Af brottkasti og annarri óáran

Kjartan Jónsson segir að útgerðarfyrirtækjum hafi, með ítökum sínum í pólitík og fjölmiðlum, tekist að koma í veg fyri að þurfa að borga markaðsverð fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind.

Auglýsing

Í gegnum tíð­ina hafa ein helstu rökin fyrir einka­eign­ar­rétti verið þau að hann tryggi að vel sé farið með eignir og hluti og þeir með­höndl­aðir á ábyrgan hátt. „Fé án hirð­is“ er hug­tak sem Pétri Blön­dal heitnum var hug­leikið og hann not­aði gjarn­an, t.d. í umræðu um rík­is­eign á bönkum eða óljóst eign­ar­hald á spari­sjóð­um. Slíkt fé yrði auð­veld­lega úlfum að bráð í einum skiln­ingi orðs­ins og því yrði illa varið í öðrum skiln­ingi þess. Þótt saga einka­væð­ingar og eign­ar­halds í bönkum á síð­asta ára­tug á Íslandi sé ekki bein­línis lof­gjörð um yfir­burði einka­eign­ar, þá sýnir saga rík­is­rekstr­ar, hér sem og erlend­is, að það er sann­leiks­korn í þessu. Tals­menn einka­eign­ar­réttar á kvóta hafa haldið svip­uðu fram, en brott­kast á íslenskum fiski­skipum er stað­fest­ing á hinu gagn­stæða.

Sam­kvæmt lögum um fisk­veiðar á þjóðin fisk­inn, en að öðru leyti er fyr­ir­komu­lagið með þeim hætti að það er eins og um einka­eign­ar­rétt sé að ræða – fyr­ir­tækin geta selt kvóta, leigt eða veð­sett hann. Nið­ur­staða hæsta­réttar í Vatns­eyr­ar­mál­inu svo­kallað var hins vegar afdrátt­ar­laus:

„Til þess verður og að líta að sam­kvæmt 3. máls­lið 1. gr. lag­anna myndar úthlutun veiði­heim­ilda ekki eign­ar­rétt eða óaft­ur­kall­an­legt for­ræði ein­stakra manna yfir þeim, eins og áður seg­ir. Afla­heim­ild­irnar eru þannig aðeins var­an­legar í þeim skiln­ingi að þær verða hvorki felldar niður né þeim breytt nema með lög­um. Í skjóli vald­heim­ilda sinna getur Alþingi því kveðið nánar á um rétt­inn til fisk­veiða, bundið hann skil­yrðum eða inn­heimt fyrir hann frekara fégjald en nú er gert vegna breyttra sjón­ar­miða um ráð­stöfun þeirrar sam­eignar íslensku þjóð­ar­inn­ar, sem nytja­stofnar á Íslands­miðum eru.“

Auglýsing

Málsvarar kvóta­eig­enda hafa brugðið á það ráð að vísa til atvinnu­rétt­inda, en þau falla undir einka­eign­ar­rétt, þau má ekki skerða bóta­laust. Hins vegar eru það und­ar­leg rök í máli sem snýst um hvert auð­lind­arentan eigi að renna. Í núver­andi kerfi rennur hún að mjög litlu leyti í vasa sjó­manna eða útgerð­ar­manna í sjáv­ar­þorp­un­um, hverra atvinnu­réttar þarf að gæta. Hún rennur að stærstum hluta í vasa hlut­hafa stór­fyr­ir­tækja. 

Úthlutun á kvóta er ekki úthlutun á fiski heldur úthlutun á rétt­inum til að veiða til­tekið magn af fiski. Brott­kast er stað­fest­ing á því að í augum ýmissa í útgerð er kvót­inn ekki veiddur fisk­ur, heldur sá fiskur sem skipin koma með í land. Hvat­inn sem fylgir þeim „eign­ar­rétti“ er ekki að fara vel með fisk­inn, heldur að landa sem verð­mætustum afla. Kost­ur­inn við einka­eign­ar­rétt hefur líka verið tal­inn sá að fela í sér ákveðna vald­dreif­ingu – fólk hefur vald yfir eignum sínum og það þarf ekki að stýra eða hafa eft­ir­lit með því að fólk hugsi vel um fast­eignir sínar eða bíla, fólk hefur sjálft hag af því. „Eign­ar­rétt­ur“ á kvóta þýðir hið gagn­stæða, hvað varðar veiddan fisk, hann felur bein­línis í sér hvatn­ingu til brott­kasts, þar sem und­ir­mál, með­-afli, sem ekki er kvóti fyr­ir, og óhent­ugar stærðir rýra bein­línis verð­mæti kvóta­hafans. Og það er ekki bara útgerð­ar­mað­ur­inn sem hagn­ast af brott­kast­inu, laun áhafn­ar­innar eru í hlut­falli við verð­mæti afl­ans, hún hefur líka hag af því. Með þessu er ekki verið að segja að meg­in­þorri íslenskra sjó­manna sé í miklum mæli þátt­tak­endur í þeim ljóta leik sem brott­kastið er, aðeins það að hvat­inn er til staðar og er inn­byggður í kerf­ið.

 „Til þess eru hags­mun­irnir ein­fald­lega of miklir í grein sem hefur tekist, með ítökum sínum í póli­tík og fjöl­miðl­um, að koma í veg fyrir jafn sjálf­sagða kröfu og að þurfa að borga mark­aðs­verð fyrir aðgang að sam­eig­in­legri auð­lind. Það verður fyrst þegar ríkið er búið að leysa til sín kvót­ann sem slík umræðu getur átt sér stað á óhlut­drægan hátt.“

Og hvaða val­kostir eru í stöð­unni? Það er hægt að auka eft­ir­lit, setja upp mynda­vélar á stærri skip, en reynslan af eft­ir­liti á hinum ýmsu sviðum íslenskrar stjórn­sýslu gefur ekki ástæðu til að ætla að slíkt eft­ir­lit yrði mjög skil­virkt. Önnur leið væri að bylta kerf­inu og taka upp sókn­ar­mark, þar sem sókn­in, í stað afl­ans, yrði tak­mörk­uð. Þar með væri búið að taka í burtu bæði hvatann til brott­kasts og þess vigt­un­arsvindls sem hefur við­geng­ist af sömu ástæð­um, og fjallað var um í þætt­inum Kveikjan á dög­un­um. Önnur rök með sókn­ar­marki eru þau að mæl­ingar á hrygn­ing­ar­stofni, mæl­ing á fisknum í sjón­um, geta aldrei orðið nákvæm vís­indi, en hrygn­ing­ar­stofn er sú við­miðun sem Hafró notar í til­lögum sínum um veiðar hvers árs (veiða má 20% af hrygn­ing­ar­stofni þorsks). Ef ég skil útreikn­ings­að­ferðir þeirra rétt eru skekkju­mörkin sem Hafró gefur sér um 15%, sem er gríð­ar­mikil skekkja. Fimmtán pró­sent af 250.000 tonnum er 37.500 tonn (Til við­mið­unar er strand­veiði­kvót­inn um 9.000 tonn). 

Helsta gagn­rýnin á sókn­ar­mark er að það leiði til offjár­fest­ingar í grein­inni, það yrði slæm nýt­ing á skipum og bátum sem yrðu bundnir við bryggju stóran hluta árs. Það er þó bara útfærslu­at­riði – hægt væri að bjóða út sókn­ar­daga fyrir hinar ýmsu gerðir báta og skipa, þannig að fyr­ir­tæki gætu keypt heppi­legan fjölda daga fyrir skip sín, sem tryggði hámarks­nýt­ingu á fjár­fest­ing­unni. Það er þó varla raun­sætt að ræða sókn­ar­mark af ein­hverri alvöru sem val­kost í dag. Til þess eru hags­mun­irnir ein­fald­lega of miklir í grein sem hefur tekist, með ítökum sínum í póli­tík og fjöl­miðl­um, að koma í veg fyrir jafn sjálf­sagða kröfu og að þurfa að borga mark­aðs­verð fyrir aðgang að sam­eig­in­legri auð­lind. Það verður fyrst þegar ríkið er búið að leysa til sín kvót­ann sem slík umræðu getur átt sér stað á óhlut­drægan hátt. Þangað til er hætt við að við munum við fá reglu­legar fréttir af brottkasti og vigt­arsvindli í grein­inni.   

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Múltikúlti ís­lensku, pírati og stundar meist­ara­nám í heim­speki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar