Rúmlega 60 prósent innflytjenda á vinnumarkaði undir fertugu

Sá hópur útlendinga sem kemur til Íslands til að vinna er mun yngri en hópurinn með íslenskan bakgrunn sem fyrir var á vinnumarkaði.

Fjölmargir innflytjendur koma til Íslands til að vinna í byggingariðnaðinum.
Fjölmargir innflytjendur koma til Íslands til að vinna í byggingariðnaðinum.
Auglýsing

Rúm­lega 60 pró­sent þeirra inn­flytj­enda sem störf­uðu á íslenskum vinnu­mark­aði um mitt ár 2018 eru á aldr­inum 20-39 ára, eða 23.796 af alls 38.765 manns. Flestir eru á aldr­inum 25-29 ára eða 7.302 tals­ins. Þetta mál lesa út úr nýbirtum tölum Hag­stofu Íslands um starf­andi fólk á Íslandi.

Kjarn­inn greindi frá því í gær að þeir inn­flytj­endur sem starfa á Íslandi séu nú 18,6 pró­sent starf­andi fólks. Fjöldi inn­flytj­enda á íslenskum vinnu­mark­aði hefur tvö­fald­ast frá byrjun árs 2015 og frá byrjun árs 2017 hefur þeim fjölgað um 11.544.

Alls eru inn­flytj­endur á íslenskum vinnu­mark­aði sem eru eldri en fimm­tíu ára 5.569 tals­ins. Það þýðir að ein­ungis 14,3 pró­sent inn­flytj­enda á vinnu­mark­aði er á þeim aldri. Til sam­an­burðar eru 161.289 ein­stak­lingar með íslenskan bak­grunn starf­andi hér­lend­is. Af þeim hópi eru 57.169 yfir fimm­tugt, eða rúm­lega 35 pró­sent. Sam­kvæmt þessum tölum stuðlar hið aðflutta vinnu­afl að umtals­verðri yng­ingu á vinnu­afli Íslands í heild.

Lang­flestir með lög­heim­ili hér

Það vekur athygli að 32.779 þeirra inn­flytj­enda sem starfa á íslenskum vinnu­mark­aði eru með lög­heim­ili hér­lend­is, en ein­ungis 5.986 með slíkt erlend­is. Það gefur til kynna að flestir þeirra sem hingað koma til að starfa ætli sér að dvelj­ast til lengri tíma.

Auglýsing
Fjölgun erlendra rík­is­borg­ara á meðal íbúa sveit­ar­fé­laga er hröð­ust í Reykja­nes­bæ. Ástæðan er fyrst og síð­­­ast sú aukna þörf á vinn­u­afli sem aukin umsvif í kringum alþjóða­flug­­völl­inn útheimtir, en nýbirtar tölur sýna að ferða­­menn sem heim­­sóttu Ísland voru 2,7 millj­­ónir í fyrra. Árið 2010 voru þeir um hálf millj­­ón.

Þessi staða hefur gert það að verkum að breyt­ing­­arnar á sam­­setn­ingu íbúa í Reykja­­nesbæ hafa orðið meiri en áður hefur þekkst í íslensku sam­­fé­lagi. Í lok árs 2011 bjuggu þar 1.220 erlendir rík­­is­­borg­­arar og voru 8,6 pró­­sent íbúa sveit­­ar­­fé­lags­ins. Í dag búa 18.510 manns í Reykja­­nesbæ og erlendir rík­­is­­borg­­arar þar eru, líkt og áður sagði, 4.270. Því eru 23 pró­­sent íbúa Reykja­­nes­bæjar erlendir rík­­is­­borg­­ar­­ar. Það hlut­­fall var 20 pró­­sent um síð­­­ustu ára­­mót.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent