Rödd makrílsins

Sabine Leskopf vill að innflytjendur fái rödd í umræðum um innflytjendamál. Þannig sé hægt að sýna öllum að um sé að ræða fjölbreyttan hóp sem geti auðgað umræðuna.

Auglýsing

Í Silfri Egils þann 12. nóv­em­ber var fjallað um fjölgun útlend­inga á Íslandi, ein besta og mál­efna­leg­asta umræða um þennan mála­flokk sem ég hef séð í langan tíma, Þórður Snær Júl­í­us­son er einn besti grein­and­inn í þessum mála­flokki og honum tókst að opna augun þátt­tak­enda og okkar allra um gíf­ur­leg og jákvæð áhrif inn­flytj­enda á efna­hag Íslands, en fólk af erlendum upp­runa telst nú þegar 27,3% allra skatt­greið­enda og fjölgar ört. Sem dæmi fyrir grund­völl hag­vaxtar á Íslandi voru nefnd útflutn­ingur á makríl og inn­flutn­ingur á vinnu­afli af erlendum upp­runa. 

Skilj­an­lega var engum full­trúa mak­ríl­stofns­ins boðið í þátt­inn. En engum inn­flytj­anda heldur sem er nú erf­ið­ara að skilja. Gætum við séð fyrir okkur í dag umræðu­þátt um kynja­jafn­rétti þar sem ein­ungis karl­mönnum væri boð­ið? Umræðu um nýliðun í kenn­ara­stétt án þess að full­trúi kenn­ara væri við­staddur sem sér­fræð­ing­ur? Inn­flytj­endur eru nú þegar 11 % af fólk­inu sem byggir þetta land en langoft­ast heyrum við jafn lítið í þeim og makríln­um. Jákvæð teikn voru á loft­inu á síð­asta þingi þar sem tveir þing­menn voru af erlendum upp­runa og í fyrsta skipti var rætt í ein­hverjum mæli við fólk sem fædd­ist ekki hér á land­inu um breiða mála­flokka, ekki bara inn­flytj­enda­mál. Grunur lædd­ist að manni að inn­flytj­endur væru alls konar fólk, jafn­vel fólk með alls konar skoð­an­ir. En við virð­umst hafa tekið fleiri skref til baka aftur núna.

Töl­urnar sem lagðar voru fram og grein­ar­góðar skýr­ingar á þeim í þessum þætti verða að vekja okkur af værum blundi, okkur í sveit­ar­stjórn­ar­mál­u­m ­sem þurfa að skapa börnum af erlendum upp­runa fram­tíð og jöfn tæki­færi en ekki síður þá sem starfa við stefnu­mótun þjóð­fé­lags­ins í heild sinni. Í þætt­inum var rætt um störf sem „við Íslend­ingar kærum okkur ekki um að vinna“, lág­launa- og þjón­ustu­störf sem eru ætluð inn­flytj­end­um. Hér kom mjög vel fram og mik­il­vægt er að nefna hlut­ina eins og þeir eru: að Ísland hefur engan metnað að vera aðlað­andi fyrir hámenntað fólk af erlendum upp­runa, þó að það vantar líka t.d. lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Við gætum með þess­ari þróun stefnt að því að skapa til lang­frama tví­skipta þjóð:  ein­hvers konar herra­þjóð ráð­andi stéttar auð­ugra inn­fæddra og þöglan her þjón­ustu­að­ila af erlendum upp­runa. Nýras­istar í íslensku sam­fé­lag­inu sem „þora að taka umræð­una“ gæti nú sagt „já, takk“ við þeirri fram­tíð­ar­sýn. En ég er samt sann­færð um að stærsti hluti Íslend­inga sættir sig ekki við að búa í slíku sam­fé­lagi.

Auglýsing

Mik­il­vægt skref væri að gefa inn­flytj­endum rödd í opin­berri umræðu, ekki bara til að fá sér­fræði­á­lit þeirra á eigin mál­efn­um, heldur að sýna öll­um, fólki af íslenskum sem og erlendum upp­runa, að inn­flytj­endur séu fjöl­breyttur hópur sem gæti jafn­vel auðgað umræð­una með víð­ari sýn og reynslu sinni. Ég hvet þess vegna fjöl­miðla að nýta sér raddir inn­flytj­enda í umræð­unni, það græða allir á því. Hver veit, við gætum jafn­vel haft skoðun á mak­ríl­veið­unum.

Höf­undur er vara­borg­ar­full­trúi.

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar