Isavia varð fyrir tölvuárás

Isavia varð fyrir tölvuárás í gær. Árásin kemur í kjölfar mikillar óánægju vegna meintra tafa tyrkneska karlalandsiðsins í fótbolta við vegabréfaeftirlit á Keflavíkurflugvelli.

Isavia - Leifsstöð
Auglýsing

Isa­via varð fyrir tölvu­árás í gær. Tyrk­neskur hakk­ara­hópur seg­ist hafa ráð­ist á vef­síð­una til að hefna fyrir mót­tökur tyrk­neska karla­lands­liðs­ins, að því er kemur fram í frétt RÚV

Í til­kynn­ingu frá Isa­via segir að um svo­kallað DDos (Distri­buted denial of service) árás hafi verið að ræða þar sem „fram­kölluð er umferð á vef­síð­una með þús­undum sýnd­arnot­enda. Með þeim hætti náðu óprút­tnir aðilar að gera vef­síð­una óvirka.”

Á vef­síðu Isa­via eru birt­ar flugupp­lýs­ingar fyrir alla íslenska áætl­un­ar­flug­velli. ­Tækni­menn hafi unnið að því að verj­ast árás­unum og koma vef­síð­unni í samt horf. Enn fremur er beðið vel­virð­ingar á vanda­málum sem þetta kunni að valda, að því er kemur fram í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Utan­rík­is­ráðu­neytið neitar ásök­unum

Tyrk­nesk stjórn­völd hafa beðið íslenska utan­rík­is­ráðu­neytið svara við meintum töfum tyrk­neska karla­landsiðs­ins í fót­bolta við vega­bréfa­eft­ir­lit og örygg­is­leit. Liðið kom til lands í gær­kvöld vegna leiks við íslenska karla­lands­liðið í fót­bolta.

Í til­kynn­ingu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins segir að ekki hafi verið mögu­legt að bregð­ast við beiðni tyrk­neska stjórn­valda við hraða­með­ferð í gegnum vega­bréfs­skoðun og örygg­is­leit þar sem hún kom með of skömmum fyr­ir­vara. Slík fyr­ir­greiðsla standi að jafna aðeins hátt­settum sendi­er­ind­rekum og ráða­mönnum til boða, að því er kemur fram í til­kynn­ing­unni.

Utan­rík­is­ráðu­neytið hefur svarað orð­send­ingu tyrk­neskra stjórn­valda þar sem áréttað var að fram­kvæmd eft­ir­lits­ins „hafi verið í sam­ræmi við hefð­bundið verk­lag og ekki hafi reynst unnt að verða við hraðmeð­ferð.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent