Hægist á fjölgun innflytjenda

Færri erlendir ríkisborgarar fluttust til landsins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en fyrsta ársfjórðungi 2018.

img_2661_raw_1807130321_10016453706_o.jpg
Auglýsing

Alls voru erlendir rík­is­borg­arar á Íslandi 45.518 við lok fyrsta árs­fjórð­ungs og hafði þá fjölgað um 1.208 frá fyrsta jan­ú­ar. Það er minni fjölgun en á fyrsta árs­fjórð­ungi síð­asta árs þegar 1.620 erlendir rík­is­borg­arar fluttu til lands­ins. Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóð­skrár.

Það hefur því hægt á fjölgun erlendra rík­is­borg­ara á Íslandi frá árunum 2017 og 2018 þegar met­fjölgun var á erlendum rík­is­borg­urum búsettum á Íslandi. Á þeim tíma fjölg­aði erlent rík­is­fang um 46 pró­sent og voru þeir 44.310 við lok árs 2018. Pól­verjar eru fjöl­menn­astir erlendra rík­is­borg­ara á Íslandi eða 19.564, næst fjöl­menn­asti hóp­ur­inn er frá Lit­háen og fylgja Lett­land, Rúm­enía og Portú­gal þar á eft­ir. Erlendir rík­is­borg­arar eru nú 12,7 pró­sent af heildar­í­búa­fjölda lands­ins.

Erlendum starfs­mönnum fjölgar

Hæg­ari fjölgun erlendra íbúa á land­inu helst í hendur við kólnun í hag­kerf­inu og færri lausum störfum en sam­kvæmt tölum Vinnu­mála­stofn­unar hefur atvinnu­leysi farið vax­andi á sein­ustu mán­uð­um. Hag­stofan hefur fram­kvæmt vinnu­mark­aðs­rann­sóknir um langt skeið, en hún hóf þó ein­ungis nýverið að gefa út tölur um laus störf. Sam­kvæmt fyrstu tölum henn­ar, sem náðu yfir fyrsta árs­fjórð­ung þessa árs voru 3500 laus störf á land­inu.

Auglýsing

Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar voru við lok árs 2018 tæp­lega 34 þús­und erlendir rík­is­borgar starf­andi hér á landi og hafði þá fjölgað um 9500 frá árs­byrjun 2017 eða um rúm­lega þrjú þús­und færri en fluttu til lands­ins á sama tíma­bili. Meðal ástæðna fyrir þessum mun á fjölda búsettra og starf­andi erlendra rík­is­borg­ara eru að inni í tölum yfir búsetta eru börn og ein­stak­lingar sem eru komnir hingað til að stunda nám eða eru komnir á eft­ir­laun.

Flestir nýir skatt­greið­endur erlendir

Kjarn­inn hefur bent á að með­al­tal félags­legra greiðslna til inn­flytj­enda hefur lækkað á und­an­förnum árum, á sama tíma og erlendum rík­is­borg­urum búsettum á Íslandi hefur fjölg­að. Til félags­legra greiðslna telj­ast meðal ann­ars greiðslur frá Trygg­inga­stofn­un, atvinnu­leys­is­bæt­ur, barna­bætur og líf­eyr­is­greiðsl­ur. Erlendir rík­is­borg­arar virð­ast því ekki sækja meiri greiðslur í félags­lega kerfið þrátt fyrir fjölg­un.

Á sama tíma þiggja inn­lendir að með­al­tali mun hærri greiðslur úr félags­lega kerf­inu. Flestir nýir skatt­greið­endur á Íslandi eru aftur á móti inn­flytj­endur en þeim fjölg­aði til að mynda um 28 pró­sent á milli áranna 2016 og 2017 og árið 2017 borg­uðu 44.850 erlendir rík­is­borg­arar skatta á Íslandi en það voru á þeim tíma rúm fimmtán pró­sent skatt­greið­enda á Íslandi.

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent