Það er ekki flókið að eiga peninga á Íslandi

Auglýsing

Út um allan heim er verið að for­dæma notkun á skatta­skjólum til að kom­ast hjá greiðslu eðli­legra skatt­greiðslna í heima­lönd­unum þar sem auður verður til. Para­dís­ar­skjöl­in, sem nýverið voru opin­beruð, sýna að kónga­fólk, við­skipta­for­kólfar, stór­fyr­ir­tæki, hátt­settir stjórn­mála­menn og ara­grúi stjarna úr kvik­mynda- og tón­list­ar­heim­inum hafa nýtt sér sér­fræð­inga í skatta­snið­göngu til að spara sér greiðslu skatta í sam­ræmi við það sem hinn venju­legi launa­maður þarf að greiða.

Við Íslend­ingar þekkjum þessa umræðu vel. Fyrir rúmu einu og hálfu ári var opin­berað að elíta lands­ins, meðal ann­ars leið­togar þáver­andi rík­is­stjórn­ar, hafi verið að stunda nákvæm­lega þetta í mæli sem er nán­ast óþekkt í heim­in­um. Sá við­bót­ará­vinn­ingur er til staðar fyrir henn­ar, sökum til­urðar íslensku krón­unn­ar, að hóp­ur­inn ver sig fyrir sveiflum hennar og jafn­vel stór­græðir á þeim, á meðan að almenn­ingur þarf að taka aðlögun vegna geng­is­falls út í gegnum veskið sitt og lífs­gæð­i. 

Vegna þessa var kosið haustið 2016. Áður en að þær kosn­ingar fóru fram lá fyrir skýrsla starfs­hóps sem skoð­aði og kort­lagði umfang aflandseigna Íslend­inga. Skýrslan var til­­­búin um miðjan sept­­em­ber 2016 og kynnt fyrir Bjarna Bene­dikts­­syni, þáver­andi fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, í byrjun októ­ber saman ár. Skýrslan var hins vegar ekki birt fyrr en 6. jan­ú­ar 2017.

Auglýsing

Í henni var farið yfir það hvernig hluti þjóð­­ar­innar – efsta lag hennar – hafi fært mikið magn af fé sem varð til á Íslandi til aflands­­fé­laga. Sumir voru að brjóta lög, en flestir voru bara að brjóta gegn almennu sið­ferði og sam­fé­lags­vit­und.

Þeir sem þetta gátu gert voru fjár­magns­eig­end­ur. Þ.e. ekki venju­legt launa­fólk, sem er uppi­staða íslensks sam­fé­lags, heldur þeir sem hafa kom­ist í umfra­málnir vegna tæki­færa sem sam­fé­lag­ið, eða í sumum til­fellum stjórn­mála­menn, hafa fært þeim.

Rík­asta eitt pró­sentið

Það er ekki sér­­­lega stór hópur Íslend­inga sem á miklar fjár­muna­eignir. Kjarn­inn greindi frá því í vik­unni að alls hafi Íslend­ingar þénað 117 millj­­arða króna í fjár­­­magnstekjur á árinu 2016. Tekju­hæsta eitt pró­­sent lands­­manna tók til sín 55 millj­­arða króna af þeim tekjum sem urðu til vegna fjár­­­magns í fyrra, eða 47 pró­­sent þeirra. Það er bæði hærri krón­u­tala og hærra hlut­­fall en þessi hóp­­ur, sem sam­anstendur af 1.966 fram­telj­endum (1.331 ein­hleypum og 635 sam­skött­uðum), hafði í fjár­­­magnstekjur á árinu 2015.

Þessi staða þýðir að hin 99 pró­­sent íslenskra skatt­greið­enda, yfir 125 þús­und manns, skipti á milli sín 53 pró­­sent fjár­­­magnstekna sem urðu til á árinu 2016.

Kjarn­inn greindi frá því í frétta­­skýr­ingu 12. októ­ber síð­­ast­lið­inn að þær rúm­­lega 20 þús­und fjöl­­skyldur sem til­­heyra þeim tíu pró­­sentum þjóð­­ar­innar sem eiga mest eigið fé hafi átt 2.062 millj­­arða króna í hreinni eign um síð­­­ustu ára­­mót. Alls á þessi hópur 62 pró­­sent af öllu eigin fé í land­inu. Eigið fé hans jókst um 185 millj­­arða króna á síð­­asta ári. Eigið fé hinna 90 pró­­sent lands­­manna jókst á sama tíma um 209 millj­­arða króna.

Það þýðir að tæp­­lega helm­ingur þeirrar hreinu eignar sem varð til á síð­­asta ári fór til tíu pró­­sent efna­­mestu fram­telj­end­anna. Þessar tölur eru líka veru­lega van­metn­ar, þar sem hluta­bréf eru metin á nafn­virði í þeim og inn í þær vantar auð­vitað allt féð sem er falið í aflands­fé­lög­um.

Ger­endur verða fórn­ar­lömb

Umræðan á Íslandi í dag er ekki með fókus á því hvernig megi upp­ræta þá óværu sem skatta­snið­ganga, eða í sumum til­vikum skattsvik, er. Þvert á móti var til umfjöll­unar í Við­skipta­blað­inu í vik­unni að rík­asta fólk lands­ins, sem sumt hvert á marga millj­arða króna, leiti sér nú sumt hvert ráð­gjafar um hvernig það geti kom­ist hjá því að greiða auð­legð­ar­skatt verði slíkur lagður á.

Þar er meðal ann­ars sagt að „þeir sem eru ef til vill í erf­ið­­ustu stöð­unni í þessu til­­liti eru að sögn við­­mæl­enda Við­­skipta­­blaðs­ins þeir sem eiga umtals­verðar eignir en standa til dæmis í rekstri hér á landi og geta ekki með góðu móti skorið á öll tengsl við heima­landið og farið af landi brott.“

Það er auð­velt að trúa því að það sé erfitt að eiga mikið af pen­ing­um. Sífellt eru að minnsta kosti sagðar fréttir af mjög auð­ugu fólki sem er í erf­ið­leikum með t.d. að standa rétt að skatt­skilum sín­um. Þar má t.d. nefna Krist­ján Vil­helms­son, annan aðal­eig­andi Sam­herja og einn auð­ug­asta mann lands­ins, sem skil­aði ekki skatt­fram­tali í ára­tug þrátt fyrir að eiga meira en sex millj­arða króna í eign­ir. Krist­ján átti einnig aflands­fé­lag í skatta­skjól­inu Tortóla sem, sam­kvæmt nýbirtum úrskurði yfir­skatta­nefnd­ar, hefur verið til rann­sóknar hjá skatt­rann­sókn­ar­stjóra ásamt öðrum skatt­skilum hans.

Það veit fólk eins og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, og eig­in­kona hans sem sam­kvæmt end­ur­skoð­anda þeirra greiddu ekki skatta í sam­ræmi við lög og reglur vegna aflands­fé­lags­ins Wintris fyrr en eftir að hann var opin­ber­aður í Panama­skjöl­un­um. Og í kjöl­farið voru end­ur­á­kvarð­aðar á hann og eig­in­konu hans skatt­greiðsl­ur.

Þetta vita líka hinir auð­menn­irnir sem voru á meðal þeirra sem stofn­uðu 1.629 aflands­fé­lög sem fengu íslenska kenn­i­­tölu vegna banka- og hluta­bréfa­við­­skipta á árunum 1990-2015. Sem færðu hund­ruð millj­arða króna sem urðu til í íslensku hag­kerfi út úr því til að annað hvort forð­ast greiðslu skatta eða til að fela pen­ing­anna, í ein­hverjum til­fellum frá kröfu­höfum sem þeir skuld­uðu. Og um leið hefur þessi hópur kom­ist hjá því að greiða til sam­neysl­unn­ar.

Ekk­ert flókið við að eiga pen­inga á Íslandi

Það tók ekki nema rúmt ár fyrir umræð­una að snú­ast frá því að nauð­syn­legt væri fyrir fámenna þjóð að end­ur­heimta skatt­tekjur sem hefur verið skotið undan af fámennri yfir­stétt fjár­magns­eig­enda yfir í það að sama fámenna yfir­stétt er farin að hóta því að flýja land ef hún verður skatt­lögð frek­ar. Ekk­ert hefur í raun verið gert, að minnsta kosti sem hefur verið opin­ber­að, til að sækja það fé sem skotið var und­an, þrátt fyrir að það sé talið hlaupa á tugum millj­arða króna. Fyrir því hefur skort póli­tískan vilja og áræðni hjá þeim sem stýrt hafa land­inu.

Eina sem liggur fyrir er að fjórir ein­stak­lingar voru krafðir um 82 millj­ónir króna vegna upp­lýs­inga um aflands­fé­lög þeirra sem var að finna í gögnum sem yfir­völd keyptu sum­arið 2015, tæpu ári áður en að Panama­skjölin voru opin­beruð. Um var að ræða, að ein­hverju leyti, sömu upp­lýs­ingar og komu fram í þeim.

Nokkrum dögum áður en að Panama­skjölin voru opin­beruð var tekið við­tal við Sig­urð Inga Jóhanns­son, núver­andi for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þar sagði hann að það væri „auð­vitað tals­vert flókið að eiga pen­inga á Ísland­i“. Þegar hann var spurður að því hvort í lagi væri að eiga pen­inga á Tortóla svar­aði hann því til að „ein­hvers staðar verða pen­ing­arnir að ver­a.“

Þetta virð­ist ekki hafa verið rétt grein­ing hjá Sig­urði Inga. Það virð­ist ekk­ert flókið að eiga pen­inga á Íslandi. Það er hægt að fara með þá út í aflands­fé­lög áður en að efna­hags­kerfi hryn­ur. Það er hægt að koma með þá aftur heim eftir geng­is­fall og kaupa upp eignir á brú­a­út­sölu, meira að segja með 20 pró­sent virð­is­aukn­ingu í boði Seðla­bank­ans, án þess að eiga á hættu að opin­ber stofnun upp­lýsi um hverjir það voru sem nutu slíkra for­rétt­inda. Og það virð­ist vera hægt að haga skatt­skilum í and­stöðu við lög og reglum árum saman án alvar­legra afleið­inga.

Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi
Neyðarástand er víða í Sýrlandi eftir blóðuga borgarastyrjöld árum saman.
24. febrúar 2018
Líf, Elín og Þorsteinn leiða lista VG í Reykjavík.
Líf, Elín og Þorsteinn leiða hjá VG í Reykjavík
Forvali Vinstri grænna lauk í dag. Þau Líf Magneudóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson skipa þrjú efstu sætin. Kosið var um fimm efstu sæti á lista og greiddu tæplega 500 atkvæði í valinu.
24. febrúar 2018
Ólafur Helgi Jóhansson
Lestur, læsi og lesskilningur – grundvallaratriði náms
24. febrúar 2018
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Varðandi stöðu Hugarafls og Geðheilsu Eftirfylgdar
24. febrúar 2018
„Þetta eru allt íslensk börn“
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það markmið sitt að börn af erlendum uppruna sem búa á Íslandi hafi sömu tækifæri í íslensku skólakerfi og önnur börn.
24. febrúar 2018
Þórður Snær Júlíusson
Höfum við ekki tíma til að sinna námi barnanna okkar?
24. febrúar 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru málin – Reykvísk stjórnsýsla er eins og pítsa sem maður fær aldrei
24. febrúar 2018
Þórdís býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, býður sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram 16. - 18. mars þar sem kosið verður um forystu flokksins.
24. febrúar 2018
Meira úr sama flokkiLeiðari