Hægist á fjölgun innflytjenda

Færri erlendir ríkisborgarar fluttust til landsins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en fyrsta ársfjórðungi 2018.

img_2661_raw_1807130321_10016453706_o.jpg
Auglýsing

Alls voru erlendir rík­is­borg­arar á Íslandi 45.518 við lok fyrsta árs­fjórð­ungs og hafði þá fjölgað um 1.208 frá fyrsta jan­ú­ar. Það er minni fjölgun en á fyrsta árs­fjórð­ungi síð­asta árs þegar 1.620 erlendir rík­is­borg­arar fluttu til lands­ins. Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóð­skrár.

Það hefur því hægt á fjölgun erlendra rík­is­borg­ara á Íslandi frá árunum 2017 og 2018 þegar met­fjölgun var á erlendum rík­is­borg­urum búsettum á Íslandi. Á þeim tíma fjölg­aði erlent rík­is­fang um 46 pró­sent og voru þeir 44.310 við lok árs 2018. Pól­verjar eru fjöl­menn­astir erlendra rík­is­borg­ara á Íslandi eða 19.564, næst fjöl­menn­asti hóp­ur­inn er frá Lit­háen og fylgja Lett­land, Rúm­enía og Portú­gal þar á eft­ir. Erlendir rík­is­borg­arar eru nú 12,7 pró­sent af heildar­í­búa­fjölda lands­ins.

Erlendum starfs­mönnum fjölgar

Hæg­ari fjölgun erlendra íbúa á land­inu helst í hendur við kólnun í hag­kerf­inu og færri lausum störfum en sam­kvæmt tölum Vinnu­mála­stofn­unar hefur atvinnu­leysi farið vax­andi á sein­ustu mán­uð­um. Hag­stofan hefur fram­kvæmt vinnu­mark­aðs­rann­sóknir um langt skeið, en hún hóf þó ein­ungis nýverið að gefa út tölur um laus störf. Sam­kvæmt fyrstu tölum henn­ar, sem náðu yfir fyrsta árs­fjórð­ung þessa árs voru 3500 laus störf á land­inu.

Auglýsing

Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar voru við lok árs 2018 tæp­lega 34 þús­und erlendir rík­is­borgar starf­andi hér á landi og hafði þá fjölgað um 9500 frá árs­byrjun 2017 eða um rúm­lega þrjú þús­und færri en fluttu til lands­ins á sama tíma­bili. Meðal ástæðna fyrir þessum mun á fjölda búsettra og starf­andi erlendra rík­is­borg­ara eru að inni í tölum yfir búsetta eru börn og ein­stak­lingar sem eru komnir hingað til að stunda nám eða eru komnir á eft­ir­laun.

Flestir nýir skatt­greið­endur erlendir

Kjarn­inn hefur bent á að með­al­tal félags­legra greiðslna til inn­flytj­enda hefur lækkað á und­an­förnum árum, á sama tíma og erlendum rík­is­borg­urum búsettum á Íslandi hefur fjölg­að. Til félags­legra greiðslna telj­ast meðal ann­ars greiðslur frá Trygg­inga­stofn­un, atvinnu­leys­is­bæt­ur, barna­bætur og líf­eyr­is­greiðsl­ur. Erlendir rík­is­borg­arar virð­ast því ekki sækja meiri greiðslur í félags­lega kerfið þrátt fyrir fjölg­un.

Á sama tíma þiggja inn­lendir að með­al­tali mun hærri greiðslur úr félags­lega kerf­inu. Flestir nýir skatt­greið­endur á Íslandi eru aftur á móti inn­flytj­endur en þeim fjölg­aði til að mynda um 28 pró­sent á milli áranna 2016 og 2017 og árið 2017 borg­uðu 44.850 erlendir rík­is­borg­arar skatta á Íslandi en það voru á þeim tíma rúm fimmtán pró­sent skatt­greið­enda á Íslandi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent