Innflytjendahagkvæmni

Svafar Helgason segir að þegar rýnt sé í gögn komi skýrt í ljós að innflytjendur styrkja hagkerfi þjóðarinnar.

Auglýsing

Íslend­ingar búa við for­rétt­indi. Í raun má kalla okkur einn mesta for­rétt­inda­hóp ver­ald­ar. Hér á landi er mikil hag­sæld, lít­ill launa­munur kynja, innan við þriggja pró­senta atvinnu­leysi og við erum svo rík í auð­lindum að það er lyg­inni lík­ast. Þegar talað er um for­rétt­indi bein­ist umræðan oftar en ekki að því hvernig jafna skal stöðu þeirra sem hafa og þeirra sem hafa ekki. Þessi umræða fer ekki vel vel ofan í alla.

Stundum er talað um þann hóp sem harð­ast gengur fram í bar­áttu sinni til að jafna öll for­rétt­indi sem „góða fólk­ið“ og „nai­vista“. Það kann að vera að þessi hópur muni þá tíma þegar allt var ekki í eins miklum blóma og finn­ist bara frekar nota­legt að hafa það gott; finn­ist lítil dyggð í því að vilja gefa í burtu for­rétt­indi sín og jafn­vel bara heimska, sem aðeins þau sem eru vön að fá allt gef­ins, geti leyft sér. Svo er það orð­ræðan sem fær fólk til þess að forð­ast að tjá sig um þessi mál svo að það sé útmálað sem skrímsli fyrir að setja sjálfan sig, fjöl­skyldu og þjóð í for­gang – sem er hvorki ný né sjald­gæfur mann­legur eig­in­leiki. Fólk þegir frekar og kýs frekar flokk sem setur sig ekki í stell­ingar til þess að dæma kjós­endur sína. Mig langar samt að skoða inn­flytj­enda­mál þar sem þessi umræða er skoðuð frá öðru sjón­ar­horni.

Oft er þeirri spurn­ingu varpað fram hvers vegna við ættum að hleypa fólki inn í landið þegar við náum ekki að tryggja nægi­lega vel hag sjúk­linga, öryrkja og aldr­aðra. Þessi kvísl­grein­ing er samt sem áður ekki á rökum reist. Það sem sam­fé­lag þarf til þess að halda úti þjón­ustu við nokkurn hóp eru skatt­greið­end­ur. Við vissu­lega sköpum skatt­greið­endur með því að fjölga okkur sjálfum en start­kostn­að­ur­inn við slíkan skatt­greið­anda er gígantískur því fyrstu átján til tutt­ugu árin er eng­inn skatta­hagn­aður af þeim ein­stak­lingi fyrir rík­ið. Full­orð­inn inn­flytj­andi nær því miklu fyrr að verða skatt­borg­ari.

Auglýsing

Eðli­leg spurn­ing í þessi til­liti gæti ver­ið: „Allt í lagi, en það er margt sem stendur í vegi þeirra og hætta er á að þeir ein­angr­ist og nái ekki að blómstra – eru inn­flytj­endur að fara að skila arð­semi í raun og veru?” Svarið við þess­ari eðli­legu spurn­ingu er frekar afger­andi: Já. Inn­flytj­endur færa okkur meiri fjöl­breyti­leika en nokkur annar hópur; það er hell­ingur af tæki­færum í hag­kerf­inu sem aðeins er hægt að spotta með augum þeirra sem koma úr öðrum menn­ing­ar­heimi, þekkja aðra siði og hugs­un­ar­hátt. 

Þá má ekki horfa fram hjá því að oft eru þeir inn­flytj­endur sem hafa vaðið eld og brenni­stein til að breyta aðstæðum sínum besta úrtakið af fólki; fólk sem er megn­ugt að reka fyr­ir­tæki, fólk sem hefur sýnt fram á að það hefur drif­kraft. Í Kvos­inni, sem er eitt dýrasta fasta fast­eigna­svæði lands­ins, er að finna mörg fyr­ir­tæki sem eru rekin af útlend­ing­um, því þetta fólk er afskap­lega sam­keppn­is­hæft.

Úttekt í For­bes frá því í fyrra leiðir í ljós að um fjöru­tíu pró­sent af fyr­ir­tækjum á For­bes 500 list­anum voru stofnuð af inn­flytj­endum eða börnum inn­flytj­enda. 

Það tekur tíma að sjá almenni­lega hagn­að­inn sem hlýst af fjölgun inn­flytj­enda og í raun ættu þjóðir að berj­ast um að fá til sín inn­flytj­endur í stað þess að loka á þá.

Bygg­ing­ar­iðn­að­ur­inn hér á landi er kom­inn á fulla ferð og verk­efnin fleiri en hægt er að anna. Af þeim sökum dregur nú úr þeim vexti sem ætti að vera til stað­ar. Nú er full­komið tæki­færi til upp­bygg­ingar og verð­mæta­sköp­unar sem við getum ekki nýtt til fulls því vinnu­aflið er hrein­lega ekki til stað­ar.

Banda­ríkin hafa hvað lengsta og mesta reynslu í að taka við inn­flytj­endum og er hag­kerfi þeirra gott dæmi hver áhrifa­máttur opinnar inn­flytj­enda­stefnu hefur á arð­semi þjóðar. 

Líkja má inn­flytj­endum við pen­ing sem liggur á göt­unni sem eng­inn vill taka upp vegna þess að fólk trúir því að ein­hver annar væri búinn að því ef pen­ing­ur­inn væri verð­mæt­ur. Það er samt hætta á að inn­flytj­endur skapi útlend­inga­andúð. Fólk forð­ast breyt­ingar og ef það sér sam­fé­lagið breyt­ast of hratt þá hefur það ringlandi áhrif. Þegar umhverfi manns breyt­ist frá því að all­ir þekkja hvorn annan í bænum yfir í sam­suðu ólíkra menn­ing­ar­heima þá er fórnin sú að fólk veit ekki lengur jafn­vel hvar það hefur hvort annað og traustið minnk­ar. 

Af þeim ástæðum þarf inn­streymi að vera með þeim hætti að sam­fé­lagið nái að aðlag­ast breyttum háttum og getið boðið inn­flytj­endur vel­komna, boðið þeim að verða hluti af því sam­fé­lagi sem er fyrir – ef það tekst ekki er hætta á glund­roða og mis­bresti.

Upp úr stend­ur, þegar rýnt er í gögn, að inn­flytj­endur styrkja hag­kerfi þjóð­ar­innar þótt aðrar ástæður kunni að vera fyrir því að við flýtum okkur hægt. 

Höf­undur er í 20. sæti á lista Pírata í Reykja­vík norður og er for­maður hverf­is­ráðs mið­borg­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar