Útlendingum fjölgaði um tæplega átta þúsund á árinu 2017

Alls fluttu 7.910 fleiri útlendingar til Íslands en frá landinu í fyrra. Þeim fjölgaði um 25 prósent. 78 prósent af allri fjölgun hérlendis á árinu 2017 var vegna útlendinga. Um síðustu áramót voru erlendir ríkisborgarar 37.950 talsins.

Þúsundir erlendra ríkisborgara ákveða á ári hverju að koma til Íslands og setjast þar að, að minnsta kosti um stundarsakir.
Þúsundir erlendra ríkisborgara ákveða á ári hverju að koma til Íslands og setjast þar að, að minnsta kosti um stundarsakir.
Auglýsing

Á árinu 2017 voru aðfluttir erlendir rík­is­borg­arar sem fluttu til Íslands 7.910 fleiri en brott­flutt­ir. Alls fjölg­aði erlendum rík­is­borg­urum á Íslandi um 25 pró­sent á síð­asta ári. Þeim hefur fjölgað um 81 pró­sent frá byrjun árs 2011 og eru nú 37.950 tals­ins. Þetta kemur fram í tölum sem Hag­stofa Íslands birti í morg­un.

Lands­mönnum fjölg­aði um 10.130 á árinu 2017 og eru nú 348.580. Það þýðir að 78 pró­sent þeirrar fjölg­unar er vegna erlendra rík­is­borg­ara sem fluttu til lands­ins.

Spreng­ing í fyrra

Í lok árs 2011 voru erlendir rík­­is­­borg­­arar sem bjuggu á Íslandi 20.957 tals­ins. Þeim hafði fækkað árin á undan í ljósi þess að hrunið hafði skilið eftir sig atvinn­u­­leysi sem slag­aði upp í tveggja stafa tölu, verð­­bólgu sem fór hæst upp í um 18 pró­­sent og tug­­pró­­senta geng­is­­fall íslensku krón­unn­­ar.

Síðan þá hefur þeim fjölgað ár frá ári, en þó aldrei jafn mikið og í fyrra. Á árinu 2017 einu saman fjölg­aði erlendum rík­is­borg­urum meira en á þeim fjórum árum sem á undan komu til sam­ans. Frá byrjun árs 2014 og til byrjun árs 2017 fjölg­aði erlendum rík­is­borg­urum um 7.690 tals­ins, eða um 220 færri en fjölg­unin nam á síð­asta ári.

Í byrjun árs 2017 voru erlendir rík­is­borg­arar 30.380. Eru nú 37.950. Á árinu 2017 fjölg­aði þeim því, líkt og áður sagði, um 25 pró­sent. Erlendir rík­is­borg­arar eru nú 10,9 pró­sent allra sem búa hér­lend­is.

Auglýsing
Frá byrjun árs 2011 hefur erlendum rík­is­borg­urum fjölgað um 81 pró­sent. Flestir þeirra sem hingað flytja eru á aldr­inum 20-29 ára. Í fyrra fluttu 3.230 erlendir rík­is­borg­arar úr þeim ald­urs­hópi til lands­ins. Næst flestir voru á fer­tugs­aldri, eða 2.040.

Alls fluttu 11.650 erlendir rík­is­borg­arar til Íslands í fyrra, en 3.740 slíkir fluttu frá land­inu. Það þýðir að 7.910 fleiri erlendir rík­is­borg­arar fluttu til lands­ins en frá því á árinu 2017.

Á sama tíma fluttu 360 fleiri íslenskir rík­is­borg­arar til þess umfram þá sem fluttu í burtu. Það er fyrsta árið frá því fyrir hrun sem fleiri Íslend­ingar flytja heim en í burtu frá land­inu.

Fjölgun umfram spár

Í mann­­fjölda­­spá Hag­­stofu Íslands, sem birt var síðla árs 2017,  er því spáð, sam­­kvæmt mið­­spá, að alls muni aðfluttum íbúum á Íslandi umfram brott­­flutta fjölga um 23.385 frá byrjun árs 2017 og til loka árs 2021. Sam­­kvæmt háspá yrði sá fjöldi 33.734.  Þeir eru nær ein­vörð­ungu erlendir rík­­is­­borg­­ar­­ar. Erlendum rík­­is­­borg­­urum sem hér búa ætti því að fjölga um 77-111 pró­­sent á fimm ára tíma­bili.

Spáin van­á­ætlar samt sem áður fjölgun útlend­inga á síð­asta ári. Í mið­spá hennar var gert ráð fyrir að aðfluttir umfram brott­­flutta yrðu 5.119 á árinu 2017. Þeir voru hins vegar 7.910, eða 55 pró­sent fleiri en spáin gerði ráð fyr­ir.

Ástæða þess að útlend­ingum hér­­­lendis fjölgar svona mikið er auð­vitað efna­hags­­upp­­­sveifl­­an. Á Íslandi verða til mörg þús­und störf á ári í tengslum við ferða­­þjón­ustu, bygg­inga­vinnu og aðra afleidda þjón­­ustu. Flest störfin eru lág­­launa­­störf og ekki er til vinn­u­afl hér­­­lendis til að anna eft­ir­­spurn eftir starfs­­fólki. Þess vegna flykk­ist erlent vinn­u­afl hingað til að vinna þessi störf.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar