Það er ekki flókið að eiga peninga á Íslandi

Auglýsing

Út um allan heim er verið að for­dæma notkun á skatta­skjólum til að kom­ast hjá greiðslu eðli­legra skatt­greiðslna í heima­lönd­unum þar sem auður verður til. Para­dís­ar­skjöl­in, sem nýverið voru opin­beruð, sýna að kónga­fólk, við­skipta­for­kólfar, stór­fyr­ir­tæki, hátt­settir stjórn­mála­menn og ara­grúi stjarna úr kvik­mynda- og tón­list­ar­heim­inum hafa nýtt sér sér­fræð­inga í skatta­snið­göngu til að spara sér greiðslu skatta í sam­ræmi við það sem hinn venju­legi launa­maður þarf að greiða.

Við Íslend­ingar þekkjum þessa umræðu vel. Fyrir rúmu einu og hálfu ári var opin­berað að elíta lands­ins, meðal ann­ars leið­togar þáver­andi rík­is­stjórn­ar, hafi verið að stunda nákvæm­lega þetta í mæli sem er nán­ast óþekkt í heim­in­um. Sá við­bót­ará­vinn­ingur er til staðar fyrir henn­ar, sökum til­urðar íslensku krón­unn­ar, að hóp­ur­inn ver sig fyrir sveiflum hennar og jafn­vel stór­græðir á þeim, á meðan að almenn­ingur þarf að taka aðlögun vegna geng­is­falls út í gegnum veskið sitt og lífs­gæð­i. 

Vegna þessa var kosið haustið 2016. Áður en að þær kosn­ingar fóru fram lá fyrir skýrsla starfs­hóps sem skoð­aði og kort­lagði umfang aflandseigna Íslend­inga. Skýrslan var til­­­búin um miðjan sept­­em­ber 2016 og kynnt fyrir Bjarna Bene­dikts­­syni, þáver­andi fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, í byrjun októ­ber saman ár. Skýrslan var hins vegar ekki birt fyrr en 6. jan­ú­ar 2017.

Auglýsing

Í henni var farið yfir það hvernig hluti þjóð­­ar­innar – efsta lag hennar – hafi fært mikið magn af fé sem varð til á Íslandi til aflands­­fé­laga. Sumir voru að brjóta lög, en flestir voru bara að brjóta gegn almennu sið­ferði og sam­fé­lags­vit­und.

Þeir sem þetta gátu gert voru fjár­magns­eig­end­ur. Þ.e. ekki venju­legt launa­fólk, sem er uppi­staða íslensks sam­fé­lags, heldur þeir sem hafa kom­ist í umfra­málnir vegna tæki­færa sem sam­fé­lag­ið, eða í sumum til­fellum stjórn­mála­menn, hafa fært þeim.

Rík­asta eitt pró­sentið

Það er ekki sér­­­lega stór hópur Íslend­inga sem á miklar fjár­muna­eignir. Kjarn­inn greindi frá því í vik­unni að alls hafi Íslend­ingar þénað 117 millj­­arða króna í fjár­­­magnstekjur á árinu 2016. Tekju­hæsta eitt pró­­sent lands­­manna tók til sín 55 millj­­arða króna af þeim tekjum sem urðu til vegna fjár­­­magns í fyrra, eða 47 pró­­sent þeirra. Það er bæði hærri krón­u­tala og hærra hlut­­fall en þessi hóp­­ur, sem sam­anstendur af 1.966 fram­telj­endum (1.331 ein­hleypum og 635 sam­skött­uðum), hafði í fjár­­­magnstekjur á árinu 2015.

Þessi staða þýðir að hin 99 pró­­sent íslenskra skatt­greið­enda, yfir 125 þús­und manns, skipti á milli sín 53 pró­­sent fjár­­­magnstekna sem urðu til á árinu 2016.

Kjarn­inn greindi frá því í frétta­­skýr­ingu 12. októ­ber síð­­ast­lið­inn að þær rúm­­lega 20 þús­und fjöl­­skyldur sem til­­heyra þeim tíu pró­­sentum þjóð­­ar­innar sem eiga mest eigið fé hafi átt 2.062 millj­­arða króna í hreinni eign um síð­­­ustu ára­­mót. Alls á þessi hópur 62 pró­­sent af öllu eigin fé í land­inu. Eigið fé hans jókst um 185 millj­­arða króna á síð­­asta ári. Eigið fé hinna 90 pró­­sent lands­­manna jókst á sama tíma um 209 millj­­arða króna.

Það þýðir að tæp­­lega helm­ingur þeirrar hreinu eignar sem varð til á síð­­asta ári fór til tíu pró­­sent efna­­mestu fram­telj­end­anna. Þessar tölur eru líka veru­lega van­metn­ar, þar sem hluta­bréf eru metin á nafn­virði í þeim og inn í þær vantar auð­vitað allt féð sem er falið í aflands­fé­lög­um.

Ger­endur verða fórn­ar­lömb

Umræðan á Íslandi í dag er ekki með fókus á því hvernig megi upp­ræta þá óværu sem skatta­snið­ganga, eða í sumum til­vikum skattsvik, er. Þvert á móti var til umfjöll­unar í Við­skipta­blað­inu í vik­unni að rík­asta fólk lands­ins, sem sumt hvert á marga millj­arða króna, leiti sér nú sumt hvert ráð­gjafar um hvernig það geti kom­ist hjá því að greiða auð­legð­ar­skatt verði slíkur lagður á.

Þar er meðal ann­ars sagt að „þeir sem eru ef til vill í erf­ið­­ustu stöð­unni í þessu til­­liti eru að sögn við­­mæl­enda Við­­skipta­­blaðs­ins þeir sem eiga umtals­verðar eignir en standa til dæmis í rekstri hér á landi og geta ekki með góðu móti skorið á öll tengsl við heima­landið og farið af landi brott.“

Það er auð­velt að trúa því að það sé erfitt að eiga mikið af pen­ing­um. Sífellt eru að minnsta kosti sagðar fréttir af mjög auð­ugu fólki sem er í erf­ið­leikum með t.d. að standa rétt að skatt­skilum sín­um. Þar má t.d. nefna Krist­ján Vil­helms­son, annan aðal­eig­andi Sam­herja og einn auð­ug­asta mann lands­ins, sem skil­aði ekki skatt­fram­tali í ára­tug þrátt fyrir að eiga meira en sex millj­arða króna í eign­ir. Krist­ján átti einnig aflands­fé­lag í skatta­skjól­inu Tortóla sem, sam­kvæmt nýbirtum úrskurði yfir­skatta­nefnd­ar, hefur verið til rann­sóknar hjá skatt­rann­sókn­ar­stjóra ásamt öðrum skatt­skilum hans.

Það veit fólk eins og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, og eig­in­kona hans sem sam­kvæmt end­ur­skoð­anda þeirra greiddu ekki skatta í sam­ræmi við lög og reglur vegna aflands­fé­lags­ins Wintris fyrr en eftir að hann var opin­ber­aður í Panama­skjöl­un­um. Og í kjöl­farið voru end­ur­á­kvarð­aðar á hann og eig­in­konu hans skatt­greiðsl­ur.

Þetta vita líka hinir auð­menn­irnir sem voru á meðal þeirra sem stofn­uðu 1.629 aflands­fé­lög sem fengu íslenska kenn­i­­tölu vegna banka- og hluta­bréfa­við­­skipta á árunum 1990-2015. Sem færðu hund­ruð millj­arða króna sem urðu til í íslensku hag­kerfi út úr því til að annað hvort forð­ast greiðslu skatta eða til að fela pen­ing­anna, í ein­hverjum til­fellum frá kröfu­höfum sem þeir skuld­uðu. Og um leið hefur þessi hópur kom­ist hjá því að greiða til sam­neysl­unn­ar.

Ekk­ert flókið við að eiga pen­inga á Íslandi

Það tók ekki nema rúmt ár fyrir umræð­una að snú­ast frá því að nauð­syn­legt væri fyrir fámenna þjóð að end­ur­heimta skatt­tekjur sem hefur verið skotið undan af fámennri yfir­stétt fjár­magns­eig­enda yfir í það að sama fámenna yfir­stétt er farin að hóta því að flýja land ef hún verður skatt­lögð frek­ar. Ekk­ert hefur í raun verið gert, að minnsta kosti sem hefur verið opin­ber­að, til að sækja það fé sem skotið var und­an, þrátt fyrir að það sé talið hlaupa á tugum millj­arða króna. Fyrir því hefur skort póli­tískan vilja og áræðni hjá þeim sem stýrt hafa land­inu.

Eina sem liggur fyrir er að fjórir ein­stak­lingar voru krafðir um 82 millj­ónir króna vegna upp­lýs­inga um aflands­fé­lög þeirra sem var að finna í gögnum sem yfir­völd keyptu sum­arið 2015, tæpu ári áður en að Panama­skjölin voru opin­beruð. Um var að ræða, að ein­hverju leyti, sömu upp­lýs­ingar og komu fram í þeim.

Nokkrum dögum áður en að Panama­skjölin voru opin­beruð var tekið við­tal við Sig­urð Inga Jóhanns­son, núver­andi for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þar sagði hann að það væri „auð­vitað tals­vert flókið að eiga pen­inga á Ísland­i“. Þegar hann var spurður að því hvort í lagi væri að eiga pen­inga á Tortóla svar­aði hann því til að „ein­hvers staðar verða pen­ing­arnir að ver­a.“

Þetta virð­ist ekki hafa verið rétt grein­ing hjá Sig­urði Inga. Það virð­ist ekk­ert flókið að eiga pen­inga á Íslandi. Það er hægt að fara með þá út í aflands­fé­lög áður en að efna­hags­kerfi hryn­ur. Það er hægt að koma með þá aftur heim eftir geng­is­fall og kaupa upp eignir á brú­a­út­sölu, meira að segja með 20 pró­sent virð­is­aukn­ingu í boði Seðla­bank­ans, án þess að eiga á hættu að opin­ber stofnun upp­lýsi um hverjir það voru sem nutu slíkra for­rétt­inda. Og það virð­ist vera hægt að haga skatt­skilum í and­stöðu við lög og reglum árum saman án alvar­legra afleið­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari