Hægist á fjölgun innflytjenda

Færri erlendir ríkisborgarar fluttust til landsins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en fyrsta ársfjórðungi 2018.

img_2661_raw_1807130321_10016453706_o.jpg
Auglýsing

Alls voru erlendir rík­is­borg­arar á Íslandi 45.518 við lok fyrsta árs­fjórð­ungs og hafði þá fjölgað um 1.208 frá fyrsta jan­ú­ar. Það er minni fjölgun en á fyrsta árs­fjórð­ungi síð­asta árs þegar 1.620 erlendir rík­is­borg­arar fluttu til lands­ins. Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóð­skrár.

Það hefur því hægt á fjölgun erlendra rík­is­borg­ara á Íslandi frá árunum 2017 og 2018 þegar met­fjölgun var á erlendum rík­is­borg­urum búsettum á Íslandi. Á þeim tíma fjölg­aði erlent rík­is­fang um 46 pró­sent og voru þeir 44.310 við lok árs 2018. Pól­verjar eru fjöl­menn­astir erlendra rík­is­borg­ara á Íslandi eða 19.564, næst fjöl­menn­asti hóp­ur­inn er frá Lit­háen og fylgja Lett­land, Rúm­enía og Portú­gal þar á eft­ir. Erlendir rík­is­borg­arar eru nú 12,7 pró­sent af heildar­í­búa­fjölda lands­ins.

Erlendum starfs­mönnum fjölgar

Hæg­ari fjölgun erlendra íbúa á land­inu helst í hendur við kólnun í hag­kerf­inu og færri lausum störfum en sam­kvæmt tölum Vinnu­mála­stofn­unar hefur atvinnu­leysi farið vax­andi á sein­ustu mán­uð­um. Hag­stofan hefur fram­kvæmt vinnu­mark­aðs­rann­sóknir um langt skeið, en hún hóf þó ein­ungis nýverið að gefa út tölur um laus störf. Sam­kvæmt fyrstu tölum henn­ar, sem náðu yfir fyrsta árs­fjórð­ung þessa árs voru 3500 laus störf á land­inu.

Auglýsing

Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar voru við lok árs 2018 tæp­lega 34 þús­und erlendir rík­is­borgar starf­andi hér á landi og hafði þá fjölgað um 9500 frá árs­byrjun 2017 eða um rúm­lega þrjú þús­und færri en fluttu til lands­ins á sama tíma­bili. Meðal ástæðna fyrir þessum mun á fjölda búsettra og starf­andi erlendra rík­is­borg­ara eru að inni í tölum yfir búsetta eru börn og ein­stak­lingar sem eru komnir hingað til að stunda nám eða eru komnir á eft­ir­laun.

Flestir nýir skatt­greið­endur erlendir

Kjarn­inn hefur bent á að með­al­tal félags­legra greiðslna til inn­flytj­enda hefur lækkað á und­an­förnum árum, á sama tíma og erlendum rík­is­borg­urum búsettum á Íslandi hefur fjölg­að. Til félags­legra greiðslna telj­ast meðal ann­ars greiðslur frá Trygg­inga­stofn­un, atvinnu­leys­is­bæt­ur, barna­bætur og líf­eyr­is­greiðsl­ur. Erlendir rík­is­borg­arar virð­ast því ekki sækja meiri greiðslur í félags­lega kerfið þrátt fyrir fjölg­un.

Á sama tíma þiggja inn­lendir að með­al­tali mun hærri greiðslur úr félags­lega kerf­inu. Flestir nýir skatt­greið­endur á Íslandi eru aftur á móti inn­flytj­endur en þeim fjölg­aði til að mynda um 28 pró­sent á milli áranna 2016 og 2017 og árið 2017 borg­uðu 44.850 erlendir rík­is­borg­arar skatta á Íslandi en það voru á þeim tíma rúm fimmtán pró­sent skatt­greið­enda á Íslandi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent