Gagnsæi og alþjóðageirinn

Staða efnahagsmála er sterk um þessar mundir. Þörf er á því að draga fram betur stöðuna hjá þeim, þar sem áhætturnar eru mestar.

Auglýsing

Í nýrri þjóð­hags­spá Hag­stofu Íslands er gert ráð fyrir því að áfram­hald verði á kröft­ugu hag­vaxt­ar­skeiði næstu fimm árin. Á þessu ári er gert ráð fyrir um 5 pró­sent hag­vexti og síðan um 2,5 til 3 pró­sent á ári næstu fimm ár.

Gangi spáin eftir verður áfram­hald á þeirri þróun sem verið hef­ur, þar sem ferða­þjón­ustan knýr áfram mik­inn hag­vöxt og veldur ruðn­ings­á­hrifum á ýmsa aðra geira.

Mikið upp­bygg­ing­ar­á­tak er framundan á hús­næð­is­mark­aði, og spá grein­end­ur, nú síð­ast hjá Íslands­banka, því að eigna­verð muni halda áfram að hækka mikið í alþjóð­legum sam­an­burði, eða um 20 pró­sent á þessu ári, 12 pró­sent á því næsta og 5 pró­sent árið þar á eft­ir.

Auglýsing

Á flesta mæli­kvarða er staða efna­hags­mála á Íslandi góð, verð­bólga er lág, skuldir rík­is­ins hafa lækkað - ekki síst eftir stutt en árang­urs­mikið skeið Bene­dikts Jóhann­es­sonar í stóli fjár­mála­ráð­herra - og atvinnu­leysi er lítið sem ekk­ert, eða 2,7 til 3 pró­sent.

Hvar leyn­ast því hætt­urn­ar?

Einkum tvö atriði finnst mér þörf á því að nefna.

I. Fyrir utan hið aug­ljósa, sem er að spennan verði of mikil í hag­kerf­inu og að það endi með snöggri nið­ur­sveiflu, þá þarf að huga betur að einu atriði, að mínu mati.

Það er að tryggja gott upp­lýs­inga­flæði úr flug­iðn­að­inum vegna kerf­is­á­hætt­unnar sem mynd­ast hefur með auknum umsvifum Kefla­vík­ur­flug­vallar og flug­fé­lag­anna, einkum Icelandair og WOW Air sé horft til íslenskra félaga sér­stak­lega.

Á þriggja mán­aða fresti, jafn­vel örar, ætti að skylda flug­fé­lögin og Kefla­vík­ur­flug­völl til að birta nákvæmar upp­lýs­ingar um rekstur og fleira, til að allir geta glöggvað sig á stöð­unni sem næst raun­tíma. Um 99 pró­sent af gjald­eyr­is­tekjum ferða­þjón­ust­unnar koma í gegnum flug­völl­inn, og full þörf á því að fylgj­ast vel með.

Bara til að setja hlut­ina í sam­hengi, þá getur gjald­þrot eða fall flug­fé­lags, jafn­gilt því að þurrka upp gjald­eyr­is­tekjur vegna þorsk­stofns­ins. Bara 1, 2 og 3. Og það sem verra er, þá er það þannig með flug­iðn­að­inn að það er engin þol­in­mæði fyrir rekstr­ar­vanda þar sem alþjóð­leg hefð er fyrir því að stöðva strax rekstur flug­fé­laga sem ekki geta staðið við skuld­bind­ingar sín­ar. 

Far­þegar verða þá stranda­glópar, eins og nýlegt dæmi um fall Mon­arch flug­fé­lags­ins í Bret­landi sýn­ir. Þá þurfti breska ríkið að koma til bjargar og koma far­þegum á leið­ar­enda, tugum þús­unda vítt og breitt um heim­inn. Þessu getur fylgt orð­spors­á­hætta fyrir lítið land eins og Ísland. Það má ekki van­meta þessa þætti.

Gagn­sæi er gott aðhald og vegna þess hversu mikið álag er á flug­fé­lög­unum og Kefla­vík­ur­flug­velli þá er þetta sjálf­sögð krafa. Það hefur verið verið ánægju­legt að fylgj­ast með WOW Air og Icelandair vaxa og dafna, og sinna þessum fjölda ferða­manna sem koma til lands­ins, en til fram­tíðar litið ætti ekki að van­meta neinar áhætt­ur. Flug­iðn­aður er þekktur af miklum sveiflum og áhætt­um.

II. Þekk­ing­ar­iðn­að­ur­inn á Íslandi glímir nú við erf­ið­leika, að mörgu leyti, ekki síst vegna sterks raun­gengis krón­unn­ar. Þetta eru kunn­ug­legir erf­ið­leik­ar. Kostn­aður hefur rokið upp í krón­um, meðal ann­ars vegna launa­hækk­ana, en á sama tíma fást færri krónur fyrir erlendar tekjur og því verður fram­legðin minni. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er að sjálf­sögðu þarna undir líka og öll hlið­ar­á­hrif sömu­leið­is. 

Nýleg dæmi af sam­drætti og breyt­ingum - þar sem styrk­ing­arfasi krón­unnar skiptir máli - má telja til. Össur ákvað nýlega að færa 50 störf frá Íslandi til Mexíkó. CCP sagði upp 30 manns á Íslandi og tugum erlend­is, og hægt og hljótt eru mörg fyr­ir­tæki að leita leiða til að halda sam­keppn­is­hæfni við erf­iðar aðstæð­ur.

Í stuttu máli þá er þekk­ing­ar­iðn­aður í land­inu - þar sem verð­mæt störf sem byggja á alþjóð­legri þekk­ingu eru undir - í varn­ar­bar­átt­u. 

Við skulum ekki gleyma okkur í veisl­unni í þetta skipt­ið, þó staðan sé góð. Ýmis­legt má bæta og það þarf að fylgj­ast vel með því hvernig okkar mögn­uð­ustu alþjóð­legu fyr­ir­tæki munu takast á við þetta sterka raun­gengi, ef það er komið til að vera, eins og flestar spár núna gera ráð fyr­ir. Það má líka efast um þær spár í ljósi hag­sög­unn­ar.

Bára Huld Beck
#metoo – Eftir hverju er verið að bíða?
Kjarninn 24. júní 2018
Rut Guðnadóttir
Viltu vera memm?
Kjarninn 24. júní 2018
Viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi
Samkvæmt íslenskri rannsókn er viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi vegna BRCA-stökkbreytinga en um helmingur virðist hafa áhyggjur af skertum rétti til sjúkratrygginga í kjölfar jákvæðrar niðurstöðu.
Kjarninn 24. júní 2018
Fanney Birna Jónsdóttir
Fjórflokkur Dags
Kjarninn 24. júní 2018
Gamla ráðhúsið í Randers
Danskur eftirlíkingarmiðbær í Kína
Er nokkuð 1. apríl sagði Anne Mette Knattrup framkvæmdastjóri ferðamála í Randers á Jótlandi þegar hún frétti að í Kína stæði til að reisa nákvæma eftirlíkingu miðbæjarins í Randers. En þetta var ekki 1. aprílfrétt og Kínverjum er full alvara.
Kjarninn 24. júní 2018
Áhrif Bláu plánetunnar láta á sér kræla
Eftir frumsýningu heimildaþátta BBC um lífríkið í hafinu hefur fólk í Bretlandi og víðar tekið við sér og ákveðin vitundarvakning virðist hafa átt sér stað. Sir David Attenborough segist vera furðulostinn yfir viðbrögðunum.
Kjarninn 23. júní 2018
Mænusótt snýr aftur
Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti um að mænusótt myndi brátt heyra sögunni til þá bárust þau tíðindi fyrir skömmu að veiran hefði greinst í Venesúela.
Kjarninn 23. júní 2018
Sama hver lausnin á vandamálum leigumarkaðsins er mun ekkert breytast nema að afstaða Íslendinga til húsnæðisleigu breytist.
Hvernig er hægt að gera leigumarkaðinn öruggari?
Leigumarkaðurinn á Íslandi er óstöðugur og hefur hækkað hratt á undanförnum árum. Hvaða ástæður liggja að baki því og hvernig getum við bætt hann að mati sérfræðinga?
Kjarninn 23. júní 2018
Meira úr sama flokkiLeiðari