Óður til ungra kjósenda

Sólveig Rán Stefánsdóttir hvetur ungt fólk til að láta ekki einungis eldri kynslóðir með önnur vandamál og sjónarhorn vera ein um að marka stefnu landsins næstu fjögur árin. Ungt fólk þurfi því að kjósa.

Auglýsing

Við þurfum að fara að hlúa betur að unga fólk­inu okk­ar.“

Við þurfum að huga að mál­efnum unga fólks­ins.“

Unga fólkið heimtar svör.“

Auglýsing

Rétt upp hönd sem hefur heyrt þetta end­ur­tekið margoft í þess­ari kosn­inga­bar­áttu án þess að hafa heyrt svo hver mál­efni ungs fólks eru og af hverju þau skipta ungt fólk máli?

Rétt upp hönd sem finnst fram­bjóð­endur bara tala og tala og tala um hin og þessi mál­efni og ætl­ast til þess að ungt fólk sem er að kjósa í kannski fyrsta skipt­ið, skilji af hverju þessi mál­efni skipta það máli?

Rétt upp hönd ef þú flokk­ast sem ungt fólk og hefur ekki hug­mynd um hvað þú ætlar að kjósa, stjórn­mála­um­ræða ruglar þig í hausnum og þú næstum því nennir þessum kosn­ingum ekki.

Ef þú réttir upp hönd að minnsta kosti einu sinni, þá er þessi grein fyrir þig. 

Stuttur listi (og rök­studd­ur) yfir hluti sem ættu að skipta ungt máli og af hverju:

Hús­næð­is­mál

Að búa hjá mömmu og pabba er geð­veikt næs. Að vera neyddur til að búa hjá mömmu og pabba vegna þess að maður hefur ekki efni á neinu öðru er ekki næs.

Hvað kemur ungum kjós­endum vel í hús­næð­is­mál­um?

Lækkun vaxta. Af hverju? Eins og staðan er núna erum við að borga hús­næðið okkar að með­al­tali 2-3svar sinnum þegar Norð­ur­löndin borga bara 1,5 sinn­um. Við erum að borga hærri afborg­anir af háum vöxtum án þess að auka eign­ar­hlut okkar í hús­næð­inu sam­kvæmt því. 

Geð­heil­brigð­is­þjón­usta

Vit­und­ar­vakn­ing um geð­sjúk­dóma hefur nú þegar bjargað líf­um. Það þarf að bjarga fleir­um.

Hvað kemur ungum kjós­endum vel í geð­heil­brigð­is­mál­um?

Aukið aðgengi, for­varnir og nið­ur­greiðsla.

Af hverju? Eins og staðan er núna tekur vikur að fá tíma hjá geð­lækni og sál­fræð­ingi. Fyrsti tím­inn hjá sál­fræð­ingi kostar oft um og yfir 10.000 krónur og ungt fólk hefur ekki efni á því (ekk­ert frekar en margt annað fólk). Sjálfs­víg er helsta dán­ar­or­sök ungra karl­manna á Íslandi og það er eitt­hvað sem við þurfum sem þjóð að bregð­ast við. 

Geð­heil­brigð­is­þjón­usta á að falla undir almennt rétt­indi en ekki vera for­rétt­ind­i út­valdra. 

Jafn­rétti á vinnu­mark­aði

Jafn­rétti á vinnu­mark­aði útrým­ir ­launa­mis­mun kvenna og karla auk þess sem það tryggir grunn­þjón­ustu. 

Hvað kemur ungum kjós­endum vel í jafn­rétt­is­mál­um?

Að útrýma launa­mis­rétti á atvinnu­mark­að­inum með því að leið­rétta laun svo­kall­aðra „kvenna­stétta“ á Íslandi. Þannig er hægt að tryggja að fólk sem hefur áhuga á að vinna í þessum stéttum geti séð fyrir sér og sínu með mann­sæm­andi laun­um, sem eru metin út frá mennt­un. 

Við viljum hafa menntað fólk með ástríðu fyrir vinn­unni sinni á leik­skól­um, í grunn­skól­um, á hjúkr­un­ar­heim­ilum og í öllum þessum störfum þar sem er unnið með við­kvæm­asta fólkið okk­ar. Börnin okk­ar, ömmur okkar og afa.

Leng­ing fæð­ing­ar­or­lofs. Fyrir utan hvað það er gott fyrir barnið að hafa tíma til að tengj­ast for­eldrum sínum lengur þá gerir lengra fæð­ing­ar­or­lof ungum for­eldrum auð­veld­ara með að vera á atvinnu­mark­að­in­um. Ungt fólk er oft á við­kvæmum stað á vinnu­mark­að­in­um, í byrj­un­ar­stöð­um, og að þurfa að brúa bil milli fæð­ing­ar­or­lofs með dýrum úrræð­um, til þess eins að halda vinn­unni og koma í veg fyrir upp­söfnun skulda, er í einu orði: kjaftæði.

Mig langar að koma með dæmi hérna:

Nýút­skrif­aður ungur kjós­andi fær vel laun­aða vinnu eftir nám (hvort sem það er iðn­nám eða annað nám). En hann á ungt barn sem þarf að kom­ast á leik­skóla. Barnið kemst ekki inn á leik­skóla eða til dag­mömmu þar sem mikil mann­ekla ríkir og erfitt er að fá fólk til starfa. Ungi kjós­and­inn þarf því að hefja nýju vinn­una sína með því að taka sér ólaunað leyfi þangað til að barnið kemst inn á leik­skóla. Fyrir utan hvað það er ömur­leg byrjun á flottum starfs­ferli þá er það ógeðs­lega dýrt fyrir þessa ungu fjöl­skyldu.

Upp­bygg­ing á lands­byggð­inni

Ungt fólk vill hafa val um hvar það býr og við hvað það vinnur og hvar það vinn­ur. Val sem er ekki skert vegna skorts á sjálf­sögðum hlutum eins og vel mann­aðri heilsu­gæslu, öruggum sam­göngum og fram­boði á mennt­un. 

Hvað kemur ungum kjós­endum vel í lands­byggð­ar­mál­um?

Að við­haldi vega sé sinnt eftir þörfum og að fólk hætti ekki við að sækja sér þjón­ustu, skemmtun og heim­sækja ætt­ingja. Eins og staðan er núna kemur við­hald vega og skortur á öruggum sam­göngum í veg fyrir upp­bygg­ingu og fólks­aukn­ingu úti á land­i. 

Að heilsu­gæslan úti á landi sé efld til muna. Að fólk, hvort sem það er ungt eða ekki, þurfi ekki að ferðast hund­ruð kíló­metra og leigja sér hús­næði í viku til þess eins að fara til lækn­is. Það er til dæmis ekk­ert eðli­legt við það að barns­haf­andi konur í Vest­manna­eyjum (og fleiri stöðum úti á landi) þurfi að eyða síð­asta mán­uði með­göng­unnar í leigu­hús­næði eða hjá ætt­ingjum í Reykja­vík til þess eins að tryggja að nauð­syn­leg lækn­is­þjón­usta sé til staðar þegar fæð­ingin fer af stað. 

Mig langar að taka annað dæmi hér:

Þú færð frá­bært vinnu­til­boð. Drauma­jobbið er þitt en þú þarft að flytj­ast út á land. Þér finnst til­hugs­unin um að búa úti á landi bara mjög fín. Svo ferðu að skoða mál­ið. Það er skortur á hús­næði í hent­ugri stærð. Það er er mjög oft ófært þangað svo ef eitt­hvað skyldi koma fyrir ætt­ingja þína í ann­ars stað­ar á land­inu þá áttu mjög erfitt með að kom­ast þang­að. Það er eng­inn grunn­skóli á staðnum en það er rúta yfir í næsta bæj­ar­fé­lag, klukku­tími aðra leið á hverjum morgni. Það er engin heilsu­gæsla fyrir utan einn lækni sem kemur einu sinni í mán­uði og næsti sjúkra­bíll er klukku­tíma á leið­inni, ef hann er ekki í öðrum útköll­um. Frá­bært.

Það leið­in­lega er að þetta dæmi er sam­an­tekt á því sem fólk úti á landi þarf í alvör­unni að glíma við. Árið 2017. Á Íslandi.

Jöfn tæki­færi til mennt­unar

Þegar náms­maður tekur ákvörðun um námið sitt, á hann að gera það á sínum eigin for­sendum ekki á for­sendum pen­inga sem hann á ef til vill ekki.

Ungt fólk á að geta sótt jafnt í iðn­greinar sem og háskóla­menntun án þess að þurfa að verja sína ákvörð­un.

Hvað kemur ungum kjós­endum vel í mennt­un­ar­mál­um?

Kerf­is­breyt­ing á LÍN (Lána­sjóði íslenskra náms­manna) svo LÍN geti komið betur til móts við fjöl­breyttan hóp náms­manna. Af hverju? Svo náms­menn þurfi ekki að laga sig að LÍN og taka ákvarð­anir um námið sitt út frá fjár­hags­legum ástæð­um. LÍN er verk­færi sem á að tryggja það að allir geti sótt sér nám óháð efna­hagi og sam­fé­lags­legri stöðu. Úthlut­un­ar­reglur LÍN í dag gera hins vegar mörgum erfitt fyrir enda strang­ar, ósveigj­an­legar og í mörgum til­fellum ósann­gjarn­ar.

Að gera iðn­greinum hærra undir höfði. Af hverju? Það er skortur á iðn­mennt­uðu fólki í land­inu okkar og þeim skorti þarf að mæta með upp­bygg­ingu og inn­spýt­ingu í iðn­nám á land­inu. Það er fullt af fólki fast í háskóla­námi sem það hatar vegna þess eins að sam­fé­lagið sagði þeim að það væri besta leiðin til öruggs starfs­frama. Eins og staðan er í dag eru tæki­færin í iðn­menntun og þangað eigum við að horfa.

End­ur­skoðun á verk­ferlum og refs­ingum í kyn­ferð­is­brota­málum

Ungt fólk hefur skilað skömminni til ger­anda. Því miður eru enn mörg fórn­ar­lömb sem hafa ekki enn fengið að sjá rétt­læti og það þarf að laga.

Hvað kemur ungum kjós­endum vel í refsi­mál­um?

Þetta mál teng­ist í raun öllum kjós­end­um, ekki ein­ungis ung­um.

Kyn­ferð­is­af­brot eru með ógeðs­leg­ustu afbrotum sem til eru og það þarf að refsa fyrir þau sem slík. Það er ekki verið að gera núna. Lög­regl­una skortir fjár­magn til rann­sókna og sak­sókn­ari þarf bæði fjár­magn og rétt­ar­heim­ildir til að geta verndað brota­þola og sótt að meintum ger­anda. Tafir á afgreiðslu mála af þessu tagi koma verst niður á þeim sem síst þurfa að þola meira og það er sam­fé­lag­inu til góðs ef hægt er að taka betur á þessum mál­um.

Það þarf að end­ur­skoða refs­ingar í þessum málum svo refs­ing­arnar hafi meiri fæl­ing­ar­mátt en þær gera núna. 

Umhverf­is­mál

Ungt fólk er fólkið sem mun taka við þess­ari jörð og þarf að varð­veita hana fyrir næstu kyn­slóð­ir. Þetta er gömul klisja en skiptir samt svo miklu máli. Við viljum geta andað að okkur fersku lofti á meðan við lifum og við viljum að börnin okkar geti það líka. 

Hvað kemur ungum kjós­endum vel í umhverf­is­mál­um?

Það er engin ein rétt lausn þegar kemur að umhverf­is­mál­um. Við þurfum að menga minna, eyða minna, nota minna og taka upp­lýstar ákvarð­anir um eigin neyslu.

Hvernig við förum að því er útfærslu­at­riði. Það sem við þurfum hins vegar er fólk í for­ystu sem þorir að taka ákvarð­anir með fram­tíð jarð­ar­innar að leið­ar­ljósi. Fólk sem þorir að gera breyt­ing­ar, þó þær geti verið óvin­sæl­ar, til þess að við getum lifað á þess­ari jörð til fram­tíð­ar.

Að lokum

Það er eflaust hægt að bæta við þennan lista enda­laust. Það er eflaust einnig hægt að koma með enda­laus mis­mun­andi dæmi og rök­styðja allt á ein­hvern annan hátt. Það verða ekki allir sam­mála þessum lista og það er bara allt í lagi. Þessi listi verður þó von­andi til þess að fram­bjóð­endur fari að tala betur til ungs fólks, með útskýr­ingar en ekki bara stað­hæf­ingar og lof­orð að vopni. Þá verður þessi listi líka von­andi til þess að vekja unga kjós­endur til umhugs­unar um það hvað skiptir það máli og hversu mik­il­vægt er að mæta á kjör­stað og kjósa. Ekki láta eldri kyn­slóðir með önnur vanda­mál og sjón­ar­horn vera ein um að marka stefnu lands­ins næstu fjögur árin. Spyrjum spurn­inga, leitum svara, veljum okkur fram­tíð og KJÓS­UM.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar