Börn af erlendum uppruna mótast af viðhorfinu sem tekur við þeim

Með sívaxandi fjölda fólks af erlendum uppruna sem flytur til landsins hefur hópur tekið sig saman á Ísafirði og þróað námskeið til að styrkja sjálfsmynd barna og örva málvitund þeirra í nýjum heimkynnum.

Tungumálaskrúðgangan á Ísafirði 2017
Tungumálaskrúðgangan á Ísafirði 2017
Auglýsing

Málörvun barna er mjög mikilvæg og hægt er að nota margbreytileika tungumálsins til að skilja hvert annað. Ekki þarf einungis eitt tungumál til þess. Þetta segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, ein forsvarsmanna sumarnámskeiðsins Tungumálatöfrar á Ísafirði. Námskeiðið er ætlað fjöltyngdum börnum og er markmið þess að búa til málörvandi umhverfi í gegnum listkennslu. Það er hugsað fyrir íslensk börn sem hafa fæðst erlendis eða flutt til annarra landa og börn af erlendum uppruna sem hafa sest að hér á landi. Það er þó opið öllum börnum og verður það haldið 6. til 11. ágúst næstkomandi sumar.

„Við eigum líka að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og hvetja fólk til að aðlagast. Við skulum gera það fallega og eiga í samræðu,“ segir Anna Hildur. Hún telur mikilvægt að Íslendingar geri sér grein fyrir því að innflytjendur komi með þekkingu inn í samfélagið og að þeir mótist enn fremur af viðhorfinu sem tekur við þeim. „Ef þessi börn fá örvandi umhverfi þegar þau koma hingað til lands þá eru þau betur í stakk búin fyrir lífið,“ segir hún.

Þekkir það sjálf að vera innflytjandi

Anna Hildur HildibrandsdóttirAnna Hildur er ein þeirra sem kom verkefninu á koppinn en hún er nú búsett í London í Bretlandi. Hugmyndin kom til hennar daginn eftir Brexit þegar Bretar kusu úrsögn úr Evrópusambandinu. En hugsunin risti þó dýpra því sem innflytjandi í Bretlandi þá vissi hún af eigin reynslu hvernig sú tilfinning er. „Ég hugsaði meira eftir Brexit-kosningarnar um það sem innflytjendur heimsins eiga sameiginlegt þótt ég geri mér grein fyrir að ég sé hvítur forréttindainnflytjandi. En um leið fór ég að hugsa til þess að ég vildi að barnabörnin mín hefðu aðgang að málörvandi umhverfi,“ segir hún. Anna Hildur ól dætur sínar tvær upp í London og gekk vel, að hennar sögn, að kenna þeim og viðhalda íslenskunni enda hafi móðurmálið verið talað á heimilinu. Hún segir að hlutirnir hafi þó farið að flækjast þegar önnur kynslóð fæddist en makar dætra hennar eru breskir. Þar af leiðandi sé krefjandi fyrir barnabörnin hennar að læra íslenskuna.

Auglýsing

Anna Hildur og fjölskylda hennar eiga sumarheimili á Ísafirði og dvelja þau þar iðulega á sumrin. Hún fór til að mynda með annað barnabarn sitt til Ísafjarðar síðastliðið sumar, meðal annars til að fara á námskeiðið, og segir hún að það hafi haft gríðarlega góð áhrif á drenginn. Hún segir að fólkið fyrir vestan sé allajafna mjög meðvitað um þessi mál, sérstaklega kennarar. „Það er hvergi betra að vera útlendingur á Íslandi en fyrir vestan,“ segir hún og hlær. Viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa og bætir hún því við að hugmyndinni hafi verið tekið mjög vel á Ísafirði.

Þörf fyrir málörvun mikil

Börn á Ísafirði Mynd: Isabel Alejandra DíazTilgangurinn með námskeiðinu fyrir börnin er í raun margþættur, að sögn skipuleggjenda. Eitt mikilvægt markmið er að styrkja sjálfsmynd barnanna með því að viðhalda móðurmáli þeirra. Anna Hildur bendir á að eftir því sem kynslóðirnar verða fleiri í nýjum heimkynnum þá verður þörfin fyrir málörvun meiri. Hún segir að mikil sjálfstyrking sé fólgin í því fyrir tvítyngd börn að hitta aðra krakka sem eru á sama báti. Þau sjái kosti þess að kunna tvö tungumál og verði því opnari fyrir því að rækta málið sem þau nota minna. Þau geti verið stolt af því þegar þeim er kennt hvernig það nýtist þeim.

„Við ætlum einnig að nýta verkefnið til að ná til flóttamannafjölskyldnanna sem voru að flytja til Ísafjarðarbæjar,“ segir Anna Hildur. Nú geta 5 til 10 ára krakkar sótt verkefnið en aldurshópurinn var áður 5 til 8 ára. Þetta er gert til þess að fleiri krakkar geti tekið þátt ekki síst úr ranni þeirra sem eru nýkomnir. Hún bendir á að þetta sé samfélagsverkefni og hefur hún persónulega mikla trú á því.

Vilja fagna fjölbreytileikanum árlega

Verkefnið var framkvæmt í fyrsta skipti í fyrrasumar sem tilraun með styrk frá Ísafjarðarbæ og þremur kennurum sem mótuðu aðferðafræðina. Krakkarnir sem voru hvaðanæva af úr heiminum tóku þátt í ýmiss konar atburðum, til að mynda bjuggu þau til bát úr mjólkurfernu og hvert og sungu lag með texta sem þau gátu sjálf búið til um bátinn. Kennararnir leiddu þau í gegnum verkefnið með tónlist og myndlist og telur Anna Hildur það einstaklega góða leið til að miðla þekkingu, sérstaklega í hóp sem þessum.

Myndlistarkonurnar Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir og Nína Ivanova ásamt tónlistarkennaranum og gítarleikaranum Jóni Gunnari Biering Margeirssyni munu leiða börnin áfram á komandi námskeiði í gegnum myndlist, sögur og tónlist. Með þeim er verkefnastjórinn Isabel Alejandra Díaz sem er sjálf innflytjandi á Ísafirði. Anna Hildur segir þetta vera stórkostleg nálgun og að allir sem fylgdust með síðastliðið sumar hafi orðið heillaðir af.

Í lok námskeiðsins var haldin svokölluð Tungumálaskrúðganga sem verður héðan í frá haldin árlega, að sögn Önnu Hildar. Til að byrja með var tilgangurinn einungis að loka námskeiðinu en á endanum varð þetta 100 manna skrúðganga. Hún segir að út frá því hafi sprottið upp sú hugmynd að fagna fjölbreytileikanum árlega, þar sem allir taki þátt. Til stendur að hafa skrúðgönguna hvern laugardag eftir Verslunarmannahelgina og verður þetta því vísir að bæjarhátíð, að sögn Önnu Hildar. Jafnframt verði gert mun meira úr göngunni í ár, þar sem búist er við mikilli veislu, búningum og fánum og matartjöld verða sett upp þar sem mismunandi matarmenning verður kynnt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk