Forystumaður gegn frjálsri för – í boði sósíalista

Pawel Bartoszek borgarstjórnarfulltrúi Viðreisnar fjallar um verkalýðshreyfinguna og málefni innflytjenda í aðsendri grein. Hann segir verkalýðshreyfinguna ástæðu þess að réttindi útlendinga á vinnumarkaði séu svona lítil.

Auglýsing

Ég hef nú setið á nokkrum borgarstjórnarfundum og hlustað á málflutning sósíalista um hvernig flest sem slæmt er í málefnum innflytjenda sé kapítalisma og vondum kapítalistum að kenna.

Það er auðvitað nokkuð auðvelt að sjá að þetta er rangt. Þau ríki sem eru vingjarnlegust innflytjendum eru að jafnaði líka þau ríki þar sem viðskiptafrelsi, sterkur eignarréttur og aðrar kapítalískar möntrur eru ráðandi. Fólk flyst stríðum straumum í kapítalísk ríki, af ástæðu.

En óháð því öllu saman þá verður fólk að gera sér grein fyrir einu. Ástæða þess að íslensku útlendingalögin eru eins og þau eru, ástæða þess að réttindi útlendinga á vinnumarkaði eru svona lítil er ekki andstaða íslenskra kapítalista. Ástæðan er verkalýðshreyfingin.

Auglýsing

Fyrstu árin sem útlendingur (utan EES) er á landinu er atvinnuleyfi hans tengt vinnuveitanda. Það er ekki draumur dæmigerðs vinnuveitanda að vera með eitthvað fólk í vistarbandi, þurfa sjá um tryggingar, sækja um kennitölur, redda húsnæði, kaupa flugmiða. Atvinnurekandinn vill helst bara auglýsa starf, fá fullt af umsóknum, ráða fólk, borga því pening og þurfa ekki að spá í hvað það gerir utan vinnutíma.

Ástæða þess að vinnuveitandinn þarf að spá í öllu þessu eru lögin, og lögin hafa verið sett til að láta það vera vesen að ráða útlendinga til að fólk ráði frekar Íslendinga, ef það er hægt. Þá afstöðu verkalýðshreyfingarinnar, alla vega hluta hennar, má alveg skýra með öðru en hreinu útlendingahatri. Fólk er einfaldlega hrætt við að illa muni ganga að hækka laun ef það verður auðvelt að flytja inn fullt af fólki sem sættir sig við lægri laun.

En engu að síður er þessi afstaða vanþroskuð. Með henni er verkalýðshreyfingin að hunsa hagsmuni framtíðarumbjóðenda sinna. Sem er álíka gáfulegt og að berjast gegn því að ungt fólk komi inn á vinnumarkaðinn, af því að það getur lækkað laun þeirra sem fyrir eru.

Það er ekki þannig að öll verkalýðshreyfingin sé á þessari skoðun. Þegar ákveðið var að fella niður hömlur á flutninga fólks frá nýjum ríkjum ESB árið 2006 var ASÍ í heild sinni fremur jákvætt umsögnum sínum en mörg félög voru hörð í andstöðu sinni. Ætli harðasta andstaðan hafi ekki komið frá Verkalýðsfélagi Akraness.

Í umsögnum um frumvarpið fann VLFA því flest til foráttu. Þegar frjáls för launafólks frá löndum Mið- og Austur-Evrópu var samþykkt á Alþingi birtist frétt á vef Verkalýðsfélags Akranes:  „Svartur dagur íslenskra launþega staðfestur með lögum frá Alþingi í dag“. Hvorki meira né minna.

Sá sem leitt hefur þetta félag heitir Vilhjálmur Birgisson. Hann var nú kosinn 1. varaforseti Alþýðusambands Íslands. Hann naut í þeirri baráttu sérstaks stuðnings Gunnars Smára Egilssonar og annarra Sósíalista. Helsti andstæðingur frjálsar farar verkafólks er þar með kominn í forystusveit verkalýðshreyfingarinnar. Hvort þetta sé „svartur dagur“ fyrir útlendinga sem hyggjast flytja til Íslands á eftir að koma í ljós. En líkur eru á því að þeir sem vilji breyta útlendingalögum í frjálsræðisátt megi eiga von á meiri andstöðu af hálfu verkalýðshreyfingarinnar en áður. Þökk sé sósíalistum.

Höf­undur er borgarstjórnarfulltrúi Viðreisnar

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar