Varnarleysi Íslendinga gagnvart netsvindli vekur athygli

Netsvindl hefur færst í aukana hér á landi í kjölfar afnáms fjármagnshafta og betri íslenskra þýðinga á rafrænum þýðingarvélum á síðustu árum samkvæmt grein AP fréttastofunnar. Íslendingar eru hvattir til að vera varkárari á netinu.

29723649810_0302d3c85a_o.jpg
Auglýsing

Aflétt­ing fjár­magns­hafta hér á landi sam­hliða mun öfl­ugri íslenskum þýð­ingum á raf­rænum þýð­ing­ar­vélum hefur laðað fleiri netsvindl­ara til lands­ins. Auk þess hefur íslenska þjóðin ekki þróað með sér sömu var­hygð gagn­vart net­glæpum og önnur vest­ræn ríki. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í grein AP frétta­stof­unnar sem birt er á vef New York Times. 

Net­glæpir færst mjög hratt í vöxt

Í grein­inni er fjallað um þá miklu aukn­ingu sem hefur orðið í net­glæpum hér á landi á síð­ustu árum. Hvernig allt frá stórum fyr­ir­tækjum niður í félaga­sam­tök hafi orðið fyrir barð­inu á svoköll­uðum „for­stjóra­svik­um“. Það er þegar tölvu­þrjótar hafa kynnt sér vel skipu­rit fyr­ir­tækja og þykj­ast vera hátt­settur stjórn­andi innan fyr­ir­tæk­is­ins eða þekktur við­skipta­vinur og sæk­ist eftir skjótum milli­færslum í gegnum tölvu­póst. 

Meðal ann­ars er greint frá því þeg­ar ­tölvu­þrjótum tókst að svíkja rúm­lega 400 millj­ónir króna af HS Orku í fyrra og þegar starfs­maður Aft­ur­eld­ingar var gabb­aður til að milli­færa nokkur hund­rað þús­und krónur vegna tölvu­pósts sem virt­ist koma frá for­manni deild­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Haft er eftir Lands­­bank­­anum í grein­inni að það sem af er ári hafi sexfalt fleiri netsvindl verið til­kynnt en í fyrra.

Erlendir svindl­arar að bíða eftir þessum degi 

Þessi aukn­ing í netsvikum hér á landi er meðal ann­ars rekin til­ raf­rænna þýð­ing­ar­véla. Í grein­inni segir að slíkar vélar séu orðnar mun betri í að þýða hið flókna tungu­mál Íslend­inga. Talið er að íslenskar þýð­ingar í slíkum vélum hafi í raun ekki orðið nógu góðar fyrr en árið 2018. Svika­póst­arnir séu enn þeir sömu en að íslenskan í þeim sé orðin mun betri og það plati marga Íslend­inga.

Sam­tímis þessum fram­förum í íslenskri þýð­ingu þá voru íslensk stjórn­völd að aflétta fjár­magns­höftum og því mögu­legt að milli­færa hærri upp­hæðir úr landi. Haft er eftir íslensku lög­regl­unni í grein­inni að það hefði verið líkt og erlendir svika­hrappar væru að bíða eftir þessum degi.

Mikið félags­legt traust á Íslandi

Morten Tand­le, fram­kvæmda­stjóri Nor­dic Fin­ancial Cert sem er ­sam­starfs­vett­vang­ur nor­ræna fjár­mála­fyr­ir­tækj þar sem barist er gegn net­glæp­um, segir í sam­tali við AP að lær­dóm­skúrfan í þessum málum hafi verið brött fyrir Íslend­inga. 

Tandle segir að flest fólk læri að vera var­kárt á net­inu vegna þess að ein­hver sem þau þekki hafi orðið fyrir netárás eða lent í svindli á net­inu. Hann segir að tölu­verð ein­angrun Íslands frá slíkum árásum hafi gert þessa skyndi­legum aukn­ingu í árásum á síð­ustu árum mun erf­ið­ari fyrir land og þjóð.

Enn fremur er fjallað um í grein­inni hversu hátt félags­legt traust mælist hér á landi, það er að fólk treysti almennt hvert öðru og að félags­legt öryggi sé meira en víða. Haft er eftir Gunn­ari Helga Krist­ins­syn­i, ­pró­fessor við félags­vís­inda­deild Háskóla Íslands­, að félags­legt traust sé eft­ir­sóttur eig­in­leiki í öllum sam­fé­lög­um. „Það gerir hag­kerfið öfl­ugra, lýð­ræðið sterkara og fólk ham­ingju­sam­ara og heil­brigð­ara. Í fræði­ritum er aldrei neitt slæmt tengt heil­brigðu traust­i,“ segir Gunnar Helg­i. 

Í grein­inni segir að svika­hrappar nýta sér þetta traust og eru Íslend­ingar hvattir til að vera var­kár­ari á net­inu. Jafn­framt er haft eftir sér­fræð­ingum í net­glæpum að þum­al­putta­reglan sé að svara alltaf fjár­hags­legum fyr­ir­spurnum eða skip­unum í gegnum annan mið­il, eins og til dæmis að svara tölvu­pósti með sím­tali

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Þór Gunnarsson.
Stefnir í oddvitaslag hjá Vinstri grænum í Kraganum
Ólafur Þór Gunnarsson vill fyrsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins er talinn ætla sér það sæti.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Þrjú munu berjast um oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir bættist í hópinn í dag. Hún segist hafa fengið mikla hvatningu til að bjóða sig fram síðustu vikur og mánuði.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Harðar takmarkanir víða um lönd sem og bólusetningarherferðir hafa skilað því að smitum og dauðföllum vegna COVID-19 fer hratt fækkandi.
Dauðsföllum vegna COVID-19 fækkaði um 20 prósent milli vikna
Bæði dauðsföllum vegna COVID-19 og nýjum tilfellum af sjúkdómnum fer fækkandi á heimsvísu. Í síðustu viku greindust 2,4 milljónir nýrra smita, 11 prósentum minna en í vikunni á undan.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent