Auglýsing

Þann 5. maí, mán­uði eftir að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra vegna tengsla sinna við aflands­fé­lagið Wintris, skil­aði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, munn­legri skýrslu til Alþingis um aðgerðir stjórn­valda vegna aflands­fé­laga. Þá hafði þegar verið til­kynnt að kjör­tíma­bilið yrði stytt um eitt lög­gjaf­ar­þing í kjöl­far þess að Panama­skjölin sýndu víð­tæka aflands­fé­laga­eign mörg hund­ruð Íslend­inga í þekktum skatta­skjól­um. Til­gangur slíkrar eignar er tví­þætt­ur: annað hvort er verið að svíkj­ast um að greiða skatta eða það er verið að fela eign­ir. Eng­inn annar rök­réttur til­gangur er fyrir því að koma eignum fyrir með þessum hætti.

Panama­skjölin köll­uðu á við­brögð og í skýrslu sinni greindi Bjarni meðal ann­ars frá því að sér­stakt teymi, með aðkomu utan­að­kom­andi sér­fræð­inga, yrði falið að „gera mat á umfangi fjár­magnstil­færslna og und­an­skota á aflands­svæðum sam­hliða því að áætla tekju­tap hins opin­bera af slíkri starf­sem­i.[...]Við höfum skyldur til þess að draga fram og skýra hvert umfang skattsvikanna var. Hvert er umfang vand­ans? Hversu mikið tapast? Hversu algengt var að þetta félaga­form, þessi lönd, þessi svæði, væru nýtt til þess að skjóta sér undan íslenskum lög­um? Það finnst mér sjálf­sagt og eðli­legt að kanna. Mér finnst það frum­skylda okkar að gefnu þessu til­efni núna að taka það út sér­stak­lega og verður það meg­in­verk­efni þessa sér­staka teymis sem ég hyggst fela þetta hlut­verk þannig að við getum haft betri grund­völl undir umræðu um umfang vand­ans.“

Þessi hópur starf­aði frá því í vor undir for­mennsku Sig­urðar Ing­ólfs­sonar hag­fræð­ings. Og hann skil­aði skýrslu til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í sept­em­ber, rúmum mán­uði fyrir kosn­ing­arnar sem haldnar voru fyrr en áætlað var vegna aflands­fé­laga­op­in­ber­anna Panama­skjal­anna. Þrátt fyrir að til­gang­ur­inn með vinnu starfs­hóps­ins hafi ver­ið, sam­kvæmt fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að búa til „betri grund­völl undir umræðu um umfang vand­ans“ tók ein­hver ákvörðun um að það þjón­aði ekki til­gangi að birta þá skýrslu fyrir kosn­ing­ar. Nú, þremur mán­uðum eftir að skýrsl­unni var skil­að, var hún loks­ins birt, mögu­lega vegna þrýst­ings Kjarn­ans. Og upp­lýs­ing­arnar í henni eru slá­andi.

Auglýsing

Tugum millj­arða stolið úr sam­neysl­unni

Skýrslan er mögnuð lesn­ing. Þar kemur meðal ann­ars fram að upp­safnað umfang eigna Íslend­inga á aflands­svæðum hafi lík­ast til verið að minnsta kosti 580 millj­arðar króna (og allt að 810 millj­arðar króna) á árunum 1990 til 2015. Að 1.629 aflands­fé­lög hafi fengið íslenska kenni­tölu vegna banka- og hluta­bréfa­við­skipta. Að Íslend­ingar séu fjórum sinnum lík­legri en Danir til að eiga aflands­fé­lag og að tekju­tap hins opin­bera nemi lík­lega um 56 millj­örðum króna á árunum 2006 til 2014. Á hverju ári bæt­ist við tap vegna van­tal­inna skatta sem er á bil­inu 4,6 til 15,5 millj­arðar króna. Þessi hópur Íslend­inga sem ákvað að greiða ekki sitt til sam­neysl­unnar hefur því haft af okkur öllum hinum sem þiggjum laun og greiðum óhjá­kvæmi­lega skatta, marga tugi millj­arða króna. Það eru pen­ingar sem þeir hafa stungið í vas­ann.

En hvaða hópur er þetta? Í skýrsl­unni seg­ir:„Þeir Íslend­ingar sem hafa verið í aðstöðu til þess hafa frá fornu fari sumir hverjir leitað leiða til þess að flytja fé úr landi, ýmist til þess að forð­ast skatt­greiðsl­ur, leyna auð­legð sinni eða firra sig þeirri geng­is­á­hættu sem fylgir íslensku krón­unn­i.“ 

Þetta eru að mestu pils­fald­ar­kapita­listar - ekki frum­kvöðlar - sem hafa aldrei skapað neitt, en vegna aðgengis þeirra að tæki­færum, upp­lýs­ingum og fjár­magni ann­arra, hafa þeir hagn­ast vel, og kosið að fela þann hagnað á aflandseyj­um.

Pen­inga­þvætti í boði Seðla­banka

Ljóst má vera, sam­kvæmt skýrsl­unni, að hluti þessa hóps hafi notað hið illa fengna fé að hluta til að kom­ast aftur inn fyrir íslensku höftin í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands, sem veitti þeim að með­al­tali um 20 pró­sent virð­is­aukn­ingu þegar erlendum illa fengnum pen­ingum var skipt í íslenskar illa fengnar krón­ur. Þær afslátt­ar­krónur voru síðan not­aðar til að kaupa eignir á bruna­út­sölu eftir að fjár­magns­eig­end­ur, og banka­menn, höfðu sett sam­fé­lagið á hlið­ina.

Í skýrsl­unni er bent á að Seðla­banka Íslands virð­ist alveg sama hvaðan pen­ing­arnir sem flæddu inn um fjár­fest­ing­ar­leið­ina komu. Orð­rétt seg­ir: „Miðlun upp­lýs­inga um fjár­magns­flæði inn og út úr land­inu, t.d. aflandskrónur sem fluttar hafa verið til lands­ins og eins þátt­taka í fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­bank­ans er ekki til stað­ar. Sér í lagi hefur skatt­yf­ir­völdum ekki verið gert við­vart af hálfu Seðla­bank­ans þegar um grun­sam­legar fjár­magnstil­færslur er að ræða. Æski­legt má telja að sam­starf væri um miðlun upp­lýs­inga á milli þess­ara stofn­ana.“

Sam­kvæmt þessu hefur fjár­fest­ing­ar­leiðin verið leið fyrir Íslend­inga með illa fengið fé í felum til að þvætta féð. Seðla­banki Íslands bauð upp á pen­inga­þvotta­vél! Mikið hljóta stjórn­endur hans að vera stoltir af því.

Af þessu leiðir að það þarf að birta allar upp­lýs­ingar um hverjir það voru sem komu með fé til lands­ins eftir þess­ari leið opin­ber­lega, hversu mikið fé þeir komu með og rann­saka þarf hver upp­runi þess er. Þetta þarf að gera strax.

For­kast­an­leg vinnu­brögð

Í raun stað­festir skýrslan allt það sem flestum grun­aði, að á Íslandi sé til fámenn yfir­stétt fólks sem hefur hagn­ast á íslenskum auð­lindum eða öðrum flötum íslensks sam­fé­lags, en vill ekki borga sitt í sam­neysl­una. Fólk sem ákvað að stela af okkur hinum tugum millj­arða króna. Þetta fé þarf aug­ljós­lega að sækja og það þarf að sækja það af hörku. Ráð­ast á sam­stundis í þá aðgerð.

En það er annar flötur á þessu máli sem er ekki síður alvar­leg­ur. Það er sú stað­reynd að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, og ráð­herr­ann sem stýrir því, ákvað að birta ekki skýrsl­una - sem var til­búin í sept­em­ber - við fyrsta mögu­lega tæki­færi. Ástæður þess að kosið var í októ­ber 2016 en ekki í apríl 2017 voru opin­ber­anir um umfangs­mikla aflands­fé­laga­eign hluta Íslend­inga, sem lifa í öðrum efna­hags­legum veru­leika en venju­legt launa­fólk. Í ljósi þess að starfs­hópur hafði þegar lokið vinnu við að kort­leggja umfang þess vanda sem aflands­fé­laga­eign og skatt­svik eru, og hvað slíkur per­sónu­legur ávinn­ingur nokk­urra kostar íslenskt sam­fé­lag, þá er gjör­sam­lega óskilj­an­legt og óverj­an­legt að þær upp­lýs­ingar hafi ekki verið birtar sam­stundis og þær lágu fyr­ir. Fyrir það þarf ein­hver að svara. Og bera ábyrgð á.

Þessi orð eru ekki skrifuð vegna geð­veiki þess sem sér ekki veisl­una fyrir framan sig. Þau eru ekki skrifuð af fýlu­púka sem nennir ekki að taka þátt í stemmn­ing­unni. Þau eru ekki skrifuð vegna öfundar gagn­vart fjár­magns­eig­end­um. Þau eru skrifuð af rétt­látri reiði og óþoli gagn­vart því svindli og þeim þjófn­aði sem hluti íslensks sam­fé­lags stendur fyrir gagn­vart öllum hinum sem í því búa. Og því van­trausti sem atferli þeirra skapar sem grefur undan allri sam­fé­lags­gerð­inni.

Það er nefni­lega engin munur á því að ljúga beint að kjós­endum sínum og því að leyna þá vís­vit­andi upp­lýs­ingum sem skipta máli.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None