„Einstök upplifun“

Isabel Alejandra Díaz verkefnastjóri sumarnámskeiðsins Tungumálatöfrar á Ísafirði segir það einstaka upplifun að vinna með þeim fjölbreytta hóp tvítyngdra barna sem sækja námskeiðið. Því mun ljúka með svokallaðri Töfragöngu um helgina.

Isabel Alejandra Díaz, verkefnastjóri Tungumálatöfra.
Isabel Alejandra Díaz, verkefnastjóri Tungumálatöfra.
Auglýsing

Töfraganga á Ísafirði er nýr árlegur viðburður sem hefst með skrúðgöngu frá Edinborgarhúsinu og endar á fjölskylduskemmtun í Suðurtanga. Viðburðurinn er opinn öllum og er fólk hvatt til að koma í búningum, með flögg eða aðrar skreytingar sem lífga upp á gönguna. Lúðrar og trommur leiða gönguna niður í Suðurtanga.

Tilgangurinn er að fagna fjölbreytileikanum á Ísafirði. Dagskráin í Suðurtanga hefst strax að lokinni göngu með söng barna sem tóku þátt í sumarnámskeiðinu Tungumálatöfrum í þessari viku. Þau fleyta síðan trébátum á Pollinum. Að því loknu bjóða Vestfirðingar margra landa í Ísafjarðarbæ upp á matarsmökkun þar sem framreiddir eru réttir frá mörgum ólíkum löndum. Að lokum verður farið í leiki eins og snú snú, fuglafit og hennamálun auk þess sem sögustund og andlitsmálning verður í boði.

Feimin fyrsta daginn

Börn á Ísafirði Mynd: Isabel Alejandra DíazTöfragangan sprettur upp úr Tungumálatöfrum sem er árlegt sumarnámskeið fyrir fjöltyngd börn. Nám­skeiðið er ætlað fjöl­tyngdum börnum og er mark­mið þess að búa til málörvandi umhverfi í gegnum list­kennslu. Það er hugsað fyrir íslensk börn sem hafa fæðst erlendis eða flutt til ann­arra landa og börn af erlendum upp­runa sem hafa sest að hér á landi.

Isabel Alejandra Díaz verkefnastjóri segir í samtali við Kjarnann að námskeiðið hafi gengið mjög vel í ár. „Eins og í fyrra upplifðum við að börnin voru feimin fyrsta daginn, sérstaklega vegna þess að þau eru tvítyngd. Þau reyna að tala og finna orðin en þegar líður á námskeiðið fer þetta allt að koma vegna þess að þau vinna svo vel saman,“ segir hún.

Hún bendir á að eftir nokkra daga eigi börnin mun auðveldara með samskipti, þau séu opnari fyrir kennslunni og leikjunum og skemmti sér vel.

Auglýsing

Magnað að fylgjast með börnunum

Börnin fá tækifæri til að sýna það sem þau hafa unnið að á námskeiðinu en listaverk þeirra verða til sýnis á byggðasafninu og einnig munu þau fleyta litlum bátum um helgina sem þau hafa búið til sjálf.

Isabel segir að námskeið sem þessi krefjist mikillar vinnu og að þau sem standa að því gætu ekki gert það upp á sitt einsdæmi. „Margir hafa staðið við bakið á okkur, fyrirtæki og bæjarbúar sjálfir,“ segir hún. Þá eru þrír til fjórir unglingar sem vinna sem sjálfboðaliðar og segir hún gríðarlega hjálp í þeim.

Börnin eru hvaðanæva að, til að mynda frá Póllandi, Bandaríkjunum, Englandi, Sýrlandi, Írak, Nígeríu, Danmörku og Sviss. Isabel segir þetta vera góða blöndu og að þau séu einstaklega hjálpleg við hvort annað. Hún segir algjörlega magnað að fylgjast með þessum krökkum og ekki síst þegar þau syngja saman. Þau skilji hvernig það er að eiga erfitt með samskipti og tengja þau vel saman, meðal annars vegna þess. Hún segir það vera einstaka upplifun að vinna með þessum börnum.

Eigum að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum

Anna Hildur Hildibrandsdóttir. Aðsend mynd.Kjarninn fjallaði um námskeiðið fyrr á árinu og sagði Anna Hildur Hildi­brands­dótt­ir, ein for­svars­manna þess, málörvun barna vera mjög mik­il­væga og hægt væri að nota marg­breyti­leika tungu­máls­ins til að skilja hvert ann­að. Ekki þyrfti ein­ungis eitt tungu­mál til þess.

„Við eigum líka að bera virð­ingu fyrir fjöl­breyti­leik­anum og hvetja fólk til að aðlag­ast. Við skulum gera það fal­lega og eiga í sam­ræð­u,“ sagði Anna Hild­ur. Hún telur mik­il­vægt að Íslend­ingar geri sér grein fyrir því að inn­flytj­endur komi með þekk­ingu inn í sam­fé­lagið og að þeir mót­ist enn fremur af við­horf­inu sem tekur við þeim. „Ef þessi börn fá örvandi umhverfi þegar þau koma hingað til lands þá eru þau betur í stakk búin fyrir líf­ið.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk