Sprenging í fjölgun útlendinga í Reykjavík í fyrra

Erlendum ríkisborgurum sem búa í Reykjavík fjölgaði um 25 prósent á árinu 2017. Þeir eru nú 12,4 prósent íbúa höfuðborgarinnar á meðan að útlendingar eru fjögur prósent íbúa í Garðabæ. Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um 41 prósent Í Reykjanesbæ.

Reykjavík - invert
Auglýsing

Öll íbúa­fjölgun í Reykja­vík í fyrra var vegna erlendra rík­is­borg­ara sem fluttu til borg­ar­inn­ar. Borg­ar­búum fjölg­aði um 2.800 á árinu 2017 og voru 126.100 um nýliðin ára­mót. Erlendum rík­is­borg­urum sem búa í höf­uð­borg­inni fjölg­aði á saman tíma um 3.140 og erum nú 15.640 tals­ins. Þetta kemur fram í tölum sem Hag­stofa Íslands birti í byrjun viku.

Þar kemur einnig fram að erlendum íbúum höf­uð­borg­ar­innar hefur fjölgað um 70 pró­sent frá byrjun árs 2012.

Tveir af hverjum þremur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu búa í Reykja­vík

Í Reykja­vík bjuggu 9.190 erlendir rík­is­borg­arar í byrjun árs 2012. Þeim fjölg­aði jafnt og þétt næstu ár og í lok árs 2016 voru þeir 12.500. Þá hafði þeim fjölgað um 36 pró­sent á fimm árum.

Í fyrra varð hins vegar spreng­ing. Þá fjölg­aði erlendum rík­is­borg­urum í Reykja­vík um 3.140 tals­ins, eða um 25 pró­sent á einu ári, og eru nú 15.640. Alls fjölg­aði íbúum Reykja­víkur um 2.800 á síð­asta ári og því er ljóst að íslenskum rík­is­borg­urum sem bjuggu í höf­uð­borg­inni fækk­aði á milli ára en öll aukn­ing á íbúa­fjölda er til komin vegna erlendra rík­is­borg­ara sem þar hafa sest að.

Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu búa 23.200 erlendir rík­is­borg­ara og þeim fjölg­aði um 4.280 á árinu 2017. Það þýðir að erlendum rík­is­borg­urum sem búa í Kópa­vogi, á Sel­tjarn­ar­nesi, í Garða­bæ, Hafn­ar­firði, Mos­fellsbæ og í Kjósa­hreppi fjölg­aði sam­tals um 1.140 á síð­asta ári. Því er ljóst að tveir af hverjum þremur erlendum rík­is­borg­urum sem sett­ust að á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í fyrra búa í Reykja­vík, en einn þriðji í nágranna­sveit­ar­fé­lög­un­um. Það búa 126.100 manns í Reykja­vík en 96.490 sam­tals í öðrum sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Auglýsing
Alls eru erlendir rík­is­borg­arar sem búa á Íslandi 37.950 tals­ins. Það þýðir að 41 pró­sent allra erlendra rík­is­borg­ara hér­lendis búa í Reykja­vík og þar eru útlend­ingar 12,4 pró­sent íbúa. Í Garða­bæ, því sveit­ar­fé­lagi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem er með lægst hlut­fall erlendra rík­is­borg­ara á meðal íbúa, búa 640 slík­ir. Þeir eru sam­tals fjögur pró­sent af íbúum sveit­ar­fé­lags­ins.

41 pró­sent fjölgun í Reykja­nesbæ

Það eru fleiri sveit­ar­fé­lög en Reykja­vík sem finna mjög fyrir fjölgun erlendra rík­is­borg­ara.

Um síð­ustu ára­mót bjuggu 3.650 erlendir rík­is­borg­arar í Reykja­nes­bæ. Þeim fjölg­aði um 1.070 á síð­asta ári, eða um 41 pró­sent. Alls búa 16.350 í Reykja­nes­bæ, sem þýðir að 22,3 pró­sent íbúa sveit­ar­fé­lags­ins eru erlendir rík­is­borg­ar­ar. Íbúum þess fjölg­aði sam­tals um 1.117 á árinu 2017. 96 pró­sent þeirrar fjölg­unar er vegna erlendra rík­is­borg­ara sem fluttu í sveit­ar­fé­lag­ið.

Ástæðan er fyrst og síð­­­ast sú mikla aukn­ing í umsvifum sem orðið hefur á Kefla­vík­­­ur­flug­velli sem stað­­settur er á Suð­­ur­­nesj­­um. Ferða­­mönnum sem heim­­sækja Íslands hefur endað fjölgað úr um 500 þús­und árið 2010 og í um 2,3 millj­­ónir í fyrra, sam­­kvæmt spám.

Í nýlegri sam­an­­tekt sem unnin var fyrir bæj­­­ar­­stjórn Reykja­­nes­bæjar um stöðu og horfur í sveit­­ar­­fé­lag­inu, var lögð fram spá um að störfum á Kefla­vík­­­­­ur­flug­velli myndi fjölga um 2.513 á næstu fjórum árum. Þau þarf að óbreyttu að manna með erlendum rík­­­is­­­borg­­­urum sem flytja hing­að, annað hvort einir eða með fjöl­­­skyldum sín­um, í ljósi þess að atvinn­u­­leysi hér­­­lendis er sára­­lítið og í raun ríkir skortur á vinn­u­afli.

Því má búast við að erlendum íbúum Reykja­­­nes­bæjar fjölgi um mörg þús­und í nán­­­ustu fram­­­tíð og verði að minnsta kosti 30 pró­­­sent íbúa sveit­­­ar­­­fé­lags­ins.Mismunandi staða sveitarfélaga

  • Erlendir rík­is­borg­arar eru 12,4 pró­sent íbúa Reykja­víkur

  • Erlendir rík­is­borg­arar eru 22,3 pró­sent íbúa Reykja­nes­bæjar

  • Erlendir rík­is­borg­arar eru 4 pró­sent íbúa Garða­bæjar

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar