Vilja koma á fót Ráðgjafastofu innflytjenda

Til stendur að koma á fót Ráðgjafastofu innflytjenda þar sem fólk, sem flytur hingað til lands, getur aflað sér allra þeirra upplýsinga og ráðlegginga á einum stað sem nýtast við flutninginn.

Verkamaður við vinnu
Auglýsing

Til stendur að koma á fót Ráð­gjafa­stofu inn­flytj­enda. Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, er fyrsti flutn­ings­maður þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þess efnis sem lögð verður fram á kom­andi þing­i. 

Hann segir í sam­tali við Kjarn­ann að verið sé að vinna með svo­kall­aða „first stop shop“-hug­mynd sem gengur út á fólk geti leitað á einn stað fyrir allar upp­lýs­ing­ar. Hann segir að á Ráð­gjafa­stof­unni eigi fólk sem flytur til lands­ins að geta fengið ráð­legg­ing­ar, sama hvaðan það kemur eða hvar það er búsett á Íslandi.

Í lýs­ingu á til­lög­unni segir að það sé stórt skref öllum að flytj­ast til ann­ars lands og hefja þar nýtt líf. „Ýmsar ástæður búa að baki því skrefi, en hvort sem það er stigið af sjálfs­dáðum eða af nauð­syn slæmra aðstæðna, þá er öllum í hag að njóta sem bestrar leið­sagnar um hið nýja sam­fé­lag. Bætt aðgengi að upp­lýs­ingar gerir breyt­ingar á högum fólks létt­ari og stuðlar um leið að því að fólk verður mun fyrr virkt í sam­fé­lag­inu og getur fyrr farið að gefa af sér.“

Kol­beinn bendir á að ein­falda þurfi kerfið fyrir fólk sem flytur hingað til lands. „Við teljum að gott sé að byrja á þessu verk­efn­i,“ segir hann og bætir því við að þetta snú­ist fyrst og fremst um hags­muni fólks­ins sjálfs. 

Auglýsing

Óvíst hver kostn­aður verði

Á Ísa­firði er vísir að slíkri ráð­gjafa­stofu en þar er fjöl­menn­ing­ar­setur sem hefur það hlut­verk að greiða fyrir sam­skiptum fólks af ólíkum upp­runa og efla þjón­ustu við inn­flytj­endur sem búsettir eru á Íslandi.

Kol­beinn segir að Ráð­gjafa­stofan sé ætluð öllum þeim sem hingað koma til lands; inn­flytj­end­um, flótta­mönnum og hæl­is­leit­end­um. Sam­starf verði við til að mynda Rauða krossinn, verka­lýðs­hreyf­ing­una og ýmsa aðra aðila sem koma að mála­flokkn­um. 

Óvíst er hve mik­ill kostn­aður felst í stofnun Ráð­gjaf­ar­stofu inn­flytj­enda og hve mikil áhrif stofnun hennar hefur á rík­is­sjóð. Sam­kvæmt Kol­beini er von­ast til að sam­starf náist við sveit­ar­fé­lögin um rekstur og þá sé við­búið að ein­hver þjón­usta fær­ist til stof­unnar frá öðrum sviðum og stofn­unum og fjár­munir fylgi með. Til sam­an­burðar nefnir hann árlegan kostnað við rík­is­stofnun með fimm starfs­menn en hann er um 55 millj­ónir króna.

Fjöldi erlendra rík­is­borg­ara fjór­fald­ast

Kjarn­inn fjall­aði fyrr í sumar um fjölgun lands­manna á fyrri hluta árs­ins 2018 en rekja má fjölg­un­ina til þess að erlendir rík­­is­­borg­­ara fluttu hingað til lands. Þeir voru orðnir 41.280 tals­ins og fjölg­aði um 3.328 frá ára­­mót­um, eða um 8,7 pró­­sent. Alls fjölg­aði íbúum á Íslandi um 2.360 á tíma­bil­inu og er því ljóst að lands­­mönnum hefði fækkað ef ekki hefði verið fyrir aðflutn­ing erlendra rík­­is­­borg­­ara til lands­ins. Hlut­­falls­­lega setj­­­ast lang­flestir þeirra að í Reykja­­nes­bæ. Fjöldi erlendra rík­­is­­borg­­ara þar hefur tæp­­lega fjór­fald­­ast á örfáum árum.

Alls eru Íslend­ingar rúm­lega 353.000 tals­ins og eru erlendir rík­­is­­borg­­arar tæp­­lega tólf pró­­sent af íbúum lands­ins. Þetta kom fram í mann­­fjölda­­tölum Hag­­stofu Íslands í júlí síð­ast­liðnum sem sýna stöð­una í lok júní.

Erlendum rík­­is­­borg­­urum sem búa á Íslandi hefur fjölgað um 97 pró­­sent frá lokum árs 2011. Það þýðir að fjöldi þeirra hefur tvö­­fald­­ast á sex og hálfu ári. Þeir hafa aldrei verið fleiri og fjölgun þeirra hefur aldrei verið hrað­­ari en á síð­­­ustu 18 mán­uð­­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent