Isavia varð fyrir tölvuárás

Isavia varð fyrir tölvuárás í gær. Árásin kemur í kjölfar mikillar óánægju vegna meintra tafa tyrkneska karlalandsiðsins í fótbolta við vegabréfaeftirlit á Keflavíkurflugvelli.

Isavia - Leifsstöð
Auglýsing

Isa­via varð fyrir tölvu­árás í gær. Tyrk­neskur hakk­ara­hópur seg­ist hafa ráð­ist á vef­síð­una til að hefna fyrir mót­tökur tyrk­neska karla­lands­liðs­ins, að því er kemur fram í frétt RÚV

Í til­kynn­ingu frá Isa­via segir að um svo­kallað DDos (Distri­buted denial of service) árás hafi verið að ræða þar sem „fram­kölluð er umferð á vef­síð­una með þús­undum sýnd­arnot­enda. Með þeim hætti náðu óprút­tnir aðilar að gera vef­síð­una óvirka.”

Á vef­síðu Isa­via eru birt­ar flugupp­lýs­ingar fyrir alla íslenska áætl­un­ar­flug­velli. ­Tækni­menn hafi unnið að því að verj­ast árás­unum og koma vef­síð­unni í samt horf. Enn fremur er beðið vel­virð­ingar á vanda­málum sem þetta kunni að valda, að því er kemur fram í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Utan­rík­is­ráðu­neytið neitar ásök­unum

Tyrk­nesk stjórn­völd hafa beðið íslenska utan­rík­is­ráðu­neytið svara við meintum töfum tyrk­neska karla­landsiðs­ins í fót­bolta við vega­bréfa­eft­ir­lit og örygg­is­leit. Liðið kom til lands í gær­kvöld vegna leiks við íslenska karla­lands­liðið í fót­bolta.

Í til­kynn­ingu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins segir að ekki hafi verið mögu­legt að bregð­ast við beiðni tyrk­neska stjórn­valda við hraða­með­ferð í gegnum vega­bréfs­skoðun og örygg­is­leit þar sem hún kom með of skömmum fyr­ir­vara. Slík fyr­ir­greiðsla standi að jafna aðeins hátt­settum sendi­er­ind­rekum og ráða­mönnum til boða, að því er kemur fram í til­kynn­ing­unni.

Utan­rík­is­ráðu­neytið hefur svarað orð­send­ingu tyrk­neskra stjórn­valda þar sem áréttað var að fram­kvæmd eft­ir­lits­ins „hafi verið í sam­ræmi við hefð­bundið verk­lag og ekki hafi reynst unnt að verða við hraðmeð­ferð.“

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent