Notkun áfengis eykur líkurnar á elliglöpum

Enn og aftur sannast að allt er gott í hófi og ofneysla á áfengi, eins og svo mörgu öðru, getur dregið dilk á eftir sér.

vín
Auglýsing

Áfengi er títt notað fíkniefni meðal manna og kvenna en í flestum ríkjum heims er það eina fíkniefnið sem er löglegt. Fjölmargar rannsóknir á áfengisnotkun hafa sýnt fram á jákvæð áhrif þess að neyta áfengra drykkja í hófi meðan ofneysla áfengis hefur oftast verið tengt við neikvæð áhrif.

Í rannsókn sem framkvæmd var í frönsku þýði kemur fram að ofnotkun áfengis er einn sterkasti áhættuþáttur fyrir elliglöpum fyrir aldur fram. Elliglöp eru eðlilegur hluti af því að eldast en þegar þau koma fram fyrir 65 ára aldur er talað um snemmkomin elliglöp, sem rekja rætur sínar að öllum líkindum í annað en aldur viðkomandi.

Í þessari rannsókn var ofneysla áfengis flokkuð yfir 60 grömm af alkóhóli á dag fyrir karla en yfir 40 grömm af alkóhóli á dag fyrir konur. Þetta jafngildir því að karlar drekki 4-5 drykki en að konur drekki 3 drykki að meðaltali á dag.

Auglýsing

Úrtakið í rannsókninni taldi yfir milljón einstaklinga sem greindust með elliglöp. Fjöldi þeirra sem greindust með snemmkomin elliglöp var um 57 þúsund einstaklingar. Innan þess hóps var mjög sterk tenging við ofneyslu áfengis en 57% þeirra sem greindust með snemmkomin elliglöp höfðu neytt áfengis í miklum mæli yfir ævina.

Þeir sem greinast snemma með elliglöp eru mun líklegri til að deyja af völdum heilahrörnunar en þeir sem upplifa elliglöp seinna á lífsleiðinni. Áfengisneysla er einn af fáum áhættuþáttum sem hægt er að stýra og koma þannig í veg fyrir slíka sjúkdóma.

Áfengisneysla og misnotkun á henni sýnir mjög sterka fylgni við elliglöp en það er ekki eina áhættan sem fylgir. Einstaklingar sem neyttu áfengis í óhófi voru líka líklegri til að reykja, vera með háan blóðþrýsting og sýna merki um þunglyndi svo eitthvað sé nefnt. Þetta bendir til þess að áfengi hafi mun víðtækari áhrif en einungis á minnið.

Það sannast því enn og aftur að allt er gott í hófi og ofneysla á áfengi, eins og svo mörgu öðru, getur dregið dilk á eftir sér.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk