Mynd: Aldís Pálsdóttir

Sjálfstæðisflokkinn skortir umburðarlyndi

Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fékk ekki sæti á lista flokksins fyrir kosningar í vor, eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Eyþóri Arnalds í oddvitakjöri. Hún segist eiga nóg inni í stjórnmálunum og stefnir ótrauð áfram.

„Núna er maður bara að klára þetta kjör­tíma­bil, það er ekki alveg búið, það eru tveir, þrír mán­uðir eft­ir,“ segir Áslaug Frið­riks­dóttir frá­far­andi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Áslaug verður ekki á lista flokks­ins fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar í maí eftir að hafa lotið í lægra haldi fyr­ir, Eyþóri Arn­alds, í odd­vita­kjöri í jan­ú­ar. Í kjöl­farið vann kjör­nefnd að upp­still­ingu í önnur sæti þar sem til­laga um hana í 2. sætið var felld í kosn­ingu í nefnd­inni. „Ég sótt­ist eftir því að taka 2. sætið á list­anum en það var fellt.“ Henni var ekki boðið sæti neðar á list­an­um. Það liggur því fyrir að hún mun fara í önnur störf eftir kosn­ing­arn­ar.

„Ég held að ég taki mér smá frí og svo fer ég bara að huga að nýjum verk­efn­um. Það er rosa­lega mikið að breyt­ast hjá mér í einu. Ég er að skilja, ætla að fara að flytja og við þetta bæt­ist að skipta um vinnu. Þannig að það er mikið að ger­ast hjá mér næstu mán­uð­i,“ segir Áslaug. Hún segir samt að það sé ekki stór­mál að hætta í borg­ar­stjórn stjórn­mála­menn viti aldrei hvað verður á næsta kjör­tíma­bili og séu með­vit­aðir um það að allt geti breyst. „Maður getur ekki gengið að neinu vísu í póli­tík og þarf auð­vitað alltaf að sækja umboð kjós­enda sinna.“

Áslaug er bjart­sýn á fram­tíð­ina. Hún seg­ist vön að fást við alls kyns verk­efni, hefur verið verk­efna­stjóri, unnið að stefnu­mótun og þarfa­grein­ingum í mörgum verk­efn­um. Hún á hlut í ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki sem sér­hæfir sig í því að aðstoða fyr­ir­tæki við að gera vef­síður og kerfi betri með til dæmis því að nýta not­enda­próf­an­ir. „Ég hef ekki getað starfað þar með fullu starfi borg­ar­full­trúa og nú ætla ég bara að sjá hvað verð­ur.“

Byrj­aði í ólgu­sjó

Áslaugu var fyrst boðið 14. sæti á lista flokks­ins fyrir kosn­ingar 2006. „Ég sagði bara já. Síðan náði Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sjö borg­ar­full­trúum í kosn­ing­unum sem þýddi að ég varð vara­borg­ar­full­trúi. Ég hafði ekki minnstu hug­mynd um hvað fólst í því,“ segir hún glettin og bætir við að um miklu meiri vinnu hafi verið að ræða en hún bjóst við.

Hún byrj­aði sem nefnd­ar­maður í leik­skóla­ráði. „Það hafði verið stofnað sér­stak­lega af því að þá voru langir biðlistar eftir leik­skóla­vist og mikil mann­ekla, mjög keim­líkt því sem nú blasir við.“ Þar sat Áslaug meðal ann­arra með Þor­björgu Helgu Vig­fús­dóttur fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúa flokks­ins, sem leiddi starf leik­skóla­ráðs­ins, en Áslaug seg­ist sjá mikið eftir Þor­björgu úr starf­inu.

„Þetta var auð­vitað ævin­týra­legt kjör­tíma­bil póli­tískt séð og í raun­inni rosa­lega skemmti­legt þó það hafi oft verið erfitt. Það verða þarna fjórir borg­ar­stjórar á mjög skömmum tíma, það var mik­ill órói, bæði í borg­ar­stjórn­inni sjálfri og innan flokk­anna. Björn Ingi [Hrafns­son fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar] var að fara út, stung­inn í bak­ið, Vil­hjálmur [Þ. Vil­hjálms­son fyrr­ver­andi odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins] hætti á tíma­bil­inu og Hanna Birna [Krist­jáns­dótt­ir] tók við. Ólafur F. var borg­ar­stjóri um tíma en Hanna Birna  mynd­aði síðan meiri­hluta með Ósk­ari Bergs­syni og fram­sókn­ar­mönnum og þá loks fór að róast.“

Um þetta leyti varð hrunið og kreppan dundi á. „Undir stjórn Hönnu Birnu var ákveðið að vinna á þessum við­kvæmu tímum í mik­illi pólistískri sátt. Stefnan var tekin á að segja starfs­fólki ekki upp heldur fá alla með í að takast á við þess breyttu rekstr­ar­for­send­ur. Ég var for­maður menn­ing­ar- og ferða­mála­ráðs á þessum tíma. Alls staðar var stefnan tekin á að skera niður eins og hægt væri, án þess að það kæmi niður á stör­f­un­um. Ég var efins um þessa stefnu í fyrstu en þetta gekk alveg ótrú­lega vel. Þarna tókst Hönnu Birnu að loka fjár­hags­á­ætlun með þessum nýjum leiðum á ótrú­legan hátt sem var afrek út af fyrir sig og seinna fékk borgin reyndar nýsköp­un­ar­verð­laun fyrir þessa vinnu. Þetta var mjög lær­dóms­ríkt. Og þannig var siglt inn í kjör­tíma­bil 2010, með póli­tísku sátt­ina í for­grunn­i.“

Ný sýn á borg­ar­skipu­lagið

Þó að það hafi oft verið mik­ill hasar og drama­tík í póli­tík­inni á þessu tíma­bili segir Áslaug að mikið hafi að ger­ast í borg­ar­hug­mynda­fræð­inni. „Borg­ar­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins voru  að móta hug­myndir um hina „nýju Reykja­vík“. Þarna var Gísli Mart­einn [Bald­urs­son fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins] til dæmis að þróa grænu skrefin og við vorum að móta stefnu í átt að þétt­ingu byggðar og að nýrri sýn í sam­göng­um. Þá var á stefnu­skrá flokks­ins að byggja í Vatns­mýr­inni, þótt síðar vildu menn ekki kann­ast við það. Við höfðum unnið að þess­ari nýju sýn og þó að alltaf hafi verið ágrein­ingur um flug­vall­ar­málið innan hóps­ins þá hafði flokk­ur­inn þá stefnu að kanna hvort að finna mætti flug­vell­inum annað stæð­i.“

Mynd: Aldís Pálsdóttir

Áslaug segir að í þeim hug­myndum sem þró­aðar voru á þessum tíma þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var í meiri­hluta hafi verið lögð áhersla á að gera stærri hluta Reykja­víkur áhuga­verðan með þétt­ari byggð og ýta undir fjöl­breytt­ari og vist­vænni sam­göngu­máta. Þess­ari vinnu var áfram­haldið í póli­tískri sátt þó að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn næði ekki inn í meiri­hluta 2010 eftir stór­sigur Besta flokks­ins. Alla vega fyrst um sinn. En svo fór að gæta óþol­in­mæði og borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur­inn gagn­rýndur fyrir að vera of mikið að vinna með meiri­hlut­anum í stað þess að berja á honum og sýna þannig hversu ómögu­legur meiri­hlut­inn væri.  

Í aðdrag­anda próf­kjörs Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík í nóv­em­ber 2013 kom gríð­ar­legur ágrein­ingur í ljós um þessar hug­myndir sem varð til þess að Gísli Mart­einn Bald­urs­son, sem farið hafði mjög fyrir þeim, dró sig í hlé og ákvað að halda til ann­arra starfa. „Nið­ur­stöður þessa próf­kjörs urðu samt þær að við sem höfðum tekið þátt í að móta þessar nýju hug­myndir náðum ágætis árangri í próf­kjör­inu þrátt fyrir að við röð­uð­umst ekki í efstu sæt­in. Þor­björg Helga, var þó ekki sátt við sinn hlut og ákvað í kjöl­farið því miður að hætta afskiptum af borg­ar­mál­unum og var mik­ill sjón­ar­sviptir af henni. Við Hildur Sverr­is­dóttir vorum áfram á list­an­um, stóðum í ströngu við að útskýra okkar sjón­ar­mið og fengum á okkur heil­mikla gagn­rýni fyrir að ganga ekki takt.“

Áslaug segir þá gagn­rýni ekki hafa verið sann­gjarna í ljósi sög­unn­ar. „Mér fannst mjög leið­in­legt að þetta mikla starf sem við höfðum unnið var í raun gjald­fellt í próf­kjör­inu vegna þess að innan flokks­ins voru ákveðin öfl sem fóru gegn þessum hug­mynd­um. Manni leið svo­lítið á þessu tíma­bili eins og flokk­ur­inn vildi ekki ekki kann­ast við barnið sitt. Auð­vitað voru alls konar skoð­anir innan hóps­ins, til dæmis í afstöð­unni til flug­vall­ar­ins. Sumir vildu hann burt sama hvað og aðrir að við honum yrði ekki snert. Mitt sjón­ar­mið hefur alltaf verið að það væri í góðu lagi að skoða hvort að til væri annað heppi­legt flug­vall­ar­stæði en að hann yrði ekki færður án þess að það lægi fyr­ir.  Þegar Hanna Birna var í borg­ar­stjóri hafði við­kvæðið verið að flug­vall­ar­málið yrði unnið í sátt. Mér fannst það hið eðli­leg­asta mál. Hins vegar varð svo mikil harka í þessum málum og raddir um að allir þeir sem voru ekki til í að taka undir skil­yrð­is­lausan stuðn­ing við að flug­völlur yrði í Vatns­mýri um eilífa fram­tíð fengu á sig þann stimpil að vera að svíkja sjón­ar­mið flokks­ins. Sam­fé­lag­miðl­arnir log­uðu og flokks­fundir hafa varla verið hat­rammari. Þetta var hálf dap­ur­legt tíma­bil.“

Áslaug segir að á þessum tíma hafi henni verið farið að finn­ast vanta upp á bjart­sýni í kringum borg­ar­málin hjá flokkn­um, gleði og áhug­ann á því að þróa áfram nýjar leið­ir. „Margir kusu að hlusta frekar á óánægju­raddir sem alltaf koma upp í stað þess að leiða hlut­ina áfram. Sam­hliða þess­ari dvín­andi gleði kvarn­að­ist úr hópnum tölu­vert af virki­lega góðu fólki, bæði úr starf­inu og ekki síst úr borg­ar­stjórn­ar­hópn­um. Að sjá á eftir fólki sem var dug­legt, hæfi­leik­a­ríkt og reynslu­mikið í þessum mál­um, mér finnst það ein­fald­lega vera algjör synd.“

Hún segir þetta kjör­tíma­bil sem senn tekur enda hafa ein­kennst af því að öll áhersla var lögð á að borg­ar­stjórn­ar­hóp­ur­inn kæmi sam­ein­aður fram og tal­aði einu máli. „Auð­vitað hefur það þýtt miklar mála­miðl­anir innan hóps­ins í stærstu ágrein­ings­mál­un­um. Ég tel að því reyndu að far­sælla sé að gera ráð fyrir því að ólíkar hug­myndir séu innan allra hópa og gefa fólki frelsi til að hafa sínar skoð­anir í stað þess að reyna að steypa öllum í sama mót. Fólk verður að hafa frelsi til að fara eftir sann­fær­ingu sinn­i.“

Ýtt út

Áslaug sótt­ist eftir því að halda áfram í borg­ar­mál­unum fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Hún lenti í öðru sæti í odd­vita­kjör­inu en var ekki boðið að taka sæti á lista. Margir voru hissa á því að aðeins einn núver­andi borg­ar­full­trúa, Marta Guð­jóns­dótt­ir, fengi sæti á list­anum en bæði Áslaug og Kjartan Magn­ús­son væru þar hvergi sjá­an­leg.

„Ég varð  fyrir von­brigðum með þau vinnu­brögð sem áttu sér stað við upp­still­ingu list­ans. Um leið og það var tekin ákvörðun um að fara ekki í almennt próf­kjör heldur odd­vita­kjör þá vissi ég að útkoman yrði tví­sýn fyrir mig. Þar sem þessi leið hafði ekki áður verið farin voru leik­reglur ekki skýrar og því mikil áhætta að gefa kost á sér í leið­toga­kjör­inu. Hins vegar held ég að við Kjartan höfum bæði metið það svo að þátt­taka í leið­toga­próf­kjör­inu myndi ekki bitna á mögu­leika okkar á því að skipa sæti á list­anum enda var ítrekað lögð áhersla á að þarna væri aðeins verið að velja þann sem myndi skipa fyrsta sæt­ið. Einnig var ljóst að nægt rými var til að til að bæta við hóp­inn. Við vorum bara þrjú eftir borg­ar­full­trúar flokks­ins og lík­legt að hóp­ur­inn myndi stækka með fjölgun borg­ar­full­trúa. Ég get því ekki tekið undir þær skýr­ingar for­manns kjör­nefndar að nið­ur­staða leiðtoga­próf­kjörs­ins þýddi að við Kjartan hefðum ekki haft stuðn­ing flokks­manna til að vera á list­anum því kallað væri eftir meiri end­ur­nýj­un.“

Áslaug segir að hættan hafi alltaf verið sú að leiðin sem var farin gæti falið í sér að fámennur hópur hand­veldi þá sem þeim líkar en úti­loki aðra. Hún telur að það hafi gerst og sé alls ekki ásætt­an­legt fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn með sínar lýð­ræð­is­hefð­ir.

„Ég hef tekið þátt í átökum innan flokks­ins eins og alvana­legt er auð­vitað í stjórn­mála­starfi. Átökin í Reykja­vík virð­ast  oft á tíðum ganga fyrst og fremst út á að ná og við­halda völdum í stofn­unum flokks­ins. Vissu­lega skiptir það máli því að það hefur síðan áhrif á hverjir skipa full­trúa­ráð­ið, hverjir sitja í kjör­nefnd og hverjir hafa aðgang að Lands­fundi sem síðan mótar stefn­una. Þarna er hart barist en því miður á kostnað mál­efn­anna sem falla í skugg­ann. Þetta gerir að verkum að fólk sem hefur áhuga á mál­efn­unum íleng­ist síður í flokks­starf­inu í Reykja­vík. Það hafa ótrú­lega margir sömu sögu að segja af því, fólki finnst þetta ekki spenn­andi vett­vangur vegna þess­arar hörku. Gras­rót­ar­starfið í Reykja­vík á að vera öfl­ugur vett­vangur skoð­ana­skipta og umræðu en er það því miður ekki að af þessum sök­um.“

Þarna er hart barist en því miður á kostnað málefnanna sem falla í skuggann. Þetta gerir að verkum að fólk sem hefur áhuga á málefnunum ílengist síður í flokksstarfinu í Reykjavík. Það hafa ótrúlega margir sömu sögu að segja af því, fólki finnst þetta ekki spennandi vettvangur vegna þessarar hörku.

Hún seg­ist upp­lifa það utan flokks­ins að fólk skilji þetta ekki. Þrátt fyrir að fólk nálgist starfið án þess að vilja neitt með þessi átök hafa, er það flokkað í ákveðna hóp eða arma eftir því með hverjum það kemur eða jafn­vel hjá hverjum það situr á fund­um. Þegar ég byrja í starf­inu, upp­lifði ég það þannig að ég var án þess að hafa nokkuð haft með það að segja komin í ákveðin hóp. Það bara vald­ist þannig að ég kom inn, sett­ist við hlið­ina á fólki sem mér fannst skemmti­legt og allt í einu var ég bara komin í ein­hverja klíku. Þetta þarf flokk­ur­inn í Reykja­vík að  yf­ir­stíga vegna þess að stemmn­ingin í gras­rót­inni má ekki bitna á fylgi flokks­ins.“

Áslaug segir það sjálf­sagt að skoða nýjar leiðir við að velja fram­boðs­lista, en slíkt verði að gera vel ígrundað og í góðri sátt. „Mér finnst það ekki hafa heppn­ast núna. Ég veit það fyrir víst að það eru margir sem hafa unnið ötul­lega fyrir borg­ina og í borg­ar­mál­unum innan flokks­ins og höfðu mik­inn áhuga á að fara í próf­kjör fannst það súrt að heyra að nöfnin þeirra hlutu engan hljóm­grunn hjá kjör­nefnd­inni. Svona vinnu­brögð skilja eftir sig djúp sær­indi og um leið er hætt við að það verði ekki eins mikil stemm­ing í kosn­inga­slagnum í vor. Mjög margir hefðu gefið kost á sér hefði verið farið í hefð­bundið próf­kjör að þessu sinni  enda kjörað­stæður fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn að ná góðum árangri í kosn­ing­unum í vor og leikur einn ætti að vera að mynda meiri­hluta. Skoð­ana­kann­anir í ágúst á síð­asta ári sýndu að fylgið var að mæl­ast í kringum 34 pró­sent sem var mik­il­væg vís­bending.“

Spurn­ing um við­horf

„Mér finnst að Sjálf­stæð­is­menn eigi að taka umræðu um ný þró­un­ar­verk­efni opnum örm­um. Við eigum að hætta að vera leið­in­legi karl­inn í partý­inu. Við eigum að vilja taka þátt, hefja sam­ræður og  sam­starf og taka þannig stjórn á verk­efnum í stað þess að byrja á því að tala þau nið­ur. Þetta er spurn­ing um við­horf. Stjórn­mála­menn sem nálg­ast mál­efna­lega umræðu í trú­ar­bragða­formi og skot­gröfum lenda í vand­ræðum til lengri tíma því þeir þurfa þá á end­anum að gefa eftir eða sjá að sér. Eins og mörg dæmi hafa sýnt. Hlut­irnir eru nefni­lega ekki svona svart­hvít­ir. Og stefnan getur alls ekki verið sú að fylgja ein­fald­lega því sem hver vill heyra hverju sinn­i.“

Áslaug segir þörf á að sjálf­stæð­is­menn komi auga á tæki­færin sem fólgin eru í því að höfða til breið­ari hóps borg­ar­búa og vera umburð­ar­lynd­ari gagn­vart nýjum skipu­lags­sjón­ar­miðum í borg­ar­þró­un. „Það að horfa á skipu­lags­mál með mis­mun­andi hætti skil­greinir mann ekki sem vinstri eða hægri mann. Það sem skilur á milli hug­mynda­fræði hægri og vinstri manna er frekar hvernig hlutir eru fram­kvæmd­ir. Við Sjálf­stæð­is­menn höfum barist fyrir fjöl­breytt­ari þjón­ustu, bæði í skóla­kerf­inu og í vel­ferð­ar­þjón­ust­unni, viljum útvista verk­efnum og nota útboð í meira mæli. Ef farið er að flokka fólk til hægri og vinstri eftir skoð­unum þess á skipu­lags­málum þá þreng­ist um og erf­ið­ara verður að ná til þess breiða hóps sem flokk­ur­inn rúmar ann­ars. Nú þegar telja of margir sig ekki eiga sam­leið með flokknum í Reykja­vík vegna þessa við­horfs.“

Hún telur að til dæmis Borg­ar­línu­verk­efnið eigi vel við þá áherslu sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn leggur á frelsi til að velja bæði á lands­vísu og í borg­ar­mál­um. „Frelsi til að velja er ein aðal­á­hersla flokks­ins. Í sveit­ar­stjórnum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er í for­ystu fram­bæri­legt sjálf­stæð­is­fólk sem er að vinna á mjög svip­uðum nótum og við vorum að gera í borg­inni hjá flokknum fyrir nokkrum árum. Þessar sveit­ar­stjórnir sem hafa Sjálf­stæð­is­menn í broddi fylk­ingar eru að vinna með meiri­hlut­anum í Reykja­vík þegar kemur að Borg­ar­lín­u”, segir Áslaug. Henni kemur hins vegar á óvart að í ljósi þessa sé ekki eitt orð að finna um Borg­ar­línu í glæ­nýrri Lands­fund­ar­á­lyktun Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Þjón­ustu illa sinnt

Áslaug segir að vöxt­ur­inn í borg­ar­kerf­inu hafi verið mik­ill á síð­ustu kjör­tíma­bil­um. Mörg stöðu­gildi hafi bæst við og rekst­ur­inn sé ógagn­sær. „Þetta ógagn­sæi gerir að verkum að erfitt er að sjá þörf­ina fyrir þennan mikla vöxt og hvað skýrir hann.  Það er erfitt að taka ákvarð­anir ef maður veit ekki í hvað tími fólks er að fara, hvernig á að meta verk­efnin sem unnin eru innan kerf­is­ins og hvernig þau skila sér. Þessu verður að breyta.“

Áherslan hafi líka verið alltof lítil á þá þjón­ustu sem borgin veitir und­an­farin ár. „Þá er ég helst að tala um skól­ana.  Það hefur lítið sem ekk­ert verið gert í því. Það eina sem meiri­hlut­anum dettur í hug að gera til að mæta þessum vanda er að setja af stað hina og þessa stefnu­mót­un­ina. Mér finnst þetta alltaf lykta af því að þau séu að kaupa sér tíma. Á meðan magn­ast vand­inn upp. Vel­ferð­ar­þjón­ustan þarf að fá inn­spýt­ingu. Nauð­syn­legt er að hleypa nýsköpun að og gera þeim sem á henni þurfa að halda kleift að velja þjón­ustu á eigin for­sendum og með því móti þró­ast hún best. Miklar breyt­ingar eru framundan á sam­fé­lag­inu sem knýja á um breyt­ingar á því hvernig þjón­ustan er veitt.”

Hún segir að þrátt fyrir að hún til­heyri þeim hópi sem vildi skoða kosti þess að flug­völl­ur­inn fengi nýtt stæði, vildi þétta byggð og taldi rétt að sam­þykkja aðal­skipu­lag­ið, þýðir ekki að hún sé sátt við vinnu­brögð meiri­hlut­ans og það sem hún kallar ósveigj­an­leika gagn­vart breyttum for­sendum í borg­inni. „Of ein­streng­ings­lega hefur verið unnið og þess ekki gætt að hafa íbú­ana sam­ferða. Of bratt er hlaupið í fram­tíð­ar­hug­myndir á meðan grunn­þjón­ustu er ekki sinnt. Þarna verður að vera meira jafn­vægi. Mér finnst að meiri­hlut­inn í Reykja­vík hlusti ekki nógu vel á borg­ar­búa og skil því vel þá óánægju sem í borg­inni kraum­ar. Það þarf að hlusta á fólk sem er farið að eyða auknum tíma í bíl­unum sínum í umferð­artöfum og þegar þjón­ust­unni við dag­legt líf íbúa er stór­lega ábóta­vant. Þegar ferða­manna­straum­ur­inn skall á borg­inni  og hús­næð­is­skort­ur­inn varð óbæri­legur lögðum við sjálf­stæðis­menn alla áherslu á að upp­bygg­ing­ar­á­ætl­anir yrðu end­ur­skoð­að­ar. Það var ekki gert og unnið of ein­streng­ings­lega eftir útrunnum áætl­un­um. Það var aug­ljóst að það þurfti að bregð­ast við þessum breyttu for­sendum með ein­hverjum hætti. Það var ekki gert.”

Mun flokk­ur­inn minn­ka?

Aðspurð um afleið­ingar þess að þau sjón­ar­mið sem Áslaug stendur fyrir virð­ast ekki hafa átt upp á pall­borðið við upp­still­ingu fram­boðs­list­ans, segir hún: „Með þessu tekur flokk­ur­inn þá áhættu að höfða til þrengri hóps en hann hefði ann­ars gert nema að ein­hverjir á fram­boðs­list­anum tali til þess hóps. Ég er ekki sú eina sem er á þess­ari mál­efna­línu og veit að meðal nýrra fram­bjóð­enda er fólk sem er sam­mála mér um margt. Ég vona að þeir fram­bjóð­endur fylgi sann­fær­ingu sinni og láti ekki þagga niður í sér.“

Hún seg­ist hafa orðið meira og meira vör við þá kröfu að allir þurfi að hafa sömu skoð­anir til að vera gjald­gengir innan flokks­ins í Reykja­vík. „Ég tel að í gegnum tíð­ina hafi það verið einn helsti styrk­leiki flokks­ins að hafa umburð­ar­lyndi fyrir blæ­brigðum skoð­ana innan hans. Þetta umburð­ar­lyndi hefur verið ein for­senda þess að flokk­ur­inn hefur verið jafn stór og raun ber vitni. Skortur á þessu umburð­ar­lyndi mun ekki stækka heldur þvert á móti minnka flokk­inn í Reykja­vík­.”  

Ljóst er, miðað við skoð­ana­kann­an­ir, að til að kom­ast í meiri­hluta þarf Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að mynda stjórn með öðrum flokk­um. „Því er það ennþá mik­il­væg­ara að sýna sam­starfsvilja og vera til­bú­inn til að ræða nýjar hug­mynd­ir. Með slíku við­horfi er hægt að bryggja brýr. Nei­kvæðni og þröng­sýni skila litlu. Það er ekki veik­leiki að sýna sam­starfsvilja og vilja leita nýrra leiða heldur þvert á móti styrk­leiki. Mér hefur ekki fund­ist nægur skiln­ingur vera fyrir þessu meðal Sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík.“

Því er það ennþá mikilvægara að sýna samstarfsvilja og vera tilbúinn til að ræða nýjar hugmyndir. Með slíku viðhorfi er hægt að bryggja brýr. Neikvæðni og þröngsýni skila litlu. Það er ekki veikleiki að sýna samstarfsvilja og vilja leita nýrra leiða heldur þvert á móti styrkleiki. Mér hefur ekki fundist nægur skilningur vera fyrir þessu meðal Sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Ætlar hún í Við­reisn?

Fjöldi fólks hefur snúið baki við Sjálf­stæð­is­flokknum af þessum og öðrum sökum á und­an­förnum miss­er­um. Skemmst er að minn­ast stofn­unar Við­reisnar þar sem finna má ógrynni af fyrr­ver­andi sjálf­stæð­is­mönn­um, oft með ein­hverjar skoð­anir sem þóttu ekki heppi­legar innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­for­maður flokks­ins leiðir nú Við­reisn og þar er einnig Pawel Bar­toszek sem verður í öðru sæti á lista Við­reisnar í borg­inni.

Áslaug segir Pawel vera mjög sterkan hægri mann sem bjóði sig fram nú í kosn­ing­unum og að hann eigi svo sann­ar­lega erindi í borg­ar­stjórn. „Hann er því miður far­inn úr okkar flokki. Hann er með mjög líka sýn og þá sem var að þró­ast hjá Sjálf­stæð­is­flokknum á sínum tíma og skrif hans sýna að hann hefur góðar hug­myndir í mörgum öðrum mál­um. Að missa mann eins og hann er auð­vitað mjög leið­in­legt. Ég á vini í Við­reisn og til tals kom að ég tæki sæti á lista flokks­ins. Eftir að hafa íhugað málið ákvað ég að gera það ekki.“

Aðspurð um hvort hún muni kjósa list­ann í kosn­ing­unum í vor seg­ist hún ekki viss. Hún hafi alltaf kosið Sjálf­stæð­is­flokk­inn og myndi gera það í þing­kosn­ing­um. Hún sjái hins vegar ekki skýrt hvert flokk­ur­inn stefni í borg­inni. „Ég ætla bara að sjá hvernig þeim tekst að sann­færa kjós­endur og þannig mig, um hvort ég eigi að kjósa þau. Ég hef þó þá til­finn­ingu að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í Reykja­vík þurfi að skapa jákvæð­ari stemm­ingu og skoða nýja mögu­leika með opnum huga.“

En ætlar Áslaug að hætta alveg í póli­tík? „Breyt­ingar eru sjálf­sagðar og maður á ekk­ert fyr­ir­fram­gefið í stjórn­mála­starfi. Ég hef átt sæti í borg­ar­stjórn þetta kjör­tíma­bil. Mér finnst það ekk­ert langur tími þannig að mér finnst ég eiga nóg inn­i,“ segir Áslaug og bætir við: „Það hafa verið algjör for­rétt­indi að hafa fengið að starfa sem borg­ar­full­trúi. Starfið er frá­bært. Mínar áherslur hafa lotið að því að gefa borg­ar­búum meira val á öllum víg­stöðvum hvort sem er í vel­ferð­ar­þjón­ustu eða sam­göng­um. Nóg er af verk­efnum og það þarf ekk­ert að vera að ég sé hætt í póli­tík.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFólk