Íslendingar jákvæðastir í garð innflytjenda og fjölmenningar

Íslendingar mælast með jákvæðustu viðhorf til innflytjenda og fjölmenningar í Evrópu, auk þess sem meirihluti þeirra vill að ríkisstjórnin veiti mörgum hælisleitendum dvalarleyfi.

56% Íslendinga vilja að ríkisstjórnin veiti mörg dvalarleyfi til hælisleitenda sem hingað koma.
56% Íslendinga vilja að ríkisstjórnin veiti mörg dvalarleyfi til hælisleitenda sem hingað koma.
Auglýsing

Viðhorf Íslendinga hafa orðið jákvæðari í garð innflytjenda og fjölmenningar, en þau eru nú þau frjálslyndustu í Evrópu. Einnig vill meirihluti landsmanna að ríkisstjórnin sé rausnarleg í veitingu dvalarleyfis hælisleitenda. Þetta eru niðurstöður nýjustu útgáfu viðhorfskönnunarinnar European Social Survey. 

Könnunin náði til 23 landa og 44.387 virkra viðmælenda, en 880 Íslendingar svöruðu henni. Hún hefur verið framkvæmt í átta skipti, en tilgangur hennar er að bera saman viðhorf milli Evrópulanda og hvort þau breytast yfir tíma. Nýjasta útgáfa könnunarinnar var framkvæmd  á Íslandi árið 2016 og er það í þriðja skiptið sem landið tekur þátt í henni. Fyrri tvö skiptin voru framkvæmd hér á landi árin 2004 og 2012. 

Ísland, Írland og Svíþjóð efst

Meðal þess sem spurt var um í könnuninni var hvort viðmælendur teldu innflytjendur hafa góð eða slæm áhrif á efnahagslífið, auk þess sem þeir eru spurðir hvort  þeim fyndist innflytjendur gera landið að betri eða verri stað til að búa á. Um 69% Íslendinga töldu efnahagsleg áhrif innflytjenda góð og 78% þeirra töldu Ísland vera betra vegna komu þeirra. Bæði svarhlutföllin eru þau langhæstu af öllum Evrópulöndunum, en Írland og Svíþjóð fylgja þar á eftir með tæplega 60%.

Auglýsing
Svarhlutfall eftir löndum í spurningu könnunarinnar um viðhorf í garð fjölmenningar.

Jákvæðir í garð fjölmenningar

Önnur spurning sneri að viðhorfi til fjölmenningar, eða nákvæmlega hvort menning heimalandsins yrði auðgað með komu innflytjenda. 78% Íslendinga  svöruðu þeirri spurningu með jákvæðum hætti og var það einnig hæsta mælda hlutfall könnunarinnar. Á eftir Íslandi komu Finnland og Svíþjóð, en þar svöruðu 77% og 72% viðmælenda spurningunni með jákvæðum hætti. 

Þegar litið er á niðurstöður Íslands í fyrri útgáfum könnunarinnar árið 2004 og 2012 sést að viðhorf í garð fjölmenningar hefur tekið jákvæðum breytingum á undanförnum árum. Árið 2004 svöruðu 68% Íslendinga innflytjendur bæta menningarlíf landsins, og árið 2012 var svarhlutfallið einnig í 69%.

Þau lönd sem vöru fjandsamlegust erlendum menningaráhrifum voru Austurríki, Litháen, Ungverjaland, Tékkland og Rússland, en í Rússlandi töldu einungis 17% viðmælenda innflytjendur auðga menningarlíf heimalandsins síns.

Þegar spurt var hvort ríkisstjórn heimalandsins ætti að vera rausnarleg í veitingu dvalarleyfis fyrir hælisleitendur voru 56% Íslendinga því fylgjandi, þar af voru 15% mjög fylgjandi. Þetta hlutfall er það þriðja hæsta í Evrópu, en 71% Portúgala og 59% Íra svöruðu spurningunni játandi. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Uppfærsla á hugbúnaði eða nýtt stýrikerfi?
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent