Konur vinna launalaust mánuð á ári

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir að með pólitískum vilja sé hægt að stuðla að breytingum. Í umræðunni um velferðarsamfélagið og hlutverk þess verði að ræða hlut kvennastéttanna sem sinna mikilvægum störfum velferðarsamfélagsins.

Auglýsing

Launa­jafn­rétti var sett á dag­skrá stjórn­mál­anna í síð­ustu kosn­inga­bar­áttu þegar Við­reisn lagði fram jafn­launa­vottun sem sér­stakt bar­áttu­mál. Jafn­launa­vottun er tæki til þess að tryggja að konum og körlum séu greidd sömu laun fyrir sömu eða sam­bæri­leg störf. Það ætti auð­vitað að telj­ast sjálf­sagt en því miður hefur sú staða ekki enn náðst. Frum­varp Við­reisnar um jafn­launa­vottun var eitt af yrstu þing­málum Við­reisnar og und­ir­strik­aði að jafn­rétti er leið­ar­stef í allri hug­mynda­fræði Við­reisn­ar.  Alþingi sam­þykkti þann 1. júní frum­varpið og það er nú orðið að lög­um. 

Við viljum nú beina kast­ljós­inu að kjörum kvenna­stétta. Konur hafa að með­al­tali 13% lægri laun en karl­ar. Þessi launa­munur hefur þau áhrif að konur vinna því launa­laust einn mánuð á ári, fá greidd laun fyrir 11 mán­uði á ári en karlar 12 mán­uði. Helsta skýr­ingin á þessum launa­mun er að íslenskur vinnu­mark­aður er kyn­bund­inn. Fjöl­mennar kvenna­stéttir í umönn­un­ar- og kennslu­störf­um, svo sem leik­skóla­kenn­ar­ar, grunn­skóla­kenn­arar og starfs­fólk í heil­brigð­is­kerf­inu fá greidd lægri laun en fjöl­mennar karla­stétt­ir. Þessar hefð­bundnu kvenna­stéttir vinna engu að síður störf sem við erum öll sam­mála um að gegna mik­il­vægu hlut­verki í sam­fé­lag­inu. Og við finnum öll fyrir afleið­ingum þess þegar illa gengur að fá fólk til að sinna þessum störf­um.  

Þjóð­ar­sátt um kjör kvenna­stétta

Auglýsing

Með póli­tískum vilja Við­reisnar varð launa­jafn­rétti að kosn­inga­máli fyrir ári og með póli­tískum vilja varð jafn­launa­vottun svo að lögum í vor. Með póli­tískum vilja er hægt að stuðla að breyt­ingum hvað þetta varð­ar. Í umræð­unni um vel­ferð­ar­sam­fé­lagið og hlut­verk þess verður að ræða hlut kvenna­stétt­anna sem sinna mik­il­vægum störfum vel­ferð­ar­sam­fé­lags­ins. Sé vilji til að taka á þessum vanda þarf sam­eig­in­lega aðkomu hins opin­bera sem launa­greið­anda og allra stétt­ar­fé­laga, á hinum almenna og opin­bera vinnu­mark­aði. Meta þarf umfang þessa launa­munar og hvernig honum verði eytt, án þess að það leiði til hefð­bund­inna víxl­hækk­ana launa. Verka­lýðs­hreyf­ingin verður þar að vera sam­stiga um að þessar sér­tæku hækk­anir verði ekki grunnur að launa­kröfum ann­arra stétta. Ríki og sveit­ar­fé­lög þurfa að taka höndum saman um að fjár­magna skuli þessar lag­fær­ing­ar. Hlut­verk stjórn­mál­anna verður að leiða þetta sam­tal.  Þar skiptir máli að hið opin­bera er launa­greið­andi margra þess­ara stétta. Það er nefni­lega ekki lög­mál að staðan þurfi að vera svona. Þetta órétt­læti hefur jafn­framt afleið­ingar sem sam­fé­lagið allt finnur fyr­ir. Það er við­var­andi og vax­andi vanda­mál að manna störf í leik­skól­um, skólum og á heil­brigð­is­stofn­un­um. For­senda þess að upp­bygg­ing þess­ara grunn­stoða verði raun­veru­leg er að sam­hliða verði farið í átak í kjara­málum þess­ara hópa. 

Höf­undur situr á fram­boðs­lista Við­reisnar í kom­andi kosn­ing­um.

Bára Huld Beck
#metoo – Eftir hverju er verið að bíða?
Kjarninn 24. júní 2018
Rut Guðnadóttir
Viltu vera memm?
Kjarninn 24. júní 2018
Viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi
Samkvæmt íslenskri rannsókn er viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi vegna BRCA-stökkbreytinga en um helmingur virðist hafa áhyggjur af skertum rétti til sjúkratrygginga í kjölfar jákvæðrar niðurstöðu.
Kjarninn 24. júní 2018
Fanney Birna Jónsdóttir
Fjórflokkur Dags
Kjarninn 24. júní 2018
Gamla ráðhúsið í Randers
Danskur eftirlíkingarmiðbær í Kína
Er nokkuð 1. apríl sagði Anne Mette Knattrup framkvæmdastjóri ferðamála í Randers á Jótlandi þegar hún frétti að í Kína stæði til að reisa nákvæma eftirlíkingu miðbæjarins í Randers. En þetta var ekki 1. aprílfrétt og Kínverjum er full alvara.
Kjarninn 24. júní 2018
Áhrif Bláu plánetunnar láta á sér kræla
Eftir frumsýningu heimildaþátta BBC um lífríkið í hafinu hefur fólk í Bretlandi og víðar tekið við sér og ákveðin vitundarvakning virðist hafa átt sér stað. Sir David Attenborough segist vera furðulostinn yfir viðbrögðunum.
Kjarninn 23. júní 2018
Mænusótt snýr aftur
Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti um að mænusótt myndi brátt heyra sögunni til þá bárust þau tíðindi fyrir skömmu að veiran hefði greinst í Venesúela.
Kjarninn 23. júní 2018
Sama hver lausnin á vandamálum leigumarkaðsins er mun ekkert breytast nema að afstaða Íslendinga til húsnæðisleigu breytist.
Hvernig er hægt að gera leigumarkaðinn öruggari?
Leigumarkaðurinn á Íslandi er óstöðugur og hefur hækkað hratt á undanförnum árum. Hvaða ástæður liggja að baki því og hvernig getum við bætt hann að mati sérfræðinga?
Kjarninn 23. júní 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar