Hægist á fjölgun innflytjenda

Færri erlendir ríkisborgarar fluttust til landsins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en fyrsta ársfjórðungi 2018.

img_2661_raw_1807130321_10016453706_o.jpg
Auglýsing

Alls voru erlendir rík­is­borg­arar á Íslandi 45.518 við lok fyrsta árs­fjórð­ungs og hafði þá fjölgað um 1.208 frá fyrsta jan­ú­ar. Það er minni fjölgun en á fyrsta árs­fjórð­ungi síð­asta árs þegar 1.620 erlendir rík­is­borg­arar fluttu til lands­ins. Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóð­skrár.

Það hefur því hægt á fjölgun erlendra rík­is­borg­ara á Íslandi frá árunum 2017 og 2018 þegar met­fjölgun var á erlendum rík­is­borg­urum búsettum á Íslandi. Á þeim tíma fjölg­aði erlent rík­is­fang um 46 pró­sent og voru þeir 44.310 við lok árs 2018. Pól­verjar eru fjöl­menn­astir erlendra rík­is­borg­ara á Íslandi eða 19.564, næst fjöl­menn­asti hóp­ur­inn er frá Lit­háen og fylgja Lett­land, Rúm­enía og Portú­gal þar á eft­ir. Erlendir rík­is­borg­arar eru nú 12,7 pró­sent af heildar­í­búa­fjölda lands­ins.

Erlendum starfs­mönnum fjölgar

Hæg­ari fjölgun erlendra íbúa á land­inu helst í hendur við kólnun í hag­kerf­inu og færri lausum störfum en sam­kvæmt tölum Vinnu­mála­stofn­unar hefur atvinnu­leysi farið vax­andi á sein­ustu mán­uð­um. Hag­stofan hefur fram­kvæmt vinnu­mark­aðs­rann­sóknir um langt skeið, en hún hóf þó ein­ungis nýverið að gefa út tölur um laus störf. Sam­kvæmt fyrstu tölum henn­ar, sem náðu yfir fyrsta árs­fjórð­ung þessa árs voru 3500 laus störf á land­inu.

Auglýsing

Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar voru við lok árs 2018 tæp­lega 34 þús­und erlendir rík­is­borgar starf­andi hér á landi og hafði þá fjölgað um 9500 frá árs­byrjun 2017 eða um rúm­lega þrjú þús­und færri en fluttu til lands­ins á sama tíma­bili. Meðal ástæðna fyrir þessum mun á fjölda búsettra og starf­andi erlendra rík­is­borg­ara eru að inni í tölum yfir búsetta eru börn og ein­stak­lingar sem eru komnir hingað til að stunda nám eða eru komnir á eft­ir­laun.

Flestir nýir skatt­greið­endur erlendir

Kjarn­inn hefur bent á að með­al­tal félags­legra greiðslna til inn­flytj­enda hefur lækkað á und­an­förnum árum, á sama tíma og erlendum rík­is­borg­urum búsettum á Íslandi hefur fjölg­að. Til félags­legra greiðslna telj­ast meðal ann­ars greiðslur frá Trygg­inga­stofn­un, atvinnu­leys­is­bæt­ur, barna­bætur og líf­eyr­is­greiðsl­ur. Erlendir rík­is­borg­arar virð­ast því ekki sækja meiri greiðslur í félags­lega kerfið þrátt fyrir fjölg­un.

Á sama tíma þiggja inn­lendir að með­al­tali mun hærri greiðslur úr félags­lega kerf­inu. Flestir nýir skatt­greið­endur á Íslandi eru aftur á móti inn­flytj­endur en þeim fjölg­aði til að mynda um 28 pró­sent á milli áranna 2016 og 2017 og árið 2017 borg­uðu 44.850 erlendir rík­is­borg­arar skatta á Íslandi en það voru á þeim tíma rúm fimmtán pró­sent skatt­greið­enda á Íslandi.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent