Umsóknarferlið flókið og kerfið óliðlegt

Ungur maður frá Litháen sem búið hefur meirihluta ævi sinnar hér á landi hefur fengið synjun um íslenskan ríkisborgararétt. Hann gagnrýnir umsóknarferlið og telur það vera flóknara og tyrfnara en það þyrfti að vera.

Útlendingastofnun
Útlendingastofnun
Auglýsing

Audrius Sakalauskas sótti um ríkisborgararétt fyrir ári síðan og fékk neitun síðasta vor. Hann er 23 ára og hefur verið búsettur á Íslandi í tæp 18 ár, eða frá því hann var 5 ára gamall, en hann flutti hingað til lands frá Litháen með fjölskyldu sinni.

Audrius er menntaður í rafvirkjun og er að ljúka meistaranámi í sömu grein. Hann er búinn að reka sitt eigið fyrirtæki í tæpt ár og segist vera búinn að mynda góð tengsl í þeirri atvinnugrein.

Í samtali við Kjarnann gagnrýnir hann umsóknarferlið í heild sinni, hvernig staðið sé að upplýsingagjöf og hversu óliðlegt kerfið sé. Hann segist hafa fengið neitun vegna þess að þegar hann var yngri þá fékk hann nokkrar umferðarsektir, sem geri hann að „síendurteknum afbrotamanni“, samkvæmt Útlendingastofnun.

Auglýsing

Líf hans er á Íslandi

Audrius Saka­laus­kas útskrifast úr rafvirkjanáminu. Mynd: FacebookAudrius sótti sem sagt um ríkisborgararétt á síðasta ári og íhugar hann nú hvort hann eigi að leggja umsókn að nýju fyrir Alþingi. Alþingi hefur heimild til að veita íslenskan ríkisborgararétt með lögum. Uppfylli umsækjandi ekki skilyrði sem sett eru fyrir veitingu íslensks ríkisborgararéttar í lögum getur hann óskað eftir að umsókn hans verði lögð fyrir Alþingi. Umsóknir eru lagðar fyrir þingið tvisvar á ári, á vormánuðum og í desembermánuði.

Í því ferli þyrfti hann að afla allra gagna á nýjan leik. Hann gagnrýnir að umsóknarferlið sé ekki rafrænt og segir hann að það hafi tekið heilmikinn tíma frá vinnu.

Ástæðan fyrir því að hann sótti um ríkisborgararétt er sú að líf hans er á Íslandi, konan hans og fjölskylda býr hér á landi og segist hann vera meiri Íslendingur en Lithái. Hann segist jafnframt veigra sér við að ferðast til útlanda, þar sem hann óttist að þurfa að gegna herskyldu í Litháen, en þar í landi var herskylda tekin upp að nýju árið 2015 eftir vax­andi hernaðarumsvif­ Rússa í ná­grenni Eystra­salts­ins.

Tekur ábyrgð á eigin gjörðum

Audrius segist bera fulla ábyrgð á hraðasektum sínum og að hann hafi verið ungur og vitlaus á þeim tíma sem hann fékk þær. Útlendingastofnun hafi aftur aftur á móti sagt honum að reyna að sækja um ríkisborgararétt, þrátt fyrir það. Hann hafi því eytt miklum tíma í umsóknina, þar sem hann þræddi fjölda stofnana, sem endaði með synjun. 

Faðir Audriusar kom hingað til lands og vann sem múrari en fjölskylda hans fylgdi honum ári seinna. „Við lifum fínu lífi,“ segir Audrius en hann á einn eldri bróður sem býr hér með íslenskri konu. Hann segir að bróðir hans búi við aðrar aðstæður en hann sjálfur, þar sem hann er kominn yfir þrítugt og þurfi ekki að hafa áhyggjur af herskyldu í Litháen.

Hægt að gera kerfið skilvirkara

Audrius segist alltaf hafa skilað sínu til samfélagsins, borgað sína skatta og að hann líti á sig sem virkan þjóðfélagsþegn. Litháen leyfir einungis einn ríkisborgararétt og vill Audrius gerast Íslendingur þar sem hann hefur búið hér á landi lungann úr ævi sinni. 

Hans gagnrýni snýr þá að mestu leyti að umsóknarferlinu sjálfu, þar sem hann telur að hægt væri að gera kerfið mun skilvirkara og betra fyrir fólk að fóta sig í. Hann hafi ítrekað fengið misvísandi upplýsingar, hann hafi til að mynda verið beðinn um sakavottorð frá Litháen þrátt fyrir að hafa farið þaðan einungis fimm ára gamall. Síðar kom í ljós að þess var ekki þörf.

Audrius segist skilja vel álagið á starfsfólkinu hjá Útlendingastofnun og að ekki sé við það að sakast. Hann spyr sig einfaldlega af hverju ferlið þurfi að vera svona langt og flókið, þegar hægt væri að einfalda það með til að mynda rafrænni útfærslu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent