Af brottkasti og annarri óáran

Kjartan Jónsson segir að útgerðarfyrirtækjum hafi, með ítökum sínum í pólitík og fjölmiðlum, tekist að koma í veg fyri að þurfa að borga markaðsverð fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind.

Auglýsing

Í gegnum tíð­ina hafa ein helstu rökin fyrir einka­eign­ar­rétti verið þau að hann tryggi að vel sé farið með eignir og hluti og þeir með­höndl­aðir á ábyrgan hátt. „Fé án hirð­is“ er hug­tak sem Pétri Blön­dal heitnum var hug­leikið og hann not­aði gjarn­an, t.d. í umræðu um rík­is­eign á bönkum eða óljóst eign­ar­hald á spari­sjóð­um. Slíkt fé yrði auð­veld­lega úlfum að bráð í einum skiln­ingi orðs­ins og því yrði illa varið í öðrum skiln­ingi þess. Þótt saga einka­væð­ingar og eign­ar­halds í bönkum á síð­asta ára­tug á Íslandi sé ekki bein­línis lof­gjörð um yfir­burði einka­eign­ar, þá sýnir saga rík­is­rekstr­ar, hér sem og erlend­is, að það er sann­leiks­korn í þessu. Tals­menn einka­eign­ar­réttar á kvóta hafa haldið svip­uðu fram, en brott­kast á íslenskum fiski­skipum er stað­fest­ing á hinu gagn­stæða.

Sam­kvæmt lögum um fisk­veiðar á þjóðin fisk­inn, en að öðru leyti er fyr­ir­komu­lagið með þeim hætti að það er eins og um einka­eign­ar­rétt sé að ræða – fyr­ir­tækin geta selt kvóta, leigt eða veð­sett hann. Nið­ur­staða hæsta­réttar í Vatns­eyr­ar­mál­inu svo­kallað var hins vegar afdrátt­ar­laus:

„Til þess verður og að líta að sam­kvæmt 3. máls­lið 1. gr. lag­anna myndar úthlutun veiði­heim­ilda ekki eign­ar­rétt eða óaft­ur­kall­an­legt for­ræði ein­stakra manna yfir þeim, eins og áður seg­ir. Afla­heim­ild­irnar eru þannig aðeins var­an­legar í þeim skiln­ingi að þær verða hvorki felldar niður né þeim breytt nema með lög­um. Í skjóli vald­heim­ilda sinna getur Alþingi því kveðið nánar á um rétt­inn til fisk­veiða, bundið hann skil­yrðum eða inn­heimt fyrir hann frekara fégjald en nú er gert vegna breyttra sjón­ar­miða um ráð­stöfun þeirrar sam­eignar íslensku þjóð­ar­inn­ar, sem nytja­stofnar á Íslands­miðum eru.“

Auglýsing

Málsvarar kvóta­eig­enda hafa brugðið á það ráð að vísa til atvinnu­rétt­inda, en þau falla undir einka­eign­ar­rétt, þau má ekki skerða bóta­laust. Hins vegar eru það und­ar­leg rök í máli sem snýst um hvert auð­lind­arentan eigi að renna. Í núver­andi kerfi rennur hún að mjög litlu leyti í vasa sjó­manna eða útgerð­ar­manna í sjáv­ar­þorp­un­um, hverra atvinnu­réttar þarf að gæta. Hún rennur að stærstum hluta í vasa hlut­hafa stór­fyr­ir­tækja. 

Úthlutun á kvóta er ekki úthlutun á fiski heldur úthlutun á rétt­inum til að veiða til­tekið magn af fiski. Brott­kast er stað­fest­ing á því að í augum ýmissa í útgerð er kvót­inn ekki veiddur fisk­ur, heldur sá fiskur sem skipin koma með í land. Hvat­inn sem fylgir þeim „eign­ar­rétti“ er ekki að fara vel með fisk­inn, heldur að landa sem verð­mætustum afla. Kost­ur­inn við einka­eign­ar­rétt hefur líka verið tal­inn sá að fela í sér ákveðna vald­dreif­ingu – fólk hefur vald yfir eignum sínum og það þarf ekki að stýra eða hafa eft­ir­lit með því að fólk hugsi vel um fast­eignir sínar eða bíla, fólk hefur sjálft hag af því. „Eign­ar­rétt­ur“ á kvóta þýðir hið gagn­stæða, hvað varðar veiddan fisk, hann felur bein­línis í sér hvatn­ingu til brott­kasts, þar sem und­ir­mál, með­-afli, sem ekki er kvóti fyr­ir, og óhent­ugar stærðir rýra bein­línis verð­mæti kvóta­hafans. Og það er ekki bara útgerð­ar­mað­ur­inn sem hagn­ast af brott­kast­inu, laun áhafn­ar­innar eru í hlut­falli við verð­mæti afl­ans, hún hefur líka hag af því. Með þessu er ekki verið að segja að meg­in­þorri íslenskra sjó­manna sé í miklum mæli þátt­tak­endur í þeim ljóta leik sem brott­kastið er, aðeins það að hvat­inn er til staðar og er inn­byggður í kerf­ið.

 „Til þess eru hags­mun­irnir ein­fald­lega of miklir í grein sem hefur tekist, með ítökum sínum í póli­tík og fjöl­miðl­um, að koma í veg fyrir jafn sjálf­sagða kröfu og að þurfa að borga mark­aðs­verð fyrir aðgang að sam­eig­in­legri auð­lind. Það verður fyrst þegar ríkið er búið að leysa til sín kvót­ann sem slík umræðu getur átt sér stað á óhlut­drægan hátt.“

Og hvaða val­kostir eru í stöð­unni? Það er hægt að auka eft­ir­lit, setja upp mynda­vélar á stærri skip, en reynslan af eft­ir­liti á hinum ýmsu sviðum íslenskrar stjórn­sýslu gefur ekki ástæðu til að ætla að slíkt eft­ir­lit yrði mjög skil­virkt. Önnur leið væri að bylta kerf­inu og taka upp sókn­ar­mark, þar sem sókn­in, í stað afl­ans, yrði tak­mörk­uð. Þar með væri búið að taka í burtu bæði hvatann til brott­kasts og þess vigt­un­arsvindls sem hefur við­geng­ist af sömu ástæð­um, og fjallað var um í þætt­inum Kveikjan á dög­un­um. Önnur rök með sókn­ar­marki eru þau að mæl­ingar á hrygn­ing­ar­stofni, mæl­ing á fisknum í sjón­um, geta aldrei orðið nákvæm vís­indi, en hrygn­ing­ar­stofn er sú við­miðun sem Hafró notar í til­lögum sínum um veiðar hvers árs (veiða má 20% af hrygn­ing­ar­stofni þorsks). Ef ég skil útreikn­ings­að­ferðir þeirra rétt eru skekkju­mörkin sem Hafró gefur sér um 15%, sem er gríð­ar­mikil skekkja. Fimmtán pró­sent af 250.000 tonnum er 37.500 tonn (Til við­mið­unar er strand­veiði­kvót­inn um 9.000 tonn). 

Helsta gagn­rýnin á sókn­ar­mark er að það leiði til offjár­fest­ingar í grein­inni, það yrði slæm nýt­ing á skipum og bátum sem yrðu bundnir við bryggju stóran hluta árs. Það er þó bara útfærslu­at­riði – hægt væri að bjóða út sókn­ar­daga fyrir hinar ýmsu gerðir báta og skipa, þannig að fyr­ir­tæki gætu keypt heppi­legan fjölda daga fyrir skip sín, sem tryggði hámarks­nýt­ingu á fjár­fest­ing­unni. Það er þó varla raun­sætt að ræða sókn­ar­mark af ein­hverri alvöru sem val­kost í dag. Til þess eru hags­mun­irnir ein­fald­lega of miklir í grein sem hefur tekist, með ítökum sínum í póli­tík og fjöl­miðl­um, að koma í veg fyrir jafn sjálf­sagða kröfu og að þurfa að borga mark­aðs­verð fyrir aðgang að sam­eig­in­legri auð­lind. Það verður fyrst þegar ríkið er búið að leysa til sín kvót­ann sem slík umræðu getur átt sér stað á óhlut­drægan hátt. Þangað til er hætt við að við munum við fá reglu­legar fréttir af brottkasti og vigt­arsvindli í grein­inni.   

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Múltikúlti ís­lensku, pírati og stundar meist­ara­nám í heim­speki.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar