Sænskir verkalýðsleiðtogar, innviðir og internetið

Hver á að „eiga“ aðgangsmöguleikann að internetinu í framtíðinni?

Auglýsing

Stjórn­ar­sátt­máli Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur margt gott fram að færa, en eins og alltaf þegar slík plögg eru ann­ars veg­ar, þá er ekki gott á átta sig á því hvernig hin póli­tíska sýn á mála­flokk­ana er í raun og veru.

Eitt af því sem er for­vitni­legt í stjórn­ar­sátt­mál­anum er upp­bygg­ing ljós­leið­ara­kerf­is, sem til ein­föld­unar má segja að séu hluti af grunn­innviðum inter­net­kerf­is­ins.

Metn­að­ar­full sýn

Í stjórn­ar­sátt­mál­anum segir orð­rétt: „Ljós­leið­ara­væð­ingu lands­ins verður lokið árið 2020 sem eykur lífs­gæði og fjölgar tæki­færum lands­manna til að skapa atvinnu. Rík­is­stjórnin vill að Ísland verði áfram í fremstu röð þegar kemur að fjar­skipta- og upp­lýs­inga­tækni og leggur áherslu á aukið sam­starf fjar­skipta­að­ila um upp­bygg­ingu grunn­inn­viða.“

Auglýsing

Þetta er metn­að­ar­fullt verk­efni, en það er ekki ein­falt. Meðal þess sem horfa þarf til er alþjóð­legt reglu­verk. Sam­­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráðu­­neytið und­ir­býr nú inn­­­leið­ingu á til­­­skipun Evr­­ópu­­sam­­bands­ins nr. 2014/61/EB og áformar í því skyni að leggja frum­varp fyrir Alþingi er varðar samnýt­ingu fram­­kvæmda á sviði fjar­­skipta-, raf­­orku- og veit­u­­kerfa. Meg­in­­mark­mið til­­­skip­un­­ar­innar snúa að því að draga úr kostn­aði við upp­­­bygg­ingu háhraða fjar­­skipta­­neta.

Inter­net­að­gangur sem mann­rétt­indi

Deilur um aðgang að grunn­kerf­inu á Íslandi hafa líka verið nokkuð harð­ar, eins og hefur sést á opin­berum deilum Sím­ans og Gagna­veit­unn­ar. Und­ir­liggj­andi er þar deila um hvernig hið opin­bera á að haga þátt­töku á mark­aði sem skil­greindur er sem sam­keppn­is­mark­að­ur, og hvernig mark­aðs­ráð­andi fyr­ir­tæki á að feta sig áfram á mark­aðn­um.

Á inter­net­inu eru margar hlið­ar. Í Banda­ríkj­unum er nú inter­netið orðið aftur að miklum mið­punkti í rök­ræð­um, þar sem rætt er um rétt­inn til að hafa aðgang að inter­net­inu.

Barack Obama, fyrr­ver­andi for­seti, tal­aði fyrir því að inter­net­að­gangur yrði að skil­grein­ast sem mann­rétt­indi, og því þyrftu yfir­völd að tryggja hlut­lausan aðgang að því. Það myndi taka tíma að leysa úr þeim mál­um, en hin póli­tíska sýn á málið ætti að fel­ast í þess­ari skil­grein­ingu.

Fleiri stjórn­mála­menn og frum­kvöðl­ar, nú síð­ast í dag í bréfi til Banda­ríkja­þings, hafa talað á þessum nót­um, og það er vel skilj­an­legt, enda fyr­ir­sjá­an­legt að hlut­verk inter­nets­ins í lífi okkar muni dýpka enn meira eftir því sem tæknin verður meiri og skil­virkt upp­lýs­inga­flæði mik­il­væg­ara. 

Fyrr­nefnd til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins byggir á rök­ræðum um þessi atriði, og er liður í því að styrkja grunn­upp­lýs­inga­kerfi aðild­ar­ríkja (og þeirra sem þurfa að taka reglu­verkið upp án þess að vera í ESB).

Íslensk stjórn­völd standa líka frammi fyrir þessum spurn­ingum og hvernig þau vilja byggja upp kerfið okkar til fram­tíð­ar.

Það þarf til dæmis að styrkja sam­band Íslands við umheim­inn, með betri strengj­um.

Hver á að eiga grunn­kerf­ið?

En það er líka fullt til­efni til þess að spyrja að því, hvernig eign­ar­hald á grunn­kerf­inu - ef við notum það orð til ein­föld­unar - á að vera til fram­tíð­ar. 

Hugs­an­lega er best að ríkið eigi ein­fald­lega kerfið og kaupi þá Mílu af Sím­anum (Það var alltaf hægt að aðskilja grunn­netið frá öðrum rekstri) og sam­eini við Gagna­veit­una.

Eða að líf­eyr­is­sjóðir kaupi bæði félög­in, og reki í sér­stöku félagi þar sem almenn­ingur nýtur þess að eiga þetta mik­il­væga kerfi til langrar fram­tíð­ar.

Það þarf ekki að taka fram, að það eru skiptar skoð­anir á þessu, en stjórn­mála­menn verða að átta sig á því að þeir geta ekki skilað auðu þegar þetta mál­efni er ann­ars veg­ar. Það er full þörf á því að ræða um þessa hluti og þá með það fyrir aug­um, að aðgangur að inter­neti ætti að telj­ast til grund­vall­ar­mann­rétt­inda í fram­tíð­inni.

Von­andi þýðir stutti kafl­inn um ljós­leið­ara­væð­ing­una að stjórn­mála­menn séu til­búnir að velta við öllum steinum í þessu máli. Það eru miklir hags­munir undir fyrir almenn­ing en líka sam­keppn­is­hæfni þjóð­ar­innar til lengdar lit­ið.

Fram­sýnir sænskir veka­lýðs­leið­togar

Upp í hug­ann kemur stutt saga frá Pär-Jörgen Pär­­son, stofn­anda Nort­hzone fjár­fest­inga­sjóðs­ins, sem meðal ann­ars hefur hagn­ast veru­lega á ýmsum sprota­fyr­ir­tækjum í Sví­þjóð, þar á meðal Spoti­fy.

Hann hélt frá­bært erindi í Scand­in­avia House í New York 25. ágúst 2015, þar sem Kjarn­inn var við­stadd­ur.

Þar voru nor­rænir sprotar að kynna fyr­ir­tæki sín og verk­efni fyrir fjár­festum og fleir­um.

Pär komið nokkuð á óvart í erindi sínu, þegar hann fjall­aði um hvernig Svíar hefðu náð sam­keppn­is­for­skoti á mörg önnur lönd þegar kæmi að inter­net­inu.

Hann sagð­ist telja að fram­sýnir sænskir verka­lýðs­leið­togar hefðu rutt braut­ina fyrir aðra með því að gera aðgang að inter­neti að kjara­máli á árdögum nets­ins, áður en flestar þjóðir heims­ins fóru að velta fyrir sér mik­il­vægi inter­netteng­inga.

Þetta bar­áttu­mál náð­ist í gegn og fóru Svíar í kjöl­farið að byggja upp inter­netteng­ingar vítt og breitt. Þetta skil­aði sér í því að margir frum­kvöðlar voru snemma komnir með þekk­ingu á inter­net­inu og kannski umfram allt, átt­uðu sig á óþrjót­andi mögu­leikum þess.

Áhrifin af þessu frum­kvöðla­starfi verka­lýðs­leið­tog­ana komu þó ekki almenni­lega fram, fyrr en mörgum árum og ára­tugum seinna.

Þannig er það oft með inn­við­ina. Þeir geta skapað tæki­færi sem ómögu­legt er að greina þegar þeir verða til. Eng­inn efast svo um mik­il­vægi þeirra þegar fram í sæk­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari