Innflytjendahagkvæmni

Svafar Helgason segir að þegar rýnt sé í gögn komi skýrt í ljós að innflytjendur styrkja hagkerfi þjóðarinnar.

Auglýsing

Íslend­ingar búa við for­rétt­indi. Í raun má kalla okkur einn mesta for­rétt­inda­hóp ver­ald­ar. Hér á landi er mikil hag­sæld, lít­ill launa­munur kynja, innan við þriggja pró­senta atvinnu­leysi og við erum svo rík í auð­lindum að það er lyg­inni lík­ast. Þegar talað er um for­rétt­indi bein­ist umræðan oftar en ekki að því hvernig jafna skal stöðu þeirra sem hafa og þeirra sem hafa ekki. Þessi umræða fer ekki vel vel ofan í alla.

Stundum er talað um þann hóp sem harð­ast gengur fram í bar­áttu sinni til að jafna öll for­rétt­indi sem „góða fólk­ið“ og „nai­vista“. Það kann að vera að þessi hópur muni þá tíma þegar allt var ekki í eins miklum blóma og finn­ist bara frekar nota­legt að hafa það gott; finn­ist lítil dyggð í því að vilja gefa í burtu for­rétt­indi sín og jafn­vel bara heimska, sem aðeins þau sem eru vön að fá allt gef­ins, geti leyft sér. Svo er það orð­ræðan sem fær fólk til þess að forð­ast að tjá sig um þessi mál svo að það sé útmálað sem skrímsli fyrir að setja sjálfan sig, fjöl­skyldu og þjóð í for­gang – sem er hvorki ný né sjald­gæfur mann­legur eig­in­leiki. Fólk þegir frekar og kýs frekar flokk sem setur sig ekki í stell­ingar til þess að dæma kjós­endur sína. Mig langar samt að skoða inn­flytj­enda­mál þar sem þessi umræða er skoðuð frá öðru sjón­ar­horni.

Oft er þeirri spurn­ingu varpað fram hvers vegna við ættum að hleypa fólki inn í landið þegar við náum ekki að tryggja nægi­lega vel hag sjúk­linga, öryrkja og aldr­aðra. Þessi kvísl­grein­ing er samt sem áður ekki á rökum reist. Það sem sam­fé­lag þarf til þess að halda úti þjón­ustu við nokkurn hóp eru skatt­greið­end­ur. Við vissu­lega sköpum skatt­greið­endur með því að fjölga okkur sjálfum en start­kostn­að­ur­inn við slíkan skatt­greið­anda er gígantískur því fyrstu átján til tutt­ugu árin er eng­inn skatta­hagn­aður af þeim ein­stak­lingi fyrir rík­ið. Full­orð­inn inn­flytj­andi nær því miklu fyrr að verða skatt­borg­ari.

Auglýsing

Eðli­leg spurn­ing í þessi til­liti gæti ver­ið: „Allt í lagi, en það er margt sem stendur í vegi þeirra og hætta er á að þeir ein­angr­ist og nái ekki að blómstra – eru inn­flytj­endur að fara að skila arð­semi í raun og veru?” Svarið við þess­ari eðli­legu spurn­ingu er frekar afger­andi: Já. Inn­flytj­endur færa okkur meiri fjöl­breyti­leika en nokkur annar hópur; það er hell­ingur af tæki­færum í hag­kerf­inu sem aðeins er hægt að spotta með augum þeirra sem koma úr öðrum menn­ing­ar­heimi, þekkja aðra siði og hugs­un­ar­hátt. 

Þá má ekki horfa fram hjá því að oft eru þeir inn­flytj­endur sem hafa vaðið eld og brenni­stein til að breyta aðstæðum sínum besta úrtakið af fólki; fólk sem er megn­ugt að reka fyr­ir­tæki, fólk sem hefur sýnt fram á að það hefur drif­kraft. Í Kvos­inni, sem er eitt dýrasta fasta fast­eigna­svæði lands­ins, er að finna mörg fyr­ir­tæki sem eru rekin af útlend­ing­um, því þetta fólk er afskap­lega sam­keppn­is­hæft.

Úttekt í For­bes frá því í fyrra leiðir í ljós að um fjöru­tíu pró­sent af fyr­ir­tækjum á For­bes 500 list­anum voru stofnuð af inn­flytj­endum eða börnum inn­flytj­enda. 

Það tekur tíma að sjá almenni­lega hagn­að­inn sem hlýst af fjölgun inn­flytj­enda og í raun ættu þjóðir að berj­ast um að fá til sín inn­flytj­endur í stað þess að loka á þá.

Bygg­ing­ar­iðn­að­ur­inn hér á landi er kom­inn á fulla ferð og verk­efnin fleiri en hægt er að anna. Af þeim sökum dregur nú úr þeim vexti sem ætti að vera til stað­ar. Nú er full­komið tæki­færi til upp­bygg­ingar og verð­mæta­sköp­unar sem við getum ekki nýtt til fulls því vinnu­aflið er hrein­lega ekki til stað­ar.

Banda­ríkin hafa hvað lengsta og mesta reynslu í að taka við inn­flytj­endum og er hag­kerfi þeirra gott dæmi hver áhrifa­máttur opinnar inn­flytj­enda­stefnu hefur á arð­semi þjóðar. 

Líkja má inn­flytj­endum við pen­ing sem liggur á göt­unni sem eng­inn vill taka upp vegna þess að fólk trúir því að ein­hver annar væri búinn að því ef pen­ing­ur­inn væri verð­mæt­ur. Það er samt hætta á að inn­flytj­endur skapi útlend­inga­andúð. Fólk forð­ast breyt­ingar og ef það sér sam­fé­lagið breyt­ast of hratt þá hefur það ringlandi áhrif. Þegar umhverfi manns breyt­ist frá því að all­ir þekkja hvorn annan í bænum yfir í sam­suðu ólíkra menn­ing­ar­heima þá er fórnin sú að fólk veit ekki lengur jafn­vel hvar það hefur hvort annað og traustið minnk­ar. 

Af þeim ástæðum þarf inn­streymi að vera með þeim hætti að sam­fé­lagið nái að aðlag­ast breyttum háttum og getið boðið inn­flytj­endur vel­komna, boðið þeim að verða hluti af því sam­fé­lagi sem er fyrir – ef það tekst ekki er hætta á glund­roða og mis­bresti.

Upp úr stend­ur, þegar rýnt er í gögn, að inn­flytj­endur styrkja hag­kerfi þjóð­ar­innar þótt aðrar ástæður kunni að vera fyrir því að við flýtum okkur hægt. 

Höf­undur er í 20. sæti á lista Pírata í Reykja­vík norður og er for­maður hverf­is­ráðs mið­borg­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar