Konur vinna launalaust mánuð á ári

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir að með pólitískum vilja sé hægt að stuðla að breytingum. Í umræðunni um velferðarsamfélagið og hlutverk þess verði að ræða hlut kvennastéttanna sem sinna mikilvægum störfum velferðarsamfélagsins.

Auglýsing

Launa­jafn­rétti var sett á dag­skrá stjórn­mál­anna í síð­ustu kosn­inga­bar­áttu þegar Við­reisn lagði fram jafn­launa­vottun sem sér­stakt bar­áttu­mál. Jafn­launa­vottun er tæki til þess að tryggja að konum og körlum séu greidd sömu laun fyrir sömu eða sam­bæri­leg störf. Það ætti auð­vitað að telj­ast sjálf­sagt en því miður hefur sú staða ekki enn náðst. Frum­varp Við­reisnar um jafn­launa­vottun var eitt af yrstu þing­málum Við­reisnar og und­ir­strik­aði að jafn­rétti er leið­ar­stef í allri hug­mynda­fræði Við­reisn­ar.  Alþingi sam­þykkti þann 1. júní frum­varpið og það er nú orðið að lög­um. 

Við viljum nú beina kast­ljós­inu að kjörum kvenna­stétta. Konur hafa að með­al­tali 13% lægri laun en karl­ar. Þessi launa­munur hefur þau áhrif að konur vinna því launa­laust einn mánuð á ári, fá greidd laun fyrir 11 mán­uði á ári en karlar 12 mán­uði. Helsta skýr­ingin á þessum launa­mun er að íslenskur vinnu­mark­aður er kyn­bund­inn. Fjöl­mennar kvenna­stéttir í umönn­un­ar- og kennslu­störf­um, svo sem leik­skóla­kenn­ar­ar, grunn­skóla­kenn­arar og starfs­fólk í heil­brigð­is­kerf­inu fá greidd lægri laun en fjöl­mennar karla­stétt­ir. Þessar hefð­bundnu kvenna­stéttir vinna engu að síður störf sem við erum öll sam­mála um að gegna mik­il­vægu hlut­verki í sam­fé­lag­inu. Og við finnum öll fyrir afleið­ingum þess þegar illa gengur að fá fólk til að sinna þessum störf­um.  

Þjóð­ar­sátt um kjör kvenna­stétta

Auglýsing

Með póli­tískum vilja Við­reisnar varð launa­jafn­rétti að kosn­inga­máli fyrir ári og með póli­tískum vilja varð jafn­launa­vottun svo að lögum í vor. Með póli­tískum vilja er hægt að stuðla að breyt­ingum hvað þetta varð­ar. Í umræð­unni um vel­ferð­ar­sam­fé­lagið og hlut­verk þess verður að ræða hlut kvenna­stétt­anna sem sinna mik­il­vægum störfum vel­ferð­ar­sam­fé­lags­ins. Sé vilji til að taka á þessum vanda þarf sam­eig­in­lega aðkomu hins opin­bera sem launa­greið­anda og allra stétt­ar­fé­laga, á hinum almenna og opin­bera vinnu­mark­aði. Meta þarf umfang þessa launa­munar og hvernig honum verði eytt, án þess að það leiði til hefð­bund­inna víxl­hækk­ana launa. Verka­lýðs­hreyf­ingin verður þar að vera sam­stiga um að þessar sér­tæku hækk­anir verði ekki grunnur að launa­kröfum ann­arra stétta. Ríki og sveit­ar­fé­lög þurfa að taka höndum saman um að fjár­magna skuli þessar lag­fær­ing­ar. Hlut­verk stjórn­mál­anna verður að leiða þetta sam­tal.  Þar skiptir máli að hið opin­bera er launa­greið­andi margra þess­ara stétta. Það er nefni­lega ekki lög­mál að staðan þurfi að vera svona. Þetta órétt­læti hefur jafn­framt afleið­ingar sem sam­fé­lagið allt finnur fyr­ir. Það er við­var­andi og vax­andi vanda­mál að manna störf í leik­skól­um, skólum og á heil­brigð­is­stofn­un­um. For­senda þess að upp­bygg­ing þess­ara grunn­stoða verði raun­veru­leg er að sam­hliða verði farið í átak í kjara­málum þess­ara hópa. 

Höf­undur situr á fram­boðs­lista Við­reisnar í kom­andi kosn­ing­um.

Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Almenningur hvattur í stefnumótun
Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við.
Kjarninn 24. september 2018
Brett Kavanaugh
Konan sem sakar Brett Kavanaugh um kynferðisbrot ber vitni á fimmtudaginn
Vitnisburður Christine Bla­sey Ford fer fram næstkomandi fimmtudag gegn Brett Kavanaugh. Önnur kona hefur nú stigið fram og sakað hann um kynferðisbrot.
Kjarninn 24. september 2018
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Segir þvingunaraðgerðir Icelandair aðför að kvennastétt
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt en Icelandair setti flug­freyjum og flug­þjónum þá afar­kosti á dögunum að velja á milli þess að fara í fulla vinnu ellegar missa vinnuna.
Kjarninn 24. september 2018
Læknar deila við Svandísi
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sent yfirlýsingu frá ráðuneytinu þar sem hún sér sig knúna til að leiðrétta fullyrðingar í grein þriggja lækna sem halda því fram að ráðherra ætli sér að færa þjónustu sérgreinalækna inn á göngudeildir.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar