Isavia varð fyrir tölvuárás

Isavia varð fyrir tölvuárás í gær. Árásin kemur í kjölfar mikillar óánægju vegna meintra tafa tyrkneska karlalandsiðsins í fótbolta við vegabréfaeftirlit á Keflavíkurflugvelli.

Isavia - Leifsstöð
Auglýsing

Isa­via varð fyrir tölvu­árás í gær. Tyrk­neskur hakk­ara­hópur seg­ist hafa ráð­ist á vef­síð­una til að hefna fyrir mót­tökur tyrk­neska karla­lands­liðs­ins, að því er kemur fram í frétt RÚV

Í til­kynn­ingu frá Isa­via segir að um svo­kallað DDos (Distri­buted denial of service) árás hafi verið að ræða þar sem „fram­kölluð er umferð á vef­síð­una með þús­undum sýnd­arnot­enda. Með þeim hætti náðu óprút­tnir aðilar að gera vef­síð­una óvirka.”

Á vef­síðu Isa­via eru birt­ar flugupp­lýs­ingar fyrir alla íslenska áætl­un­ar­flug­velli. ­Tækni­menn hafi unnið að því að verj­ast árás­unum og koma vef­síð­unni í samt horf. Enn fremur er beðið vel­virð­ingar á vanda­málum sem þetta kunni að valda, að því er kemur fram í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Utan­rík­is­ráðu­neytið neitar ásök­unum

Tyrk­nesk stjórn­völd hafa beðið íslenska utan­rík­is­ráðu­neytið svara við meintum töfum tyrk­neska karla­landsiðs­ins í fót­bolta við vega­bréfa­eft­ir­lit og örygg­is­leit. Liðið kom til lands í gær­kvöld vegna leiks við íslenska karla­lands­liðið í fót­bolta.

Í til­kynn­ingu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins segir að ekki hafi verið mögu­legt að bregð­ast við beiðni tyrk­neska stjórn­valda við hraða­með­ferð í gegnum vega­bréfs­skoðun og örygg­is­leit þar sem hún kom með of skömmum fyr­ir­vara. Slík fyr­ir­greiðsla standi að jafna aðeins hátt­settum sendi­er­ind­rekum og ráða­mönnum til boða, að því er kemur fram í til­kynn­ing­unni.

Utan­rík­is­ráðu­neytið hefur svarað orð­send­ingu tyrk­neskra stjórn­valda þar sem áréttað var að fram­kvæmd eft­ir­lits­ins „hafi verið í sam­ræmi við hefð­bundið verk­lag og ekki hafi reynst unnt að verða við hraðmeð­ferð.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent