Sænskir verkalýðsleiðtogar, innviðir og internetið

Hver á að „eiga“ aðgangsmöguleikann að internetinu í framtíðinni?

Auglýsing

Stjórn­ar­sátt­máli Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur margt gott fram að færa, en eins og alltaf þegar slík plögg eru ann­ars veg­ar, þá er ekki gott á átta sig á því hvernig hin póli­tíska sýn á mála­flokk­ana er í raun og veru.

Eitt af því sem er for­vitni­legt í stjórn­ar­sátt­mál­anum er upp­bygg­ing ljós­leið­ara­kerf­is, sem til ein­föld­unar má segja að séu hluti af grunn­innviðum inter­net­kerf­is­ins.

Metn­að­ar­full sýn

Í stjórn­ar­sátt­mál­anum segir orð­rétt: „Ljós­leið­ara­væð­ingu lands­ins verður lokið árið 2020 sem eykur lífs­gæði og fjölgar tæki­færum lands­manna til að skapa atvinnu. Rík­is­stjórnin vill að Ísland verði áfram í fremstu röð þegar kemur að fjar­skipta- og upp­lýs­inga­tækni og leggur áherslu á aukið sam­starf fjar­skipta­að­ila um upp­bygg­ingu grunn­inn­viða.“

Auglýsing

Þetta er metn­að­ar­fullt verk­efni, en það er ekki ein­falt. Meðal þess sem horfa þarf til er alþjóð­legt reglu­verk. Sam­­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráðu­­neytið und­ir­býr nú inn­­­leið­ingu á til­­­skipun Evr­­ópu­­sam­­bands­ins nr. 2014/61/EB og áformar í því skyni að leggja frum­varp fyrir Alþingi er varðar samnýt­ingu fram­­kvæmda á sviði fjar­­skipta-, raf­­orku- og veit­u­­kerfa. Meg­in­­mark­mið til­­­skip­un­­ar­innar snúa að því að draga úr kostn­aði við upp­­­bygg­ingu háhraða fjar­­skipta­­neta.

Inter­net­að­gangur sem mann­rétt­indi

Deilur um aðgang að grunn­kerf­inu á Íslandi hafa líka verið nokkuð harð­ar, eins og hefur sést á opin­berum deilum Sím­ans og Gagna­veit­unn­ar. Und­ir­liggj­andi er þar deila um hvernig hið opin­bera á að haga þátt­töku á mark­aði sem skil­greindur er sem sam­keppn­is­mark­að­ur, og hvernig mark­aðs­ráð­andi fyr­ir­tæki á að feta sig áfram á mark­aðn­um.

Á inter­net­inu eru margar hlið­ar. Í Banda­ríkj­unum er nú inter­netið orðið aftur að miklum mið­punkti í rök­ræð­um, þar sem rætt er um rétt­inn til að hafa aðgang að inter­net­inu.

Barack Obama, fyrr­ver­andi for­seti, tal­aði fyrir því að inter­net­að­gangur yrði að skil­grein­ast sem mann­rétt­indi, og því þyrftu yfir­völd að tryggja hlut­lausan aðgang að því. Það myndi taka tíma að leysa úr þeim mál­um, en hin póli­tíska sýn á málið ætti að fel­ast í þess­ari skil­grein­ingu.

Fleiri stjórn­mála­menn og frum­kvöðl­ar, nú síð­ast í dag í bréfi til Banda­ríkja­þings, hafa talað á þessum nót­um, og það er vel skilj­an­legt, enda fyr­ir­sjá­an­legt að hlut­verk inter­nets­ins í lífi okkar muni dýpka enn meira eftir því sem tæknin verður meiri og skil­virkt upp­lýs­inga­flæði mik­il­væg­ara. 

Fyrr­nefnd til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins byggir á rök­ræðum um þessi atriði, og er liður í því að styrkja grunn­upp­lýs­inga­kerfi aðild­ar­ríkja (og þeirra sem þurfa að taka reglu­verkið upp án þess að vera í ESB).

Íslensk stjórn­völd standa líka frammi fyrir þessum spurn­ingum og hvernig þau vilja byggja upp kerfið okkar til fram­tíð­ar.

Það þarf til dæmis að styrkja sam­band Íslands við umheim­inn, með betri strengj­um.

Hver á að eiga grunn­kerf­ið?

En það er líka fullt til­efni til þess að spyrja að því, hvernig eign­ar­hald á grunn­kerf­inu - ef við notum það orð til ein­föld­unar - á að vera til fram­tíð­ar. 

Hugs­an­lega er best að ríkið eigi ein­fald­lega kerfið og kaupi þá Mílu af Sím­anum (Það var alltaf hægt að aðskilja grunn­netið frá öðrum rekstri) og sam­eini við Gagna­veit­una.

Eða að líf­eyr­is­sjóðir kaupi bæði félög­in, og reki í sér­stöku félagi þar sem almenn­ingur nýtur þess að eiga þetta mik­il­væga kerfi til langrar fram­tíð­ar.

Það þarf ekki að taka fram, að það eru skiptar skoð­anir á þessu, en stjórn­mála­menn verða að átta sig á því að þeir geta ekki skilað auðu þegar þetta mál­efni er ann­ars veg­ar. Það er full þörf á því að ræða um þessa hluti og þá með það fyrir aug­um, að aðgangur að inter­neti ætti að telj­ast til grund­vall­ar­mann­rétt­inda í fram­tíð­inni.

Von­andi þýðir stutti kafl­inn um ljós­leið­ara­væð­ing­una að stjórn­mála­menn séu til­búnir að velta við öllum steinum í þessu máli. Það eru miklir hags­munir undir fyrir almenn­ing en líka sam­keppn­is­hæfni þjóð­ar­innar til lengdar lit­ið.

Fram­sýnir sænskir veka­lýðs­leið­togar

Upp í hug­ann kemur stutt saga frá Pär-Jörgen Pär­­son, stofn­anda Nort­hzone fjár­fest­inga­sjóðs­ins, sem meðal ann­ars hefur hagn­ast veru­lega á ýmsum sprota­fyr­ir­tækjum í Sví­þjóð, þar á meðal Spoti­fy.

Hann hélt frá­bært erindi í Scand­in­avia House í New York 25. ágúst 2015, þar sem Kjarn­inn var við­stadd­ur.

Þar voru nor­rænir sprotar að kynna fyr­ir­tæki sín og verk­efni fyrir fjár­festum og fleir­um.

Pär komið nokkuð á óvart í erindi sínu, þegar hann fjall­aði um hvernig Svíar hefðu náð sam­keppn­is­for­skoti á mörg önnur lönd þegar kæmi að inter­net­inu.

Hann sagð­ist telja að fram­sýnir sænskir verka­lýðs­leið­togar hefðu rutt braut­ina fyrir aðra með því að gera aðgang að inter­neti að kjara­máli á árdögum nets­ins, áður en flestar þjóðir heims­ins fóru að velta fyrir sér mik­il­vægi inter­netteng­inga.

Þetta bar­áttu­mál náð­ist í gegn og fóru Svíar í kjöl­farið að byggja upp inter­netteng­ingar vítt og breitt. Þetta skil­aði sér í því að margir frum­kvöðlar voru snemma komnir með þekk­ingu á inter­net­inu og kannski umfram allt, átt­uðu sig á óþrjót­andi mögu­leikum þess.

Áhrifin af þessu frum­kvöðla­starfi verka­lýðs­leið­tog­ana komu þó ekki almenni­lega fram, fyrr en mörgum árum og ára­tugum seinna.

Þannig er það oft með inn­við­ina. Þeir geta skapað tæki­færi sem ómögu­legt er að greina þegar þeir verða til. Eng­inn efast svo um mik­il­vægi þeirra þegar fram í sæk­ir.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari