Vilja koma á fót Ráðgjafastofu innflytjenda

Til stendur að koma á fót Ráðgjafastofu innflytjenda þar sem fólk, sem flytur hingað til lands, getur aflað sér allra þeirra upplýsinga og ráðlegginga á einum stað sem nýtast við flutninginn.

Verkamaður við vinnu
Auglýsing

Til stendur að koma á fót Ráð­gjafa­stofu inn­flytj­enda. Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, er fyrsti flutn­ings­maður þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þess efnis sem lögð verður fram á kom­andi þing­i. 

Hann segir í sam­tali við Kjarn­ann að verið sé að vinna með svo­kall­aða „first stop shop“-hug­mynd sem gengur út á fólk geti leitað á einn stað fyrir allar upp­lýs­ing­ar. Hann segir að á Ráð­gjafa­stof­unni eigi fólk sem flytur til lands­ins að geta fengið ráð­legg­ing­ar, sama hvaðan það kemur eða hvar það er búsett á Íslandi.

Í lýs­ingu á til­lög­unni segir að það sé stórt skref öllum að flytj­ast til ann­ars lands og hefja þar nýtt líf. „Ýmsar ástæður búa að baki því skrefi, en hvort sem það er stigið af sjálfs­dáðum eða af nauð­syn slæmra aðstæðna, þá er öllum í hag að njóta sem bestrar leið­sagnar um hið nýja sam­fé­lag. Bætt aðgengi að upp­lýs­ingar gerir breyt­ingar á högum fólks létt­ari og stuðlar um leið að því að fólk verður mun fyrr virkt í sam­fé­lag­inu og getur fyrr farið að gefa af sér.“

Kol­beinn bendir á að ein­falda þurfi kerfið fyrir fólk sem flytur hingað til lands. „Við teljum að gott sé að byrja á þessu verk­efn­i,“ segir hann og bætir því við að þetta snú­ist fyrst og fremst um hags­muni fólks­ins sjálfs. 

Auglýsing

Óvíst hver kostn­aður verði

Á Ísa­firði er vísir að slíkri ráð­gjafa­stofu en þar er fjöl­menn­ing­ar­setur sem hefur það hlut­verk að greiða fyrir sam­skiptum fólks af ólíkum upp­runa og efla þjón­ustu við inn­flytj­endur sem búsettir eru á Íslandi.

Kol­beinn segir að Ráð­gjafa­stofan sé ætluð öllum þeim sem hingað koma til lands; inn­flytj­end­um, flótta­mönnum og hæl­is­leit­end­um. Sam­starf verði við til að mynda Rauða krossinn, verka­lýðs­hreyf­ing­una og ýmsa aðra aðila sem koma að mála­flokkn­um. 

Óvíst er hve mik­ill kostn­aður felst í stofnun Ráð­gjaf­ar­stofu inn­flytj­enda og hve mikil áhrif stofnun hennar hefur á rík­is­sjóð. Sam­kvæmt Kol­beini er von­ast til að sam­starf náist við sveit­ar­fé­lögin um rekstur og þá sé við­búið að ein­hver þjón­usta fær­ist til stof­unnar frá öðrum sviðum og stofn­unum og fjár­munir fylgi með. Til sam­an­burðar nefnir hann árlegan kostnað við rík­is­stofnun með fimm starfs­menn en hann er um 55 millj­ónir króna.

Fjöldi erlendra rík­is­borg­ara fjór­fald­ast

Kjarn­inn fjall­aði fyrr í sumar um fjölgun lands­manna á fyrri hluta árs­ins 2018 en rekja má fjölg­un­ina til þess að erlendir rík­­is­­borg­­ara fluttu hingað til lands. Þeir voru orðnir 41.280 tals­ins og fjölg­aði um 3.328 frá ára­­mót­um, eða um 8,7 pró­­sent. Alls fjölg­aði íbúum á Íslandi um 2.360 á tíma­bil­inu og er því ljóst að lands­­mönnum hefði fækkað ef ekki hefði verið fyrir aðflutn­ing erlendra rík­­is­­borg­­ara til lands­ins. Hlut­­falls­­lega setj­­­ast lang­flestir þeirra að í Reykja­­nes­bæ. Fjöldi erlendra rík­­is­­borg­­ara þar hefur tæp­­lega fjór­fald­­ast á örfáum árum.

Alls eru Íslend­ingar rúm­lega 353.000 tals­ins og eru erlendir rík­­is­­borg­­arar tæp­­lega tólf pró­­sent af íbúum lands­ins. Þetta kom fram í mann­­fjölda­­tölum Hag­­stofu Íslands í júlí síð­ast­liðnum sem sýna stöð­una í lok júní.

Erlendum rík­­is­­borg­­urum sem búa á Íslandi hefur fjölgað um 97 pró­­sent frá lokum árs 2011. Það þýðir að fjöldi þeirra hefur tvö­­fald­­ast á sex og hálfu ári. Þeir hafa aldrei verið fleiri og fjölgun þeirra hefur aldrei verið hrað­­ari en á síð­­­ustu 18 mán­uð­­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent