Gagnsæi og alþjóðageirinn

Staða efnahagsmála er sterk um þessar mundir. Þörf er á því að draga fram betur stöðuna hjá þeim, þar sem áhætturnar eru mestar.

Auglýsing

Í nýrri þjóð­hags­spá Hag­stofu Íslands er gert ráð fyrir því að áfram­hald verði á kröft­ugu hag­vaxt­ar­skeiði næstu fimm árin. Á þessu ári er gert ráð fyrir um 5 pró­sent hag­vexti og síðan um 2,5 til 3 pró­sent á ári næstu fimm ár.

Gangi spáin eftir verður áfram­hald á þeirri þróun sem verið hef­ur, þar sem ferða­þjón­ustan knýr áfram mik­inn hag­vöxt og veldur ruðn­ings­á­hrifum á ýmsa aðra geira.

Mikið upp­bygg­ing­ar­á­tak er framundan á hús­næð­is­mark­aði, og spá grein­end­ur, nú síð­ast hjá Íslands­banka, því að eigna­verð muni halda áfram að hækka mikið í alþjóð­legum sam­an­burði, eða um 20 pró­sent á þessu ári, 12 pró­sent á því næsta og 5 pró­sent árið þar á eft­ir.

Auglýsing

Á flesta mæli­kvarða er staða efna­hags­mála á Íslandi góð, verð­bólga er lág, skuldir rík­is­ins hafa lækkað - ekki síst eftir stutt en árang­urs­mikið skeið Bene­dikts Jóhann­es­sonar í stóli fjár­mála­ráð­herra - og atvinnu­leysi er lítið sem ekk­ert, eða 2,7 til 3 pró­sent.

Hvar leyn­ast því hætt­urn­ar?

Einkum tvö atriði finnst mér þörf á því að nefna.

I. Fyrir utan hið aug­ljósa, sem er að spennan verði of mikil í hag­kerf­inu og að það endi með snöggri nið­ur­sveiflu, þá þarf að huga betur að einu atriði, að mínu mati.

Það er að tryggja gott upp­lýs­inga­flæði úr flug­iðn­að­inum vegna kerf­is­á­hætt­unnar sem mynd­ast hefur með auknum umsvifum Kefla­vík­ur­flug­vallar og flug­fé­lag­anna, einkum Icelandair og WOW Air sé horft til íslenskra félaga sér­stak­lega.

Á þriggja mán­aða fresti, jafn­vel örar, ætti að skylda flug­fé­lögin og Kefla­vík­ur­flug­völl til að birta nákvæmar upp­lýs­ingar um rekstur og fleira, til að allir geta glöggvað sig á stöð­unni sem næst raun­tíma. Um 99 pró­sent af gjald­eyr­is­tekjum ferða­þjón­ust­unnar koma í gegnum flug­völl­inn, og full þörf á því að fylgj­ast vel með.

Bara til að setja hlut­ina í sam­hengi, þá getur gjald­þrot eða fall flug­fé­lags, jafn­gilt því að þurrka upp gjald­eyr­is­tekjur vegna þorsk­stofns­ins. Bara 1, 2 og 3. Og það sem verra er, þá er það þannig með flug­iðn­að­inn að það er engin þol­in­mæði fyrir rekstr­ar­vanda þar sem alþjóð­leg hefð er fyrir því að stöðva strax rekstur flug­fé­laga sem ekki geta staðið við skuld­bind­ingar sín­ar. 

Far­þegar verða þá stranda­glópar, eins og nýlegt dæmi um fall Mon­arch flug­fé­lags­ins í Bret­landi sýn­ir. Þá þurfti breska ríkið að koma til bjargar og koma far­þegum á leið­ar­enda, tugum þús­unda vítt og breitt um heim­inn. Þessu getur fylgt orð­spors­á­hætta fyrir lítið land eins og Ísland. Það má ekki van­meta þessa þætti.

Gagn­sæi er gott aðhald og vegna þess hversu mikið álag er á flug­fé­lög­unum og Kefla­vík­ur­flug­velli þá er þetta sjálf­sögð krafa. Það hefur verið verið ánægju­legt að fylgj­ast með WOW Air og Icelandair vaxa og dafna, og sinna þessum fjölda ferða­manna sem koma til lands­ins, en til fram­tíðar litið ætti ekki að van­meta neinar áhætt­ur. Flug­iðn­aður er þekktur af miklum sveiflum og áhætt­um.

II. Þekk­ing­ar­iðn­að­ur­inn á Íslandi glímir nú við erf­ið­leika, að mörgu leyti, ekki síst vegna sterks raun­gengis krón­unn­ar. Þetta eru kunn­ug­legir erf­ið­leik­ar. Kostn­aður hefur rokið upp í krón­um, meðal ann­ars vegna launa­hækk­ana, en á sama tíma fást færri krónur fyrir erlendar tekjur og því verður fram­legðin minni. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er að sjálf­sögðu þarna undir líka og öll hlið­ar­á­hrif sömu­leið­is. 

Nýleg dæmi af sam­drætti og breyt­ingum - þar sem styrk­ing­arfasi krón­unnar skiptir máli - má telja til. Össur ákvað nýlega að færa 50 störf frá Íslandi til Mexíkó. CCP sagði upp 30 manns á Íslandi og tugum erlend­is, og hægt og hljótt eru mörg fyr­ir­tæki að leita leiða til að halda sam­keppn­is­hæfni við erf­iðar aðstæð­ur.

Í stuttu máli þá er þekk­ing­ar­iðn­aður í land­inu - þar sem verð­mæt störf sem byggja á alþjóð­legri þekk­ingu eru undir - í varn­ar­bar­átt­u. 

Við skulum ekki gleyma okkur í veisl­unni í þetta skipt­ið, þó staðan sé góð. Ýmis­legt má bæta og það þarf að fylgj­ast vel með því hvernig okkar mögn­uð­ustu alþjóð­legu fyr­ir­tæki munu takast á við þetta sterka raun­gengi, ef það er komið til að vera, eins og flestar spár núna gera ráð fyr­ir. Það má líka efast um þær spár í ljósi hag­sög­unn­ar.

Alþingi
Leggja til að launatekjur undir 300 þúsund verði skattfrjálsar
Flokkur fólksins og Miðflokkurinn leggja fram þingsályktunartillögu um 54 milljarða tilfærslu á skattbyrði, af láglaunafólki og yfir á annars vegar hærri launaða og eignafólk og hins vegar ríkið.
Kjarninn 25. september 2018
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Kostnaðaráætlun hátíðarfundarins á Þingvöllum sagður misskilningur
Skrifstofa Alþingis hefur sent Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis bréf, vegna umræðu í fjölmiðlum síðustu daga um undirbúning og kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum 18. júlí.
Kjarninn 25. september 2018
Leiguverð hæst í Reykjavík borið saman við hin Norðurlöndin
Hvergi á Norðurlöndunum er að finna jafn hátt leiguverð í höfuðborginni og hér á landi.
Kjarninn 25. september 2018
Alvarleg gagnrýni sett fram á Samgöngustofu
Starfshópur sem fjallaði um starfsemi Samgöngustofu fann ýmislegt að því hvernig unnið var að málum þar.
Kjarninn 25. september 2018
Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiLeiðari