Hvað er karlmennska? – Umræðan heldur áfram

Síðastliðinn vetur deildi fjöldi karlmanna reynslu sinni og upplifunum á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #karlmennskan og sýndi fram á að svokölluð „eitruð karlmennska“ leynist í hinum ýmsu kimum samfélagsins.

Karlmennska
Auglýsing

Á tímum opinnar umræðu þar sem fólki gefst í auknum mæli tæki­færi til að tala opin­skátt um reynslu sína, til­finn­ingar og upp­lif­anir þá hefur verið bent á að það karllæga sam­fé­lag sem er við lýði hefur ekki ein­ungis áhrif á konur heldur einnig karla. Eftir vit­und­ar­vakn­ingu síð­ast­lið­ins vetrar varð­andi þær staðalí­myndir sem karl­menn þurfa að standa undir hefur umræða um karl­mennsk­una verið meira áber­andi en áður.

Hinsegin dagar hófust í vik­unni og standa yfir næstu daga. Fjöldi við­burða er á dag­skrá og snýst einn þeirra einmitt um þetta við­fangs­efni og leit­ast við að víkka það út. Mörgum spurn­ingum er enn ósvar­að, á borð við: Hvernig er karl­mennska hinsegin karl­manna? En kvenna? Hvað með trans fólk? Og aðra undir hinsegin regn­hlíf­inni?

Í þessum við­burði Sam­tak­anna ‘78, sem hald­inn verður föstu­dag­inn 10. ágúst kl. 12 í Safna­hús­inu, verður kafað dýpra í áhrif karl­mennsk­unnar á sam­fé­lag­ið, þá sér­stak­lega hinsegin sam­fé­lags­ins. Getum við sem sam­fé­lag stuðlað að breyttum við­horf­um? Hvað er „eitruð karl­mennska“? Hvernig hefur stað­al­mynd karl­mennsk­unnar haft áhrif á þig? Reynt verður að svara þessum spurn­ingum í nota­legu umhverfi og með vinnu­smiðju á Hinsegin dög­um.

Til­gang­ur­inn með við­burð­inum er að fólk komi sam­an, eigi afslapp­aða stund, spjalli saman og spyrji hvort annað þess­ara spurn­inga.

Auglýsing

Mik­il­vægt að halda sam­tal­inu áfram

Unnsteinn JóhannssonUnn­steinn Jóhanns­son, einn skipu­leggj­enda við­burð­ar­ins, segir að hug­myndin hafi sprottið upp eftir umræður síð­ast­lið­ins vetrar varð­andi karl­mennsku. Þá fór á flug sam­fé­lags­miðla­bylt­ing með myllu­merk­inu #karl­mennskan þar sem karl­menn deildu sögum sínum og reynslu. Þor­steinn V. Ein­ars­son átti frum­kvæðið að sam­stöðu­átak­inu en hann sagði meðal ann­ars: „Deilum sögum um reynslu okkar þar sem við fundum að eitt­hvað kom í veg fyrir að við gerðum það sem við raun­veru­lega vildum eða vildum ekki. Dæmi um norm eða við­mið sem hindr­uðu okk­ur.“

Unn­steinn segir að við­burð­ur­inn sé fram­hald af þess­ari umræðu. Hann telur að mik­il­vægt sé að halda sam­tal­inu áfram en í vor héldu Sam­tökin ´78 spjall­kvöld þar sem Þor­steinn leiddi umræð­urn­ar, ásamt Bjarna Snæ­björns­syni leik­ara og Þor­valdi Krist­ins­syni rit­höf­undi og fræði­manni.

Nei­kvæðar hliðar karl­mennsk­unnar smita út frá sér

Ýmsar spurn­ingar hafa vaknað í fram­haldi af #karl­mennskan og þykir Unn­steini til að mynda áhuga­vert að velta fyrir sér hinni svoköll­uðu „eitr­uðu karl­mennsku.“ Hann segir að nei­kvæðu hliðar karl­mennsk­unnar smiti út frá sér inn í alla kima þjóð­fé­lags­ins. Hann segir enn fremur að nauð­syn­legt sé fyrir hinsegin fólk að velta þessum hlutum fyrir sér. „Þegar þú ert að upp­götva sjálfan þig á ung­lings­ár­unum þá gerir þú þér grein fyrir því að þú sért ekki alveg eins og hin­ir. Þú speglar þig í hinum og þannig hefur „karl­mennskan“ mikil áhrif á okkur öll,“ segir hann.

Hóp­ur­inn, sem mun taka þátt í pall­borðsum­ræðum á við­burð­in­um, verður fjöl­breytt­ari en á þeim sem hald­inn var í vor. Nú taka þátt mann­eskjur sem spanna fleiri hluta regn­bog­ans. En þau sem leiða umræð­una á morgun verða Atli Þór Fann­dal, Alex­ander Björn, Helga Har­alds­dótt­ir, Ugla Stef­anía og Rúnar Þór Sig­ur­björns­son.

Enn úrelt við­horf í sam­fé­lag­inu

Unn­steinn telur að umræður sem þessar hafi raun­veru­lega áhrif en til þess þurfi fólk að geta sest saman og rætt hlut­ina. Hvernig birt­ist karl­mennskan til að mynda innan hóps kvenna sem eru sam­kyn­hneigð­ar, meðal trans­fólks og svo mætti lengi telja?

Birt­ing­ar­mynd for­dómanna leyn­ist víða. Sem dæmi má taka þegar fólk í sam­kynja­sam­böndum að spurt er hver sé karl­inn og hver sé kon­an. Unn­steinn segir að þetta séu aug­ljós­lega úrelt við­horf en sumir setji slíkar vanga­veltur fram í gríni, til að mynda hver eldi oftar og taki til á heim­il­inu. Hann bendir aftur á móti á að í sam­kynja­sam­böndum sé eng­inn af gagn­stæðu kyni og því tómt mál að tala um slíka skipt­ingu. Einnig séu auð­vitað ein­stak­lingar í sam­böndum sem skil­greina sig ekki út frá kyni eða eru trans­fólk.

Hér fyrir neðan má sjá við­tal við konu sem segir í ein­lægni frá þeirri reynslu að falla ekki inn í þessi hefð­bundnu kynja­hlut­verk. 

Being butch has not­hing to do with mascul­inity

Why can't you see me as a wom­an? https://bit.ly/2A­Vrov0

Posted by PinkNews on Tues­day, Aug­ust 7, 2018


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk