„Einstök upplifun“

Isabel Alejandra Díaz verkefnastjóri sumarnámskeiðsins Tungumálatöfrar á Ísafirði segir það einstaka upplifun að vinna með þeim fjölbreytta hóp tvítyngdra barna sem sækja námskeiðið. Því mun ljúka með svokallaðri Töfragöngu um helgina.

Isabel Alejandra Díaz, verkefnastjóri Tungumálatöfra.
Isabel Alejandra Díaz, verkefnastjóri Tungumálatöfra.
Auglýsing

Töfra­ganga á Ísa­firði er nýr árlegur við­burður sem hefst með skrúð­göngu frá Edin­borg­ar­hús­inu og endar á fjöl­skyldu­skemmtun í Suð­ur­tanga. Við­burð­ur­inn er opinn öllum og er fólk hvatt til að koma í bún­ing­um, með flögg eða aðrar skreyt­ingar sem lífga upp á göng­una. Lúðrar og trommur leiða göng­una niður í Suð­ur­tanga.

Til­gang­ur­inn er að fagna fjöl­breyti­leik­anum á Ísa­firði. Dag­skráin í Suð­ur­tanga hefst strax að lok­inni göngu með söng barna sem tóku þátt í sum­ar­nám­skeið­inu Tungu­mála­töfrum í þess­ari viku. Þau fleyta síðan tré­bátum á Poll­in­um. Að því loknu bjóða Vest­firð­ingar margra landa í Ísa­fjarð­arbæ upp á mat­ar­s­mökkun þar sem fram­reiddir eru réttir frá mörgum ólíkum lönd­um. Að lokum verður farið í leiki eins og snú snú, fuglafit og henna­málun auk þess sem sögu­st­und og and­lits­máln­ing verður í boði.

Feimin fyrsta dag­inn

Börn á Ísafirði Mynd: Isabel Alejandra DíazTöfra­gangan sprettur upp úr Tungu­mála­töfrum sem er árlegt sum­ar­nám­skeið fyrir fjöl­tyngd börn. ­Nám­­skeiðið er ætlað fjöl­tyngdum börnum og er mark­mið þess að búa til málörvandi umhverfi í gegnum list­­kennslu. Það er hugsað fyrir íslensk börn sem hafa fæðst erlendis eða flutt til ann­­arra landa og börn af erlendum upp­­runa sem hafa sest að hér á landi.

Isa­bel Alej­andra Díaz verk­efna­stjóri segir í sam­tali við Kjarn­ann að nám­skeiðið hafi gengið mjög vel í ár. „Eins og í fyrra upp­lifðum við að börnin voru feimin fyrsta dag­inn, sér­stak­lega vegna þess að þau eru tví­tyngd. Þau reyna að tala og finna orðin en þegar líður á nám­skeiðið fer þetta allt að koma vegna þess að þau vinna svo vel sam­an,“ segir hún.

Hún bendir á að eftir nokkra daga eigi börnin mun auð­veld­ara með sam­skipti, þau séu opn­ari fyrir kennsl­unni og leikj­unum og skemmti sér vel.

Auglýsing

Magnað að fylgj­ast með börn­unum

Börnin fá tæki­færi til að sýna það sem þau hafa unnið að á nám­skeið­inu en lista­verk þeirra verða til sýnis á byggða­safn­inu og einnig munu þau fleyta litlum bátum um helg­ina sem þau hafa búið til sjálf.

Isa­bel segir að nám­skeið sem þessi krefj­ist mik­illar vinnu og að þau sem standa að því gætu ekki gert það upp á sitt eins­dæmi. „Margir hafa staðið við bakið á okk­ur, fyr­ir­tæki og bæj­ar­búar sjálfir,“ segir hún. Þá eru þrír til fjórir ung­lingar sem vinna sem sjálf­boða­liðar og segir hún gríð­ar­lega hjálp í þeim.

Börnin eru hvaðanæva að, til að mynda frá Pól­landi, Banda­ríkj­un­um, Englandi, Sýr­landi, Írak, Níger­íu, Dan­mörku og Sviss. Isa­bel segir þetta vera góða blöndu og að þau séu ein­stak­lega hjálp­leg við hvort ann­að. Hún segir algjör­lega magnað að fylgj­ast með þessum krökkum og ekki síst þegar þau syngja sam­an. Þau skilji hvernig það er að eiga erfitt með sam­skipti og tengja þau vel sam­an, meðal ann­ars vegna þess. Hún segir það vera ein­staka upp­lifun að vinna með þessum börn­um.

Eigum að bera virð­ingu fyrir fjöl­breyti­leik­anum

Anna Hildur Hildibrandsdóttir. Aðsend mynd.Kjarn­inn fjall­aði um nám­skeiðið fyrr á árinu og sagð­i Anna Hildur Hild­i­brands­dótt­ir, ein for­svar­s­­manna þess, málörvun barna vera mjög mik­il­væga og hægt væri að nota marg­breyt­i­­leika tung­u­­máls­ins til að skilja hvert ann­að. Ekki þyrfti ein­ungis eitt tung­u­­mál til þess.

„Við eigum líka að bera virð­ingu fyrir fjöl­breyt­i­­leik­­anum og hvetja fólk til að aðlag­­ast. Við skulum gera það fal­­lega og eiga í sam­ræð­u,“ sagði Anna Hild­­ur. Hún telur mik­il­vægt að Íslend­ingar geri sér grein fyrir því að inn­­flytj­endur komi með þekk­ingu inn í sam­­fé­lagið og að þeir mót­ist enn fremur af við­horf­inu sem tekur við þeim. „Ef þessi börn fá örvandi umhverfi þegar þau koma hingað til lands þá eru þau betur í stakk búin fyrir líf­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk