Áhrif skordýraneyslu á heilsuna

Niðurstöður rannsókna benda ekki bara til þess að neysla á skordýrum sé örugg heldur að hún geti beinlínis haft jákvæð áhrif á heilsuna.

Krybba
Krybba
Auglýsing

Neysla skordýra hefur lengi vel verið litin hornauga ì vestrænu samfélagi en fjölmargir fræðimenn hafa þó bent á kosti þess að snúa sér að skordýraáti. Má þar helst nefna þann kostnað sem umhverfið ber af ræktun dýra. Skordýr eru, ennþá a.m.k., að finna í miklu magni í náttúrunni og fæst þeirra teljast í útrýmungahættu. Það að auki eru skordýr einnig góð uppspretta prótína og fitu, sem og trefja.

Ofantalið virðast þó ekki vera einu kostir skordýraneyslu, en samkvæmt rannsókn gæti neysla á krybbum einnig haft jákvæð áhrif á örveruflóruna í meltingarvegi. Rannsóknin fór fram í bandaríska háskólanum University of Wisconsin-Madison og var þar fylgst með 20 heilbrigðum einstaklingum, sem bættu krybbum í fæðuna hjá sér.

Hópnum var skipt í tvennt og fékk helmingurinn 25 grömm af krybbumjöli út á morgunmatinn sinn, meðan hinn helmingurinn fékk samskonar morgunmat, án viðbótarefna. Eftir tveggja vikna meðhöndlun var gert hlé í tvær vikur og síðan var hlutverkunum snúið við, svo úr fengust gögn fyrir báða hópa sem meðhöndlunarhópur og sem viðmiðunarhópur.

Auglýsing

Tekin voru saur- og blóðsýni úr öllum einstaklingum fyrir og eftir meðhöndlun, í bæði skiptin. Með blóðsýnunum voru heilsufarsþættir þátttakenda skoðaðir, svo sem blóðsykur og styrkur ákveðinna bólguþátta sem og styrkur ensíma sem hægt er að nota til að meta starfsemi lifrarinnar.

Saursýnin voru notuð til að meta samsetningu bakteríuflórunnar og var miðað á að skoða bakteríur sem þekktar eru fyrir að hafa jákvæð áhrif á heilsuna, það er svokallaðar probiotics. Til slíkra baktería teljast meðal annars bakteríur af tegundinni Bifidobacterium animalis sem rannsóknarhópurinn leitaði sérstaklega eftir.

Eftir neyslu krybbumjölsins jókst tíðni Bifidobacterium animalis að meðaltali 5,7 falt í meltingarvegi þátttakanda. Á sama tíma minnkaði styrkur TNF-α í blóði. TNF-α er tengt við bólgusvar svo minnkandi magn þess í blóði bendir til minni bólgumyndunar í líkamanum. Enginn þátttakanda tilkynnti um neikvæðar aukaverkanir á meðan meðhöndlun stóð.

Þessar niðurstöður benda ekki bara til þess að neysla á skordýrum er örugg heldur að hún getur beinlínis haft jákvæð áhrif á heilsuna. Sérstaklega á það við í löndum eins og vestulöndum þar sem skordýraprótín myndi að miklu leiti leysa af hólmi kjöt sem prótínuppsprettu. Mikil neysla á rauðu kjöti hefur nefnilega verið tengd við aukna áhættu á lífsstílstengdum sjúkdómum, meðal annars ýmsa bólgusjúkdóma.

Það er því deginum ljósara að við ættum að taka okkur saman í andlitinu, hætta þessum fordómum og fá okkur krybbu-koktiel í næsta jólaboði.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk