Ísland, samfélag þar sem allir fái að lifa með reisn

Nichole Leigh Mosty skrifar um málefni innflytjenda og þá viðhorfsbreytingu sem þarf að eiga sér stað hérlendis gagnvart þeim.

Auglýsing

Kæru sam­land­ar. Við­horfs­breyt­ing þarf að eiga sér stað gagn­vart inn­flytj­end­um. Af því til­efni langar mig að ræða um mis­munun og það hvernig hún birt­ist okkur inn­flytj­end­um. Mér var sagt fyrir skömmu síð­an, í umræðu sem átti sér stað í tengslum við póli­tík, að upp­lifun mín af hlut­unum væri rétt. Auð­vitað getur eng­inn sagt að upp­lifun fólks sé röng en upp­lifun fólks er ein hlið ten­ings­ins. Ef hún er skoðuð er hægt að skýra hvað á sér stað, af hverju og hvað hægt er að gera til að breyta hlut­unum þannig að upp­lifunin breyt­ist. 

Mín upp­lifun af mis­mun­un, sem stafar af því að ég er inn­flytj­andi, er sú að við fáum sjaldan sömu tæki­færi og inn­fæddir til að nota menntun okkar á vinnu­mark­aði. Okkur er úthlutað lág­launa­störf­um, jafn­vel lægri launum en inn­fæddir sem vinna sömu störf. Rétt­indi okkar eru ekki kynnt, hvorki af stétt­ar­fé­lög­um, í kerf­inu eða á vinnu­staðn­um. Það hef ég upp­lifað und­an­farin 17 ár á íslenskum vinnu­mark­aði. Ég hef reyndar líka upp­lifað að sum okkar fái örlítið meiri tæki­færi á þeim for­sendum að það sé „gott að hafa einn þeirra með“. Já, ég hef valist til verka sem tákn­rænn inn­flytj­andi sem Íslend­ingar hafa viljað „hafa með“ sem ein­hvers konar skraut. 

Auð­vitað hef ég fengið mörg tæki­færi og ég hef náð langt. Ég veit að oft­ast var það vegna þess að ég lagði mikið á mig og fjöl­skyldu mína. Ég mætti áskor­un­um og greip tæki­færi þegar þau birt­ust. En það hafa ekki allir fengið slík tæki­færi. Eflaust hef ég notið for­rétt­inda vegna upp­runa míns og/eða húð­lit­ar. Það er auð­vitað ekki eins að vera hvít­ur, ensku­mæl­andi inn­flytj­andi frá­ ­Banda­ríkj­un­um og dökkur frönsku­mæl­andi inn­flytj­andi frá Mosam­bique. Eða ungur drengur frá Alban­íu. Og ég get leyft mér að tala með þessum hætti þar sem ég þekki þetta fólk sem ég vel til sam­an­burðar og þykir vænt um það. 

Auglýsing

Ég á vin­konu frá Kína sem er fag­lærður end­ur­skoð­andi sem starf­aði í fjár­ála­stjórn­un­arteymi í þriðja stærsta spít­ala Kína. Á Íslandi hafa hennar tæki­færi falist í starfi í eld­húsi. Þetta er mikil kjarna­kona og hún hefur sinnt þessu starfi með glæsi­brag, fer vel með pen­inga og töfraði fram mat sem gladdi sam­starfs­fólk henn­ar. Henni var hins vegar til­kynnt þegar hún byrj­aði að hún yrði að virða það að Íslend­ingar vildu ekki MSG og ein­ungis „venju­legan“ fisk og kjöt. Ætli íslenskur starfs­maður hefði fengið slíka til­kynn­ingu við upp­haf starfs síns á sama stað? Þegar hún hætti í þessu starfi sagði hún mér að hún hefði upp­lifað ein­elti og nið­ur­læg­ingu og hana grun­aði að henni hefði verið skipað að gera hluti sem voru utan hennar starfs­lýs­ing­ar. Sum sé vond upp­lifun sem orsakast af hegðun sam­starfs­manna sem á rætur að rekja til upp­runa henn­ar.   

Ég þekki fleiri  sögur um lækna, sál­fræð­inga, verk­fræð­inga, kenn­ara og hjúkr­un­ar­fræð­inga þar sem tæki­færi þeirra til þátt­töku á vinnu­mark­aði tak­markast við fisk­vinnslu, ræst­ing­ar, upp­vask, afgreiðslu­störf og útkeyrslu. Menntun þeirra er ekki metin og þeim er sagt að reyna ekki að fá hana metna. Það sé miklu lík­legra til árang­urs að læra íslensku og end­ur­mennta sig í ein­hverju öðru.  

Það er hér sem ég vil staldra við og spyrja hvort við viljum í alvöru sóa þeim krafti, þekk­ingu og reynslu sem í inn­flytj­endum býr. Lang­flestir þeirra vilja taka þátt í að efla, bæta og þróa íslenskt sam­fé­lag. Við segjum gjarnan að Ísland sé best í heimi. Inn­flytj­endur eru lang­flestir frið­samt, vel mennt­að, sterkt og klárt fólk sem vill búa í landi þar sem ofbeldi er lít­ið, ham­ingja mælist mik­il, börn eru örugg og og horf­andi yfir íslenskan vinnu­markað sé ég ekki betur en við þurfum á þessum við­bót­arauði að halda. Nema Ísland sé bara best fyrir inn­fædda? 

Það kann­ast allir við umræð­una um að þörf sé fyrir „er­lent vinnu­afl“. Hver er þá mun­ur­inn á íslensku og erlendu vinnu­afli? Laun? Rétt­indi og skyld­ur? Hér á sér stað mis­mun­un. Hver ber ábyrgð á að tryggja að þeir sem búa hér, greiða sína skatta og sinna sínum skyldum við sam­fé­lagið verði ekki fyrir mis­mun­un? Auð­vitað er það á ábyrgð okkar allra en að mínu mati þyrfti að byrja á að móta stefnu í inn­flytj­enda­málum með for­göngu dóms-, mennta- og menn­ing­ar­mála-, og vel­ferð­ar­ráð­herr­um. Og stjórn­endur á vinnu­mark­aði þurfa hér einnig að stíga upp og axla ábyrgð. Þeir leiða þró­un­ina (stefnu­lausa að vís­u!). Skóla­kerfin þurfa líka að upp­færa nám og kennslu í sam­starfi við for­eldra, en það hef ég oft sagt áður. 

Nú get ég ekki lokið þess­ari grein án þess að tala um mjög vonda til­finn­ingu sem ég fann fyrir um helg­ina í tengslum við frétt DV um morð sem framið var í mið­borg Reykja­vík­ur. Þar var Klevis Sula, tví­tugur drengur frá Albaníu stung­inn til bana. Fréttin fjall­aði hins vegar um það hversu mik­ill harm­leikur það var fyrir fjöl­skyldu hins 24 ára ger­anda sem situr nú í gæslu­varð­haldi, af því hann sé drengur góð­ur. Hann er hins vegar lif­andi Íslend­ing­ur. For­eldrar hins myrta, sem nú munu ferð­ast hingað til lands til að sækja lík sonar síns eru ekki í minna áfalli. Þau munu alltaf tengja Ísland við þennan hörmu­lega hild­ar­leik. Fyrir dreng­inn þeirra er engin von leng­ur. Þau fá aldrei aftur að horfa í augu hans eða taka utan um hann. Harm­leikur þeirra var hins vegar ekki til umræðu í frétta­flutn­ingi DV. 

Fyrir ári síðan var íslensk stúlka myrt af útlend­ingi og sam­fé­lagið grét sam­an. Hugur okkar og hjörtu náðu hins vegar ein­göngu til fjöl­skyldu hennar og vina á þeim tíma. Við vorum reið út í útlend­ing­inn sem kom hingað og tók íslenskt líf henn­ar. Við viljum ekki ofbeldi hér. Við viljum ekki að fólk sé myrt. Morð er morð, óháð upp­runa hins látna eða aðstæð­um. Harm­leik­ur­inn á Aust­ur­velli um helg­ina er harm­leikur okkar allra sem sam­fé­lags og hann má ekki lita með for­dómum um fæð­ing­ar­land hins myrta. Eitt manns­líf er ekki meira virði en ann­að. Við erum öll dýr­mæt og mik­il­væg og við eigum að fá að lifa og deyja með reisn, óháð upp­runa okk­ar.  

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiÁlit