Viðhorf til Pólverja breyst á undanförnum árum

Doktor í mannfræði frá HÍ hefur tekið mörg viðtöl við Pólverja hér á landi vegna rannsókna sinna. Einn viðmælandi hennar sagði að Íslendingar kæmu fram við þau eins og varning. Aðrir finna þó ekki fyrir þessu viðhorfi.

Anna Wojtynska
Auglýsing

Anna Wojtynska er doktor í mann­fræði frá Háskóla Íslands en hún kom fyrst til Íslands árið 1996 og lýsir hún gjör­ó­líkum aðstæðum Pól­verja hér á landi á þeim tíma. Hún segir að þeir hafi ein­ungis verið nokkur hund­ruð tals­ins, flestir hafi búið í þorpum úti á landi og aðeins örfáir í Reykja­vík. Kjarn­inn sett­ist með Önnu og spjall­aði við hana um reynslu Pól­verja á Íslandi en hún hefur rann­sak­að ­tengsl pólsks verka­fólks hér á landi við heima­landið og hvaða áhrif þessi tengsl hafa á hversu vel þeir hafa sam­lag­­ast ís­­lensku sam­­fé­lagi.

Hún flutti til Ísa­fjarðar árið 2005. „Fyrst þegar pólskir inn­flytj­endur fluttu til þess­ara þorpa þá höfðu þeir tæki­færi til að aðlag­ast sam­fé­lag­inu. Til að mynda var litið á pólskar konur sem komu til Ísa­fjarðar og eign­uð­ust íslenskan maka og töl­uðu íslensku sem inn­fædd­ar. Svo þegar fólk talar um „þessa Pól­verja“ þá er það lík­leg­ast ekki að tala um til dæmis þessar kon­ur.“ Þannig megi segja að þegar Pól­verjar aðlag­ist vel þá sé á vissan hátt ekki lengur litið á þá sem „Pól­verja“.

Hún hefur rætt við marga Pól­verja í rann­sóknum sín­um, bæði úti á landi og á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en flestir vinna í fisk­vinnslu úti á landi. „Fólk finnur því ekki fyrir því að það sé lág­stétt og jafn­vel hér í Reykja­vík segja sumir að vinna þeirra sé metin að verð­leikum og þar af leið­andi séu þeir einnig metnir að verð­leik­um.“

Auglýsing

Upp­lifun ólík eftir ein­stak­lingum

Anna telur þó að þetta hafi breyst að ein­hverju leyti á und­an­förnum árum. Eftir að svo margir Pól­verjar komu til lands­ins til að vinna og eftir að sam­band atvinnu­rek­enda og laun­þega breytt­ist þá hafi við­horfin jafn­framt breyst. Þá hafi til að mynda einn við­mæl­andi hennar sagt að Íslend­ingar komi fram við þau eins og varn­ing. Sumum líði eins og þeir séu inn­flutt vinnu­afl og ekk­ert meira. 

Hún tekur sér­stak­lega fram að ástandið hafi þó ekki verið full­komið hér áður fyrr og sé ekki alslæmt núna. Sumt hafi lag­ast með tím­anum og nefnir hún sem dæmi að ákveðin vit­und­ar­vakn­ing hafi orðið varð­andi mik­il­vægi pólska tungu­máls­ins. Á öðrum sviðum hafi við­horf Íslend­inga versn­að. 

Hópur Pól­verja fjöl­breyttur

Að flytja búferlum milli landa og festa rætur í öðru landi getur verið flók­ið. Þegar Anna er spurð út í við­horf Pól­verja gagn­vart Íslandi sem heim­kynnum þá segir hún að það sé auð­vitað ólíkt milli ein­stak­linga. „Ein pólsk kona sem ég tók við­tal við fyrir um þremur árum og býr enn hér á Íslandi, en hún hefur lík­lega búið hér hálfa ævina, talar enn eins og hún sé hérna tíma­bund­ið. Það er til fólk eins og hún. Og hún lifir sínu eigin lífi á Íslandi en eng­inn úr fjöl­skyld­unni hennar býr á Íslandi þannig að í hvert sinn sem hún á frí þá fer hún heim til þeirra," segir hún og bætir því við að vinnan haldi þess­ari til­teknu konu hér á land­i. 

„En stundum er ekki hægt að gefa ein­falt svar við þess­ari spurn­ingu. Nýlega kynnt­ist ég konu sem flutti hing­að, dvaldi í stuttan tíma og sneri aftur til Pól­lands en nú er hún aftur komin og seg­ist vilja búa á Ísland­i,“ segir hún. 

Anna segir að önnur breyt­ing sem orðið hafi á und­an­förnum árum sé sú að hópur Pól­verja sé orð­inn mjög fjöl­breyttur hvað varðar ald­ur, plön og vonir og hvaðan þau komi frá Pól­landi. „Hér eru far­and­verka­menn sem eiga fjöl­skyldur í Pól­landi og munu þeir snúa aftur til síns heima. Svo er til fólk sem er mitt á milli og einnig fólk sem er búið að koma sér vel fyrir hér.“

Pólska sam­fé­lagið hér á landi svipað hinu íslenska

Þegar Anna er spurð út í það hvort pólska sam­fé­lagið standi styrkum fótum hér á landi segir hún að það virki svipað og hið íslenska. „Sumir Pól­verjar myndu segja að við séum ekki nógu sam­heldin og hjálp­umst ekki nægi­lega að en á hinn bóg­inn hef ég séð að þetta virkar eins og á meðal Íslend­ing­anna. Sam­fé­lagið er smátt þannig að við vitum hvert af öðru og það er mun auð­veld­ara að mynda sam­bönd.“ Hún telur sjálf að pólska sam­fé­lagið sé mjög sam­heldið enda hafi hún séð mörg dæmi þess á þessum árum sem hún hefur dvalið á Ísland­i. 

Hún segir frá pól­skri vin­konu sinni sem flutti til Dan­merkur eftir að hafa búið hér á landi um nokk­urt skeið. „Hún sagði að það væri mun auð­veld­ara að tengj­ast Pól­verjum hér en úti í Kaup­manna­höfn. Hún vann í þrifum þar rétt eins og hér en borgin er svo stór.“

Hóp­arnir innan pólska sam­fé­lags­ins eru orðnir nokkuð margir, að sögn Önnu. Þá sé til að mynda búið að stofna hlaupa­hóp, ljós­mynd­ara­hóp og svo fram­veg­is. Þannig séu Pól­verjar orðnir nógu margir á Íslandi til að mynda ýmiss konar hópa í kringum ákveðin áhuga­mál.

„Það er ljóst að Pól­verja langar að hitt­ast og koma sér á fram­færi. Og þeir telja Íslend­inga á meðal sinna bestu vina og kunna vel við þá sem ein­stak­linga. Aftur á móti getur heild­ar­myndin litið aðeins öðru­vísi út, sér­stak­lega hvað varðar vinnu­að­stæð­ur. Þær hafa breyst mik­ið, finnst mér, síðan góð­ærið hófst. Þær hafa versn­að,“ segir hún. 

Skiptir máli að vera hluti af vinnu­staðnum

Varð­andi við­horf gagn­vart Pól­verjum á Íslandi þá segir Anna að vegna stærðar hóps­ins þá sé auð­veld­ara að líta á þau sem nafn­lausan hóp frekar en sem ein­stak­linga og sem fjöl­mennt vinnu­afl í ófag­lærðum störf­um. „Áður fyrr var hrein­gern­inga­fólkið oft­ast ráðið beint af atvinnu­rek­and­anum en nú er það breytt. Nú sjá sér­stök fyr­ir­tæki um ráðn­ingar og hefur það fyr­ir­komu­lag breytt teng­ingu inn á vinnu­stöð­un­um. Nú er það fólk, sem ráðið er í gegnum þjón­ustu­fyr­ir­tæki, ekki hluti af starfs­manna­hópn­um. Það skapar sundr­ung.“

Anna telur þar af leið­andi að þegar fólk er ráðið beint en ekki í gegnum þjón­ustu­fyr­ir­tæki mynd­ist önnur dýnamík milli starfs­manna. Það skipti máli að vera hluti af vinnu­staðnum en ekki ein­hvern veg­inn á jaðr­in­um. Þess vegna gagn­rýnir hún til að mynda þessi ræst­ing­ar­fyr­ir­tæki og segir hún að launin séu oft það lág að fólk rétt nær endum sam­an. 

Geta fallið milli tveggja heima

En hvernig er það að vera inn­flytj­andi á Íslandi, að mati Önnu? Hún segir í því sam­hengi að sjálfs­mynd fólks sé mis­mun­andi, enda aðlag­ist fólk með ólíkum hætti og jafn­framt séu aðstæður ólík­ar. Hún bendir á að aug­ljós­lega líti Pól­verjar, sem búið hafa lengi hér á landi, á sig í fyrsta lagi sem Pól­verja en einnig sem Íslend­inga. „Fyrir suma er mik­il­vægt að halda í þessa sjálfs­mynd. Fyrir börn er þetta aftur á móti flókn­ara. Stundum eru for­eldr­arnir bæði Íslend­ingar og Pól­verjar,“ segir hún. Þá falli þau jafn­vel milli þess­ara tveggja heima og geti börnin litið á sig sem bæði Íslend­inga og Pól­verja. 

„Við lifum á tímum þar sem fjöl­breyti­leik­anum er fagn­að. Það er því ákveð­inn kostur þegar fólk er með ólíkan bak­grunn. Það er þó erf­ið­ara fyrir Pól­verja að við­ur­kenna þjóð­erni sitt á Íslandi þegar hlut­irnir eru orðnir þannig að þeir vinna í lág­launa­vinnu. Ef sam­fé­lagið verður mjög stétta­skipt – jafn­vel eftir þjóð­erni – þá erum við komin á mjög slæman stað,“ segir hún. 

Hægt er að lesa ítar­lega frétta­skýr­ingu um Pól­verja á Íslandi hér

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent