Rödd makrílsins

Sabine Leskopf vill að innflytjendur fái rödd í umræðum um innflytjendamál. Þannig sé hægt að sýna öllum að um sé að ræða fjölbreyttan hóp sem geti auðgað umræðuna.

Auglýsing

Í Silfri Egils þann 12. nóv­em­ber var fjallað um fjölgun útlend­inga á Íslandi, ein besta og mál­efna­leg­asta umræða um þennan mála­flokk sem ég hef séð í langan tíma, Þórður Snær Júl­í­us­son er einn besti grein­and­inn í þessum mála­flokki og honum tókst að opna augun þátt­tak­enda og okkar allra um gíf­ur­leg og jákvæð áhrif inn­flytj­enda á efna­hag Íslands, en fólk af erlendum upp­runa telst nú þegar 27,3% allra skatt­greið­enda og fjölgar ört. Sem dæmi fyrir grund­völl hag­vaxtar á Íslandi voru nefnd útflutn­ingur á makríl og inn­flutn­ingur á vinnu­afli af erlendum upp­runa. 

Skilj­an­lega var engum full­trúa mak­ríl­stofns­ins boðið í þátt­inn. En engum inn­flytj­anda heldur sem er nú erf­ið­ara að skilja. Gætum við séð fyrir okkur í dag umræðu­þátt um kynja­jafn­rétti þar sem ein­ungis karl­mönnum væri boð­ið? Umræðu um nýliðun í kenn­ara­stétt án þess að full­trúi kenn­ara væri við­staddur sem sér­fræð­ing­ur? Inn­flytj­endur eru nú þegar 11 % af fólk­inu sem byggir þetta land en langoft­ast heyrum við jafn lítið í þeim og makríln­um. Jákvæð teikn voru á loft­inu á síð­asta þingi þar sem tveir þing­menn voru af erlendum upp­runa og í fyrsta skipti var rætt í ein­hverjum mæli við fólk sem fædd­ist ekki hér á land­inu um breiða mála­flokka, ekki bara inn­flytj­enda­mál. Grunur lædd­ist að manni að inn­flytj­endur væru alls konar fólk, jafn­vel fólk með alls konar skoð­an­ir. En við virð­umst hafa tekið fleiri skref til baka aftur núna.

Töl­urnar sem lagðar voru fram og grein­ar­góðar skýr­ingar á þeim í þessum þætti verða að vekja okkur af værum blundi, okkur í sveit­ar­stjórn­ar­mál­u­m ­sem þurfa að skapa börnum af erlendum upp­runa fram­tíð og jöfn tæki­færi en ekki síður þá sem starfa við stefnu­mótun þjóð­fé­lags­ins í heild sinni. Í þætt­inum var rætt um störf sem „við Íslend­ingar kærum okkur ekki um að vinna“, lág­launa- og þjón­ustu­störf sem eru ætluð inn­flytj­end­um. Hér kom mjög vel fram og mik­il­vægt er að nefna hlut­ina eins og þeir eru: að Ísland hefur engan metnað að vera aðlað­andi fyrir hámenntað fólk af erlendum upp­runa, þó að það vantar líka t.d. lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Við gætum með þess­ari þróun stefnt að því að skapa til lang­frama tví­skipta þjóð:  ein­hvers konar herra­þjóð ráð­andi stéttar auð­ugra inn­fæddra og þöglan her þjón­ustu­að­ila af erlendum upp­runa. Nýras­istar í íslensku sam­fé­lag­inu sem „þora að taka umræð­una“ gæti nú sagt „já, takk“ við þeirri fram­tíð­ar­sýn. En ég er samt sann­færð um að stærsti hluti Íslend­inga sættir sig ekki við að búa í slíku sam­fé­lagi.

Auglýsing

Mik­il­vægt skref væri að gefa inn­flytj­endum rödd í opin­berri umræðu, ekki bara til að fá sér­fræði­á­lit þeirra á eigin mál­efn­um, heldur að sýna öll­um, fólki af íslenskum sem og erlendum upp­runa, að inn­flytj­endur séu fjöl­breyttur hópur sem gæti jafn­vel auðgað umræð­una með víð­ari sýn og reynslu sinni. Ég hvet þess vegna fjöl­miðla að nýta sér raddir inn­flytj­enda í umræð­unni, það græða allir á því. Hver veit, við gætum jafn­vel haft skoðun á mak­ríl­veið­unum.

Höf­undur er vara­borg­ar­full­trúi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar