Sprenging í fjölgun útlendinga í Reykjavík í fyrra

Erlendum ríkisborgurum sem búa í Reykjavík fjölgaði um 25 prósent á árinu 2017. Þeir eru nú 12,4 prósent íbúa höfuðborgarinnar á meðan að útlendingar eru fjögur prósent íbúa í Garðabæ. Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um 41 prósent Í Reykjanesbæ.

Reykjavík - invert
Auglýsing

Öll íbúa­fjölgun í Reykja­vík í fyrra var vegna erlendra rík­is­borg­ara sem fluttu til borg­ar­inn­ar. Borg­ar­búum fjölg­aði um 2.800 á árinu 2017 og voru 126.100 um nýliðin ára­mót. Erlendum rík­is­borg­urum sem búa í höf­uð­borg­inni fjölg­aði á saman tíma um 3.140 og erum nú 15.640 tals­ins. Þetta kemur fram í tölum sem Hag­stofa Íslands birti í byrjun viku.

Þar kemur einnig fram að erlendum íbúum höf­uð­borg­ar­innar hefur fjölgað um 70 pró­sent frá byrjun árs 2012.

Tveir af hverjum þremur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu búa í Reykja­vík

Í Reykja­vík bjuggu 9.190 erlendir rík­is­borg­arar í byrjun árs 2012. Þeim fjölg­aði jafnt og þétt næstu ár og í lok árs 2016 voru þeir 12.500. Þá hafði þeim fjölgað um 36 pró­sent á fimm árum.

Í fyrra varð hins vegar spreng­ing. Þá fjölg­aði erlendum rík­is­borg­urum í Reykja­vík um 3.140 tals­ins, eða um 25 pró­sent á einu ári, og eru nú 15.640. Alls fjölg­aði íbúum Reykja­víkur um 2.800 á síð­asta ári og því er ljóst að íslenskum rík­is­borg­urum sem bjuggu í höf­uð­borg­inni fækk­aði á milli ára en öll aukn­ing á íbúa­fjölda er til komin vegna erlendra rík­is­borg­ara sem þar hafa sest að.

Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu búa 23.200 erlendir rík­is­borg­ara og þeim fjölg­aði um 4.280 á árinu 2017. Það þýðir að erlendum rík­is­borg­urum sem búa í Kópa­vogi, á Sel­tjarn­ar­nesi, í Garða­bæ, Hafn­ar­firði, Mos­fellsbæ og í Kjósa­hreppi fjölg­aði sam­tals um 1.140 á síð­asta ári. Því er ljóst að tveir af hverjum þremur erlendum rík­is­borg­urum sem sett­ust að á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í fyrra búa í Reykja­vík, en einn þriðji í nágranna­sveit­ar­fé­lög­un­um. Það búa 126.100 manns í Reykja­vík en 96.490 sam­tals í öðrum sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Auglýsing
Alls eru erlendir rík­is­borg­arar sem búa á Íslandi 37.950 tals­ins. Það þýðir að 41 pró­sent allra erlendra rík­is­borg­ara hér­lendis búa í Reykja­vík og þar eru útlend­ingar 12,4 pró­sent íbúa. Í Garða­bæ, því sveit­ar­fé­lagi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem er með lægst hlut­fall erlendra rík­is­borg­ara á meðal íbúa, búa 640 slík­ir. Þeir eru sam­tals fjögur pró­sent af íbúum sveit­ar­fé­lags­ins.

41 pró­sent fjölgun í Reykja­nesbæ

Það eru fleiri sveit­ar­fé­lög en Reykja­vík sem finna mjög fyrir fjölgun erlendra rík­is­borg­ara.

Um síð­ustu ára­mót bjuggu 3.650 erlendir rík­is­borg­arar í Reykja­nes­bæ. Þeim fjölg­aði um 1.070 á síð­asta ári, eða um 41 pró­sent. Alls búa 16.350 í Reykja­nes­bæ, sem þýðir að 22,3 pró­sent íbúa sveit­ar­fé­lags­ins eru erlendir rík­is­borg­ar­ar. Íbúum þess fjölg­aði sam­tals um 1.117 á árinu 2017. 96 pró­sent þeirrar fjölg­unar er vegna erlendra rík­is­borg­ara sem fluttu í sveit­ar­fé­lag­ið.

Ástæðan er fyrst og síð­­­ast sú mikla aukn­ing í umsvifum sem orðið hefur á Kefla­vík­­­ur­flug­velli sem stað­­settur er á Suð­­ur­­nesj­­um. Ferða­­mönnum sem heim­­sækja Íslands hefur endað fjölgað úr um 500 þús­und árið 2010 og í um 2,3 millj­­ónir í fyrra, sam­­kvæmt spám.

Í nýlegri sam­an­­tekt sem unnin var fyrir bæj­­­ar­­stjórn Reykja­­nes­bæjar um stöðu og horfur í sveit­­ar­­fé­lag­inu, var lögð fram spá um að störfum á Kefla­vík­­­­­ur­flug­velli myndi fjölga um 2.513 á næstu fjórum árum. Þau þarf að óbreyttu að manna með erlendum rík­­­is­­­borg­­­urum sem flytja hing­að, annað hvort einir eða með fjöl­­­skyldum sín­um, í ljósi þess að atvinn­u­­leysi hér­­­lendis er sára­­lítið og í raun ríkir skortur á vinn­u­afli.

Því má búast við að erlendum íbúum Reykja­­­nes­bæjar fjölgi um mörg þús­und í nán­­­ustu fram­­­tíð og verði að minnsta kosti 30 pró­­­sent íbúa sveit­­­ar­­­fé­lags­ins.Mismunandi staða sveitarfélaga

  • Erlendir rík­is­borg­arar eru 12,4 pró­sent íbúa Reykja­víkur

  • Erlendir rík­is­borg­arar eru 22,3 pró­sent íbúa Reykja­nes­bæjar

  • Erlendir rík­is­borg­arar eru 4 pró­sent íbúa Garða­bæjar

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Rut Einarsdóttir
#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning
Kjarninn 23. október 2020
Sema Erla Serdar
Um lögregluna og haturstákn
Kjarninn 23. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 23. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
Kjarninn 23. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Kjarninn 23. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar