Staðreyndasemi

Bókadómur eftir Hrafn Malmquist um Staðreyndasemi: Tíu ástæður fyrir því að við höfum rangt fyrir okkur um heiminn og hvers vegna hlutirnir eru betri en þú heldur.

Auglýsing
Factfulness

Bókin Fact­ful­ness: Ten Rea­sons We're Wrong About the World – and Why Things Are Better Than You Think (2018) eftir Hans Ros­l­ing heit­inn kom út í vor.

Ros­l­ing var sænskur læknir sem er minnst fyrir bylt­inga­kenndar og inn­blásnar grein­ingar og mynd­ræna fram­setn­ingu á marg­vís­legri töl­fræði.

Ros­l­ing var hug­sjóna­maður og bókin er „hinsta orr­ustan í ævi­langri bar­áttu minni gegn eyði­leggj­andi afli hnatt­rænnar fáfræði“ (bls 15). Vopn hans er stað­reynda­semi: „Hin stress-minnk­andi venja að til­einka sér að hafa ein­ungis þær skoð­anir sem hægt að að rök­styðja með áreið­an­legum stað­reynd­um.“

Auglýsing

Í bar­áttu sinni við hnatt­ræna fáfræði ferð­að­ist Ros­l­ing víða um heim­inn og hélt fyr­ir­lestra. Honum fannst einkar svekkj­andi að sama hverjir áhorf­endur hans voru þá sýndu þeir rót­gróna for­dóma um stöðu heims­ins – jafn­vel vel menntað og gáfað fólk virð­ist hafa óraun­sæja nei­kvæða mynd af þeim fram­förum sem hafa orðið á lífs­gæðum mann­kyns sem og í hvað stefn­ir.

Ros­l­ing kennir okkur mik­il­vægi þess að safna áreið­an­legum gögnum um við­fangs­efni sitt. Hann safn­aði sjálfur gögnum um áhorf­endur sína með því að leggja fyrir þá spurn­inga­kann­an­ir. Ein af spurn­ing­unum er um dreif­ingu mann­kyns eftir heims­álf­um. Á mynd­unum táknar hver fígúra millj­arð manns. Hversu margir búa í hverri heims­álfu? 70% þeirra sem Ros­l­ing lagði þessa spurn­ingu fyrir svör­uðu vit­laust.

Mynd 1. Dreifing mannkyns eftir heimsálfum.

Rétta svarið er B. Ros­l­ing hefur gott lag á að koma flóknum upp­lýs­ingum til skila með ein­földum hætti. Hann kallar þetta pin-kóða heims­ins 1-1-1-4 (bls 136-8). Það er merki­legt sem hann bendir á í bók­inni, að meiri­hluti fólks skuli ekki vita að meiri­hluti mann­kyns býr í Asíu (hér eru fleiri spurn­ingar úr bók­inni).

Á tímum Trumps og almennrar aft­ur­farar til þjóð­ern­is­hyggju er mikil nauð­syn á fólki eins og Ros­l­ing sem stuðla að raun­veru­lega upp­lýstri vit­und um stöðu heims­ins. Ros­l­ing hvetur okkur til þess að taka yfir­veg­aðar og upp­lýstar ákvarð­anir byggðar á gögn­um.

Þró­un­ar­lönd eða hin fjögur stig

Ros­l­ing hefur áhyggjur af því að heims­mynd fólks sé of tví­skipt og vill hætta að nota hin tví­skiptu hug­tök þró­un­ar­lönd og þróuð lönd. Við­tek­inn mæli­kvarði á það hvað telj­ist þró­un­ar­land er annað hvort að nota þjóð­ar­fram­leiðslu á mann eða vísi­tölu S.Þ. um þróun lífs­gæða. Þess í stað setur Ros­l­ing fram eft­ir­far­andi tekju­skipta flokk­un, sem bygg­ist á fjórum stig­um:

Tafla 1.

Ros­l­ing skýrir ekki nógu vel hvers vegna. Fyrst rifjar hann upp sam­tal við nem­anda sem segir að fólk í þró­un­ar­löndum geti aldrei haft sömu lífs­gæði og fólk í þró­uðum lönd­um. Ros­l­ing reynir að fá nem­and­ann til þess að skil­greina hver „þau“ eru en í stað þess að ljúka umræð­unni um það hvort að „þau“ geti lifað eins og „við“ kýs Ros­l­ing að fjalla um þróun frjó­semi kvenna. Hann sýnir fram á að árið 1965 hafi konur í þró­un­ar­löndum átt mörg börn og konur í þró­uðum ríkjum fá börn, en í dag sé þessi fylgni horfin (bls 22-38). Þetta skýrir ekki gagns­leysi þess að tala um þróuð lönd vs. þró­un­ar­lönd sem byggir á öðrum mæli­kvarða.

Nú má ekki skilja mig sem svo að ég telji eitt­hvað athuga­vert við þessi fjögur stig. Það er mikið gagn í því að skilja ann­ars vegar 1) hversu afstæð fátækt er og hvernig tölu­verður munur í lífs­gæðum getur verið á milli (því sem okkur finnst vera) lágar upp­hæðir á dag og hins vegar 2) hvernig mann­kyn skipt­ist niður í þessa flokka. Þó svo að mik­ill munur geti verið á lífs­gæðum fólks í þró­un­ar­löndum þá sé það ekki ástæða til þess að hætta að tala um þró­un­ar­lönd. Ég held að það þurfa að lifa á stigi 2, á $0-8 á dag, í svo lítið sem eina viku væri nær óbæri­legt fyrir mig (og flesta þá sem lesa þetta).

Ros­l­ing er bara alls ekki búinn að skipta út hug­tök­unum þró­un­ar­lönd vs. þróuð lönd heldur er hann búinn að búta þró­un­ar­lönd niður í þrjá und­ir­flokka. Fyrir mér er þetta svo­lítið eins og að segja að ekk­ert vit sé í því að tala lengur um svartan eða hvítan lit því til séu svo margir grátóna lit­ir. Ef við skoðum þau lönd í heim­inum þar sem tekjur eru undir $32 á mann á dag þá eru það gróf­lega þau lönd sem flestir telja „þró­un­ar­lönd“.

Hlýnun jarðar

Helsta ógnin sem steðjar að mann­kyn­inu er hnatt­ræn hlýn­un. Einu stjórn­mála­öflin sem virða þessa vá að vettugi eru hægri stjórn­mála­öfl. Ein­arðir mark­aðs­sinnar trúa því að einka­eigna­rétt­ur­inn sjái til þess að mark­aður mynd­ist um hverja þá vöru sem eft­ir­spurn er af og að skil­virkur mark­aður sjái til þess að að verð­leggja þær í sam­ræmi við raun­virði þeirra. Ef kolefna­elds­neyti væri í raun þess vald­andi að hita­stig jarðar færi hækk­andi þannig að mann­kyni stæði ógn af þá væri bens­ín­lítr­inn á tölu­vert meira en 195.90 kr. Því miður eru hugs­an­legar yfir­vof­andi ham­farir af völdum hlýn­unar jarðar ekki verð­mynd­andi og harla lítið gagn að kenna Clinton um orð­inn hlut.

Ros­l­ing er laus við slíkar rang­hug­myndir, hann tekur skýra afstöðu gagn­vart hnatt­rænni hlýn­un. Hann er „mjög áhyggju­fullur yfir hlýnun jarðar […] Svo hver er lausn­in? Nú, hún er ein­föld. Hver sá sem losar mikið magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda verður að hætta því eins fljótt og auðið er.“ (bls 231) og hann gengur lengra en það og lýsir því yfir að leiðin til þess að ráða bót á vand­anum sé í gegnum alþjóð­legt sam­starf S.Þ. (bls 239). Ein­falt.

Mynd 2. Koltvísýringsframleiðsla mannkyns eftir tekjum.

Einn mik­il­væg­asti lær­dóm­ur­inn sem hægt er að draga af bók Ros­l­ings er að mann­kynið muni toppa í á bil­inu 10-12 millj­örðum manna á næstu hund­rað árum eða svo (bls 82). Áhyggjur manna af malt­hús­ískum veld­is­vexti eru bless­un­ar­lega ekki á rökum reist­ar.

Meðal fjölda heill­andi grafa og skýr­ing­ar­mynda í bók­inni er heill­andi opna í lok bókar þar sem heild­ar­fjölda mann­kyns er spáð 9 millj­örðum árið 2040. Þegar þar að kemur verða fram­farir búnar að sjá til þess að 1,7 millj­arðar manna verði á stigi fjögur (112,5% aukn­ing) og að 4,2 millj­arðar verði á stigi þrjú (110% aukn­ing).

Getum við vænst þess að aukn­ing á losun gróð­ur­húsa­lof­t­eg­unda verði í svip­uðu hlut­falli? Ég þyk­ist ekki vita það. En hvað með auð­linda­nýt­ingu? Mun hún aukast í svip­uðu hlut­falli og mann­fjöld­inn?

Líf­fræði­legur fjöl­breyti­leiki og skó­geyð­ing

Það er erfitt að mæla með áreið­an­legum hætti hnatt­ræna neyslu á nátt­úru­legum auð­lindum og hverjar birgðir jarðar af nátt­úru­legum auð­lindum eru. Hversu mikið af olíu er eft­ir? Hversu mikið af járni? o.s.frv. Þessar áhyggjur virð­ast ástæðu­lausar. Þau nátt­úru­legu efni sem skortur gæti orðið á eru sjald­gæfir jarð­málmar sem eru nauð­syn­legir í nútíma­tölvu­búnað á borð við far­síma, spjald­tölvur og raf­magns­bíla (sjá rann­sóknir hér og hér). Kína hefur lengi verið leið­andi útflutn­ings­land slíkra efna en á síð­ast­liðnum ára­tug eða svo hafa Kín­verjar dregið úr útflutn­ingn­um. Nýlega lýstu Jap­anir því yfir hafa fundið mikið magn þess­ara efna innan efna­hags­lög­sögu sinn­ar.

Það virð­ist því sem að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af skorti á nátt­úru­auð­lind­um. Þó er ein nátt­úru­auð­lind sem mað­ur­inn hefur gengið mikið á og við þurfum að gefa betur gaum, það eru skógar jarð­ar. Ros­l­ing víkur ekki sér­stak­lega að skó­geyð­ingu í bók sinni – nema ef til vill mjög stutt­lega.

Skó­geyð­ing er ekki ein­göngu spurn­ing um þverr­andi nátt­úru­auð­lind. Skó­geyð­ing hefur nei­kvæð bein áhrif á hlýnun jarðar því upp­taka skóga á koltví­sýr­ingi minnk­ar. Skó­geyð­ing hefur einnig nei­kvæð bein áhrif á líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika því regn­skógar eru heitir reitir þegar kemur að líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika.

Opin­berar tölur Mat­væla og land­bún­að­ar­stofn­unar SÞ sýna að á árunum 2010-2015 minnk­aði skóg­lendi á hnatt­ræna vísu um 3,3 milljón hekt­ara á ári að með­al­tali, eyð­ing skóg­lendis hefur dreg­ist saman um meira en helm­ing frá árunum 1990-2000 þegar 7,3 millj­ónir hekt­ara eydd­ust að með­al­tali á hverju ári. Rann­sóknir gefa að vísu til kynna að enn muni hægja á skó­geyð­ingu þrátt fyrir auk­inn fjölda mann­kyns.

Það sem er eftir sem áður áhyggju­efni er að þegar skoðað er hver skó­geyð­ing er eftir teg­und skóg­lendis þá var skó­geyð­ing í hita­belt­inu 5,5 millj­ónir hekt­ara á ári á árunum 2010-2015. Það er á hita­belt­inu þar sem mesta hættan steðjar að skóg­lendi, regn­skógar eru þau svæði þar sem líf­fræði­legur fjöl­breyti­leiki er mest­ur. Nýlega kom t.d. fram að aukin eft­ir­spurn eftir nauta­kjöti í Kína á árunum 2011-2016 hafi leitt til skó­geyð­ingar sex þús­und km2 regn­skógar í Bras­ilíu (til sam­an­burðar er Vatna­jök­ull átta þús­und km2).

Ef haldið verður áfram að eyða skóg­lendi á núver­andi hraða tekur það okkur 606 ár að eyða helm­ing skóg­lendis á jörð­inni, það mjög stuttur tími í stóra sam­heng­inu.

Hvað varðar líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika, þá setur Ros­l­ing sem dæmi fram spurn­ingu um teg­unda­dauða. Spurn­ingin hljómar svo:

In 1996 tigers, giant pandas and black rhinos were all listed as end­an­ger­ed. How many of these three species are more crit­ically end­an­gered toda­y? 

  • A. 2 of them 

  • B. 1 of them or 

  • C. none of them?

Sé þessi spurn­ing til marks um fram­farir þá er það ákaf­lega þröng skil­grein­ing því spurt er að því hvort tek­ist hafi að halda í óbreytt ástand. Rétta svarið sam­kvæmt Ros­l­ing er C en það má deila um það. Hinn vest­ræni svarti nas­hyrn­ingur, sem er und­ir­teg­und svartra nas­hyrn­inga, var úrskurð­aður útdauður árið 2011. Finna má fleiri tígris­dýr í bak­görðum ríkra í Banda­ríkj­unum en í villtri nátt­úr­unni. Þó svo að stofnar þess­ara þriggja teg­unda hafi stækkað á und­an­förnum árum hefur flokkun þeirra hjá hinum Rauða lista IUCN yfir stað­­festar teg­undir í hættu eða útdauð­ar ekki breyst frá 1996. Sumir vís­inda­menn eru sann­færðir um að sjötta fjölda­út­rým­ingin sé hafin, og sé af manna völd­um.

Afrek Ros­l­ings

Ros­l­ing hafði per­sónu­þokka, sjald­gæfa blöndu af greind, ástríðu og húmor, sem skein í gegn. Hann kennir okkar leit­ast við að skilja stöð­una í dag, skilja nútím­ann en þótt­ist ekki geta veifað töfra­sprota um það hvað morg­un­dag­ur­inn ber í skauti sér. Á einum stað í bók­inni er máls­grein sem gæti vel sómt sér sem eins konar man­i­festó fyrir Vest­ur­landa­búa:

„Við skulum vera raunsæ gagn­vart því hvað hinir fimm millj­arðar manna í heim­inum sem enn hand­þvo þvott­inn sinn von­ast eftir og hvað þau munu leggja á sig til að ná þessum mark­mið­um. Að ætl­ast til þess að þau geti sjálf­viljug hægt á hagx­exti sínum er alger­lega óraun­hæft. Þau vilja þvotta­vél­ar, raf­magns­ljós, almenni­leg skólp­kerfi, ísskáp til að geyma mat, gler­augu ef þau eru með slæma sjón, insúlín séu þau með syk­ur­sýki, og sam­göngur sem gerir þeim kleyft að fara í frí með fjöl­skyldum sínum rétt eins og þú og ég. Nema að þú sért reiðu­bú­inn til þess að afsala þér þessum þæg­indum og byrja að hand­þvo galla­bux­urnar þínar og rúmlök­in, hvers vegna ættu þau að taka ábyrgð, það sem við þurfum til þess að bjarga jörð­inni frá þeirri gríð­ar­legu ógn sem að okkur steðjar vegna hnatt­rænnar hlýn­un­unar er raun­hæf áætl­un. Við verðum að kapp­kosta við að finna upp nýja tækni sem gerir 11 millj­örðum manna kleyft að hafa þau lífs­gæði sem eðli­legt er að þau gerir sér vonir um. Sömu lífs­gæði og við höfum nú á stigi fjög­ur, en með klár­ari lausn­ir.“ (bls 220-1)

Til aflestrar er bókin í létt­ari kant­in­um, eins og blanda af æviminn­ingum – þar sem Ros­l­ing rekur með sínum húmors­ríka hætti hina og þessa atburði og upp­á­komur á ferl­inum – og praktískri sjálf­hjálp­ar­hand­bók, með ein­földum þum­al­putta­reglum, um það hvernig beri að leggja mat á full­yrð­ingar sem byggja á töl­fræði og hugsa með gagn­rýnum hætti. Bókin er til­valin á nátt­borðið hjá ungum full­orðnum ein­stak­lingi, til dæmis sem útskrift­ar­gjöf til þeirra sem útskrif­ast úr fram­halds­mennt­un. En líka til allra ann­arra sem vilja vera með und­ir­stöðu­at­riði um stöðu heims­ins á hreinu.

Mér þætti æski­legt ef Mennta­mála­stofnun myndi nýta þessar upp­lýs­ingar og miðla þeim í kennslu­efni. Upp­lýs­ingamolar Ros­l­ings eru alfræði­legir og eiga við flest ef ekki öll fög sem kennd eru; tungu­mál, félags­fræði, líf­fræði, sál­fræði, stærð­fræði, sam­fé­lags­fræði og landa­fræði svo dæmi séu nefnd. Í íslensku­kennslu gæti staf­setn­ing­ar­verk­efni verið eitt­hvað á þessa leið: „Helstu sér­fræð­ingar í lýð­fræði telja að í lok 21. aldar telji mann­kynið á bil­inu 10-12 millj­arða.“ Í trú­ar­bragða­fræði væri hægt að leggja áherslu á að lifn­að­ar­hætt­ir, með til­liti til frjó­semi og lífs­gæða, eru víð­ast hvar sam­bæri­legir óháð trú­ar­sann­fær­ingu. Og þar fram eftir göt­un­um.

Ég gæti haldið áfram og rætt margar af þeim áhuga­verðu stað­reyndum sem Ros­l­ing setur fram. Ég ætla hins vegar að láta hér staðar numið og ljúka yfir­ferð­inni með því að hvetja þig til þess að lesa þessa mögn­uðu bók.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spennan magnast fyrir 70 ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar sem fagnað verður með ýmsum hætti 2. - 5. júní.
Konungssinnar eyða mörgum milljörðum í varning vegna krýningarafmælis drottningar
Áætlað er að Bretar muni eyða yfir 60 milljörðum króna í konunglegan varning vegna krýningarafmælis drottningar sem haldið verður upp á með fjögurra daga hátíðarhöldum. Tebollar, diskar með gyllingu og spiladósir eru meðal konunglegra muna sem rjúka út.
Kjarninn 29. maí 2022
Claus Hjort Frederiksen verður ekki ákærður, að minnsta kosti ekki meðan hann er þingmaður.
Fyrrverandi ráðherra slapp fyrir horn
Claus Hjort Frederiksen þingmaður og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur slapp fyrir horn þegar danska þingið felldi tillögu um að afnema þinghelgi hans. Ríkisstjórn og ríkislögmaður vildu ákæra Claus Hjort fyrir landráð.
Kjarninn 29. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Um Pútín, fáveldi og fasisma
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Meira úr sama flokkiFólk