vernd hér­lendis á árinu 2016. Af þeim var alls 111 manns veitt vernd, við­bót­ar­vernd eða mann­úð­ar­leyfi til að dvelja á Íslandi. Öðrum var annað hvort synj­að, þeir end­ur­send­ir, veitt vernd í öðru ríki eða drógu til baka umsóknir sín­ar. Á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins 2017 sóttu alls 370 manns um vernd. Af þeim hafa 52 fengið vernd, við­bót­ar­vernd eða mann­úð­ar­leyfi. Í des­em­ber 2016 voru 820 umsækj­endur hér­lendis annað hvort þjón­u­staðir af sveit­ar­fé­lögum eða Útlend­inga­stofn­un. Þeim hefur farið hratt fækk­andi og 1. júní voru þeir 545 tals­ins. 

Bar kostnað við hæl­is­leit­endur saman við skurð­stofu í Vest­manna­eyjum

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ásmundur gerir athuga­semd við kostnað rík­is­ins vegna hæl­is­leit­enda. Í sept­em­ber í fyrra gagn­rýndi hann að fjár­­fram­lög til Útlend­inga­­stofn­unar hafi auk­ist vegna fjölg­unar hæl­­is­­leit­enda hér á landi og fjölgun hæl­­is­­leit­enda. Hæl­­is­­leit­end­ur er annar flokkur flótta­­manna sem stöðugt sækir til lands­ins og er að mestu sam­an­­settur af ungum karl­­mönnum sem koma hing­að ­vega­bréfa­­laus­­ir. Í nýsam­­þykktum lögum um útlend­inga eru skila­­boð Alþingis skýr til þessa hóps og eru að skila sér,“ sagði Ásmundur og tal­aði svo um mikla fjölgun hæl­­is­­leit­enda hér á land­i.  

Auglýsing

Hann sagði dval­­ar­­gjöld hæl­­is­­leit­enda sem ekki fái úrlausn sinna mála vera 234 þús­und krónur á mán­uði á meðan lág­­marks­elli­líf­eyrir væri 212 þús­und krón­­ur. Þegar hann sagði þetta hróp­aði Helgi Hrafn Gunn­­ar­s­­son, þáver­andi þing­­maður Pírata, „skammastu þín“ á Ásmund. 

Ásmundur sagði 1200 millj­­ónir sam­tals fara til Útlend­inga­­stofn­unar á ári vegna hæl­­is­­leit­enda. „Það sama og myndi kosta að reka skurð­­stofu á Heil­brigð­is­­stofnun Suð­­ur­lands á sjúkra­hús­inu í Vest­­manna­eyjum en þar er enga skurð­­stofu eða fæð­ing­­ar­hjálp að hafa,“ sagði Ásmund­­ur. Hann gagn­rýndi að lokum útlend­inga­lögin nýju og sagði Íslend­inga ekki læra af reynslu ann­­arra ríkja. 

Spurði hvort múslimar væru bak­grunns­skoð­aðir

Ásmundur hefur líka vakið athygli fyrir ummæli sín um múslima og ógn­ina sem hann telur Íslandi stafa af hryðju­verka­mönn­um. Í jan­úar 2015 varp­aði hann fram þeirri spurn­ingu í Face­book-­stöðu­upp­færslu, nokkrum dögum eftir skotárás­ina á rit­stjórn­ar­skrif­stofur franska teikni­mynda­blaðs­ins Charlie Hebdo, hvort þeir 1.500 múslimar sem búi á Íslandi hafi verið athug­aðir og hvort ein­hverjir úr þeirra hópi hafi fengið þjálfun hjá sam­tökum sem skil­greind hafa verið sem hryðju­verkaógn. Ásmundur spurði enn­fremur hvort inn­an­rík­is­ráðu­neytið hefði gert rað­staf­anir vegna þess­ara ógna.Stöðu­upp­færsla Ásmund­ar, og frétta­flutn­ingur af henni sem fylgdi í kjöl­farið vakti mikla athygli og skömmu síðar við­ur­kenndi Ásmundur í við­tali við Kast­ljós að hann þekkti sam­fé­lag múslima „nán­ast ekki neitt“. Múslimar hefðu hins vegar sjálfir áhyggjur af því að „múslim­istar“ vilji koma til Íslands. 

Um mán­uði síð­ar, í febr­úar 2015, var umræða um störf þings­ins á Alþingi. Þar steig Ásmundur í pontu og lýsti yfir von­brigðum sínum með sam­fé­lags­um­ræð­una um þá hættu sem steðji að hinum frjálsa heimi og þjóð­fé­lögum vegna fjölg­unar á árásum ein­stak­linga og hvers konar öfga­hópa. 

Orð­rétt sagði Ásmund­ur: „Hér á landi á engin slík umræða sér stað og það er spurn­ing hve lengi við ætlum að skila auðu í umræðu um öryggi íbú­anna. Hér haf­ast menn öðru­vísi að. Þeir sem vekja athygli á hætt­unni er steðjar að nágrönnum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í sam­fé­lags­um­ræð­unni sem aldrei kemst á það stig að ræða um mál­efn­ið. [...] Tján­ing­ar­frelsi er fótum troðið en það virð­ist oft og tíðum aðeins vera fyrir útvalda. Ég þakka hæst­virtum inn­an­rík­is­ráð­herra Ólöfu Nor­dal fyrir að hefja umræð­una um hvort taka skuli upp for­virkar rann­sókn­ar­heim­ildir hér á landi. Tökum umræð­una í sam­fé­lag­inu um þá ógn sem steðjar að í nágranna­löndum okk­ar. Við getum ekki tekið þá áhættu að hún ber­ist ekki hing­að“.

Í mars 2015 var Ásmundur annar aðal­gesta sjón­varps­þátt­ar­ins Eyj­unn­ar, sem þá var á dag­skrá Stöðvar 2. Þar ræddi hann aftur um að ógnin af hryðju­verka­mönnum væri stað­reynd og sagði: „Núna eru þeir ekki aðeins komnir til Dan­merk­ur, þeir eru að spíg­spora hér í bænum þessir menn. Við getum mætt þeim á götu núna. Ég held að miðað við þau við­brögð sem ég hef fengið við þessu, þessi gríð­ar­legu við­brögð sem ég fékk við þessum mál­flutn­ingi mín­um, þakk­læti frá fólk­inu í land­inu, segir mér það að við þurfum að taka þessa umræðu eins og inn­an­rík­is­ráð­herr­ann er byrjuð að tala um for­virkar rann­sókn­ar­heim­ildir og við þurfum auð­vitað að gera þetta æsinga­laust“. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent