Tungumálakennsla númer eitt, tvö og þrjú

Pólski sendiherrann á Íslandi segir að til þess að pólsk börn geti lært íslensku vel þá sé mikilvægt fyrir þau að fá góða kennslu í pólsku einnig.

Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi.
Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi.
Auglýsing

Pólska sendi­ráði leggur áherslu á aðeins einn hlut: Að bæta aðstöðu fyrir pólsk börn í skól­um. „Fyrir þá sem ákveða að dvelja á Íslandi til lengri tíma er mik­il­vægt að huga að pól­skri tungu­mála­kennslu fyrir börn­in. Það er nauð­syn­legt að geta við­haldið móð­ur­mál­inu því þegar börn eru vel stödd þar þá eiga þau auð­veld­ara með læra önnur tungu­mál.“

Þetta seg­ir ­Ger­ard Pokruszyński, fyrsti pólski sendi­herr­ann á Íslandi, í sam­tali við Kjarn­ann.

Hann segir að auð­vitað verði börnin að læra íslenska tungu­málið en til þess að þau geti gert það vel þá sé mik­il­vægt fyrir þau að fá góða kennslu í pólsku einnig. „Ef þau velja síðan að búa hér áfram þá aukast tæki­færi þeirra ef þau eru góð í íslensku. Þetta hef ég einnig rætt við mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herrann, Lilju Alfreðs­dótt­ur, að börnin læri pólsku og íslensku. Það er auð­vitað eðli­legt að þau læri tungu­málið í land­inu þar sem þau búa.“

Telur að færri muni koma með batn­andi ástandi í Pól­landi

Ger­ard segir að erfitt geti verið að reikna út nákvæman fjölda Pól­verja á Íslandi því þrátt fyrir að sam­kvæmt Þjóð­skrá séu þeir rúm­lega 20.000 þús­und tals­ins þá sé lík­legt að þeir séu fleiri. „Inn í þess­ari tölu eru til dæmis ekki þeir sem einnig eru orðnir Íslend­ingar en þeir eru á bil­inu fjögur til fimm þús­und tals­ins.“

­Sendi­herr­ann segir að Pól­verjum fjölgi um 2.000 á hverju ári hverju. „Ég tel að þessi þróun muni halda áfram næstu ár. Vegna þess að efna­hags­á­stand í Pól­landi er að verða mun betra þá munu færri koma hingað til lands, að mínu mati. Atvinnu­leysi er um fimm pró­sent núna í Pól­landi og er það á stefnu­skrá nýrrar rík­is­stjórnar að hækka lægstu laun­in. Ef þau mark­mið nást þá þýðir það að lægstu laun­in, sem og miðl­ungs, verða á við helm­ings­laun á Íslandi. Og vegna þess að það kostar mjög mikið að lifa hér á landi þá verða launin svipuð fyrir sömu vinnu hér og í Pól­land­i,“ segir hann.

Auglýsing

Á næstu fjórum til átta árum mun fólk því halda áfram að flytja frá Pól­landi til Íslands, að hans mati en eftir það mun fjöld­inn snar­minnka. „Sumir munu auð­vitað ákveða að halda áfram að búa hér á landi en aðrir munu óhjá­kvæmi­lega flytja aftur til Pól­lands.“

Margir sneru til baka í og eftir hrun

Ger­ard bendir á að oft dvelji Pól­verjar hér á landi og vinni í nokkur ár og fari síðan til baka. „Hinn hefð­bundni Pól­verji dvelur hér á landi í tíu til tólf ár en á ein­hverjum tíma­punkti ákveði hann hvort hann vilji halda áfram að vera hér eða fara til bak­a.“ Þar skipti miklu máli hvort börn séu í spil­inu, hvort fólk vilji að afkom­end­urnir alist upp á Íslandi eða í Pól­landi. „Ef börnin fara í íslenska skóla þá er það ákveðnum vand­kvæðum bundið að fara til bak­a.“

Lang­flestir Pól­verjar fluttu hingað til lands fyrir efna­hags­hrunið 2008. Fjölg­aði þeim í kjöl­far þess að Pól­land gekk í Evr­ópu­sam­bandið árið 2004 og þegar tak­mörk­unum á frjálsu flæði launa­fólks frá nýjum ríkjum ESS var aflétt á Íslandi um vorið 2006. Efna­hags­upp­gangur hér á landi á þessum árum hafði mikið að segja og ekki var vöntun á atvinnu í aðdrag­anda hruns­ins. 

Í og eftir hrunið sneru aftur á móti um 7.000 manns aftur til heima­lands­ins og fór þá fjöldi Pól­verja á Íslandi niður í rúm­lega 9.000 manns árið 2012.

Hægt er að lesa ítar­lega frétta­skýr­ingu um Pól­verja á Íslandi hér

Betur má ef duga skal

Pólskur orða­forði barna á aldr­inum 4 til 6 ára sem eiga pólska for­eldra en hafa alist upp á Íslandi frá fæð­ingu eða frum­bernsku var innan við­mið­un­ar­marka fyrir ein­tyngd pólsk börn. Þetta kemur fram í rann­sókn­inni Pólskur og íslenskur orða­forði tví­tyngdra leik­skóla­barna eftir Anetu Figl­ar­ska, Rann­veigu Odds­dótt­ur, Sam­úel Lefever og Hrafn­hildi Ragn­ars­dóttur sem birt var í lok árs 2017. Þetta eru jákvæðar nið­ur­stöður því góð tök á móð­ur­máli hafa jákvæð áhrif á til­einkun ann­ars máls. Íslenskur orða­forði þeirra var hins vegar mun slak­ari en orða­forði ein­tyngdra íslenskra barna á sama aldri. Nið­ur­stöður úr spurn­inga­könnun sýndu að fyrir tveggja ára aldur höfðu öll börnin fyrst og fremst heyrt pólsku dags­dag­lega en lítil kynni haft af íslensku. For­eldrar barn­anna voru með­vit­aðir um mik­il­vægi þess að börnin þeirra lærðu pólsku og hlúðu vel að mál­töku henn­ar. Í rann­sókn­inni kemur fram að fái börn góða kennslu í leik­skól­unum og áfram í grunn­skól­unum geti þau hæg­lega náð við­un­andi tökum á íslensku. Nið­ur­stöður fyrri rann­sókna bendi hins vegar til þess að þar þurfi að gera betur því tví­tyngd börn sem alast upp á Íslandi virð­ist ekki ná góðum tökum á íslensku og svip­aðar vís­bend­ingar megi sjá í þess­ari rann­sókn þar sem staða eldri barn­anna var síst betri en þeirra yngri.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent