Isavia varð fyrir tölvuárás

Isavia varð fyrir tölvuárás í gær. Árásin kemur í kjölfar mikillar óánægju vegna meintra tafa tyrkneska karlalandsiðsins í fótbolta við vegabréfaeftirlit á Keflavíkurflugvelli.

Isavia - Leifsstöð
Auglýsing

Isa­via varð fyrir tölvu­árás í gær. Tyrk­neskur hakk­ara­hópur seg­ist hafa ráð­ist á vef­síð­una til að hefna fyrir mót­tökur tyrk­neska karla­lands­liðs­ins, að því er kemur fram í frétt RÚV

Í til­kynn­ingu frá Isa­via segir að um svo­kallað DDos (Distri­buted denial of service) árás hafi verið að ræða þar sem „fram­kölluð er umferð á vef­síð­una með þús­undum sýnd­arnot­enda. Með þeim hætti náðu óprút­tnir aðilar að gera vef­síð­una óvirka.”

Á vef­síðu Isa­via eru birt­ar flugupp­lýs­ingar fyrir alla íslenska áætl­un­ar­flug­velli. ­Tækni­menn hafi unnið að því að verj­ast árás­unum og koma vef­síð­unni í samt horf. Enn fremur er beðið vel­virð­ingar á vanda­málum sem þetta kunni að valda, að því er kemur fram í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Utan­rík­is­ráðu­neytið neitar ásök­unum

Tyrk­nesk stjórn­völd hafa beðið íslenska utan­rík­is­ráðu­neytið svara við meintum töfum tyrk­neska karla­landsiðs­ins í fót­bolta við vega­bréfa­eft­ir­lit og örygg­is­leit. Liðið kom til lands í gær­kvöld vegna leiks við íslenska karla­lands­liðið í fót­bolta.

Í til­kynn­ingu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins segir að ekki hafi verið mögu­legt að bregð­ast við beiðni tyrk­neska stjórn­valda við hraða­með­ferð í gegnum vega­bréfs­skoðun og örygg­is­leit þar sem hún kom með of skömmum fyr­ir­vara. Slík fyr­ir­greiðsla standi að jafna aðeins hátt­settum sendi­er­ind­rekum og ráða­mönnum til boða, að því er kemur fram í til­kynn­ing­unni.

Utan­rík­is­ráðu­neytið hefur svarað orð­send­ingu tyrk­neskra stjórn­valda þar sem áréttað var að fram­kvæmd eft­ir­lits­ins „hafi verið í sam­ræmi við hefð­bundið verk­lag og ekki hafi reynst unnt að verða við hraðmeð­ferð.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól félaginu að vinna úr stöðugleikaeignum.
Fara fram á úttekt á starfsemi Lindahvols
Félag sem stofnað var utan um sölu á stöðugleikaeignum sem ríkið fékk í sinn hlut eftir að hafa gert samkomulag við kröfuhafa gömlu bankanna hefur lengi verið umdeilt. Nú vilja þingmenn úr þremur flokkum láta gera úttekt á félaginu.
Kjarninn 9. desember 2019
Tryggvi Felixson
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni
Kjarninn 9. desember 2019
Milla Ósk hættir á RÚV og gerist aðstoðarmaður Lilju
Milla Ósk Magnúsdóttir tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem annar aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Kjarninn 9. desember 2019
Sanna Marin verður næsti forsætisráðherra Finnlands.
Bætist í hóp þeirra kvenna sem leiðir Norðurlöndin
Sanna Marin hefur verið valin næsta forsætisráðherra Finnlands og eru því fjórir af fimm forsætisráðherrum Norðurlandanna nú konur. Marin verður jafnframt yngsti forsætisráðherra landsins og yngsti sitjandi forsætisráðherra heims.
Kjarninn 9. desember 2019
Heinaste
Togarinn Heinaste enn kyrrsettur
Unnið er að því að aflétta kyrrsetningu togarans í Namibíu.
Kjarninn 9. desember 2019
Húbert Nói Jóhannesson
Jarð-Kúlu-Kapítalisminn
Kjarninn 9. desember 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
„Meiri ansvítans vitleysan sem vellur upp úr stjórnarheimilinu þessa dagana“
Þingmaður Pírata bendir á ósamræmi í málflutningi sem kemur frá dómsmálaráðuneytinu varðandi svokallað Landsréttarmál. Hún segir dómsmálaráðherra beita hentisemisrökum í málinu.
Kjarninn 9. desember 2019
Birta niðurstöðu athugana á peningaþvættisvörnum ríkisbanka fyrir jól
Fjármálaeftirlitið mun birta niðurstöðu athugana á peningaþvættisvörnum Landsbankans og Íslandsbanka, sem báðir eru í ríkiseigu, og Kviku banka, sem er einkabanki, á næstu tveimur vikum. Áður hefur eftirlitið birt niðurstöðu Arion banka.
Kjarninn 9. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent