Rúmlega 60 prósent innflytjenda á vinnumarkaði undir fertugu

Sá hópur útlendinga sem kemur til Íslands til að vinna er mun yngri en hópurinn með íslenskan bakgrunn sem fyrir var á vinnumarkaði.

Fjölmargir innflytjendur koma til Íslands til að vinna í byggingariðnaðinum.
Fjölmargir innflytjendur koma til Íslands til að vinna í byggingariðnaðinum.
Auglýsing

Rúm­lega 60 pró­sent þeirra inn­flytj­enda sem störf­uðu á íslenskum vinnu­mark­aði um mitt ár 2018 eru á aldr­inum 20-39 ára, eða 23.796 af alls 38.765 manns. Flestir eru á aldr­inum 25-29 ára eða 7.302 tals­ins. Þetta mál lesa út úr nýbirtum tölum Hag­stofu Íslands um starf­andi fólk á Íslandi.

Kjarn­inn greindi frá því í gær að þeir inn­flytj­endur sem starfa á Íslandi séu nú 18,6 pró­sent starf­andi fólks. Fjöldi inn­flytj­enda á íslenskum vinnu­mark­aði hefur tvö­fald­ast frá byrjun árs 2015 og frá byrjun árs 2017 hefur þeim fjölgað um 11.544.

Alls eru inn­flytj­endur á íslenskum vinnu­mark­aði sem eru eldri en fimm­tíu ára 5.569 tals­ins. Það þýðir að ein­ungis 14,3 pró­sent inn­flytj­enda á vinnu­mark­aði er á þeim aldri. Til sam­an­burðar eru 161.289 ein­stak­lingar með íslenskan bak­grunn starf­andi hér­lend­is. Af þeim hópi eru 57.169 yfir fimm­tugt, eða rúm­lega 35 pró­sent. Sam­kvæmt þessum tölum stuðlar hið aðflutta vinnu­afl að umtals­verðri yng­ingu á vinnu­afli Íslands í heild.

Lang­flestir með lög­heim­ili hér

Það vekur athygli að 32.779 þeirra inn­flytj­enda sem starfa á íslenskum vinnu­mark­aði eru með lög­heim­ili hér­lend­is, en ein­ungis 5.986 með slíkt erlend­is. Það gefur til kynna að flestir þeirra sem hingað koma til að starfa ætli sér að dvelj­ast til lengri tíma.

Auglýsing
Fjölgun erlendra rík­is­borg­ara á meðal íbúa sveit­ar­fé­laga er hröð­ust í Reykja­nes­bæ. Ástæðan er fyrst og síð­­­ast sú aukna þörf á vinn­u­afli sem aukin umsvif í kringum alþjóða­flug­­völl­inn útheimtir, en nýbirtar tölur sýna að ferða­­menn sem heim­­sóttu Ísland voru 2,7 millj­­ónir í fyrra. Árið 2010 voru þeir um hálf millj­­ón.

Þessi staða hefur gert það að verkum að breyt­ing­­arnar á sam­­setn­ingu íbúa í Reykja­­nesbæ hafa orðið meiri en áður hefur þekkst í íslensku sam­­fé­lagi. Í lok árs 2011 bjuggu þar 1.220 erlendir rík­­is­­borg­­arar og voru 8,6 pró­­sent íbúa sveit­­ar­­fé­lags­ins. Í dag búa 18.510 manns í Reykja­­nesbæ og erlendir rík­­is­­borg­­arar þar eru, líkt og áður sagði, 4.270. Því eru 23 pró­­sent íbúa Reykja­­nes­bæjar erlendir rík­­is­­borg­­ar­­ar. Það hlut­­fall var 20 pró­­sent um síð­­­ustu ára­­mót.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent